Óafsakanleg framkoma.

Í fyrsta skipti frá því ég fór að blogga hér á mbl.is verður mér illt af því að lesa viðbrögð fólks í fréttablogginu.

Að nokkrum manni skuli detta í hug að mæla því bót þegar ölvaðri konu er haldið fastri af karlmönnum í lögreglubúningi sem leysa niður um hana inni í fangaklefa þar sem þvaglegg er troðið upp í þvagrás hennar - það er með ólíkindum. Skiptir engu hversu ölvuð konan var, hversu illa hún lét, jafnvel þó hún hafi hrækti og sparkaði - sé það rétt sem sagt er.  Ekkert af þessu skiptir mái. Ekki heldur afbrot hennar - fyrir það átti hún að gjalda með dómi að undangenginni eðlilegri málsmeðferð.

Blóðsýni vottar að áfengismagn konunnar var hátt yfir mörkum. Lögreglunni mátti vera það full ljóst að hún var ölvuð, og sé eitthvað að marka lýsingar á framkomu hennar mátti öllum ljóst vera að hún var ekki með sjálfri sér. Raunar spyr maður sig hversvegna þurfti þvagsýni, úr því að blóðsýni lá fyrir - en því verða aðrir að svara.

 Það var hroðalegt að sjá sýslumann Selfyssinga reyna að réttlæta þessar aðfarir í sjónvarpinu í kvöld. Málflutningur hans og fas var þannig að mér er raunverulega illt eftir það sem ég sá og heyrði.

Og ef satt er að læknir og hjúkrunarfræðingur hafi verið viðstödd þessar aðfarir (samþykk þeim, jafnvel aðstoðað við þær - en þannig mátti skilja sýslumann) þá er illa komið fyrir heilbrigðisstéttunum. Manneskjan var ekki einu sinni í sótthreinsuðu umhverfi - heldur inni í fangaklefa! 

Er það hlutverk lækna og hjúkrunarfólks að sinna "löggæslu" af þessu tagi? Að aðstoða lögreglu við að ráðast inn í líkama manneskju að henni nauðugri, til þess að afla sönnunargagna í ölvunarakstursmáli (sem hlýtur að hafa legið nokkuð ljóst fyrir úr því að blóðprufa náðist)?  

Ölvunarakstur er auðvitað alvarlegt brot - en yfirmaður lögreglu getur ekki notað dómgreindarleysi ofurölvaðrar konu sem réttlætingu fyrir eigin dómgreindarleysi eða sinna manna. Þessar aðfarir ná ekki nokkurri átt. Og það er uggvænlegt að ríkissaksóknari skuli hafa vísað þessu máli frá - uggvænlegt!

Ég er miður mín.

 ---

PS: Eftir athugasemdir um að það hafi verið læknir og hjúkrunarkona sem hafi þrætt þvaglegginn í konuna en lögreglan haldið henni á meðan - hef ég lítillega breytt orðalaginu í annarri setningu þessarar færslu. Af sjónvarpsfréttum mátti skilja að heilbrigðisstarfsfólkið hafi einungis verið "viðstatt" þessar aðgerðir, en ekki beinir þátttakendur. Ekki veit ég hvað rétt er í því - og þar sem tvímæli hafa ekki verið tekin af um þetta atriði tel ég réttast að fullyrða ekkert um það hver það beinlínis var sem þræddi þvaglegginn, enda er verknaðurinn nógu yfirgengilegur samt.


mbl.is Konu haldið niðri og þvagsýni tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég held að sönnunarbyrði vegi mjög þungt fyrir dómi. Þess vegna hefur þetta sennilega endað svona. Hinsvegar mætti hugsa sér að hegning fyrir svona brot, ásamt öðrum brotum væri hýðing á Austurvelli á beran rassinn kl. 15:00 á fyrsta sunnudegi hvers mánaðar í, segjum 5 ár.

Það að stofna samborgurum sínum í óþarfa hættu með slíku framferði sem ölvunarakstri er of alvarlegra brot en svo að vera með vesen yfir aðferð löggæslunnar að sanna sitt mál. Ég segi bara, áfram með smjörið og upp með gúmmívettlingana hvort sem konur eða karlar eru fullir undir stýri.

Þórbergur Torfason, 21.8.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Ólína blóðsýni vottar um áfengismagn þegar það er tekið en ef um rofna eftirför er að ræða þá vottar þagsýni um hvenær áfengið var drukkið og það er málið þarna efir því sem sagt er.

Ég segi það er ekkert til sem er of vont fyrir þá sem aka undir áhrifum í raun á að líta á það sem morðtilraun þess vegna vorkenni ég umræddum einstakling ekkert og í raun á hún að þakka fyrir að hafa verið tekin áður en hún varð völd að slysi.  Það hefði verið dómgreindarlaysi af lögreglunni ef þeir hefðu ekki fengið þvagsýni því það hefði sennilega orðið til þess að viðkomandi hefði sloppið.

Auk þess er ég orðinn þreyttur á að konur eigi að njóta forréttinda í dómskerfinu.  Ég veit til þess að karlmaður hefur þurft að ganga í gegnum það sama og það vorkendi honum enginn og hefði ekki orðið "frétt".

Einar Þór Strand, 21.8.2007 kl. 20:42

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 "....þegar ölvaðri konu er haldið fastri af karlmönnum í lögreglubúningi  sem leysa niður um hana inni í fangaklefa og troða þvaglegg upp í þvagrás hennar":

Þú ættir sjálf að skammast þín fyrir þessa framsetningu. Hver eru skilaboðin út í þjóðfélagið ef framkoma konunnar kemur í veg fyrir að hægt er að sanna á brot hennar? Mér skilst að til þess að sanna aðra neyslu en áfengisneyslu þurfi þvagsýni. Geðsýkisleg hegðun konunnar hefur eflaust vakið grun um að í henni væri fleiri efni en áfengi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2007 kl. 20:48

4 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna og samningunum sem voru gerðir í framhaldi af henni og í samræmi við hana, sem Ísland er nota bene aðili að, er skýrt tekið fram að líta skuli á hvern mann sem saklausan uns sekt hans hefur verið sönnuð í dómi.  Þá er tekið fram að enginn skuli með lögum þvingaður til að veita hinu opinbera liðsinni við öflun sönnunargagna gegn honum sjálfum eða nánum ættingjum. 

Eru Íslendingar svona illa að sér í mannréttindum.  Mundi t.d. Gunnar Th. Gunnarsson sætta sig við að hann yrði tekin þeim tökum sem konan var tekin.  Ég held ekki.  En ef lögreglan segði eftir á að G.Th.G. hefði verið grunaður um ölvunarakstur og þar að auki ekki viljað pissa í glas fyrir þá.  Ég held samt ekki. 

Ef lögreglan vill ganga svona hart fram gegn borgurunum á hún auðvitað að leita eftir heimild dómara til þess.  Þvagið, sem vissulega kann að vera mikilvægt sönnunargagn, var ekki að fara neitt.  Og ef það hefði farið eitthvað, þ.e. konunni orðið mál, þá hefði þvagsýnið verið komið þar með.  En dómstólar eiga að meta forsendur fyrir svona harkalegum aðgerðum og réttmæti þeirra.  Slíkt á ekki að vera geðþóttaákvörðun þeirra sem ætla að sanna brotið.

Ef þetta eru rétt vinnubrögð, hvers vegna var þessu þá ekki beitt í tilviki yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar fyrir norðan sem ekki var staðinn að akstri og bar því við að hann hefði neytt áfengis eftir að akstri lauk en áður en lögregla handtók hann.  Eða hefur lögregla heimild til að taka ákvörðun um slíka valdbeitingu einungis þegar henni hentar og þegar hinn grunaði er af einhverri sérstakri manngerð eða stétt manna.

Hreiðar Eiríksson, 21.8.2007 kl. 21:07

5 Smámynd: K Zeta

Góð skilaboð útí samfélagið ef fólk er að aka drukkið og dópað.  Skil ekki hvorum megin þú ert Ólina?

K Zeta, 21.8.2007 kl. 21:10

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ég verð nú að játa að þetta mál þvælist nú svolítið fyrir mér. Lífið er ekki eins einfalt hjá mér og þeim sem hafa gert athugasemdir við skrif þín hingað til. Ofbeldi er ekki deild heilbrigðisstarfsmanna, aftur á móti hafa lögreglumenn leyfi til þess. Ég held að löggjafinn verði að koma að þessu máli. Ef viðkomandi neitar að láta af hendi þvag þá verður einfaldlega gengið út frá því í dómi að þvagprufan hafi verið jákvæð. Þar með losnum við við ofbeldið og viðkomandi refsast fyrir heimskulega hegðun sína.

Gunnar Skúli Ármannsson, 21.8.2007 kl. 21:13

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það vekur mér satt að segja óhug að sjá hve margir, sem til máls taka um þetta mál, virðast meðmæltir á ofbeldið sem þarna átti sér stað. Mér finnst ég líka sjá, að það eru einkum þeir hægri sinnuðu, sem eru skilningsríkir á aðfarirnar og refsiglaðir í samræmi við það.

Jóhannes Ragnarsson, 21.8.2007 kl. 21:13

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hreiðar virðist vel að sér í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en  illa að sér í íslenskum lögum. Það kemur þessu máli ekkert við hvort viðkomandi aðili er sáttur við að tekið sé úr honum blóð eða þvagsýni eða ekki. Enda kærir konan kynferðislega áreitni. Lögreglan og heilbrigðisstarfsmennirnir voru semsagt að gamna sér með konunni. Einmitt það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2007 kl. 21:17

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tillaga þín, Gunnar Skúli, stenst ekki fyrir lögum. Hins vegar má vel vera að verklagsreglur í málum sem þessum þurfi að vera skýrari.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2007 kl. 21:24

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og Jóhannes; hægrimenn eru almennt ekki refsiglaðari en vinstrimenn, nema síður sé. Vísa HÉR í færslu um Atla lögmann VG.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2007 kl. 21:27

11 Smámynd: Haukur Viðar

Viltu semsagt meina að ekki sé hægt að beita einhvern kynferðislegu ofbeldi án þess að "gamna sér" með viðkomandi?

Haukur Viðar, 21.8.2007 kl. 21:43

12 Smámynd: Þórbergur Torfason

Vísun í Atla Gíslason er góð. Hann hittir gjarnan naglan á höfuðið, í þessu máli sem öðrum. Það að aka undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna er mikið glapræði og verður að meðhöndlast sem slíkt. Hvort sem brjótandinn er karl eða kona þarf refsingin að vera eftirminnileg.

Þórbergur Torfason, 21.8.2007 kl. 21:44

13 identicon

Ég á mjög bágt með að trúa að þessi gjörningur gagnvart konunni standist lög. Það hlýtur að vera að það þurfi sértakan úrskurð til að löglegt sé að beita þessum aðferðum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 21:55

14 Smámynd: Einar Þór Strand

Anna en hvað með þá meðvirkin með ofbeldi sem kemur fram í því að fólk eigi að geta sloppið með því að sýna ofbeldi og mótþróa?  Að aka undir áhrifum er ofbeldi og kannski meira ofbeldi en flest annað.

Einar Þór Strand, 21.8.2007 kl. 22:16

15 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég er svo fjúkandi reið að það nálgast hættumörkum, -hvernig DYRFAST þessir menn að REYNA að réttlæta þennann glæpaverknað?? Og leyfa sér svo að ávíta Ólínu fyrir að lýsa þessu eins og þetta gerðist, og segja henni að skammast sín. SKAMMIST ÞIÐ YKKAR! Það kæmi sko annað hljóð í strokkinn ef það hefði verið móðir ykkar, systir eða dóttir sem þarna var verið að svívirða.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.8.2007 kl. 22:31

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það sem ég átti við með að Ólína ætti að skammast sín yfir er hvernig hún vitnar ranglega í fréttina til að gera lögregluna svívirðilega. Ég mun aldrei réttlæta ofbeldi en í þessu tilfelli er það konan sem er dólgurinn og hún hefur ekki mína samúð. Auðvitað getur hún verið veik á geði og e.t.v. hefði átt að svæfa hana, en að láta fólk sleppa við sýnatöku ef það hagar sér geðveikislega er út í hött.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2007 kl. 22:45

17 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það er fróðlegt að sjá þessar athugasemdir hér. Að sjá hvernig fólk blandar saman löggæslunni og dómskerfinu, eins og það sé hlutverk lögreglumanna að refsa afbrotamönnum - en ekki dómkerfisins.

Refsingar eiga að fara fram að lögum að uppkveðnum dómum - þær eiga ekki að eiga sér stað í fangaklefum að geðþótta lögreglumanna.

Þetta ofbeldi er óafsakanlegt - hver svo sem í hlut á - hver svo sem glæpur konunnar hefði verið. Það hættuástand sem skapaðist á vegum úti vegna ölvunar hennar var yfirstaðið þegar þessi ósköp áttu sér stað.

Það eiga allir að njóta mannhelgi - líka þeir sem sökum ölvunar eða fíknar hafa misst dómgreindina.

Ég tek undir það sem Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á slysadeild sagði í sjónvarpsfréttum í kvöld. Bendi ykkur á að skoða það nánar.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.8.2007 kl. 22:45

18 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Þeir sem hér mæla þessu ofbeldi bót, hefðu gott af því að fá þvaglegg þræddan í sig, gegn vilja sínum, við tækifæri, og þá gætu þeir kannski rætt málin af einhverju viti.  

Gísli Ásgeirsson, 21.8.2007 kl. 22:46

19 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gunnar Th fer mikinn hér að ofan - eins og stundum áður.

Hann grípur til þess ráðs að bera mig sökum, af því hann er ekki sammála mér. Það er slæmur siður. 

Ein ásökun hans er sú að ég hafi "vitnað ranglega í fréttina til að gera lögregluna svívirðilega".

Hvað áttu við með þessu Gunnar? Þú skalt þá leiðrétta mig, hafi ég farið rangt með - en fréttina geta allir séð á vefsvæði RÚV (smellið hér ).

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.8.2007 kl. 23:20

20 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Linkarnir eru ekki að virka.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.8.2007 kl. 23:20

22 Smámynd: Einar Þór Strand

Helga enn og aftur móðir, systir, dóttir! hvað með faðir, bróðir, sonur?  Eða er það allt annað mál? Því einhvern veginn grunar mig það.

Einar Þór Strand, 21.8.2007 kl. 23:32

23 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ef læknir eða hjúkrunarfólk tók þátt í þessu, voru þau þá ekki að rjúfa Hippókratesareiðinn?

Elías Halldór Ágústsson, 21.8.2007 kl. 23:33

24 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það hlýtur flestum að vera ljóst, að viðkomandi sýslumaður sem lét framkvæma verknaðinn í skjóli embættis síns sem lögreglustjóri, er ekki hæfur til að gegna þeirri stöðu.Það á reyndar við um flesta sýslumenn þessa lands,enda hafa þeir enga sérmenntun á sviði lögreglumála.Ef lagaramminn leyfir svona verknað þá þarf að breyta þeim lögum strax.Ef viðkomandi sýslumaður var viðstaddur verknaðinn,þá á hann að sjá sóma sinn í því að hætta strax.

Sigurgeir Jónsson, 21.8.2007 kl. 23:35

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 "....þegar ölvaðri konu er haldið fastri af karlmönnum í lögreglubúningi  sem leysa niður um hana inni í fangaklefa og troða þvaglegg upp í þvagrás hennar"

Ég vitnaði í þig í minni fyrstu athugasemd við þessa færslu. Þú segir að lögreglan hafi troðið þvaglegg í konuna. Er þessi fullyrðing rétt hjá þér? Og að segja að ég skyldi málið betur ef þetta yrði gert við mig er merkilegt. Ef þyrfti að gera þetta við mig myndi ég skammast mín svo mikið að það síðasta sem mér dytti í hug væri að blása það út í fjölmiðlum. En eins og ég hef áður sagt hér má vel vera að verklagsreglurnar þurfi að vera skýrari í þessum málum og svæfing eða róandi lyf ætti að nota í svona tilfellum að undangengnum dómsúrskurði. En hér eruð þið að verja það að fólk komist undan sýnatöku hjá lögreglu og lækni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2007 kl. 23:50

26 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Veist þú, Gunnar, betur en ég - eða aðrir sjónvarpsáhorfendur - hvað gerðist?

Lítum á það sem kemur fram í fréttinni:

Þar segir að læknir að hjúkrunarkona hafi verið "viðstödd". Það má skilja að þau hafi veitt aðstoð eða leiðbeiningar - en ef læknir hefði annast þessa þræðingu, heldur þú að sýslumaður hefði ekki látið þess getið? Seg þú mér.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.8.2007 kl. 00:03

27 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Einar Þór, ég væri nákvæmlega sama sinnis ef um karlmann hefði verið að ræða. Sjálf á ég bæði son og bræður. EN þarna var manneskjan niðurlægð viðurstyggilega og óviðurkvæmilega og ekkert sem getur varið það. Samborgurum hennar stafaði heldur engin hætta af henni lengur og ekkert sem réttlætti svona villimannslegar aðgerðir. Ef það var spurning um að fullnægja einhverjum formsatriðum með því að fá hjá henni þvagprufu, þá getur það ekki hafa átt að framkvæmast á þennann hátt. Svo mikið er víst!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.8.2007 kl. 00:37

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Finnst þér sennilegt að lögreglumaður hafi "troðið" þvaglegg í konuna að viðstöddum lækni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2007 kl. 00:37

29 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Finnst þér í lagi að lögreglumaður, KARLMAÐUR, haldi ölvaðri konu niðri meðan læknir eða hjúkka fremur þetta ótrúlega verk Í FANGAKLEFA?

Auðvitað var þessum þvaglegg troðið í konuna. Hún barðist enda um á hæl og hnakka meðan á því stóð, í vanmátta baráttuhug fyrir blygðunarsemi sinni.

Ég einfaldlega skil ekki svona málflutning. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.8.2007 kl. 01:10

30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Konan hefur verið ákærð fyrir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis og fyrir að hóta lögregluþjónum og sjúkraflutningamönnum og fyrir að hafa veist að lögreglumanni þetta umrædda kvöld".

Ég vorkenni lögreglunni og heilbrigðisstarfsfólkinu að þurfa að fást við svona fólk. Ég vorkenni þeim meira en konunni. En hún þurfti víst að verja sína mannlegu reisn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2007 kl. 01:16

31 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvað er að???? Afhverju er fólk að láta þetta snúast um kyn eða feminisma. hvort konan kærði kynferðislega áreitni skiptir engu máli hér. Það er enginn að mæla konunni bót fyrir hennar ölvunarakstur. Eins er enginn nema þessi kona fær um að skilgreina hvernig hún upplifði ofbeldið. Sem kynferðislegt eða ekki. Það var ráðist á kynfæri hennar, ekki satt?

Gunnar Th. talar um að ef um hann sjálfan hefði verið að ræða hefði hann skammast sín svo mikið að hann hefði haldið sér saman. Þessi umræða er svo langt frá því að vera málefnaleg.

Er Gunnar, og aðrir sem eru á sömu skoðun og hann, sem sagt á því að undir lögreglu  höndum sé fólk réttlaust yfir sínum eigin líkama? Ef þú hefur framið lögbrot (og ölvunarakstur er vissulega alvarlegt lögbrot) ertu þá á því að um leið og þú kemur undir laganna hendur þá sértu algjörlega upp á þeirra náð og miskunn kominn?

Jóna Á. Gísladóttir, 22.8.2007 kl. 01:17

32 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Í 47. gr. umferðarlaga kemur skýrt fram hvenær lögreglu er heimilt að að taka sýni úr ökumönnum, m.a. þvagsýni. Þar kemur fram að slíkt megi ef lögreglan telur ástæðu til að ætla að ökumaður hafi ekið undir áhrifum áfengis eða vímuefna (örvandi eða deyfandi). Áðurnefnd 47. gr. umferðarlaga segir líka að læknir, hjúkrunarfræðingur eða lífeindafræðingur annist töku þvagsýnis. Þar segir líka að ökumanni sé skylt að hlíta þeirri meðferð sem talin er nauðsynleg við rannsóknina. Það þýðir á mannamáli að sýnið má taka hvort sem ökumaður samþykkir eða ekki. Ökumaðurinn á ekkert val".

Dögg Pálsdóttir, lögmaður, fer yfir málið HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2007 kl. 01:37

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er lögbrot í sjálfu sér, því ekki má þvinga fólk til né taka án leyfis lífsýni úr manneskju án samþykkis hennar eða aðstandenda.  Þar er flötur fyrir þessa blessuðu konu til að stefna þessum andskotum. Hjúkrunarfólkið þarf að rifja upp prótokollinn sinn og hippókratesareiðinn. Þarna skautuðu menn kyrfilega yfir það.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.8.2007 kl. 02:55

34 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

47. grein, er brot á mannréttindasáttmálanum.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.8.2007 kl. 02:56

35 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

HEYR HEYR!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.8.2007 kl. 02:57

36 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Auðvitað væri minnst niðrandi ef allir væru konur sem kæmu að málinu en það er nánast útilokað að koma á slíkri skipan vegna praktískra vandamála við slíkt.  Normið er að fólk fari eftir beiðni lögreglunnar og pissi í sýnaglasið án vandræða.   Það er ekki komið til móts við fólk sem sýnir ekki samstarfsvilja nema að því leyti að það er alltaf ein kona viðstödd og þar er hún sem afklæðir viðkomandi, þurfi þess.  Mér skilst á frétt Blaðsins að í þessu máli hefði hjúkrunarfræðingurinn verið kona og lögreglumenn hefðu snúið baki við þegar sýnatakan fór fram.  Auðvitað er aldrei öll sagan í fréttum og því er ekki hægt að segja neitt fyrir víst um þetta mál út frá fréttum".  

"Hafi það verið karlkyns lögreglumaður sem tók niður um hana er það ekki viðeigandi framkvæmd og fyllilega rétt að gagnrýna það og jafnvel kæra.  Í frétt Blaðsins (bls 2) er ekki tekið fram hver nákvæmlega hafi tekið hana úr.  Ég stórefast um að það hafi verið karlmaður".

Ég skora á ykkur að lesa grein Svans Sigurbjörnssonar læknis um þetta mál HÉR . Tilvitnunin að ofan er úr svari Svans í athugasemdakerfi hans.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2007 kl. 03:13

37 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei, Ólína, ég er viss um að það er ekki hlutverk lækna að standa i svona ofbeldi. Þess vegna er brýnt að læknirinn sem ábyrgur er fyrir læknisfræðilega þættum verði kærður fyrir siðanefnd lækna. Það er óþolandi ef það verður ekki gert. http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/292229/

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.8.2007 kl. 04:20

38 Smámynd: Ægir

Eigum við þá ekki bara að lögleiða pyntingar næst, til þess að ná fram játningum.

nei ég bara spyr...

Ægir , 22.8.2007 kl. 08:09

39 Smámynd: Omega3

Mér finnst sorglegt að sjá hve aumingjadýrkunin er mikil á Íslandi. Þessi blessaða kona vildi fara lengri leiðina í þessu máli. Ef ég hef skilið fréttaflutninginn rétt var búið að reyna að dekstra konuna til í tvo klukkutíma áður en kallað var á heilbrigðisstarfsfólk til að ná í sönnunargögnin sem konan vildi greinilega leyna.

Það er oft skondið að horfa uppá yfirlætið hjá bloggurum sem sitja heima í mestu makindum og þykjast vita best hvernig á að framkvæma hlutina og hvernig á ekki að framkvæma þá.

Hvað átti að gera???

Og væri uppi sama væl ef um karlmann væri að ræða og hjúkrunarkona hefði þurft að þræða þvaglegginn? Hefði ekki bara verið einfaldast ef konan hefði einfaldlega farið að fyrirmælum lögreglunnar og pissað í glasið.



Omega3, 22.8.2007 kl. 08:53

40 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hversu lengi má ætla að þessi kona hafi getað haldið í sér þvaginu? Ég tala nú ekki um hafi hún verið eins drukkin og látið er í veðri vaka.

Mér sýnist það bara hafa verið tímaspursmál hvenær hún hefði þurft að losa sig við þvag af sjálfsdáðum.

Svo er annað sem truflar mig í þessari umræðu. Konan missti bílinn út af veginum - hefði ekki verið nær að fara með hana á næsta sjúkrahús til þess að ganga úr skugga um almennt ástand hennar, þ.m.t. ölvun.

Þetta er ömurlegt mál - hreint út sagt. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.8.2007 kl. 09:30

41 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Mér finnst það vera með ólíkindum hversu bloggarar eru fljótir að dæma Lögreglu og yfirvöld og ráðast að þeim,þó þeir séu eingöngu að vinna þau verk sem þeim er uppálagt.
Af hverju vísar saksóknari málinu frá??  eru það ekki eitthverjar ástæður fyrir því????.
Ég persónulega er ekki fylgjandi slíku inngripi sem um ræðir,en tel að til slíkra aðgerða sé ekki gripið nema að vel grunduðu máli,enginn sem að slíku máli kemur getur talist viljalaust verkfæri í höndum sýslumans.
Það eru til ótal dæmi um það að vegið sé að Lögreglumönnum af hinum "réttlátu"sem oft á tíðum veina manna hæðst er þá vantar lögreglu sjálfa og gagnrýna þá sömu fyrir aðgerðaleysi.
Er það nokkur furða þó mannaflaflótti sé sem raun ber vitni.
Fyrir nokkrum árum kærði kona leigubílstjóra fyrir nauðgun,hann missti starfsleyfi dagin eftir að kæran var lögð fram,hjónabandi hans lauk snarlega í sem stystu máli tilvera hans hrundi og 7 mánuðum seinna fyrir rétti viðurkendi konan að hafa átt öll frumkvæði og verið gerandin í málinu þar til að hin meinta nauðgun var yfirstaðin,þá gerði hún sér grein fyrir því að þessi maður var alls ekki sá sem hún hélt,lét hún hann aka sér á upphafstað,en en á nauðgun var ekki minnst er hún kvaddi hann,
það var fyrst gert um morgunin,engu að síður var bílstjórinn dæmdur fyrir að nota sér ástand konunar sem að eigin sögn var ölvuð.
Ég er ekki að setja þetta fram í öðrum tilgangi en þeim að sýna fram á að hlutirnir eru ekki jafn hvítir og svartir og hinir "réttlátu" vilja halda fram 

Sigurlaugur Þorsteinsson, 22.8.2007 kl. 10:03

42 identicon

S.Þorsteinsson vil ég spyrja afhverju honum finnist gerandinn í ofbeldisverkinu vera orðið fórnarlambið? Í mínum huga er þetta hreint og klárt ofbeldi. Ég vil líka geta treyst lögreglunni en ég myndi ekki vilja lenda í þessu sjálfur þ.e. að vera að berjast um í fangaklefa við lögreglu og heilbrigðisfólk. Það er hreint ótrúlegt og óskiljanlegt að fólk geti fundið í hjarta sínu réttlætingu fyrir þessu hræðilega ofbeldisverki.

Dæmisagan þín er...ja...bara steypa.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 11:34

43 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þetta er svo einfalt. Kæra bara dömuna fyrir mótþróa og að hindra lögregluna í starfi. 

Það ofan á blóðsýnið ætti alveg að duga...  

Jón Ragnarsson, 22.8.2007 kl. 11:54

44 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Ólína og blogggestir hér

Ég bloggaði um þetta mál í gær og velti upp þeim siðferðislegu verðmætum sem eru í húfi, þ.e. annars vegar réttur manneskjunar til að ráða yfir eigin líkama og þá sérstaklega að þurfa ekki að bera kynfæri sín og hins vegar réttur þegna landsins til að fólk sem fremur afbrot verði lögsótt og verði látið bera ábyrgð á gerðum sínum á einhvern hátt.  Lögreglan er í framkvæmdavaldi löggjafans og hefur það hlutverk að afla sönnunargagna.

Hér hafa sumir talað um að þessi sýnataka hafi verið refsing hennar.  Hafi það verið hugsunin er það nátttúrulega alrangt en fólk hlýtur að sjá að það var ekki tilgangurinn. Tilgangurinn var að ná í nauðsynlegt sýni til að skoða hvort að eiturlyfjaneysla hefði átt sér stað.  Ég sé ekki tilganginn í að rugla þessu saman.

Hér hefur verið bent á að skv. samþykktum Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna (MSÞ) sé ekki rétt að þvinga fólk til að leggja fram sönnunargögn.  E.t.v. er þetta réttast.  Hins vegar má hugsa sér að hægt sé að beita mjög takmörkuðu valdi eins og t.d. við töku blóðs þar sem það er ekki nærri eins niðrandi og að setja upp þvaglegg. 

Hvað gerist ef fólk má neita því að sýni sé tekið, blóðsýni og þvagsýni?  Á þá að dæma eftir sjónarvitni?  T.d. tveir lögreglumenn tóku eftir því að manneskjan var drukkin og líklega hafði manneskjan drukkið áður en hún tók að keyra um og setja líf annarra í hættu.     Eða á að fara eftir þefskyni?  Bæði lögreglumaður, hundur hans og læknir fundu mikinn áfengisfnyk af manneskjunni.  Hún var samstundis svipt ökuréttindum og dæmd í 3 ára fangelsi í kjölfarið.  Ljóst er að vitni og mat þeirra eru ekki nægilega hlutlaus sönnunargögn og því hætta á að einhverjir saklausir verði dæmdir.  Þess vegna er svo mikil áhersla lögð á að sanna tilvist efna í líkamsvökvum. 

Á að láta þá málið niður falla?  Æ, manneskjan vildi ekki gefa sýni og því kemst hún/hann alltaf upp með að keyra drukkin.  Ég get ekki séð að slíkt gangi nema að við sættum okkur við að ákveðinn hópur fólks fái að skemmta sér drukkinn á vegum úti án þess að nokkuð verði við því gert.

Hvað með þá valdbeitingu að svifta fólk frelsi og fær á lögreglustöð?  Finnst fólki hér það réttlætanlegt?  Ég býst við því, en það er þvingun og stenst þá e.t.v. ekki MSÞ miðað við hvernig í hann var vitnað hér að ofan.  Mér þykir ljóst að lögreglan þarf að geta beitt ákveðnu valdi yfir fólki til að koma á reglu og stuðla að framgangi réttvísinnar.

Á þá að bíða eftir að einhver sú tækni verði þróuð að ekki þurfi að beita neinu ofbeldi til að fá hlutlaust mat?  Ég efast um að það sé hægt því það myndi a.m.k. fela í sér einhvers konar innilokun.  Hins vegar má auðvitað reyna að vinna í því.  Krimmarnir leika lausum hala á meðan.

Sumir hér að ofan, m.a. þú Ólína, hafa bent á að manneskjan hefði nú ekki getað hadið í sér endalaust.  Hvað átti þá að gera þegar hún bæði um að fara á salerni?  Átti að bíða með glas undir henni mót vilja hennar?  Átti að halda vörð um það að hún sturtaði ekki niður og veiða svo mengað sýni uppúr klósettinu?  Nei, þannig er ekki hægt að fá marktækt sýni og svo einfalt er þetta ekki.

Nú hefur það talsverða siðferðislega sérstöðu að taka þvagsýni úr konu með því að setja upp þvaglegg gegn hennar vilja og með valdbeitingu.  Það er ákveðinn eðlismunur á því og að taka blóð úr handlegg manneskju með valdbeitingu þar sem nálægðin við kynfæri konunnar er óhjákvæmileg við uppsetningu þvagleggs og það þarf að bera hana.   Ófeigur yfirlæknir á bráðamóttöku Lsh í Fossvogi sagði í fréttum á RÚV í gærkveldi að hann myndi aldrei slást við manneskju til að taka svona sýni.  Læknar mættu ekki gera fólki skaða.  Hann benti á að ef dómari skipaði honum að ná sýninu myndi hann þá vilja gera það með því að svæfa konuna fyrst.  Hér kemur fram það sjónarmið að reyna að vernda konuna frá því að upplifa nauðungaruppsettningu þvagleggs.  Á hinn bóginn yrði hún nauðug látin þola að vera færð á bekk, bundin þar og í hana settur æðaleggur og sprautað inn svefnlyfi.  Til að tryggja meðvitundarleysi hennar yrði að svæfa hana djúpt en það er bara gert á skurðstofum.  Bið eftir skurðstofu getur verið löng.  Kalla þyrfti út svæfingarlækni og svæfingarhjúkrunarfræðing.  Hugsanlega þyrfti að setja í hana barkarennu (intubera) en það getur haft fylgikvilla.  Hún þyrfti svo að sofa úr sér á spítala og hugsanlega lögregla að gæta hennar þar með yfirsetu utan við herbergið.  Allt þetta útheimtir mikinn kostnað og tíma fjölda fólks, þ.m.t. fangans og er alls ekki áhættulaust en hún myndi ekki upplifa ísetningu þvagleggs berrössuð í návist 5-6 aðila.   Þessi nauðung stæðist varla túlkun fólks hér á MSÞ frekar en önnur valdbeiting en e.t.v. er hún hugarfarslega þolanlegri fyrir fangann þrátt fyrir lengri aðdraganda og frelsissviptingu.

Það eru ekki góðir kostir í þessum málum og það þarf að velja það illskásta og það sem er praktíst að gera.  Einhvers staðar verða þó að vera takmörk og t.d. líðum við ekki pyntingar eða annað slíkt þar sem ætlunin er að meiða þann grunaða.  Á að banna það að tekið sé þvag með þessum hætti og sætta sig við að hafa ekki þau sönnunargögn sem stundum þarf til að sakfella?  Kannski er best að það fari eftir því hver glæpurinn var.  Hafi manneskjan ekki valdið skaða með drykkju sinni er e.t.v. eðlilegra að ekki sé gengið þetta langt í öflun sönnunargagna.  Hafi hún valdið því að önnur manneskja slasaðist og grunur sé sterkur um aðild konunnar/karlsins að slysinu má e.t.v. réttlæta það að ganga lengra. 

Svanur Sigurbjörnsson, 22.8.2007 kl. 14:09

45 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég biðst velvirðingar á því hversu athugasemd mín hér að ofan er löng. - SS

Svanur Sigurbjörnsson, 22.8.2007 kl. 14:57

46 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er eiginlega orðlaus eftir að hafa bloggað um þetta og fengið svipuð viðbrögð og þú Ólína.  Ég er bara hrygg yfir að svo skuli komið að fólk geti réttlæt svona innrás á mannhelgi persónu og að læknir og hjúkrunarfræðingur skuli taka þátt í ósómanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 15:07

47 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég vil nú bara spyrja þá, sem gagnrýna þessar aðgerðir lögreglunnar, hvort þeir séu sáttir við það að menn geti komist undan refsingu fyrir ölvunarakstur með því að neita að láta lífsýni af hendi? Hvað telja menn að slíkt myndi auka ölvunarakstur mikið og hvað halda menn að það myndi þá kosta mörg mannslíf og örkuml? Ef valdbeiting til að ná í lífsýni er ekki heimil þá getur hver, sem er komist upp með að gefa þau ekki og þannig komist hjá ákæru.

Ef menn eru ekki sáttir við þetta hvernig vilja menn þá að lögregla standi að því að ná í nýtanleg þvagsýni með valdi?

Einhverjir hafa talað um þann möguleika að ef menn neiti að gefa lífsýni þá jafngildi það játningu á því, sem versta mögulega niðurstaða lífsýnisins gæti gefið. Eru menn þá sáttir við það að menn í alvarlegu ölvunarástandi eða jafnvel í mikilli dópvímu geti gefið slíka játningu þannig að hún standist fyrir dómi? Er það ekki eðlileg krafa út frá mannréttindum að til að játning standist fyrir dómi þá þurfi viðkomandi að hafa verið í ástandi til að átta sig á afleiðingum játningarinnar þegar játningin var gefin? Væru menn þá tilbúnir til að taka játningu ölóðs manns við yfirheyrslu á alvarlegum glæp, sem sönnun á glæpnum? Þessi hugmynd jafngildir því í raun. Er það ekki verra mannréttindabrot en valdbeiting við að afla sönnunargagna?

Sigurður M Grétarsson, 22.8.2007 kl. 15:12

48 Smámynd: Norðanmaður

Þetta mál er blásið svona upp af bloggurum af því þetta var KONA.  Mér finnst vel gert hjá lögreglunni að koma í veg fyrir að þessi kona yrði valdur af slysi í umferðinni, hún hefði getað komist yfir aðra bifreið og guð má vita hvað við værum að tala um þá?

 Kannski hefði fréttin þá verið, "ölvaður ökumaður verður tveimur börnum að bana"

 Þetta er að snúast út í einhverja "Rauðsokkaumræðu" hérna.  Þvílíkt rugl.

Norðanmaður, 22.8.2007 kl. 15:19

49 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Athugasemdir manna um "rauðsokkaumræðu" eru ekki svaraverðar. Nafnbirting þessarar konu líð ég heldur ekki á þessari síðu, og hef því falið athugasemdir þar að lútandi - enda skiptir engu máli hver hún er, eða hvað hún hefur til saka unnið.

Ég hef tvisvar lent í því að settur var upp þvagleggur hjá mér á sjúkrahúsi. Það var gert í sótthreinsuðu rými við bestu hugsanlegu aðstæður af varfærni og fagmennsku. Það var samt sárt. Ég get rétt ímyndað mér hversu sársaukafullt það hefði verið ef ég hefði streist á móti - sem ég hafði auðvitað enga ástæðu til að gera.

Lögreglan beitti konuna þessu valdi til þess að afla sönnunargagna - ekki til þess að forða frekari vá, því konan var augljóslega nógu drukkin til þess að fá ökuleyfissviptingu.

Menn hafa réttlætt þetta hér á þeirri forsendu að það geti verið nauðsynlegt að afla sönnunargagna með valdbeitingu til þess að forða glæpum. En hversu langt er hægt að ganga? Er eðlilegt að leiða niðurlægingu og sársauka yfir ósjálfbjarga fólk til þess að afla sönnunargagna?

Auðvitað gæti það "komið sér vel" fyrir löggæsluna ef hún mætti ná fram játningum með líkamsmeiðingum og valdi í ýmsum sakamálum - af því það þarf að "taka hart á" t.d. stórþjófum, misyndismönnum, morðingjum, ..... En það má lögreglan ekki gera. Ef tilgangurinn má helga meðalið í dómsmálum, þá getum við ekki talað um raunverulegt réttarkerfi. Svo einfalt er það. 

Við búum við stjórnarskrá sem kveður á um mannréttindi (71. grein) og löggjöf sem setur öllum þegnum þessa lands, þ.á.m. löggæslunni og dómstólum, ákveðnar skorður. Það eru þær leikreglur sem tryggja öryggi þegnanna og velferð samfélags okkar - og þær ber að virða. Punktur. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.8.2007 kl. 15:42

50 identicon

Ég vil nú bara bæta einu við í þessa umræðu þar sem ég sé að margir karlmenn hér og einnig einhverjar konur tala um að þetta sé líka gert við karla. Þá vil ég minna á að það er bara alls ekki það sama og það skiftir öllu máli hvort um sé að ræða karl eða konu i þessu tilfelli. Að setja þvaglegg í konu er ekki lítið mál enda hef ég sjálf lent i því þegar ég var að eiga annar barnið mitt. Þetta svæði hjá konum er mikklu mikklu viðkvæmara en hjá körlum við erum nú bara skapaðar þannig og hver einasta mannskepna hvort sem það er karlremba eða ekki hefur skapast og fæðst í gegn um þetta svæði. Svo það er bara allt annað mál fyrir okkur að láta ráðast inn á þetta svæði okkar á þess að leyfi sé gefið fyrir því. Mörgum konum finnst jafnvel óþægilegt að láta snerta á sér neðri hluta magans vegna þess að það er of viðkvæmt og tilfinningalegt svæði sem tengist öllu þessu systemi sem er í líkamanum okkar. Svo það að pissa í glas fyrir karl og láta troða þvaglegg inni helgasta svæði konunnar Í HENNAR ÓÞÖKK það er bara alls ekki það sama. Við skulum fara að bera meiri virðingu fyrir píkunni og ekki bera hana saman við neitt annað því það er hún sem þrýstir ykkur öllum inní þennan heim.

Elín (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 16:06

51 identicon

Hér er linkur á leiðbeiningarit landspítalans um innsettningu þvagleggs fyrir þá sem blaðra og blaðra en vita ekkert um hvað er verið að ræða hér. þetta er neflinlega ekkert smá mál og er ég forvitin að vita hvort þetta hafi verið gert við fleira fólk í fangaklefum í lýðræðisríkinu Íslandi.

http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/timaritpages/T8941794BB2893FE5002570DD00538510/$file/Thvagleggur.pdf

Elín (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 16:28

52 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ólína. Hverso oft þarf að segja þér það að bóðsýni eitt og sér var ekki nóg í þessu tilfelli til að þú skiljir það. Blóðsýni sannar það eitt að konan var drukkin þegar lögreglan kom að henni vegna þess að hún var allan tíman eftir það í vörslu hennar og hafði þá ekki tækifæri til að drekka áfengi. Til að sakfella konuna þarf hins vegar að sanna að hún hafi verið drukkin þegar hún ók bílnum. Lögreglan stóð hana ekki að ölvunarakstri heldur kom hún að henni utan við bílinn, sem hún hafði ekið út af veginum. Hún hefði getað haldið því fram að hún hafi drukkið áfengið eftir að hún ók bílnum útaf veginum og miðað við fyrri dóma hefði hún að öllum líkindum getað náð fram sýknu með því ef ekki væri til að dreifa öðrum sönnunargögnum en blóðsýni.

Ástæðan fyrir þessu er að því er mér skilst sú að alkahól kemur mjög fljótt fram í blóði eftir að áfengis er neytt en tekur mun meiri tíma að koma fram í þvagi. Með því að taka þvagprufu innan viss tíma frá því konan sannanlega ók bílnum er því hægt að sanna að hún var drukkin þegar hún ók bílnum. Öflun þvagsýnis var því nauðsynleg til að sanna brot. Hvað hefði þú þá gert í þeirri stöðu að vera með konu, sem hafnar því að veita þvagsýni en vita samt sem áður að það sé nauðsynlegt fyrir þig að fá þvagsýnið til að geta sannað þennan alvarlega glæp, sem ölvunaraksturinn er?

Horfum svo á málið frá hinni hliðinni. Ef lögreglumennirnir hefðu ákveðið að fara ekki út í þessar harkalegu aðgerðir til að ná þvagsýni og konan hefði síðan verið sýknuð fyrir dómi einmitt vegna þess að þvagsýnið vantaði til að sanna að hún hefði verið ölvuð þegar hún ók bílnum. Ætli menn væru þá ekki að gagnrýna þessa sömu lögreglumenn fyrir að hafa klúðrað málinu með því að sinnan ekki sínu starfi eins og þeim bar að gera? Ætli þeir væru þá ekki gagnrýndir fyrir það að hafa ekki beitt valdi til að ná í þetta þvagsýni?

Aðalatriðið í þessu máli er það að menn eiga aldrei að geta sloppið betur frá jafn alvarlegum glæp og ölvunarakstri með því að neita lögboðinni samvinnu við lögreglu heldur en þeir, sem í sömu sporum veita lögboðna samvinnu. Samkvæmt lögum ber mönnum að veita bæði blóð- og þvagsýni séu þeir grunaðir um að aka ölvaðir eða undir áhrifum lyfja og þeir eiga aldrei að geta sloppið betur með því að hafna því. Það var konan sjálf, sem stjórnaði þessari atburðarrás. Ef hún hefði bara pissað í glasið hefði ekki þurft að beita þessum aðferðum til að ná í nauðsynlegt þvagsýni.

Sigurður M Grétarsson, 22.8.2007 kl. 16:53

53 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Gerum erfitt mál auðvelt. Af hverju vildi konan ekki gefa lögreglumönnum þvagsýni?

Lög kveða svo á um að ef grunur er um akstur einstaklings undir áhrifum vímuefna þá ber lögreglunni að tala blóð og þvagprufu af viðkomandi einstaklingi, sem hefur sönnunargildi fyrir rétti... Af hverju vildi konan ekki pissa í glas fyrir lögreglu???

Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.8.2007 kl. 17:54

54 identicon

Heil og sæl, Ólína og aðrir skrifarar !

Ólína ! Þú átt heiður skilinn fyrir, hversu vel þú fjallar um þetta mál. Tek undir, með þér; sem og Heiðu og Jenný Önnu, ásamt mörgum annarra, hér á síðu þinni.

Fjallaði um þetta mál, á síðu minni, í gærkveldi. Mér einfaldlega blöskrar framganga laganna varða, burt séð frá málsatvikum öllum.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 18:02

55 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sigurður - það skiptir engu máli í þessu tilviki hvað það var sem lögreglan vildi fá fram. Þeir beittu óásættanlegum aðferðum.

Við búum við mannréttindaákvæði stjórnarskrár sem setja hinu opinbera skorður - sama hver tilgangurinn er. Þetta þarft þú að skilja.

Stundum er sagt: Svo má böl bæta að benda á annað verra - og þykir ekki góð latína. Í þessu máli hafa allt of margir þó gripið til einmitt þess ráðs: Þeir verja þessar aðfarir með tilgangi þeirra. Það er rökvilla.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.8.2007 kl. 18:54

56 Smámynd: Guðmundur Þór Magnússon

Ég vil leyfa mér að inna ykkur sem gagnrýnið þessa aðgerð lögreglu/lækna hvort þið væruð sama sinnis ef um væri að ræða t.d. nauðgara sem hafi skilið eftir sig lífsýni á fórnarlambi sínu.  Á hinn grunaði þá að losna við lífsýnatöku ef hann staðfastlega neitar sök?

Mér er til efs í ljósi reynslunnar af dómum í hinum ýmsu málum að sekt sé sönnuð hvort heldur væri í nauðgunarmáli eða ölvunarakstri nema til komi lífsýni sem sýni óyggjandi fram á að um hinn ákærða hafi verið að ræða.

Guðmundur Þór Magnússon, 22.8.2007 kl. 19:21

57 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég vil taka undir með Jóni Ragnarssyni hér að ofan. Góður punktur hjá honum.
Víst svona var komið hefði það verið lausn, væri fyrir henni lagastoð, að konunni/einstaklingnum sjálfum  væri gert að sanna eða afsanna ábornar sakir
Það hefði tekið ábyrgðina af yfirvaldinu og engin valdnýðsla þar að leiðandi þörf.

 Lög og reglugerðir þarf að skoða í þessu sambandi. Svona aðferðir ganga ekki, engin vill lenda í þessu og engin vill þurfa að framkvæma svona hluti.
Ofaní buxur fer engin án leyfis. Þetta kennum við börnunum svo fljótt sem þau hafa vit. 
Þeir sem stóðu í þessu í þeirri trú að þeim bæri að gera það starfa síns vegna er vorkunn.  Ömurleg reynsla  fyrir þá. 
Ef nauðsyn ber til þá setjum við þetta í hendurrnar á érfræðingum í líkamanum þ.e. læknum  og hjúkrunarfólki.
Það er eina leiðin til að viðkomandi haldi reisn.
Ég er með færslu um þetta á vísir.is. Ljóst er að fólki er brugðið.

Kolbrún Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 19:22

58 Smámynd: Halla Rut

Anna Kristjáns. Ekki vissi ég að drengurinn sem lést hefði verið eltur af lögreglu. Það er ansi lítil lögreglustöð eða umdæmi sem halda ábyrgð á stórum málum þessa dagana.

Ólína þú mælir"Það var hroðalegt að sjá sýslumann Selfyssinga reyna að réttlæta þessar aðfarir í sjónvarpinu í kvöld. Málflutningur hans og fas var þannig að mér er raunverulega illt eftir það sem ég sá og heyrði." Þetta er nákvæmlega sama og ég hugsaði. Málflutningur þessa mans lét mig fá kaldann straum sem rann niður bakið á mér.

Halla Rut , 22.8.2007 kl. 19:37

59 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ein spurning til ykkar, sem gagnrýnið lögregluna í þessu máli?

Hvernig myndi það horfa við ykkur ef þið stæuð yfir látnu barni ykkar eða örkumla fyrir lífstíð eftir ölvaðan ökumann, sem hafi margoft áður verið tekinn grunaður um ölvuanrakstur, en hafi alltaf getað komist hjá refsingu með því einfaldlega að neita að gefa lífsýni? Hað myndi ykkur þá finnast um rétt mannsins, eða konunnar, til að þurfa ekki að sæta ofbeldi til að ná í lífsýni, sem viðkonandi neitar að láta af hendi?

Hluti af baráttunni gegn ölvunarakstri felst í því að refsa þeim, sem aka ölvaðir. Til að það sé hægt þarf að afla sönnunargagna. það er einfaldlega ekki ásættanlegt að menn geti komist hjá refsingu fyrir ölvunarakstur einfaldlega vegna þess að það þarf að fara of nærri kyjnfærum þeirra til að afla sönnunargagna, ef þeir neita að láta þau af hendi.

Sá, sem á skilið fordæmingu í þessu máli er kona, sem ók ölvuð, réðst á lögreglumenn, hafði í hótunum við lögreglu og sjúkraflutningamenn, og kórónaði síðan allt með því að neita að láta af hendi lífsýni, sem henni bar lögum samkvæmt að láta af hendi, og barðist gagn mönnum, sem voru aðeins að sinna starfsskyldum sínum við öflun sönnunargagna um alvarlegt afbrot.

Í þessu máli er vert að hafa það í huga að Ríkissaksóknari telur að lögreglan hafi ekki brotið lög. Samt lyggur ljóst fyrir að beitt var valdi við að ná í þvagsýni. Þar með hlýtur Ríkissaksóknari að líta svo á að þessi valdbeiting hafi verið nauðsynleg. Hann hefur varla getað komist að þeirri niðurstöðu nema af því að hann telur að nauðsynlegt hafi verið að taka þvagsýni til að sanna brotið. Hver ætli viti betur en Ríkissaksóknari hvaða sönnunargögn eru nauðsynleg til að ná fram sönnun um afbrot? Ég geri fastlega ráð fyrir því að leiðbeiningar til lögreglumanna um það hvaða sönnunargögn sé nauðsynlegt að taka í hverju tilfelli fyrir sig séu einmitt komnar frá skrifstofu Ríkissaksóknara.

Það að taka neitun konunnar á afhendingu þvagsýnis góða og gilda og taka einfaldlega ekki þvagsýni var því ekki valkostur í málinu. Þetta mál snýst því ekki um það hvort nauðsynlegt hafi verið að beita valdi til að ná í þvagsýni heldur aðeins um það hvort tök hafi verið á að gera það með vægari hætti? Geta þeir, sem gagnrýna lögregluna útskýrt hvernig hægt hefði verið að ná í þvagsýni með vægari hætti?

Sigurður M Grétarsson, 22.8.2007 kl. 19:44

60 Smámynd: Katrín

Ég hef áhyggjur af sálarlífi og sálarheill Íslendinga.  Heiftin og ofbeldið brýst út í ótrúlegum fúkyrðaflaumi, hótunum og heimskulegum athugasemdum. Það er sem sagt allt í lagi að beita fólki ofbeldi ef það á það skilið skv. skoðunum þessara forheimsku sála.  Nú væri gaman að heyra hversu margir af þeim sem ofbeldinu mæla bót væru sáttir við  að upplifa reynslu þessarar umræddu konu.  Þar er nefnilega þannig að það sem kemur fyrir aðra getur gerst fyrir þig....og mundu þá  orðin þín.

Katrín, 22.8.2007 kl. 19:47

61 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Ólína, ég er sammála þér í því að þessi verknaður við þessa ólánsömu konu er óþolandi og eins að hlusta á sýslumanninn á Selfossi réttlæta hann. En ég hef ekki séð eða heyrt  neina frétt í þessu máli um að það hafi verið lögreglumenn sem gyrtu niður um konuna og tróðu inn í hana þvaglegg eins og þú orðar það. Að setja þvaglegg í fólk er mjög vandasamt verk og ekki að mér vitandi kennt í lögregluskólanum. Eins og ég skil fréttina þá var það læknir og hjúkrunarfræðingur sem gerðu það á meðan lögreglumenn héldu henni. Fréttirnar af þessu máli er nógu ógeðfelldar þó ekki sé verið að gera meira úr henni. Vona ég að þetta mál fari í réttan farveg.

Þóra Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 20:14

62 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ekki hefði mér dottið í hug að enn væri verið að fjargviðrast yfir jafn sjálfsögðum hlut og þeim að lögreglan á Selfossi gæti fært sönnur á að konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna meðan hún ók bifreiðinni. Það að skríða full upp úr skurði og segja að vegfarandi hafi gefið sér sjúss, er eiginlega orðin of gömul lumma til að lögreglan geti bara látið gott heita. Ég verð að hamra á ábyrgð borgaranna. Hvað ef? Á bara að einblína á rétt þess sem ákærður er? Aftur, hvað ef? Spyrjið ykkur bara sjálf. Hvað ef ég hefði nú keyrt fullur og valdið slysi? Liði mér ekki bærilega að hafa kannske afrekað það að drepa einhvern vegfaranda eða farendur.

Að sjálfsögðu er lögreglan þarna að gegna skyldu sinni með aðstoð heilbrigðisstarfsmanna og það er þungur dómur á þetta fólk að halda því fram að þvagprufa hafi bara verið tekin til gamans. Auðvitað var ástæðan ærin og það sáu þeir sem voru á vettvangi, bæði löggæslumenn og heilbrigðisstarfsmenn. Þökk sé þeirra framlagi til réttvísinnar

Þórbergur Torfason, 22.8.2007 kl. 20:39

63 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég skil ekki hitann í þessari umræðu er þetta eitthvað merkilegra
 en þegar að tollverðir kafa uppí endagörnina á grunuðum smyglurum?

Grímur Kjartansson, 22.8.2007 kl. 21:50

64 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jæja, þetta fer nú að verða nógu langt - og ég held að fáu sé við að bæta.

 Þóra spyr hér fyrir ofan (aths 68) hvað ég hafi fyrir mér í því að lögreglumenn hafi gyrt niður um konuna og sett í hana þvaglegginn. Ég vísa bara enn og aftur í sjónvarpsfréttina sem birt var á RÚV í gær (sbr athugasemd nr.28). Þar segir að lögreglumenn hafi tekið konuna inn í fangaklefa, þar sem gyrt hafi verið niður um hana og þvagsýni tekið úr henni nauðugri. Það er svo sýslumaðurinn sem upplýsir síðar í fréttinni að læknir og hjúkrunarkona hafi verið "viðstödd" þessar aðfarir, hvað svo sem það nú þýðir.

Þetta er fréttin

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338402/0

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.8.2007 kl. 22:07

65 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Vinsamlegast lestu upprunalegu fréttina á bls 2 í Fréttablaðinu í gær 21. ágúst Ólína.  Þar er ekki talað um að lögreglumenn hafi gyrt niður um konuna.  Til hvers heldurðu að læknir og hjúkrunarkona hafi verið á staðnum? Til að horfa á? Nei, auðvitað var það fagfólkið sem framkvæmdi ísetninguna, annað væri fráleitt.  Það er ekki rétt að dæma hér um nákvæmisatriði sem liggja ekki fyrir um atburðina en rangt er að búa til frásögn eins og þá að lögreglumenn hafi gyrt niður um hana.

Enn og aftur hefur það fólk sem hér hefur látið hve hæst yfir því hversu óhuggulegur þessi atburður hafi verið, ekki komið með neinar tillögur um það hvernig eigi að taka á afbrotafólki undir áhrifum og afla sannana um neyslu vímuefna.   Kolbrún Baldursdóttir kom með þá tillögu "að konunni/einstaklingnum sjálfum  væri gert að sanna eða afsanna ábornar sakir. Það hefði tekið ábyrgðina af yfirvaldinu og engin valdnýðsla þar að leiðandi þörf".   Þetta er tóm tjara því ákæruvaldinu er ekki stætt að koma með einhverjar ákærur út í loftið.  Hvernig á þetta að hljóma fyrir rétti?

Ímyndum okkur eftirfarandi réttarhald: Ákærandi: sú ákærða/sá ákærði lyktaði af áfengi og var mjög æst.  Hún hlaut því að hafa drukkið mikið áfengi og verið á amfetamíni.  Verjandi:  Hvar hefur ákærandi sannanir fyrir þessu?  Það var hellt á konuna áfengi af vegfaranda sem koma á slysstað.  Ákærandi: Það er konunnar að afsanna að hún hafi verið undir áfhrifum þessa efna þar sem hún neitaði sýnatöku.   Verjandi:  þú krefst sem sagt sektar án haldbærar sönnunar.  Geturðu sagt mér annan betri?

Eftir innlegg mitt hér að ofan sem ég reyndi að hafa eins málefnalegt og mér er unnt lýsti "Heiða" yfir "viðbjóði" á mér.  Ég hélt að svona orð væru notuð yfir svívirðilega glæpamenn.  Hvaða orð áttu Heiða þá yfir t.d. barnaníðinga?  Hvað finnst þér Ólina um þessi orð Heiðu á blogginu þínu?  Þetta er með því ótrúlegra sem ég hef upplifað hér.

Svanur Sigurbjörnsson, 22.8.2007 kl. 23:15

66 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Það fara margir mikinn hér til að réttlæta aðgerðir lögreglu.  Og vissulega hefur lögregla heimild til að taka blóð- og þvagsýni í þágu rannsóknar mála ef það er nauðsynlegt.  Og lögregla má beita valdi ef sakborningur neitar samvinnu en aðeins þó ef töf sem verður vegna biðar eftir dómsúrskurði getur valdið sakarspjöllum.  Þótt Gunnar Th. Gunnarsson segi að ég hafi bara vit á mannréttindasáttmálum, en ekki á íslenskum lögum, þá vill svo til að íslensk lög geyma sömu ákvæði og þeir mannréttindasáttmálar og takmarka þannig heimildir lögreglunnar. 

Dómstólar skera úr um hvort lögreglu sé heimilt að beita valdi til að afla sönnunargagna (nema eins og ég nefndi áðan ef taka sýnis þolir ekki bið.  Þá verða dómstólar að skera úr ef skaðabótamál er höfðað).  Með dómsúrskurð í höndum má lögregla beita valdi og knýja heilbrigðisstarfsmenn til aðstoðar.  Ég bendi í þessu sambandi á Hæstaréttardóm nr. 182/1958.  En ef sýnataka þolir bið, líkt og þvagsýnistakan augljóslega þoldi miðað við orð sýslumanns um tveggja tíma þvarg við konuna, þá er rétt að gæta meðalhófs og bæði tilnefna konunni verjanda (sem hún segist reyndar hafa beðið um en ekki fengið - sem er annað mannréttindabrot gegn henni) og leita úrskurðar dómara um heimild til sýnatökunnar.

Nú segja hugsanlega einhverjir að slíkt sé of þungt í vöfum til að hægt sé að gera það um miðja nótt.  Svo er ekki.  Í fyrrnefndum Hæstaréttardómi hafði héraðsdómari verið kallaður á Slysadeild Borgarspítalans að næturlagi vegna þess að læknir neitaði að taka blóðsýni úr sakborningi gegn neitun sakborningsins.  Dómarinn kom, kynnti sér málavexti, og úrskurðaði að lækninum væri þetta skylt.  Læknirinn kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem þegar í stað staðfesti úrskurð undirréttarins.  Flóknara var málið ekki.

Menn fara svo glannalega út og suður hérna á blogginu hennar Ólínu að ekki er nokkur leið að henda reiður á því.  Menn tala um "hvað gerst hefði ef konan hefði drepið einhvern".  Jú, þá hefði ekki verið um þetta mál að ræða heldur eitthvað annað. 

Að lokum get ég ekki stillt mig um að fjalla aðeins um innlegg Svans sem telur að aðgerðin hafi verið þörf því að annars hefði hugsanlega skort sönnunargögn fyrir glæp sem konan hefði framið.  Stöldrum nú aðeins við.  Hvað ef frásögn konunnar er rétt?  Hvað ef hún var nærri alsgáð, eða allavega innan marka, var að keyra og lenti í umferðaróhappi en neytti áfengis eftir aksturinn?  Hún var jú ekki staðin að akstri og hvorki lögreglan þá, né við núna, vitum hvort hún ók drukkin.  Hvað ef þvagsýnið er ónýtt eða telst ekki sönnunargagn vegna þess hve langur tími fór í að tala konuna til áður en það var tekið, líkt og bent hefur verið á hér að framan, án þess að ég þekki hvort svoleiðis getur gerst.  Verður þá að gera hlé á réttarhaldinu svo að lögreglan geti pyntað játningu upp úr konunni til að tryggja sönnun í málinu.  Árhersla mín er þessi.  Sönnun í meintu brotamáli er ekki svo mikilvæg að það réttlæti beitingu hvaða aðferða sem lögreglu dettur í hug til að afla sönnunargagna.  Og enn og aftur vil ég ítreka að aðfarir sem þessar hafa aldrei áður verið notaðar við þvagsýnatöku vegna ölvunaraksturs á Íslandi, þrátt fyrir fullyrðingar Selfosslögreglu um hið gagnstæða.   Því var þörf á því að taka þetta verklag akkúrat upp í þetta sinn og gegn þessum einstaklingi.  Getur verið að það hafi átt að "kenna henni lexíu".

Hreiðar Eiríksson, 22.8.2007 kl. 23:35

67 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Grími til upplýsingar skal það tekið fram að þegar tollayfirvöld framkvæma líkamsskoðun þá er það aldrei gert nema annað tveggja komi til, samþykki hins grunaða eða úrskurður dómara.  Sama á við þótt aðeins sé verið að færa grunaðan smyglara til töku röntgenmynda.  Í öllum tilvikum er slíkt framkvæmt af heilbrigðisstarfsfólki að fengnu samþykki viðkomandi eða hlutlauss dómara. 

Hreiðar Eiríksson, 22.8.2007 kl. 23:38

68 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Mig langar aðeins að bera í bakkafullan lækinn og benda Kolbrúnu á að það er óheimilt, samkvæmt mannréttindasáttmálum og íslenskum lögum, að bera menn sökum og krefjast þess að þeir afsanni þær.  Hvern og einn skal telja saklausan uns sekt hans er sönnuð fyrir dómi.  Sönnunarbyrði um sekt hvílir á ákæruvaldinu.  Annars væri hægt að handtaka hvern sem væri, bera upp á hann allskonar ólíkar sakir og ákæra hann síðan, dæma og fangelsa fyrir það sem honum tækist ekki að afsanna.

Hreiðar Eiríksson, 22.8.2007 kl. 23:44

69 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég þakka Hreiðari Eiríkssyni upplýsingarnar og málefnalegt innlegg.

Varðandi þetta þvarg um það hvert hlutverk læknis og hjúkrunarkonu hafi verið í fangaklefanum þá bara veit ég ekki hvert það var. Hvort þau neituðu að eiga hlut að máli en voru vitni að því sem þarna gerðist - ég veit bara ekkert um það, það kom ekki fram í fréttinni sem ég sá. Svo nenni ég ekki að þrefa meira um það atriði - enda er það aukaatriði í þessu. Það er valdbeitingin sem þarna skiptir máli og sú  niðurlæging og sársauki sem henni fylgdi.

Ætla ekki að ræða þetta frekar í þessum athugasemdum, enda fer athugasemdakerfið að leggjast á hliðina ef þetta heldur svona áfram. Er búin að setja inn nýja færslu um málið - og ef menn vilja setja inn fleiri athugasemdir bendi ég þeim á fara inn undir nýju færsluna.

 Góða nótt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.8.2007 kl. 23:47

70 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég ætla að stelast til að setja smá athugasemd af því að Ólína er farin að sofa, ég er sammála þér Hreiðar um hvað umræðan fer langt útfyrir umræðuefnið.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.8.2007 kl. 00:08

71 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jóhann Örn, hver er að skjóta og hvers á að spyrja? Hvaða dóma ert þú að tala um?

 Sýslumaður felldi sinn dóm í sjónvarpsfréttinni sem ég hef marg oft vísað til. Hann fullyrti þar að konan hefði verið ölvuð og átt þessa meðferð skilið. Honum hefði verið nær að fá dómsúrskurð um heimildir lögreglu til þess að þvinga fram þvagsýnið og láta leysa niður um konuna í því skyni - en það gerði hann ekki.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 23.8.2007 kl. 09:50

72 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þetta eru góðar upplýsingar frá Hreiðari um gang þessara mála í dómskerfinu.  Sammála þar.  Þetta er sorglegur atburður og það er erfitt að sjá annað en að konan hefði átt að vera flutt á spítala ef þvagprufa var talin nauðsynleg.   Annars ætla ég ekki að tala um þetta mál meira hér þar sem það vantar nákvæmar upplýsingar um málið.  Ég hef rætt þetta ítarlega á blogginu mínu. 

Svanur Sigurbjörnsson, 23.8.2007 kl. 12:23

73 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Bloggari getur eytt út óviðeigandi, meiðandi og særandi athugasemdum. Ég legg til Ólína, að þú fjarlægir athugasemd númer 51, hún á ekki heima þarna enda segir í skilmálum mbl að:

Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða.

Benedikt Halldórsson, 23.8.2007 kl. 14:09

74 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Benedikt. Þessi færsla hefur verið tekin út - hún hafði farið framhjá mér í öllu kraðakinu hér í athugasemdunum. Um leið tók ég út aðrar meiðandi færslur frá aðila sem hefur gengið of langt í sínum skrifum hér, og bannaði IP-töluna hans.

Ég vona að offorsið verði ekki svo mikið í  mönnum að ég neyðist til þess að loka á allar athugasemdir.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 23.8.2007 kl. 14:29

75 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk fyrir.

Benedikt Halldórsson, 23.8.2007 kl. 15:36

76 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég vil enn og aftur spyrja þá, sem gagnrýna þessar aðgerðir lögreglunnar.

Eru menn á því að menn eigi að hafa rétt á að komast undan refsingu fyrir ölvunarakstur með því einfaldlega að neita að láta af hendi lífsýni?

 Um þetta snýst málið. Hvernig væri að svara þessu áður en lengra er haldið með umræðuna?

Sigurður M Grétarsson, 23.8.2007 kl. 16:21

77 identicon

Ég held að ekki nokkrum manni líði vel með að vera tekin nauðugur líkt og þessi kona lenti í, hvorki karlmanni né kvenmanni. Ég hélt að það væri í lögum að karlmaður (lögreglumaður) má ekki leita á kvenmanni, heldur á kvenmaður að leita að kvenmanni og svo öfugt, þessi regla var brotin þarna af hendi lögreglu. Allavega presenterar lögreglan þessa reglu fyrir fólki. Það var búið að taka af henni blóðsýni og hefði maður haldið að það væri nóg og það sem ég hef lesið í dag þá hefði vel verið hægt að bíða eftir að hún hefði þurft að pissa og reikna þaðan út frá styrkleika eiturefna í þvaginu hvenær var drukkið og fá þær upplýsingar sem hefði þurft að fá út úr þvagprufu. Ég skil ekki hvernig er hægt að réttlæta þessa árás, já ég kalla það árás, á konuna hversu ósamvinnuþýð hún var.

Það er heldur enginn að tala um að hún eigi ekki að fá refsingu, að sjálfsögðu á hún að fá refsingu, en ekki svona refsingu sem ég líki við nauðgun.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 17:42

78 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef lögreglan hefði ekki tekið þvagsýni af konunni myndi hún að öllum líkindum verða sýknuð af ölvunarakstrinum. Það er vegna þess að hún heldur því fram að eftir að hún ók bílnum útaf veginum hafk komið til hennar hafi vegrarandi, sem hafi gefið henni áfengi vegna þess hversu taugaóstyrk hún hafi verið og þannig hafi öll ölvun hennar komið til eftir að hún ók bílnum. Viðkomandi vegfarandi hafi síðan verið farinn áður en lögreglan kom á vettvang.

Hversu ótrúverðug, sem þessi saga er þá sleppur konan með hana ef lögreglan getur ekki afsannað hana. Vegna þess hversu fljótt alkahól kemur fram í blóði dugar blóðprufa ekki í tilfelli eins og þessu en með þvagprufu er hægt að sanna að ölvunarástand hafi varað í lengri tíma. Án þvagprufu væri málið því ónýtt.

Sú fullyrðing að hægt hefði verið að bíða eftir að konan þyrfti að pissa gengur heldur ekki upp vegna þess að henni hefði þá verið í lófa lagið að láta þvagið vaða í buxurnar sínar og þannig hefði að minnsta kosti verið erfitt að nota það þvag til sýnatöku. Hvernig hefðu lögreglumennirnir átt að gera það? Hefðu þeir þá átt að rífa hana nauðuga úr nærbuxunum til að geta undið úr þeim í glas? Hvað hefðu lögreglumennirnir getað gert ef konan hefði sagst þurfa á klósettið til að kúka? Hefðu þeir getað neitað henni um það þangað til þeir væru komnir með þvagprufu í hendurnar? Ef ekki hvernig gætu þeir þá komið í veg fyrir að hún léti þvagið líka gossa í klósettið þegar hún sæti á því?

Það hefur komið skýrt fram um þetta mál að það var kvennlögregluþjónn, sem gyrti niður um konuna en karllögregluþjónar, sem héldu konunni niðri og þeir snéru baki í neðri hluta líkama hennar allan tíman.

Sigurður M Grétarsson, 23.8.2007 kl. 22:02

79 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það er hugsanlegt að lögmaður hefði getað talað um fyrir henni - hennar eigin lögmaður - þessi sem hún fékk ekki að kalla til.

Annars þjónar engum tilgangi að elta ólar við öll þessi "ef" og "kannski" eða hvað maður hefði sjálfur gert. Enda er slík umræða málinu óviðkomandi. Misyndismenn og morðingjar eiga rétt á mannúðlegri meðferð af hendi lögreglu - þá má ekki pynta til sagna eða refsa þeim í varðhaldi. Varla er til mikils ætlast að sama gildi um konu með skerta dómgreind af ölvun og skömm eftir ölvunarakstur og bílslys. Svei.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.8.2007 kl. 00:23

81 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Þór.

Nú get ég ekki alveg orða bundist vegna athugasemdar þinnar.

Í fyrsta lagi þá er ekki hægt að tala um einhliða frásögn "ógæfumanneskju" - því umrædd manneskja hefur hvergi komið fram, heldur lögmaður hennar. Það hefur sýslumaðurinn á Selfossi hinsvegar gert og ekki sparað lýsingar sínar á öllu því sem "hefði getað gerst" ef konan hefði ekki verið tekin þessum tökum. Þau rök falla dauð og ómerk í ljósi þess að konan var þegar komin í hendur lögreglu og engum skaðleg lengur, þegar lögreglan ákvað - trúlega að skipan sýslumanns - að beita hana þessu ótrúlega ofbeldi.

Málsatvikum hefur verið lýst í ríkissjónvarpinu, og í þeirri sömu frétt fékk sýslumaður að koma fram og segja sína hlið á þessu máli. Þar sparaði hann ekki stóru orðin. Hann hefur ekki mótmælt lýsingu fjölmiðla á aðförum þessum, heldur þvert á móti réttlætt þær. Þannig er nú það.

Varðandi rétt Selfosslögreglunnar til þess að beita konuna þessu ofbeldi, sem margir hafa líkt við nauðgun, vil ég benda á 102 gr. umferðarlaga þar sem segir:

"Neiti ökumaður vélknúins ökutækis að veita atbeina sinn við rannsókn máls /.../ skal svipting ökuleyfis vara eigi skemur en eitt ár og allt að tveimur árum eftir alvarleika brots og vínandamagns í blóði."

Samkvæmt þessu mátti svipta konuna ökuleyfinu í allt að tvö ár á grundvelli vínandamælingar og blóðsýnis sem hún hafði fúslega veitt, eftir því sem fram hefur komið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.8.2007 kl. 11:56

82 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Mér finnst þú frábær Ólína að standa vörð um þessi grundvallar mannréttindi, því að hver sem glæpurinn er á manneskja ekki að þurfa þola misþyrmingar eða pyntingar til að knýja fram sannanir. Jafnvel þó glæpurinn væri hryðjuverk en hvað þá þegar hann er ekki annar en agabrot í umferðinni án þess að hafa valdið öðrum tjóni en sjálfum sér. 

Annað er svo að fullkomlega ástæðulaust er að knýja fram sannanir með pyntinugum og kynferðilegu ofbeldi í þessu máli því bæði gera lög ráð fyrir að fólki sem ekki aðstoðar við sýnatöku sé dæmd refsing eins og um verstu útkomu sýna sé að ræða, og svo eins og læknir hefur bent á þá kemur þvagið alltaf að lokum - það þarf bara að bíða því allir losa þvag að lokum, hvort sem þeir eru vistaðir á lögreglustöð eða sjúkrahúsi. 

Auk þess hefði átt að fara með manneskjuna beint á sjúkrahús eftir slysið og þar hefði verið hægt að taka öll sýni sem þurfti.

- EN auk þess þá eru þetta ekkert annað en pyntingar og misþyrmingar til að afala sannana og ekkert öðrvísi hvort verið erð akreista út játningu, frásögn eða þvag. Slíkt á  ekki að líðast í nútíma samfélagi og til skammar að Alþingi hafi fyrir aðeins ári samþykkt kynferðilegar pyntingar til öflunar sannana vegan umferðalagabrota sem berlega stenst ekki mannréttindasáttmála sem við erum aðilar að.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.8.2007 kl. 13:41

83 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur að sakborningar eru alltaf saklausir?

Elías Halldór Ágústsson, 27.8.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband