Sendibílstjórinn í skotlínunni.

Eftir að hafa horft á sjónvarpsfréttir nú í kvöld skil ég betur viðbrögð sendibílstjórans sem ók með fórnarlambið frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar að sundlaugunum í Laugardal. Hafandi það í huga að árásarmaðurinn er enn á staðnum með vopnið þegar fórnarlambið leitar ásjár hjá sendibílstjóranum, þá er auðvitað ljóst að hann hefur ekki átt um marga kosti að velja á stund og stað.

 Frásögnin sem birtist á mbl.is fyrr í dag var svo hlutlaus og fjarræn að hún villti mér sýn, satt að segja, og ég virðist ekki ein um það að hafa velt vöngum yfir þessu akstursatriði. 

Eftir því sem gleggri fréttir birtast af því sem gerðist verður ekki betur séð en að sendibílstjórinn hafi sýnt bæði snarræði og hugrekki undir þessum kringumstæðum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég reyndar hugsaði það sama og þú hefur örugglega hugsað með blessaðan sendibílstjórann.

En eftir að hafa fengið og lesið frekari fréttir af þessum hörmungaratburði sér og skilur maður betur hvað gekk þarna á og hvílík aðstaða sem grey sendibílstjórinn var í.

Ég, sem hef oft verið talinn kaldlyndur og hrokafullur af utanaðkomandi, ber mikla samúð til allra þeirra sem eiga tengsl til fórnarlamba þessa atburða, hvort sem þeir tengjast blessuðum mönnunum eða veslings konunni.

Birkir (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 20:26

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Ólína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 20:51

3 Smámynd: Halla Rut

Eftir að hafa lesið bæði blogg þín varðandi þetta máli þá vil ég segja að það var heiðarlegt og drengilegt að taka tal þitt til baka.Um leið vil ég minna á hversu varlega við verðum að fara í ummælum okkar á málum sem við vitum lítið um og þekkjum lítið til aðstæðna. Sögusagnir frá Akureyri undanfarins mánaðar sem leiddu til  persónulegs skaða ættu að hafa kennt okkur eitthvað. 

Halla Rut , 29.7.2007 kl. 21:13

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þakka ykkur fyrir. 

Ég tek heilshugar undir með þér Halla Rut - að fæst orð bera minnsta ábyrgð, sérstaklega þegar upplýsingar liggja ekki ljósar fyrir, líkt og í þessu máli.

Eiginlega má segja að fyrstu fréttir af þessum harmleik hafi verið svo fjarrænar og hlutlausar, að það var ekki unnt að gera sér grein fyrir því sem þarna gerðist.  Það er óþægilegt þegar "hlutleysi" frétta verður svo mikið að þær draga í raun upp skakka mynd af atburðum (sbr. það þegar sagt er að líðan fólks sé  "eftir atvikum góð" eftir alvarleg slys - sem þýðir í raun að líðan manns er jafn slæm og búast megi við hjá mikið slösuðum manni).

Í þessu sem öðru gildir gullna reglan sem Einar Ben orðaði svo vel, að "aðgát skal höfð í nærveru sálar".

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.7.2007 kl. 21:42

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

BLESSUÐ OG SÆL!

Það hefur nú lengi verið stefna hjá Mogganum hygg ég, að stíga varlega til jarðar, kannski um of í þessu tilfelli, skal ekki kveða upp úr með það.

En svo ég gerist örlítið hátíðlegur, þá er grunntónn tilverunnar í eðli sínu mótaður af andstæðum. Og á þeim stendur allt líf okkar og fellur, ekki satt?

Í lífinu skiptast á skin og skúrir, gaman og alvara, gleði og sorg, ást og hatur o.s.frv., o.s.frv.

Og eins og lífið sjálft og allt sem í því fellst, er annar helmingur tilverunnar, þá er dauðinn svo sannarlega hinn!

Og loks varðandi þetta með hlutleysi í orðum, samanber "líðan sjúklings.." þá er það jú kannski ekki mjög upplýsandi, en ég hygg að allavega í tilfellum lækna leyfi eyður þeirra ekki að svo komnu að segja meir!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.7.2007 kl. 00:50

6 identicon

Ég er gersmlega á öndverðum meiði við þínar skoðanir, kanski má segja að ég sé kaldlyndur að sumra mati. EN Í MÍNUM HUGA ER ÞAÐ RÖKRÉTTAST AÐ AKA AÐ NÆSTA SJÚKRAHÚSI EN EKKI SUNDLAUG. Það ættu að vera óráðsjáleg viðbrögð hvers og eins, ekki að leita til Sundlaugar. Ég efast stórlega að um að fólk geri slíkt undir þesssum kringumstæðum almennt. Maðurinn hefur gjörsamlega farið á taugum. En samt, fyrsta hugsun hlýtur ávallt að vera Shjúkrahús.

brahim (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband