Ei veldur sá er varar - gott hjá Landsbjörgu

Reynisfjara Það gleður mig að Landsbjörg skuli nú hafa tekið af skarið og ákveðið upp á sitt eindæmi að setja upp skilti og bjarghringi í Reynisfjöru. Málið var komið í einhvern flækjuhnút þar sem menn voru í harða kapphlaupi um að varpa frá sér ábyrgð og finna því allt til foráttu að setja þarna upp nauðsynlegar viðvaranir. Jafnvel það að fólk muni hvort eð er ekki taka mark á viðvörunarskilti; þetta myndi kosta svo mikið, það væri engin leið að finna út út því hver ætti að borga, svo væri fólk ekkert of gott til þess að nota skynsemina og gæta sín sjálft.

Ei veldur sá er varar - segir máltækið, og fólk er ekki fætt með þá vitneskju að fjaran umhverfis Vík í Mýrdal é stórhættuleg. Það er hroki í okkur Íslendingum að fussa alltaf og sveia í vanþóknun ef aðkomufólk eða ferðamenn sem ekki þekkja hættur landsins fara sér að voða, hvort sem það er í illviðrum, brimi eða í hamrabeltum.

Gott hjá Landsbjörgu. Takk fyrir þetta frumkvæði.


mbl.is Skilti verða sett upp við Reynisfjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vel gert hjá þeim, veit stundum ekki hvernig við værum stödd án Landsbjargar og allra sem þar leggja hönd á plóginn.  Kveðja vestur .

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2008 kl. 23:25

2 identicon

Mér finnst algjört skilyrði að að ferðaskrifstofan taki ábyrgð gagnvart fólki sem það er með á sínum snærum með að upplýsa um hættur í þeim ferðum sem þeir bjóða uppá!!! Ekki myndi ég vilja treysta slíkum aðilum fyrir mínu sumarfríi.

Ása (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 23:40

3 identicon

Hvernig er með leigubíla í RVK á ekki að upplýsa um hættur þar! Það er miklu

hættulegra að vera á ferðinni þar .Eða er það ekki??? eg mæli með því að það verði stofnað batterí með 40  50 manns  til þess að engin geri ekki neitt. 

 Ólína þú heldur áfram á þina ábyrgð þú ert í óbyggðumog hana nú!!!

Guðjón (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 04:19

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekkert nema gott eitt um þetta að segja.

Endurtek athugasemd mína frá fyrri færslu.

Vissulega þurfa að vera viðvaranir sumstaðar. En ekki er hægt að vara við öllu. Það verður að gera ráð fyrir að flestir búi yfir nægjanlegri greind til að ekki þurfi  að segja því; að kaffið sé heitt; að bjarndýr séu hættuleg; að hættulegt sé að labba yfir á rauðu; að labbi það fram af bjargbrún hrapi það vísast til bana og ef það haldi að brimaldan, fyrir opnu hafi á sendinni strönd, sé leiktæki þá vaði það reyk!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2008 kl. 09:27

5 identicon

Þetta viðvörunarskiltamál hefur fleiri hliðar. Fyrir nokkuð mörgum árum vildu heimamenn setja varúðarskilti við hættulega blyndhæð og beygju á leiðinni inn í Veiðivötn. Svörin frá yfirvöldunum voru að ef þarna væri sett skilti mundu vegfarendur líta svo á að annarsstaðar væru engar hættur á hálendinu.  Það varð svo þarna nokkuð alvarlegt slys og eftir það var veginum skipt með skilti eins og víða er á blyndhæðum. Ég hallast samt að því að heilbrigð skynsemi sé nú oftast besta vörnin og stór og áberandi skilti verða varla til að gleðja náttúruunnendur og ljósmyndara á fallegum stöðum.

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 10:22

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Guðjón - ég veit ekki betur en Reykjavík sé full af viðviörunarskiltum ýmiskonar, þau nefnast umferðarskilti.

Það er hárrétt athugað hjá Árna, að þeir sem ferðast um vegi, fjöll og fjörur landsins eru ekki endilega ferðamenn á vegum einhverra fararstjóra. Fjöldi manns ferðast um landið, bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn, á eigin vegum.

Vitanlega eigum við að koma upp viðvörunarskiltum allstaðar þar sem þess gerist þörf. Þessar  þrætur um að "ekki sé hægt að vara við öllu" og svo framvegis eru bara hjákátlegar. Það er einfaldlega ekkert að því að vara við hættum - og frekar vil ég vera sú sem varar við hættunni en sú sem óbeint veldur sklysum með aðgerðaleysi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.7.2008 kl. 17:35

7 identicon

Hér fyrir neðan er dæmi hvernig reglugerð sem ég tel að hafi ekki lagastoð í umferðarlögum. Þessi  reglugerð virðist hafa verið gerð til að spara sveitafélögum að setja niður umferðarmerki í þéttbýli eins og á að gera það samkvæmt lögunum þá á kostnað umferðaröryggis sem mér skilst að eigi að vera markmiðið en er farin að efast stórlega. Hef fengið það á tilfinningunna að það sé verið að búa til tekjuöflunarleið fyrir það opinbera mér skilst að þessi gildra gefi vel í kassan. Svo til að kóróna vitleysuna eru þessi umferðarmerki sett upp vitlaust víða hvort sem horft sé til laga eða reglugerðar.   

Almennar hraðatakmarkanir inn í þéttbýli.
Í 37. gr. umferðarlögum má sjá að í þéttbýli má ökuhraði ekki vera meiri en 50 km á klst. Ákveða má lægri hraðamörk þar sem æskilegt þykir til öryggis eða af öðrum ástæðum þá skal merkja eftir hver gatnamót með umferðarmerki  sem tilgreinir hámarkshraðan meðan svo er sem þýðir jafnvel mörg umferðarmerki stað engra sé um marga vegakafla um að ræða á svæðinu.

Eins og sjá má er gullna reglan 50 km hámarkshraði í þéttbýli sem miðast við bestu aðstæður. Vegna þessara laga þarf ekki að setja upp nein umferðarmerki innan þéttbýlis til að tilgreina leyfðan 50 km hámarkshraða mikil sparnaður í því.Allir ökumenn eiga að vita að sé ekkert umferðarmerki við veg innan þéttbýlis þýðir það 50 km hámarkshraði er á þeim vegi samkvæmt umferðarlögunum.

1987 ef ég man rétt var gerð reglugerð sem ég tel að standist ekki umferðarlög útbúið var sér íslenskt merki sem engin erlendur ökumaður skilur þetta umferðarmerki líkist mjög merkinu sem er alþjóðalegt en hefur allt aðra þýðingu Þetta umferðarmerki  ber að nota við aksursleiðir inn á svæði þar sem sérstök takmörkun er á hámarkshraða.

Umferðarmerkið gildir samkvæmt reglugerðinni þar til takmörkun er felld úr gildi með öðru sérstöku umferðarmerki það merki er svo ljóst að þegar það ber við himininn þá er ekki víst að ökumenn sjái það sérstaklega þegar skýjað er. Það er ekki til nein skilgreining hvernig skal standa að þessum merkingum hversu svæðið má vera stór og svo framvegis það vantar alveg lög um þetta eins og gert var með vistgötur þar má hámarkshraðin vera 15 km sjá í umferðarlögunum   

Vistgötur.

 7. gr. Ákvæði greinar þessarar gilda um umferð á svæði,

sem afmarkað er með sérstökum merkjum, sem tákna vistgötu.

Heimilt er að dveljast og vera að leik á vistgötu. Þar ber

að aka mjög hægt, að jafnaði eigi hraðar en 15 km á klst. Ef

gangandi vegfarandi er nærri má eigi aka hraðar en á venjulegum

gönguhraða.

Ökumaður skal sýna gangandi vegfaranda sérstaka tillitssemi

og víkja fyrir honum. Gangandi vegfarandi má eigi

hindra för ökutækis að óþörfu.

Eigi má leggja ökutækjum nema á sérstaklega merktum

stæðum. Ákvæði þetta gildir eigi um reiðhjól.''

Besta leiðin miðað við kröfur samtímas um hámarkshraða í þéttbýli þá í íbúðarbyggð sérstaklega er að alþingi breytti lögunum um hámarkshraða að hann verði 30 km í stað 50 km í þéttbýli. Þá þarf ekki að merkja með umferðarmerkjum hver hámarkshraðinn er í íbúðarhverfum eingöngu á stofngötum  þá eftir hver gatnamót sem dæmi eins og nú er gert og á að gera sé verið að hækka eða lækka hraðan miðað við hámarkshraða samkvæmt lögunum í þéttbýli. Þá yrði þessi reglugerð sem hefur hvort sem er enga lagastoð að mínu mati verða feld úr gildi. 

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

P.S. Kerfið á Íslandi er oft svona eins og alveg sama pólitík

B.N. (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband