Óttalegt ástand á moggabloggi - en hitabylgjan bjargar því

Óttalegt ástand er á moggablogginu þessa daga. Í gær lá síðan mín niðri eins og síður fjölmargra moggabloggara, vegna bilunar. Svo þegar hún opnaðist aftur í dag var komið allt annað útlit á hana, allir bloggvinir mínir horfnir, heimsóknartölurnar og fallega Ísafjarðarmyndin sem hafði prýtt hausinn.

Ég þykist vita að vefstjórum sé ekki skemmt meðan verið er að komast fyrir þessi vandræði - svo ég ætla ekki að æðrast mikið yfir þessu. En ég vona sannarlega að við moggabloggarar endurheimtum "gullin" okkar fljótlega. 

Þangað til ætla ég að bíða með að blogga - tja, nema eitthvað stórfenglegt gerist. Varla er nú von á því í sumarhitanum.

Já þetta er nú meiri bongóblíðan - 20 - 25 stiga hiti dag eftir dag - maður er hálf meðvitundarlaus af hita utandyra, hætti maður sér þangað á annað borð.

Sjáumst Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Við erum velflest komin með appelsínuhúð eftir bilunina og ekki hægt að skrapa hana af ennþá... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.7.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég er með þá kenningu að þessi bilun sé dulbúin ritskoðun.  Annað hvort er, að moggabloggið sé svo rækilega ritskoðað að lítið sem ekkert sé eftir af því.  Eða að nú sitji 54 "rétttrúaðir" stuttbuxnadrengir og lesi allt bloggið með athugasemdum og gefi ýmist grænt ljós á innihaldið eða poti í "delete", sem sé mun algengara á sumum bloggum en öðrum.  Þegar "þeir" hafi lokið yfirlestri verði "biluninni" aflétt, fyrr ekki.  Til að komast í þennan hóp þurfti að vera skráður stuttbuxnadrengur (innvígður og innmúraður) og fá vottun ríkislögreglustjóra um trúverðugleika!  Þetta er nefnilega bilun!

Auðun Gíslason, 29.7.2008 kl. 20:41

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Þú hefur sem sagt verið afhausuð.  Er þetta nú ekki svolítið langt gengið?  Ýmist er bloggarar ritskoðaðir eða afhausaðir, nema hvorutveggja sé.  Ekki er Óli f. kominn til valda hér líka?

Auðun Gíslason, 29.7.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég mislas nafn þitt sem Ólína Þórðardóttir og hugsaði með mér að hér væri komið mitt kynskiptinganafn.
:-)

Ólafur Þórðarson, 29.7.2008 kl. 23:06

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hæ þið,  Ólína og Lára Hanna. Ég er búinn að fá allt mitt til baka og fékk enga appelsínuhúð.

Haraldur Bjarnason, 29.7.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband