Barnavernd á erfiðum tímum

barnavernd Þegar þrengir að efnahag þjóðarinnar er ástæða til þess að huga betur en nokkru sinni að velferð barna. Opinberar tölur sýna mikla fjölgun barnaverndarmála á fyrstu mánuðum þessa árs, einkanlega í Reykjavík þar sem tilkynningar til barnaverndarstofu borgarinnar voru 40% fleiri en á sama tíma árið áður. Vera kann að þessi aukning beri vott um vaxandi vitund almennings um barnaverndarmál. Engu að síður er full ástæða til að taka þetta alvarlega sem vísbendingu um versnandi hag barna og fjölskyldna þeirra.

Börn eru saklaus og varnarlaus. Þau eru framtíð þjóðarinnar og að þeim verðum við að hlúa, ekki síst þegar illa árar.

Ég tók málið upp við félags- og tryggingamálaráðherra í fyrirspurnartíma í þinginu í morgun. Umræðuna í heild sinni má sjá hér

 -----------

PS: Meðfylgjandi mynd tók ég af vef mbl.is - hún var þar merkt Ásdísi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Þarft mál, Ólína.

Magnús Óskar Ingvarsson, 13.8.2009 kl. 23:56

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Mjög gott mál Ólína, og vert að hafa í huga þegar þið stjórnarflokkarnir farið að skera niður í haust.

Jóhann Pétur Pétursson, 14.8.2009 kl. 07:20

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Fólkið sem mætti á Austurvöll í gær var að mótmæla því að settar væru óheyrilegar byrgðar á börnin okkar og barnabörn á komandi árum, ... að óþörfu. Það þarf að halda því vel til haga hvaða ráðherrar og alþingismenn vildu láta samþykkja þennan  ,, glæsilega samning" óbreyttan og án fyrirvara. Það fólk var nú varla að huga að hagsmunum barna og þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu.

Á sama tíma og endurreisnin er ekki hafin, eða eins og Jón Baldvin Hannibalsson sagði, ekkert sé farið að hreyfa við stóru málunum, búa fjöldi fjölskyldna við mikla erfiðleika. Á sama tíma eru stjórnvöld að leika sér í ESB trúarbrögðum og að púðra á sér nebbann.

Ætlaðu næst á milli gleðilátanna að ræða tannskemmdir eldra fólks?

Annars hvarlaði að þér að standa upp í gær á fundinum á Austurvelli og segja þessu liði að við ættum að samþykkja Icesave óbreytt og án fyrirvara? Þú hefðir skorað fullt af stigum fyrir það.... frá Samfylkingarfólki.

Sigurður Þorsteinsson, 14.8.2009 kl. 08:34

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sigurður, ég hef aldrei talað um að samþykkja Icesave samningana fyrirvaralaust eða án skilyrða, en við eigum að samþykkja þá og skilgreina jafnframt vel á hvaða skilyrðum. Fyrir því hef ég bjargfasta vissu, og sú vissa mín staðfestist dag frá degi. Hún hefur ekkert að gera með flokkapólitík, heldur þjóðarhag og framtíð barnanna minna.

Vinnan við að skilgreina fyrirvarana er nú í gangi og ég er mjög ánægð með hvernig að henni hefur verið staðið.

En að þú skulir bera 40% aukningu barnaverndarmála saman við hugsanlegar tannskemmdir á eldra fólki, sýnir  mér best hverskonar málflutning þú temur þér.

 Sé þér alvara þá langar mig ekkert sérlega til að ræða frekar við þig.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.8.2009 kl. 08:44

5 Smámynd: Pétur Kristinsson

Það er margt skrýtið sem er í gangi í þessu blessaða þjóðfélagi sem ég skil ekki í dag. Lögreglan er fjársvelt þó svo að það sem almennt viðurkennt að nauðsynlegt sé að hafa starfhæfa lögreglu sérstaklega á viðsjárverðum tímum eins og núna.

Skattur á áfengi var hækkaður þrátt fyrir að vitað væri að með lágu gengi krónunnar væri áfengi hér ódýrt miðað við í nágrannalöndunum og myndi gera okkur samkeppnishæfari hvað varðar túrista sem hingað koma til þess að skoða land og þjóð og auðvitað leita þeir til þeirra landa sem eru með gott verð á mat og drykk. Hærri skattur á áfengi þýðir meira heimabrugg, smygl og gerir eiturlyf samkeppnishæfari hvað kostnað varðar. Er þá ekki betra að krakkar hafi efni á því að kaupa bjór heldur en hass eða andfetamín?

Þessi skattur hefur líka neikvæð áhrif á rekstur fjölmargra veitingahúsa, skemmtistaða. Á þessum stöðum er fjöldi fólks sem hefur fulla atvinnu.

Mig minnir að innkoman af þessum skatti hafi átt að vera einhverjir 4 milljarðar en þá er væntanlega miðað við að óbreytta neyslu. Hins vegar geri ég ráð fyrir að ekki sé reiknað með neikvæðum áhrifum þessa skatts.

Pétur Kristinsson, 14.8.2009 kl. 13:29

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ólína þann 2/7 bloggar þú m.a.

,,

Lokaspurningin er þá hvort hægt sé að ná samningum um betri skilmála fyrir þeim heildarlánum sem hér eru tekin. Ef samningar yrðu opnaðir aftur fæli það í sér að báðir aðilar kæmu óbundnir til samninga að nýju. Bretar og Hollendingar myndu ekki síður reyna að sækja betri niðurstöðu heldur en Ísland. Samningaviðræður myndu í besta falli taka einhverja mánuði. Allur dráttur á lokaafgreiðslu þessa máls er dýru verði keyptur fyrir Ísland vegna tengsla þess við allt endurreisnarstarf íslensks efnahagslífs. "

Skilaboðin eru skýr og skilaboðin frá ríkisstjórnni var skýr. Icesave eigi að samþykkja. Fundurinn á Austurvelli í gær ætti að senda ykkur þingmönnum skýr skilaboð. Þjóðin vill ekki óbreyttan Icesave samning.

Ef hefðum samþykkt Icesave samninginn óbreyttan hefði það verið glæpur gagnvart eftirkomendum okkar.

Eins og Jón Baldvin hefur réttilega bent á hefur gengið afskaplega hægt að hefja endurreisnina. Nánst verið á hraða sningilssins. Í stað þess er tímanum eitt í leikaraskap eins og ESB umræðu.

Í ljósi umræðunnar um mikilvægi lýðræðislegrar umræðu er lokainnlegg þitt áhugavert.  

Sigurður Þorsteinsson, 14.8.2009 kl. 13:31

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Skilyrði og fyrirvarar þurfa ekki endilega að þýða breytingu á samningnum, heldur einungis túlkun á því hvað í samningnum felst og hversu langt verði hægt að ganga í því að uppfylla hann áður en til endurskoðunar komi.

Annars ætla ég ekki i þref um þetta hér, hef marg bloggað um málið og afstaða mín er að ég held algjörlega skýr og öllum ljós.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.8.2009 kl. 18:51

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ólína það er munur á því að vera skólameistari á Ísafirði en að vera þingmaður. Þú segir kjósendum ekki hvaða vitleysu sem er og þeir annað hvort trúa eða þora ekki að andhæfa. Þú ert á fyrsta ári á þingi og verður dæmd af verkum þínum. Að sýna kjósendum hroka, er vísasti vegur út af þingi aftur. Samfylkingin hefur einfaldlega brugðist kjósendum í þessu máli. VG hefur áunnið sér traust fyrir að standa í fæturna.

Afstaða þín til Icesave liggur kristaltær fyrir og hún er aumkunarverð. Þú væri maður af meiri til þess að biðja kjósendur afsökunar af því að hafa lagt það til að leggja til að samningur yrði samþykktur sem meirihluti Alþingis nú viðurkennir að væri að setja ósanngjarnar birgðar á börnin okkar og barnabörn. Fyrir það skuldar þú okkur afsökunarbeiðni.

Sigurður Þorsteinsson, 14.8.2009 kl. 19:56

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Afstaða mín til Icesave hefur verið ljós frá upphafi - það er hárrétt. Þér líkar kannski ekki sú afstaða, en viðbrögð þín við henni sýna mér líka hvar hrokinn liggur, og hann er svo sannarlega ekki hjá mér.

Bloggfærsla þín frá í gær segir mér allt sem segja þarf um það hversu lítils þú metur það að þingmenn skuli hlusta eftir sjónarmiðum annarra.´

 Varðandi bloggið frá 2.júlí, þá er ég þar að vitna til svara sem mér bárust innan úr stjórnsýslunni við fjölmörgum spurningum sem ég hafði fengið um Icesave málið. Það voru spurningar frá almenningi sem ég gerði að mínum og birti svo svörin sem mér bárust. Ég hvet fólk til að fara inn á tengilinn og skoða vel þessa færslu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.8.2009 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband