Bakþanki um hvítabjörn

untitled Hvítabirnir geta verið afar blíðlyndir. Eins þetta myndskeið sýnir getur farið mjög vel á með hundum og ísbjörnum (smellið hér) - þó ég myndi sjálf ekki kæra mig um þau groddalegu blíðuhót sem seppi fær þarna.

En ég er hugsi yfir atburðum dagsins. Sérstaklega finnst mér upplýsingar misvísandi um hættuna sem myndaðist á vettvangi. Myndskeiðið sem sýnt hefur verið á mbl og sjónvarpsstöðvunum bendir ekki til þess að björninn hafi verið í árásarham. Gagnrýni héraðsdýralæknisins á Blönduósi sem segist hafa haft deyfilyf í bílnum hjá sér og til þess gerða byssu að skjóta því finnst mér athyglisverð, svo ekki sé minna sagt.

Hvers vegna lokaði ekki lögreglan veginum og setti vakt á dýrið? Þeir fóru þarna margir saman að birninum og fóru ekki dult. Var að furða þó bangsi yrði þeirra var - yrði forvitinn og gæfi þeim nánari gaum?

Ég efast ekkert um góðan vilja - en ég held að þarna hefði mátt standa faglegar að verki, sérstaklega á vettvangi. Þar hafa menn líklega ofmetið hættuna sem stafaði af birninum. Þeir hafa jafnvel sjálfir aukið á hættuna með mannaferðum og ónæði fyrir björninn.

Aftur á móti er umhverfisráðherra í afar erfiðri stöðu að þurfa að taka ákvörðun á grundvelli þess hvernig aðstæður eru metnar á vettvangi að henni fjarstaddri. Sjálf hefði ég trúlega gert það sama og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þ.e. að taka gilt mat viðstaddra á aðsteðjandi hættu. Annað hefði verið ófyrirgefanlegt. Trúlega hefðu allir tekið sömu ákvörðun miðað við þær upplýsingar sem veittar voru. 

 En ... ég er hrædd um að kunnáttuleysi þeirra sem voru á staðnum -  og hræðsla - hafi ráðið mestu um það hvernig fór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Fallegt myndband. Virkilega óvenjulegt að sjá ísbjörn blíðan. Öll dýr eru hættuleg ef maður ógnar þeim og villt dýr verða alltaf óútreiknanleg.

Skattborgari, 3.6.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hefði viljað að þeir hefðu veitt hann, en eins og þú segir þá hefur örugglega panik og ótti á staðnum verið ástæðan fyrir því að dýrið var skotið.  Polar Bear

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Er hægt að ofmeta hættuna af ísbirni á lausagangi?  Hungraður?  hræddur og villtur?

Hvað átti svo að gera við ísbjörninn ef hann hefði náðst lifandi?  Senda hann heim eins og hvern annan óvelkomin "útlending" og leyfa heimamönnum að skjóta hann?  

Er til eitthvað "friðland" fyrir ísbirni?

Hjá mér hafa bara vaknað ótal margar spurningar vegna umræðunnar um fallna bjarndýrið og ég ætlast ekki til að þú svarir mér Ólína mín.

Sigrún Jónsdóttir, 3.6.2008 kl. 20:53

4 identicon

Mér finnst að hugtakið "aðgerðaráætlun" sé algert lykilorð í þessu samhengi, bæði vegna þess að landtaka hvítabjarna á Íslandi er algerlega staðalbundin og fullkomlega fyrirsjáanleg og þar af leiðandi kortleggjandi. Mættum við biðja um fleiri "aðgerðaráætlanir" á Íslandi t.d. varðandi gengisfallið mikla og óðaverðbólgu.

Annars er þetta hugtak er sérstaklega hentugt fyrir fulltrúa framkvæmdavaldsins sem fyrra sig fullkomlega ábyrgð á sínum embættisskyldum.

Ef það var hægt að eyða ógnarsummum í Keikó hví mátti ekki fá Björgólf eða Jóhannes til að kosta björninn til síns heima og kannski laga hvalveiðiímyndarskaðann að einhverju leyti?

Þessi ráðherra er fullkomið klúður.

Gísli (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:21

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bangsinn er fyrir börn,
bústinn líka Einar Örn,
sólginn í ís,
og sauðaflís,
og Bjarnason langar í Björn.

Þorsteinn Briem, 3.6.2008 kl. 21:35

6 identicon

Eftir að hafa skoða málið þá fæ ég ekki betur séð en að, ekki hafi verið neinn áhugi fyrir því að reyna ná dýrinu lifandi. Það var greinilegt að það átti að skjóta björninn og ekkert annað.

Af hverju var veginum ekki lokað svo athafna mætti sig í friði fyrir forvitnum? Af hverju hlupu vopnaðir veiðidellugaurar upp í fjall á eftir dýrinu? Hversvegna héldu menn sig ekki niður á vegi og ráku forvitna heim?

Það hefði mátt vakta björninn, eins og Ólína sagði, þar til deyfilyf bárust.

Hvað átti svo að gera spyrja menn? Hvaða aumingjaskapur er þetta!!!  Ef vilji væri fyrir hendi þá hefði verið hægt að finna pláss fyrir dýrið þar til flytja mætti það með flugi norður á ísbreiðuna sem það koma frá.

Erlend dýraverndunarsamtök hefðu aðstoðað okkur fyrir eitt orð.. En svo virðis sem við kunnum ekkert annað en að drepa drepa..  það er eina lausnin þegar mönnum og dýrum lendir saman á Íslandi.. 

Ég hélt að við skömmuðumst okkar nógu mikið fyrir drápið á síðasta Geirfuglinum...  á nú að bæta hvítabirninum í safnið?

Tinni (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:13

7 identicon

Þetta er allt of mikil tilfinningasemi. ,,Knútar" eru ekki friðhelgir á landi, og mikið auðveldara að tala um deyfilyf til handa dýrinu,sitjandi inni í stofu, eða við Austurvöll eins og Kolbrún Halldórs í fréttum í kvöld.

Hildur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:19

8 identicon

Alltaf jafn merkilegt hvað íslendingar geta endalaust verið að velta sér upp úr einhverjum fjárans tittlingaskít.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:07

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú langar mig svo í ísbjörn að leika við Mala! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2008 kl. 00:40

10 identicon

Ég held að viðbrögð lögreglu hafi verið hárrétt og því fer fjarri að ég fordæmi drápið á dýrinu. Ég þekki nú aðeins til á þessu svæði og mér krossbrá þegar ég sá hversu nálægt mannabyggðum björninn var. Mér finnst eins og almenningur haldi að þetta séu einhver gæludýr, krúttleg og loðin en staðreyndin er sú að þetta eru bæði stór og öflug rándýr sem geta (og hafa) drepið fólk.  Auðvitað var dýrið hættulegt, það var hingað komið í leit að æti - það koma ekki upp á land til þess að sóla sig og bíta gras!

Guðrún (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 09:13

11 Smámynd: 365

Þetta er dæmalaust fjaðrafok.  Hver er tilbúin að hafa lausan Hvítabjörn í 5km fjarlægð frá heimili sínu.  Enginn.  Að ná svona dýri lifandi er meira mál en að segja það.  Hvað svo.  Hver borgar.  Það var rétt að aflífa dýrið og síðan getum við grætt heilmikið á því að kryfja skepnuna og sjá hve lengi hún hefur dvalið á landinu og vafalaust kemur fleira í ljós, kannski lamb!

365, 4.6.2008 kl. 09:59

12 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég vil þakka fyrir þetta myndskeið.

Verulega gaman frir mann, sem löngu er farinn í hundana.

Bjarni Kjartansson, 4.6.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband