Orkuverðmæti á brunaútsölu

Það er fróðlegt að bera saman kauptilboð Magma Energy á þriðjungshlut í HS Orku við eldri samninga fyrirtækisins við önnur orkufyrirtæki. Magma hefur gert tvo samninga í Oregon og Nevada í Bandaríkjunum sem eru aðeins til tíu ára (í stað 65 ára skv. tilboðinu í HS Orku) ) með möguleika á tíu ára framlengingu (í stað 65 ára framlengingar hjá HS Orku). Fyrstu tíu árin þarf að greiða auðlindagjald sem nemur 1,75 prósenti af heildartekjum af raforkusölu og eftir tíu ár 3,5 prósentum (sjá hér). 

Fréttablaðið greinir frá því í dag að Magma ætli að fjármagna 70% kaupverðsins með kúluláni frá Orkuveitunni til sjö ára með 1,5 % vöxtum og veði í bréfunum sjálfum. Angry 

Mér finnst þetta ekki koma til greina. Ef rökin fyrir því að semja við Magma Energy eru þau að okkur vanti erlent fjármagn - þá er degin ljósara að þau rök halda ekki í þessu tilviki. Hér er ekkert erlent fjármagn sem neinu nemur. Hér er einfaldlega stórfyrirtæki að reyna að ná undir sig verðmætum nýtingarrétti auðlindar á brunaútsölu - og nýtir sér í því skyni erfiða stöðu sveitarfélags og þjóðar í kreppu.

Hætt er við að fleira af þessu tagi geti átt sér stað í þeim efnahagsaðstæðum sem við búum við núna. Við Íslendingar verðum að halda fast og vel utan um auðlindir okkar og láta ekki glepjast í tímabundnum fjárþrengingum til þess að selja ómetanleg verðmæti frá okkur, síst með afarkostum.

Ég vona að fjármálaráðherra takist með einhverjum ráðum að stöðva það sem þarna er að eiga sér stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Þessar aðgerðir þarf að stoppa strax !

70% kaupverðs með kúluláni til sjö ára og með veði í bréfunum sjálfum.  Hvað er í gangi. 

Hverjum dettur í hug að gera samninga sem þessa og svo tala þeir um staðgreiðslu.  Þeir menn sem svona vinna eiga ekki að koma nálægt stjórnun á íslenskum orkufyrirtækjum.

Páll A. Þorgeirsson, 22.8.2009 kl. 15:53

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tek undir efni pistilsins og skora á þig, Ólína, að leggja fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn OR lið við að vinna gegn þessari vitleysu ásamt fulltrúa VG. Ef stjórnarflokkarnir tveir eru andsnúnir einkavæðingu auðlindanna eru þeir í kjöraðstöðu til að gera eitthvað í því.

Einnig þarf að endurheimta hlut GGE í HS Orku, rifta samningnum sem Árni Sigfússon gerið við GGE fyrir rúmum mánuði. Fara ofan í saumana á hvaða öfl eru á bak við GGE.

Ég er búin að skrifa mikið um þessi mál á bloggið mitt frá byrjun júlí - sjá hér. Bendi líka á frétt og umræðu um málið á Eyjunni.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.8.2009 kl. 16:07

3 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Þetta er einn risa skandall. Sjá líka grein Bjargar Evu á Smugunni.

http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/2301

Guðl. Gauti Jónsson, 22.8.2009 kl. 16:41

4 identicon

Þetta má ekki gerast, glæpsamlegt.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 16:44

5 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Góður pistill hjá þér Ólína!! Við megum ekki láta auðlindir okkar í hendur á erlendum aðilum sem síðan munu hækka öll afnot til heimila en lækka til stóriðju.

Þetta verður að stoppa

Marteinn Unnar Heiðarsson, 22.8.2009 kl. 17:09

6 identicon

einn spuring ef 1,75 % er 190 milljónir hvað eru þá heildartekjur hs orku af rafmagnssölu ?

Ásgeir Ingvi Jónsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 17:16

7 Smámynd: Loopman

Lára Hanna hefur verið að skrifa góðar greinar um þessi mál, en það eru fleira að gera líka. Hér er ein mjög athyglisverð.

http://icelandtalks.net/?p=643

Loopman, 22.8.2009 kl. 18:48

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

bananalýðveldi?

Gísli Ingvarsson, 22.8.2009 kl. 18:48

9 Smámynd: Sævar Helgason

Er Orkuveitan alveg á skallanum ?  Þetta Magma orkusölumál lýtur út sem örvænting innan Örkuveitunnar.  Það mæðir mikið á fjármálaráðherranum okkar þessa mánuðina og  miklar væntingar til hans. Þsstu fáránlega Magma orkusölummáli verður að ýta útaf borðinu.  130 ára orkusölusamningur  er galinn...  Vonandi tekst Steingrími J. að koma í veg fyrir gjörningin...

Sævar Helgason, 22.8.2009 kl. 19:24

10 Smámynd: Laurent Somers

Athugið líka að það er ekki hægt að skilja þetta öðru vísi en að um sé að ræða NAFNVEXTI.

Miðað við verðbólguna hér þá er þetta algjör brandari.

Laurent Somers, 22.8.2009 kl. 19:36

11 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það er verkefni núverandi stjórnarmeirihluta að búa svo um hnúta að auðlindir verði EKKI markaðsvara. Þær á að nota og nýta í þágu þjóðarinnar. Ég legg til að eignarhaldið verði hjá ríkinu en viðkomandi sveitarfélag þar sem staðbundin auðlind er sjái um reksturinn.

Þórbergur Torfason, 22.8.2009 kl. 20:46

12 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Tek undir með þér Ólína. Það er mikilvægt að finna leiðir til þess að hrinda þessu áhlaupi. Það má ekki undir nokkrum kringumstæðum gerast að útlendingar eignist nýtingarrétt á íslenskum auðlindum svo öldum skiptir án þess að við reynum að koma í veg fyrir það.

Magnús Óskar Ingvarsson, 22.8.2009 kl. 22:28

13 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Ég treysti á að þú standir vaktina þarna sem annarsstaðar Ólína. Það væri skelfilegt ef þær þrengingar sem við göngum nú í gegnum verða til þess að svona hlutir verði að veruleika.

Þórður Már Jónsson, 23.8.2009 kl. 00:30

14 Smámynd: Magnús Jónsson

2007  hvað !!

Magnús Jónsson, 23.8.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband