Stund milli stríða

Nýliðið sumar hefur verið afar viðburðaríkur tími. Tími annríkis. Reynsluríkur tími.

Þingmenn hafa lítið næði fengið til að kasta mæðinni eða eiga samvistir með fjölskyldu eða vinum. Nú þegar það næði loksins gefst eru skólarnir byrjaðir og vetrardagskráin hafin hjá flestum.

Engu að síður er gott að eiga svolitla stund milli stríða.

Nú um helgina koma þeir feðgar til borgarinnar - sonurinn að keppa í fótbolta. Móðirin staðráðin í að vera honum (hæfileg) hvatning á hliðarlínunni. Wink

Svo er meiningin að skella sér vestur eftir helgina, reyna að njóta þess að eiga nokkurra vikna eðlilegt heimilislíf, tína ber ef veður leyfir, æfa hundinn og svona ... prjóna.

Sjáumst þegar ég nenni að byrja að blogga aftur.

Hafið það gott á meðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ólína átt þú ekki eftir að biðja þjóðina afsökunar fyrir það að hvetja til þess að Icesavesamningarnir yrðu samþykkir óbreyttir? Fyrir það að gera lítið úr því góða fólki sem kom með tillögur til að breyta  fáránlegum samningum, sem í sögulegu ljósi verða að teljast ekki ,,glæsileg niðurstaða" heldur tilraun til að fremja landráð. Mönnum eins og Ragnari Hall sem nú er mærður fyrir faglega framgöngu. Hvernig var þitt blogg til þess framlags. Sigmundur Ernir baðst afsökunar á því að vera fullur í ræðustól Alþingis, þér hefur væntanlega þótt það allt í lagi, því ekki bloggaðir þú um það. Þú hefur væntanlega verið ódrukkin þegar þú skrifaðir um þessa Icesave samninga og ættir því að biðja þjóðina afsökunar á framgöngu þínni.

Sigurður Þorsteinsson, 29.8.2009 kl. 15:05

2 Smámynd: Halla Rut

Þú ert þingmaður....á mestu tímum þjóðarinnar...KRISTUR ef til er hjálpi okkur Íslendingum að hafa þig sem þig líkan sem leiðtoga okkar.

Tína ber.....og prjóna...þú ert bara ekki í lagi.

Mín lokaorð til þín.

Halla Rut , 29.8.2009 kl. 20:10

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það eru athugasemdir eins og þessar þrjár hér fyrir ofan sem gera það að verkum að stjórnmálamenn missa löngun til þess að vera í sambandi við fólk hér í bloggheimum. Því miður.

Ólafur Sveinsson - ég hef líka unnið árum saman án þess að fá fullt sumarfrí, og kvarta ekki - er heldur ekki að því núna. Ég er hinsvegar glöð að fá núna þessa stund milli stríða.

Sigurður Þorsteinsson - ég hef aldrei hvatt til þess að Icesave samingarnir yrðu samþykktir án fyrirvara. Ég hef hinsvegar frá upphafi verið þeirrar skoðunnar að við ættum að ganga til samninga við Breta og Hollendinga, og ég hef mælt með þessum samningi, eins og hann lítur út núna, því samningurinn sjálfur hefur ekki breyst, það eina sem hefur gerst er það að Alþingi hefur sett á blað hvernig þingið skilur samninginn og skilmála hans. Nú er þetta mál afgreitt, sem betur fer.

Halla Rut - ég veit ekki hvað er að hrjá þig, það er a.m.k. ekki mannvirðing.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.8.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband