Þinghlé skapar svigrúm fyrir Icesave-málið

Ice-save samningurinn er eitt þyngsta mál sem komið hefur til kasta Alþingis í lýðveldissögunni.  Nú ríður á að vinna málið af þeirri vandvirkni sem það verðskuldar, og ná því upp úr farvegi áróðurs og æsingakenndrar umræðu.

Sú ákvörðun að fresta nú þinghaldi um eina viku og gefa fjárlaganefnd þar með svigrúm til þess að vinna Ice-save málið sem best úr garði nefndarinnar, verður vonandi til þess að ná málinu upp úr skotgröfunum og yfir í farveg ábyrgari umræðu en verið hefur.

 Við Birgir Ármannsson ræddum þetta og fleira tengt Ice-save og störfum þingsins á Morgunvaktinni í morgun (hlusta hér).

 


mbl.is Rýnir í gögn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ekki tala eins og að þetta væri að frumkvæði ykkar stjórnarliða, þar sem að það hefur verið fyrirætlun ríkisstjórnarinnar, allt frá upphafi að keyra málið í gegn. Ekki reyna að halda því fram að þetta sé að ykkar frumkvæði af því að þið í Samfylkingunni viljið vinna málið svo vel og vanda ykkur svo mikið. Þetta Icesave mál, þrátt fyrir allar sínar skuldbindingar hefur notið stuðnings allra þingmanna Samfylkingar orðalaust. Áður en nokkur gögn voru komin fram sem að sýndu fram á skuldibindingarnar sem að þessi samningur hefur í för með sér og yfir höfuð áður en þið þingmenn Samfylkingarinnar sáuð samninginn þá naut málið ykkar stuðnings.

Ef það væri ekki fyrir þrjá þingmenn VG þá væri málið löngu komið í gegn án yfirferðar eða vandvirkni. Þú ættir, þó þú sért stjórnarliði að taka þessa þingmenn Vinstri Grænna þér til fyrirmyndar. Þó að þingmálin komi frá sjálfri ríkisstjórninni þá á maður ekki að samþykkja allt þegjandi og hljóðalaust.

Jóhann Pétur Pétursson, 24.7.2009 kl. 15:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólína, þar sem þú ert þingmaður Samfylkingarinnar og þekkir samninginn um ríkisábyrgðina út og inn og ert einnig kunnug samningaferlinu, eins og það gekk fyrir sig, ertu vinsamlega beðin að svara þeim vangaveltum, sem koma fram í þessu bloggi og svörum sem því fylgja.

Axel Jóhann Axelsson, 24.7.2009 kl. 15:37

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Axel - ég hef ekkert um þetta að segja annað en það að "eitrið" sem um er rætt, því er spúið af öðrum en stjórnarliðum, sem þessar vikurnar leggja sig alla fram um að vinna þarft verk í þágu þjóðarinnar.

Jóhann Pétur - ég nenni ekki að svara svona geðvonsku. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.7.2009 kl. 19:31

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólína, ekki er nú hægt að taka þessu geðvonskulega innleggi þínu, sem svari við fyrirspurninni.

Reikna hefði mátt með, að þingmaður hefði eitthvað bitastæðara til málsins að leggja.

Axel Jóhann Axelsson, 25.7.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband