Launaleynd Þórhalls

thorhallurGunnarssonSigrun_Stefans Þórhallur Gunnarsson hefur lagt fram lögbannskörfu á Ríkisútvarpið til að hindra að launakjör hans verði opinberuð. Hann segist sjálfur ætla að ráða því hvenær persónulegar upplýsingar um hann verði birtar opinberlega og telur á sér brotið ef þetta verður upplýst. Frá þessu er sagt á visir.is og það er Óskar Hrafn Þorvaldsson ritstjóri visis.is sem hefur óskað eftir þessum upplýsingum. Hann óskar ennfremur eftir því að sjá launaupplýsingar Sigrúnar Stefánsdóttur sem gegnir sama starfi og Þórhallur - kveðst hafa grun um að laun þessara tveggja stjórnenda á ríkisútvarpinu séu ekki sambærileg.

Nú er auðvitað hugsanlegt að launin hans Þórhalls séu svo lág að hann skammist sín fyrir að sýna það.  Woundering  En hversvegna þumbast útvarpsstjóri við?

Nú er það þannig að fyrirtæki sem rekin eru af almannafé hafa lögbundnar skyldur til þess að upplýsa almenning - eða fulltrúa þeirra - um stjórnsýslu sína. Og á meðan lög gilda sem banna launamismunum á grundvelli kynferðis, þá verður almenningur að geta fylgst með því að þeim sé framfylgt. Málið snýst um grundvallaratriði - jafnréttislögin - launajöfnuð. Það virðist augljóst.

Hitt er auðvitað svolítið sérkennilegt að einkafyrirtæki skuli algjörlega undanþegin upplýsingaskyldu af þessu tagi á meðan ríkisstofnanir verða að leggja allt á borðið. En þannig virkar lýðræðið. Almenningur á rétt á því að vita hvernig farið er með fjármuni hans. Og þó svo að ríkisútvarpið sé orðið ohf - þá er það enn í eigu almennings, fjármagnað af opinberu fé. Á meðan svo er verður ríkisútvarpið að lúta sömu reglum og önnur opinber fyrirtæki.

Það verður því fróðlegt að sjá hvort lögbannskrafan nær fram að ganga. Ég verð að viðurkenna að mig langar að fá þessar upplýsingar - nú þegar forvitnin hefur verið vakin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég deili þessari forvitni með þér Ólína. Mig furðar á því hversu oft við Mbl-bloggarar þurfum að "sækja" fréttir annað. Er ómálefnalegt að kalla þetta þöggun? Er þetta bara klaufaskapur og kvef í fréttanefi?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég teldi eðlilegt að hann væri á bilinu 500.000 til 1 millj...sem ríkisstarfsmaður!??

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2008 kl. 11:27

3 identicon

Menntað gisk undirritaðs er að téður Þórhallur fái eina milljón nýbakaðra spesía á mánuði, þar sem útvarpsstjórinn fær eina og hálfa milljón, ítem afnot af jeppa, hvers afborgun er tvö hundruð þúsund spesíur á mánuði í kaupleigu.

Undirritaður vill hins vegar taka fram að ofanritað menntað gisk kemur ekki frá dömu sem hann svaf einu sinni hjá uppi í Útvarpi. Ekki það að hann hafi sofið hjá henni uppi í Útvarpi og ekki bara einu sinni. Hmm ...

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 11:29

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Ólína, tek undir orð þín. Góður pistill hjá þér að venju.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 26.3.2008 kl. 11:33

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Athyglisverð skrif hjá þér Ólína. Það verður spennandi að sjá hvernig menn komast hjá þessari upplýsingaskyldu. Ef hægt er einfaldlega að fara fram á lögbann á "skylduna" þá er hún marklaus.

Marta B Helgadóttir, 26.3.2008 kl. 12:05

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hér er komin enn ein ástæða til að kasta þessari bykkju, Ríkisút/sjónvarpinu, út í hafsauga. Leyfa einhverjum að kaupa draslið á almennilegu verði, ekki enn eina einkavinavæðinguna.

Theódór Norðkvist, 26.3.2008 kl. 13:22

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér er nú frekar mikið sama en ég er að velta því fyrir mér þegar störf Sigrúnar og Þórhalls eru sögð eins, afhverju sér maður hana aldrei eða heyrir um hana, hvar er hún?? spyr bara því ég veit þetta ekki.  En ef þau eru í sambærilegu starfi get ég ekki séð annað en þau eigi að vera með sömu laun.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 13:39

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir með þér Ásdís...og vil benda á skrif Jonasar Kristjanssonar á www.jonas.is!

26.03.2008

Einkamál Þórhalls

Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri segir tekjur sínar frá Ríkisútvarpinu vera einkamál. Í viðtali við Fréttablaðið í dag hefur fávís lögmaður hans það eftir stjórnarskránni. En Hróbjartur Jónatansson hefur rangt fyrir sér. Í stjórnarskránni segir hvergi, að tekjur manna séu einkamál. Lögmaðurinn fylgir tízku slúbberta, sem skilgreina fjármál sem einkamál. Fjármál eru ekki einkamál, skattar eru ekki einkamál, eignir eru ekki einkamál. Þetta eru allt saman skattskyld fjármál, en ekki einkamál. Hegðun Þórhalls heima fyrir er hins vegar einkamál, svo og hugsanlega hegðun hans í bílnum.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2008 kl. 14:21

9 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það veit ég af eigin reynslu að vandamál númer eitt við það að dæma um hvort til staðar sé launamunur sem orsakast af kyni er að bera saman þá tvo þætti sem ráða helst launum, annars vegar starfið (er það í raun sambærilegt??) og hins vegar frammistöðu viðkomandi einstaklinga í starfinu (sem aldrei er nákvæmlega eins).

Þetta getur oft verið mjög snúið og gerir það verk að bera saman laun karla og kvenna verulega snúið, miklu miklu snúnara en ég hélt áður en ég prófaði það í mínu starfi þrátt fyrir mjög góðan vilja.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 26.3.2008 kl. 15:18

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Sigurður Viktor...held að enginn efist um það? En sé það haft í huga að meirihluti þjóðarinnar, eða a.m.k. helmingur eru konur eru sláandi tölur um að það halli verulega á konur!

Sjá til dæmis... http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/entry/485369/

þar sem segir meðal annars...

Þegar horft er til karla og kvenna reyndust launin 167 þúsund hjá körlum og 116 þúsund hjá konum árið 1998 en voru komin upp í 321 þúsund hjá körlum og 248 þúsund hjá konum fyrir tveimur árum. Með reglulegum launum er á átt við laun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags-, bónus- og kostnaðargreiðslur, svo sem föst yfirvinna, sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2008 kl. 15:32

11 identicon

Laun ríkisforstjóra eru um átta hundruð þúsund kallar á mánuði en þegar Ríkisútvarpinu var breytt úr Ríkisútvarpinu í Ríkisútvarpið o há eff hækkuðu laun útvarpsstjórans simmsalabimm upp í eina og hálfa milljón.

En téður stjóri er einnig sjónvarpsþulur á kveldin, þannig að hann fær sjö hundruð þúsund kalla fyrir þann starfa hvern þann mánuð sem algóður Frelsarinn lætur oss í T. En góðar þulur liggja ekki nú á lausu. Það veit ég, því undirritaður átti barn með einni slíkri, og enda þar væri um lausaleik að ræða, var það allt naglfast og samantekin ráð.

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 16:23

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég á von á mikilli reiði í þjóðfélaginu verði lögbannskrafan samþykkt. Ég hef alltaf lítið á RÚV sem fyrirtæki í eigu almennings. Hefur það eitthvað breyst? Það skiptir auðvitað engu máli að það sé orðið ohf.
Góður pistill hjá þér Ólína.

Ágúst H Bjarnason, 26.3.2008 kl. 17:20

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

éG VEIT AÐ Rannsóknastofnun fiskiðnaðrins (RF) breyttist MIKIÐ við að verða(matis) ohf...en kannski á það ekki við um RÚV?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2008 kl. 17:44

14 identicon

Hlutafélagið Matís ohf. tók til starfa 1. janúar 2007 og í fyrirtækinu sameinuðust þrjár ríkisstofnanir, sem unnið höfðu að matvælarannsóknum og þróun í matvælaiðnaði, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir í Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar.

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:54

15 Smámynd: Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir

Ég hef enga trú á öðru en að þessar launatölur verði gerðar opinberar. 

En í samb. við launamun kynjanna þá verður að athugast að Þórhallur gegnir tveimur störfum, ef ekki þremur og það allt meira og minna samtímis: Dagskrárstjóri, ritstjóri eða umsjónarmaður Kastljóss og kynnir í sama þætti (sem mér finnst alveg fáránlega frumstætt fyrirkomulag og ætti ekki að viðgangast en það er annað mál).

Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir, 26.3.2008 kl. 18:24

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já Steini B...en laun breyttust eins og stökkbreytttar risaeðlur!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2008 kl. 18:34

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

..eða hvað? kannski hef ég algerlega rangt fyrir mér???...en leynd kom yfir eitthvað sem var opinbert???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2008 kl. 18:36

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég vann hjá Matis Umhverfisstofnun og Rf(  frá 2004 til 2007) og veit hvernig áhrif svona "rök" hafa

..."Hlutafélagið Matís ohf. tók til starfa 1. janúar 2007 og í fyrirtækinu sameinuðust þrjár ríkisstofnanir, sem unnið höfðu að matvælarannsóknum og þróun í matvælaiðnaði, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir í Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar.

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:54"..

...það er eins og EKKERT HAFI GERST? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2008 kl. 18:46

19 identicon

Hvaða "rök" ertu að tala um, Anna mín? Matís ohf. er nú ekki alveg sambærilegt við Ríkisútvarpið ohf. Þrjár ríkisstofnanir sameinuðust í Matís ohf. en Ríkisútvarpinu var breytt í Ríkisútvarpið ohf.  Og þar verður tekinn upp nefskattur, 14.580 krónur á ári á núvirði, frá næstu áramótum, sem innheimtur verður með tekjuskattinum af þeim sem eru á aldrinum 16-70 ára, svona svipað og fólk greiðir gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Þar að auki fær Ríkisútvarpið tekjur af auglýsingum og kostun.

En sumir hafa haldið því fram að Ríkisútvarpið ohf. verði að geta greitt "góðu fólki" svipuð laun og til dæmis Stöð 2 greiðir. Það er svo lítið framboð af góðu fólki í landinu og barist um þá fáu sem eru til í að lesa fréttirnar á kveldin fyrir lítinn pening. Fólk er orðið svo fégráðugt núorðið að það hálfa væri nóg.

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:36

20 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

STEINI..RÉTT HJÁ ÞÉR OG ÉG HEF ENGU HALDIÐ FRAM?...nema að leyndin hefur komið í staðin fyrir gegnsæið?!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2008 kl. 21:15

21 identicon

Fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar til menntamálaráðherra á Alþingi 18. október síðastliðinn:

  1.      Hver er launakostnaður vegna útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins ohf. nú og hver var sambærilegur kostnaður fyrir ári síðan?
    2.      Hver er þóknun formanns og annarra stjórnarmanna í Ríkisútvarpinu ohf. nú og hver var þóknun fulltrúa í útvarpsráði fyrir ári síðan?
    3.      Hver er kostnaður við yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf. og hver var hann fyrir ári síðan?
    4.      Hefur launakostnaður almennra starfsmanna breyst hlutfallslega eins og launakostnaður útvarpsstjóra?

Fyrirspurn Árna Þórs og svör menntamálaráðherra 7. nóvember síðastliðinn:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20071107T144158&end=2007-11-07T14:52:26

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:24

22 identicon

Sammala Thorhalli. Hvad kemur thad okkur vid hvad hann hefur nad ad semja um i laun. Hann selur vøruna, yfirmadur hans metur hvers virdi hann er. Rikissjonvarpid er okkar og thessvegna eigum vid rett a ad vita hvad folk fær i laun, hvilikt bull.  Dæmid snyst um kaup og sølu, ekki annad.

Vilberg Olafsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 00:04

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvernig væri að gera eitthvað meira en að blogga um málið, eða klaga í bringuhárin, eða þangað sem bringuhárin eiga eða eiga ekki að vera?

Hættum að horfa á Kastljósið. Ef þátturinn fær minna áhorf verður hann síður áhugaverður fyrir auglýsendur og stjórnendur þáttarins finna fyrir því.

Theódór Norðkvist, 27.3.2008 kl. 00:24

24 identicon

Þetta mál snýst reyndar ekki bara um "kaup og sølu", heldur lög í landinu, og það Íslandi en ekki til dæmis Danmörku, Vilberg Ólafsson. Ef við eigum rétt á að vita núna hver laun Þórhalls eru, samkvæmt lögum, þá er það bara þannig, hvort sem þér líkar það betur eða verr. En það er líka alltaf hægt að breyta lögunum, á hvorn veginn sem er.

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 00:51

25 identicon

Sæl Ólína.

Mér finnst þetta athyggliverð umræða,jú þetta er nú í eigu Ríkisins.Og mörgum spurningum Ósvarað.

Gangi ykkur vel í umfjölluninni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 01:11

26 identicon

Umboðsmaður Alþingis um þetta mál 22. nóvember 2007:

"Umboðsmaður rakti í bréfi sínu meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um skyldu stjórnvalda til að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða til¬tekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Vék umboðsmaður síðan að ákvæði 5. gr. upplýsinga og rakti í því sambandi þau sjónarmið sem fram komu um skýringu ákvæðisins við meðferð frumvarps til upplýsingalaga á Alþingi. Þar hefði komið fram sú afstaða löggjafans að upplýsingar um laun opinberra starfsmanna, þ.e. ákvarðanir um föst laun og önnur föst kjör, væru ekki undanþegnar aðgangi almennings.

Öðru máli gegndi hins vegar um greidd heildarlaun á hverjum tíma sem kynnu að vera mismunandi vegna breytilegra atvika eins og yfirvinnu. Þá minnti umboðsmaður á að upplýsingar um ákvarðanir um laun og önnur starfskjör starfsmanna hins opinbera væru í eðli sínu upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna. Rétti til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum væri meðal annars ætlað að auðvelda almenningi að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni, t.d. á vettvangi fjölmiðla og stjórnmála."

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 01:25

27 identicon

Í Lögum um Ríkisútvarpið ohf. segir í 12. grein:

Upplýsingalög, nr. 50/1996, gilda um starfsemi Ríkisútvarpsins ohf.

Í Upplýsingalögum segir í 5. grein:

Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.

Í athugasemdum með frumvarpi til núgildandi Upplýsingalaga segir meðal annars:

"... þarf sá sem óskar aðgangs að gögnum máls ekki að vera tengdur málinu eða aðilum þess. Hann þarf heldur ekki að tilgreina til hvers hann ætlar að nota upplýsingarnar."

"... er tekið af skarið um það að öll gögn máls, sem snerta ráðningu, skipun eða setningu opinberra starfsmanna, séu undanþegin aðgangi almennings. Umsóknir, einkunnir, meðmæli, umsagnir um umsækjendur og önnur gögn í slíkum málum, sbr. 2. mgr. 3. gr. frumvarpsins, eru því undanþegin aðgangi almennings."

"Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig er t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild. Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings.

Á grundvelli 5. gr. er það aftur á móti undanþegið aðgangi almennings hver heildarlaun hver opinber starfsmaður hefur haft, hvort sem laun hans eru hærri en föst laun og kjör, sem stöðu hans fylgja, sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri vegna launafrádráttar sökum fjarvista eða annarra atvika."

Vilji undirritaður fá upplýsingar um föst laun EINHVERS sem starfar hjá Ríkisútvarpinu ohf., til dæmis Ólafs Páls Gunnarssonar, getur undirritaður því hugsanlega fengið þessar upplýsingar, án nokkurrar sérstakrar ástæðu.

Í 98. grein Laga um tekjuskatt segir: "Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta."

Ef Stjórnarskráin bannaði slíka birtingu væri væntanlega fyrir löngu búið að koma í veg fyrir hana. Í 71. grein Stjórnarskrárinnar segir: "Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. ... Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra."

Forsætisráðherra skipar þrjá menn í Úrskurðarnefnd um upplýsingamál til fjögurra ára og jafnmarga til vara. Skulu tveir nefndarmenn og varamenn þeirra uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Í úrskurði nefndarinnar um þetta mál hjá  Ríkisútvarpinu, 14. mars síðastliðinn, segir meðal annars:

"Beiðni kæranda um upplýsingar beinist að launakjörum tiltekinna starfsmanna hjá Ríkisútvarpinu ohf. Slíkar upplýsingar um málefni einstaklinga teljast eðli máls samkvæmt til upplýsinga um fjárhagsmálefni þeirra. Samkvæmt skýrri og fastmótaðri framkvæmd á upplýsingalögum, sem jafnframt á sér stoð í athugasemdum sem fylgdu umræddri grein í frumvarpi til upplýsingalaga, hafa 3. og 5. gr. laganna verið skýrðar svo að sé óskað aðgangs að gögnum um laun opinberra starfsmanna skuli veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum þar sem fram koma föst launakjör viðkomandi starfsmanna, þ.á m. að einstaklingsbundnum ráðningarsamningum eða öðrum ákvörðunum eða samningum um föst launakjör þeirra."

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 12:36

28 identicon

Sem sagt, nú biður undirritaður um lista yfir föst laun ALLRA sem starfa hjá Ríkisútvarpinu ohf.

Menntamálaráðherra sagði á Alþingi 7. nóvember síðastliðinn í svari við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, væntanlega á grundvelli ofangreindra Upplýsingalaga, að heildargreiðslur til Páls Magnússonar útvarpsstjóra væru þá 1,530 milljónir króna á mánuði, en Páll hefði fengið 780 þúsund krónur á mánuði ári áður, þegar Ríkisútvarpið var ekki orðið ohf.

Heildargreiðslur til Páls Magnússonar útvarpsstjóra hækkuðu því um 96% á mánuði, 750 þúsund krónur, við það eitt að gera Ríkisútvarpið að ohf.

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 13:26

29 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sniðgöngum Kastljósið!

Theódór Norðkvist, 27.3.2008 kl. 13:48

30 identicon

Ég held að þú ættir nú bara að skella þér í ljós, Theódór minn. Þú ert eitthvað svo fölur á vangann.

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:27

31 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er þetta betra núna?

Theódór Norðkvist, 27.3.2008 kl. 16:20

32 identicon

Þetta er nú fullmikið af því góða, Theódór minn. Ég held að þú ættir að biðja Jens Guð um að hjálpa þér með þetta atriði. Hann er með ljósaolíur í sínum sturlum öllum, kirnum og koppum. Eða þá að presentera þig hér með snoturri mynd af bangsa, því hinn fyrsti "teddy" var nefndur í kollinn á Theodore Roosevelt, 26. forseta Bandaríkjanna, og þar er nú ekki leiðum að líkjast. Svona að einhverju leyti alla vega. 

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 17:19

33 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jæja, ég er aftur orðinn ég sjálfur. Ég er viss um að Jens myndi lífga upp á mig með sínum olíum, enda alger öðlingur þar á ferð. Þetta með bangsann er held ég óþarfi, ég er það bangsalegur hvort eð er.

En þú þarft engar áhyggjur að hafa, ég er við hestaheilsu. 

Theódór Norðkvist, 27.3.2008 kl. 20:02

34 identicon

Sæl Ólína,

Það er alveg furðulegt hvað fólk hefur mikinn áhuga á launakjörum annara. Hvurn andskotann varðar fólk um hvað ég eða Þórhallur höfum í laun. Launin eru einkamál hvers og eins. Svona svipað einkamál og hvort ég eða Þórhallur sofum í náttfötum eða ekki. Þetta er hallærislegur áhugi á högum fólks.

Þegar ég var með menn í vinnu fyrir margt löngu í Slippnum á Skagaströnd hafði ég eina reglu í heiðri. Ég borgaði mínum mönnum alltaf hæsta iðnaðarmannakaup sem greitt var í plássinu, hvort sem þeir voru lærðir eða ekki. Ég var ekkert að útvarpa  þessu, en þetta kvisaðist samt á aðra vinnustaði og olli talverðri úlfúð.  Ég man að einn kollegi minn skammaði mig fyrir "athæfið " .  Hann eins og margir vinstri sinnaðir atvinnurekendur vildi halda kaupinu lágu til að hámarka gróðann. Þarna hefði verið heppilegra að ég hefði beðið mína menn að hafa þetta bara fyrir sig.

Ég held að farsælast sé að laun manna séu einkamál launþega og atvinnurekanda, nema fullt samkomulag sé um hið gagnstæða. Annars fara þær systur Úlfúð og Öfund á kreik og báðar eru fremur hvimleiðar að mínu mati. 

Kveðja,

Kári Lár. 

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:30

35 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ofurlaun stjórnenda RÚV eru ekki einkamál þeirra, ef við skattgreiðendur borgum fyrir sukkið.

Það skýtur skökku við ef RÚV er svo blankt að það verður að fara á knén hjá bankastjóra til að betla fyrir innlendu dagskrárefni og á sama tíma eru stjórnendur á rugllaunum.

Theódór Norðkvist, 27.3.2008 kl. 22:01

36 identicon

Held Þórhallur ætti að fara frá ríkisbatteríinu og útí almenna geirann ef hann vill vera svona mikið í "felum"!!

Ása (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:42

37 identicon

Í kapítalísku þjóðfélagi hefur fólk eðlilegan og skynsamlegan áhuga á launum annarra, ber þau saman við sín eigin og reynir að fá hærri laun en það hefur, annað hvort á eigin vinnustað eða öðrum.

Ef ég veit að X hefur 50 krónur í laun á mánuði fyrir ákveðið starf og mig langar í starfið get ég boðist til að vinna það fyrir 49 krónur á mánuði. Ef lágmarkslaun fyrir þetta starf leyfa myndi vinnuveitandinn ráða mig í starfið, ef hann teldi mig jafn hæfan, eða jafnvel hæfari, til að vinna það en X, og segja honum upp störfum.

Ef ég get fengið lista yfir föst laun allra, sem starfa hjá Ríkisútvarpinu ohf., getur Stöð 2 einnig fengið slíkan lista og boðið þeim starfsmönnum RÚV, sem það hefur áhuga á, hærri laun fyrir að vinna hjá Stöð 2. Þessir starfsmenn RÚV geta þá sagt sínum yfirmönnum að þeir séu tilbúnir að flytja sig yfir á Stöð 2, ef þeir fá ekki sömu laun hjá RÚV og Stöð 2 býður þeim.

Annað hvort fær þá starfsmaðurinn hærri laun hjá RÚV, eða annar jafnhæfur, jafnvel hæfari, starfsmaður er ráðinn þar í staðinn fyrir þann sem flutti sig yfir til Stöðvar 2. Og jafnvel á lægri launum en sá fékk hjá RÚV.

Enda þótt öll laun væru uppi á borðinu í öllum fyrirtækjum er þannig ekki þar með sagt að laun myndu almennt hækka í þjóðfélaginu við það og launaleynd gagnast því hvorki launþegum né fyrirtækjum almennt þegar upp er staðið.

Þetta hefur því ekkert með sósíalisma eða öfund að gera, heldur kapítalisma, bæði af hálfu launþega og fyrirtækja.

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:44

38 identicon

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir meðal annars í úrskurði sínum um þetta mál 18. mars síðastliðinn:

"Í úrskurði nefndarinnar í máli A-277/2008 var komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að upplýsingar um þau launakjör sem krafist var aðgangs að í málinu tengdust þeirri starfsemi fyrirtækisins sem væri í samkeppni við aðra aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, yrði ekki talið að rekstrar- eða samkeppnislegir hagsmunir Ríkisútvarpsins ohf. af því að halda umræddum upplýsingum leyndum væru svo ríkir að þeir réttlættu undanþágu frá meginreglu 3. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda og annarra aðila sem bundnir væru af ákvæðum upplýsingalaga.

Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar síns frá 11. mars sl. Ber því að hafna kröfu [...], fyrir hönd Ríkisútvarpsins ohf., þar að lútandi."

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:55

39 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heilshugar sammála þér Ólína.

Heiða Þórðar, 27.3.2008 kl. 23:50

40 Smámynd: Theódór Norðkvist

Úrskurðinn sem Steini Briem vísar til er hægt að nálgast á þessari vefslóð.

Theódór Norðkvist, 28.3.2008 kl. 00:04

41 Smámynd: Bumba

Úff úff úff. Sama ofstækið eina ferðina enn. Ég tek heils hugar undir orð Kára Lár. Hvað kemur manni þetta við eiginlega, mér er spurn? Við ættum að taka frakka okkur til fyrirmyndar. Þar ræða þeir aldrei um hvorki trúmál né penginamál. Það er einkamál hvers og eins. Það sem þeir ræða mest um er matur, matargerð og kynlíf. Íslendingar eru alveg í gagnstæðum geira. Ég skil þig ekki Ólína. Eins og þú ert hyggin persóna, hvað kemur þér þetta við? Ég þoli ekki Þórhall og hans hyski, en mér kemur ekkert við hvað hann er með í laun. Og þekkjandi Sigrúnu, þá held ég nú að hún sjái nú um sig. Mér finnst Gróu frá Leiti keimur af þessari færslu þinni. Er ekki sæmandi vel gefni manneskju. Með beztu kveðju.

Bumba, 28.3.2008 kl. 10:05

42 Smámynd: Theódór Norðkvist

Aftur:

Ofurlaun stjórnenda RÚV eru ekki einkamál þeirra, ef við skattgreiðendur borgum fyrir sukkið.

Ólétta konan hefur greinilega ekki lesið úrskurðinn sem ég vísa til hér að ofan.

Theódór Norðkvist, 28.3.2008 kl. 11:08

43 identicon

Herra Bumba. Ég á marga franska vini, hef búið með Frakka hérlendis, verið úti um allar trissur í Frans, til að mynda París, Rúðu, Dijon, Beaune, Mâcon, Lyon, Moulins, Vichy, Dax og Cannes, og spjallað þar við fólk á öllum aldri, ítem óteljandi matarboðum og brúðkaupum. Í öllum þessum tilfellum hefur þetta mæta fólk langmest talað um peninga og mat, svona rétt eins og við Klakverjar gerum, en aldrei um kynlíf. Og fyrsta spurning Frakkanna hefur alltaf verið þessi: "Hver eru launin á Íslandi?" En aldrei: "Ertu góður í rúminu?"

Kynlíf er fyrir Vikuna, til að mynda Gurrí til að fjalla um frá öllum sjónarhornum og spekúlasjónum, en ekki til að spjalla um í matarboðum. Og ég ætla rétt að vona að þú hafir ekki tekið upp á þeim óskunda að taka upp "small talk" um allar mögulegar og ómögulegar samfarastellingar í frönskum matarboðum.

Ég heimsótti til dæmis í París aldraða konu, hvers eiginmaður hafði verið heimsfrægur listmálari og meðlimur í Frönsku akademíunni, Crème de la crème, og ekki datt mér nú í hug að spyrja hana út í kynlífið. "Segið mér, Madame Souverbie, hversu oft gerðuð þér það á viku, svona sirka, á þínum sokkabandsárum?" "Franska akademían er stórfengleg stofnun. Þar funda gamlir menn í barokkhöllum ífærðir herforingjamúnderingum með korða og fjaðurhatt og samþykkja pirringslegar ályktanir gegn heimskulegu málfari og enskuslettum."

Aftur á móti er gott kynlíf í frönskum matarboðum og brullaupum til fyrirmyndar. Þannig var ég í brúðkaupsveislu í Rúðu, þar sem franskur bróðir brúðgumans og klakversk systir brúðarinnar frá Akranesi, eins og Gurrí, gerðu það undir veisluborðinu. En það var algjör óþarfi að ræða það mál, enda var það ekki gert, heldur verkin látin tala.

"Small talk" is a casual form of conversation that "breaks the ice" or fills an awkward silence between people. Even though you may feel shy using your second language, it is sometimes considered rude to say nothing. Just as there are certain times when small talk is appropriate, there are also certain topics that people often discuss during these moments."

Og ég ætla að biðja þig um að vera ekki með skæting út í Ólínu, eða rauðhærðar konur yfirhöfuð, herra Bumba.

Steini Briem (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 11:54

44 identicon

"Madame Souverbie, hversu oft gerðuð þér það á viku, svona sirka, á sokkabandsárum yðar?"

Frúin hefði örugglega hent mér út, ef ég hefði sagt "þínum".

Steini Briem (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 13:15

45 Smámynd: Pétur Kristinsson

Það er bara eitt um þetta mál að segja og það er að meðan að íslendingar eru launagreiðendur Þórhalls að þá er það okkar mál að vita hvað hann hefur í mánaðarlaun frá okkur. Og af hverju er fólk að halda því fram að laun séu einkamál? Þetta er ekki það sama og umræða um hvernig náttfötum við erum í á kvöldin eða hvað við erum þung. Þetta snýst um allt annað. Launaleynd er að skapa mun meiri leiðindi í þjóðfélaginu en við höldum. Hún skapar meiri launamun milli kynja og eykur klárlega launamun milli þeirra lægstlaunuðu og þeirra sem eru með nóg milli handanna.

Pétur Kristinsson, 30.3.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband