Margur heldur mig sig

Enn eina ferðina tókst þingmanni Borgarahreyfingarinnar að fanga athygli fjölmiðla um stund, með yfirlýsingum um einelti, kúgun og ofbeldi á hinu háa Alþingi. Vandlætingartónninn leyndi sér ekki - en í honum var þó holur hljómur að þessu sinni. 

Þetta er sami þingmaður og fyrir fáum dögum var tilbúinn að selja sannfæringu sína gagnvart ESB til þess að ná fram frestun á Ice-save, málinu.

Þessi þingmaður - og fleiri í hennar flokki - hafa verið ósparir á hneykslunarorð og brigslyrði um aðra þingmenn og þeirra meintu hvatir í hverju málinu af öðru. Hneykslun og vandlæting hafa verið nánast einu viðbrögðin hvenær sem mál hefur komið til umræðu í þinginu.

Þið fyrirgefið, gott fólk - en ég gef ekki mikið fyrir svona málflutning. Og nú vil ég fara að heyra einhverjar tillögur frá þessu fólki um það hvað megi betur fara - hvernig það megi betur fara. Það væri bara svo kærkomin tilbreyting frá þessum falska vandlætingarsöng að heyra eins og eina málefnalega tillögu, bara eitthvað sem túlka mætti sem málefnalegt innlegg.

Þeir sem eru tilbúnir að selja sannfæringu sína ættu ekki að vanda um fyrir öðrum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: fellatio

jahá

fellatio, 23.7.2009 kl. 19:42

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Talandi um að selja sannfæringu sína.

Hvað finnst þér um VG liðana sem seldu sína sannfæringu til að þóknast ykkur í Samfylkingunni ? Það var bara gert til að halda völdum, þá skipti sannfæringin ekki miklu máli. 

Þið stjórnarliðar eruð orðnir allt það slæma sem þið gagnrýnduð fyrir kosningar. Ég efast ekki um það miðað við hvernig þú bloggaðir fyrir kosningar, að þú ert með óbragð í munni alla daga yfir því hvernig ástandið hefur hríðversnað undir ykkar stjórn. Nærtækast er að tala um krónuna sem hefur fallið um 30% frá því að þið komuð Davíð úr seðlabankanum.

Gott hjá ykkur.

Ingólfur H Þorleifsson, 23.7.2009 kl. 21:02

3 identicon

Hægan. Eru tengsl milli þess að Davíð Oddson fór úr Seðlabankanum og hrun krónunnar? Eru menn ekki að oftúlka?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 21:05

4 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég var ekki að sega að það væri bein tenging Gísli, en frá þeirri dagsetningu í febrúar hefur hún veikst um 30%. Vikurnar á undan var hún að styrkjast, kannski var það tilviljun ein.

Ingólfur H Þorleifsson, 23.7.2009 kl. 21:17

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ingólfur... eru engin takmörk fyrir hvað hægt er að vera kjánalegur... Davíð ... guð minn góður heheheh

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar eru ekkert annað en glamrandi poppulistar...nema Þráinn.. tek ofan fyrir honum.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.7.2009 kl. 21:46

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég bara neita að trúa því að þér finnist í lagi að skrifa undir þessa Icesave samninga, þetta er stórhættulegt mál allt saman. Ég vona bara að þetta verði fellt. Best væri að stjórnin færi frá og hér yrði annaðhvort þjóðstjórn eða þá að skynsamir menn/onur fengju að ráða sem ekki væru í pólitík, þetta lyktar allt illa, hvort sem það kemur frá vinstri eða hægri.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2009 kl. 22:03

7 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Veistu það Ólína,

 Einhvern vegin tek ég þó meira mark á henni heldur en mörgum öðrum þingmönnum og konum.

Sum ykkar eru greinilega þarna, bara til að fara eftir ykkar flokkslínum.

Og þorið ekki öðru !

Birgir Örn Guðjónsson, 23.7.2009 kl. 22:11

8 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Stundum segja þingmenn Borgarahreyfingin á þingi það sem almenningur er að hugsa úti í bæ.  Kannski ekki ástæða til að tala um einelti en þvinganir klárlega.

Jón Kristófer Arnarson, 23.7.2009 kl. 23:04

9 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Þingmenn Borgaraheyfingarinnar töluðu um kúgun meðal stjórnarþingmanna í ESB umræðunni. Það er eins og þeir hafi ekki gert sér grein fyrir þeirri kúgun sem þeir beittu þegar þeir gengu á bak orða sinna og greiddu atkvæði gegn ESB. Þeir höguðu sér eins og óþroskaðir krakkar í því máli. Það er þeim ekki til framdráttar ef þeir ætla að beita þeirri aðferð í fleiri málum.

Ég er orðin mjög efins um ágæti  icesave vegna umræðunnar sem  á sér stað í þjóðfélaginu en ég treysti því að alþingismenn finni lausn á því máli með aðkomu allra flokka. Ég get ekki gert neitt annað þar sem ég er ekki sérfræðingur í því máli. 

Ég treysti á þingmenn

Guðrún Katrín Árnadóttir, 23.7.2009 kl. 23:51

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Ólína. Þetta er nú lélegasti pistill sem ég hef lesið frá þér en tek það samt fram að mér finnst þeir oftast góðir og alltaf vel skrifaðir. Mér finnst frekar snautlegt af þér að vera að verja það að konan sé áreitt með sína sannfæringu þegar allir eru að tala um að eftir henni skuli fara, m.a. Jón Bjarnason ráðherra sem greiddi atkvæði á móti eigin ríkisstjórn þó umsóknin í ESB væri lögð fram í hennar nafni. Hvað er hann og VG að selja. Auðvitað takið þið ofan fyrir Þráni. Er hann ekki kominn heim. Hafi þau í BH selt sannfæringuna fyrir Icesave og það náð fram að ganga, hefði eitthvað fengist fyrir þessar 1000 milljónir sem talið er að umsókn kosti í staðinn fyrir að henda þeim út um gluggann eins og þið eruð að gera í von um valdasetu og kannski eitt  nefndarsæti í ESB. En gangi þér vel á þingi Ólína en ef þig vantar tillögur þá hef ég nóg af þeim . kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.7.2009 kl. 23:56

11 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Ólína,

Hvað svo sem segja má um það að þingmaðurinn þú skrifir pistil sem þenna, þá er ég sömu skoðunar.  Ég hef misst allt álit mitt á Birgittu og Þór.  Mér finnst þau vera ótrúverðug og í raun ekki valda hinu erfiða hlutverki sem það er að vera þingmaður.  Því miður.  Eflaust besta fólk að öðru leyti.

Eiríkur Sjóberg, 24.7.2009 kl. 00:30

12 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Sammála þér og Eiríki Sjóberg.

Guðl. Gauti Jónsson, 24.7.2009 kl. 01:22

13 identicon

Ég er um margt sammála orðum Kolbrúnar.  Fyrir mitt leyti hefði ég gjarnan viljað sjá efnislega afstöðu til ræðu Birgittu.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 01:35

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í febrúar var rúmlega helmingur þeirra er sögðust ætla að kjósa VG fylgjandi aðildarviðræðum og tæplega helmingur fylgjandi aðild að esb.  Það er ekki eins og allir kjósendur VG hafi verið sótsvartir andsinnar.  Þvert á móti.  Líklega bara sirka 50/50

Varðandi Borgara - þá botna fáir í hvert þeir eru að fara. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2009 kl. 02:18

15 Smámynd: brahim

Það er greinilegt að þið flest...95% eruð samfylkingarfólk. Það sést best á skoðunum ykkar. Hvernig væri að tala um Dollar og NAFTA...væri mun hagkvæmra fyrir okkur og mun ódýrara. Reynið nú að koma með annan vinkil á umræðuna.

brahim, 24.7.2009 kl. 04:32

16 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þið brutuð stjórnarskránna Ólína þið hljótið að vita það og þið hótuðu á Alþingi.

Valdimar Samúelsson, 24.7.2009 kl. 06:56

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er orðið einhverskonar trúarofstækisfílingur í kringum fylgjendur þremenningana í Borgarahreyfingunni.

Þeir hafa ábyggilega eitt og annað til síns máls af og til, en því miður er ég hætt að treysta þeim einmitt vegna eilífra upphrópana, brigslyrða og sjálfsupphafningu.

Fylgjendur þeirra eru svo blindir af dýrkun margir hverjir að þegar ég sé þá í kommentakerfum inni á feisbúkk og á bloggi þá held ég stundum að ég hafi dottið inn á sértrúarsamkomu.

Svo finnst mér það lýsa ótrúlegri vanþekkingu á einelti að tala um það í þessu samhengi.

Einelti fer fram á börnum samkvæmt skilgreiningu orðsins sem hefur verið gengisfellt all svakalega með því að grípa til þess við öll möguleg og ómöguleg tækifæri.

Mér fannst verulega ósmekklegt af Birgittu að taka þetta orð og misnota það í gær.

Börn fyrirfara sér vegna eineltis.  Það leggur heilu fjölskyldurnar í rúst, fólk hefur þurft að flýja á milli landshluta eða til útlanda með börnin sín vegna þess.

Skammarlegt að nota þetta orð í þessu samhengi.

Og bara gert til að ná athygli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2009 kl. 08:56

18 Smámynd: Einar Þór Strand

Ólína ég skil margt sem ég vildi ekki trúa mun betur eftir að þú fórst að skrifa sem þingmaður, og ég tek það fram að þetta er ekki hrós.

Einar Þór Strand, 24.7.2009 kl. 09:12

19 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Það er vert að geta þess í samhenginu að Þorlákur Helgason hefur unnið mikið þrekvirki í skólum Íslands með því að koma Olweus eineltisáætluninni á laggirnar.

Ásgeir Rúnar Helgason, 24.7.2009 kl. 10:26

20 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Það lýsir ótrúlegri vanþekkingu á einelti að halda að það geti aðeins beinst að börnum. Fullorðið fólk er líka lagt í einelti. Einelti er algengt á vinnustöðum. Nýlegt dæmi þar um er Veðurstofa Íslands. Fjölmiðlar leggja fólk í einelti.  Einelti getur ábyggilega komið upp á Alþingi og þegar skynsöm og velviljuð þingkona eins og Birgitta heldur því fram ætti skynsamt og velviljað fólk að taka þá ábendingu alvarlega.

Svavar Alfreð Jónsson, 24.7.2009 kl. 10:28

21 Smámynd: Mofi

Fínn pistill hjá þér Ólína. Ég get alveg skilið hneykslun nýrra þingmanna en þeir þurfa að hafa eitthvað meira fram að færa en yfirlýsingar um hve hneykslaðir þeir eru. Það væri óskandi að fólk gæti farið að einbeita sér að byggja upp landið frekar en að kvarta og kveina. Ef einhver á hinu háa alþingi er að leggja fólk í einelti þá vantar okkur að taka aftur upp opinberar híðingar til að hjálpa þannig ómerkilegu fólki.

Mofi, 24.7.2009 kl. 10:57

22 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa vissulega komið fram með lausnir. T.d. að frysta eignir auðmanna þangað til rannsókn hefur farið fram á glæpum þeirra. Hvað finnst þér um það Ólína? Af hverju vill Samfylkingin ekki hraða rannsókn mála og frysta eignir auðmanna?

Margrét Sigurðardóttir, 24.7.2009 kl. 12:03

23 Smámynd: Skríll Lýðsson

Ætla biðja þig Ólína að nefna ekki alþingi sem hið "háa" alþingi lengur, þið eruð búin að rýja þessa stofnun allri virðingu og trausti. Tek svo fram að það er meira mark takandi á þingmönnum borgarahreyfingarinnar heldur en ykkur atvinnupólitíkusum sem hafið enga hugsjón né eldmóð lengur.

Skríll Lýðsson, 24.7.2009 kl. 14:10

24 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sigurður Hólm - það er af og frá að ég taki það til mín þegar þú segir "þið" um þá sem hafa að þínu mati rúið Alþingi "allri virðingu og trausti".

Þaðan af síður samþykki ég þá skilgreiningu að þingmenn Borgarahreyfingarinnar séu eitthvað minni atvinnupólitíkusar en aðrir sem sitja á þingi og þiggja fyrir það laun.

Ef þú ætlar að nota ungan þingaldur þeirra sem rök, þá vil ég benda á að við erum 27 nýir þingmenn sem tókum sæti nú í vor. Þingmenn Borgarahreyfingarinnar eru þó einu þingmennirnir sem mér vitanlega hafa gert tilraun til þess að versla með sannfæringu sína (að Þráni Bertelssyni undanskildum, enda er hann eldri en tvævetur í lífinu).

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.7.2009 kl. 14:27

25 Smámynd: Skríll Lýðsson

skilgreiningin felst í því fyrir hvaða flokk er sest inná þing, þú kaust að fara inn fyrir samfylkingina og fellur þannig undir skilgreininguna atvinnupólitíkus og það eruð þeir sem hafa sett niður virðingu þessarar stofnunar.

Skríll Lýðsson, 24.7.2009 kl. 15:10

26 Smámynd: Skríll Lýðsson

þú mátt mín vegna samþykja eða synja hverju sem er, það breytir engu um útkomuna. Og það að XO hafi reynt að versla með atkvæði sitt breytir engu því að mínu mati met ég það þeim til tekna að hafa þó gert það opinberlega í jafn mikilvægu máli heldur en að fara með það sem launungarmál. Það er vitað mál hvaða og hvernig pólitík fjórflokkarnir ástunda, allt gert í laumi og felum og almenningi ekkert sagt fyrr en gjörningurinn (sama hver hann er) er orðinn að veruleika og lögum og ekkert hægt að gera, það leggur daun frá þinghúsinu síðan ESB og Icesave málin komu þar til umfjöllunar og ákvarðanatöku.

Skríll Lýðsson, 24.7.2009 kl. 15:19

27 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þegar lítið er um rök er gott að kasta skít í manninn í staðinn.

Héðinn Björnsson, 24.7.2009 kl. 15:23

28 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gott væri ef fólk gæti gert greinarmun á gagnrýni og skítkasti.

Ég gagnrýni málflutning tiltekinna þingmanna Borgarahreyfingarinnar og hef rökstutt hvers vegna.

Ég hef sjálf fylgst með þessu ágæta fólki af áhuga og velvild. En ég áskil mér rétt til að gagnrýna framgöngu þeirra þegar ég tel efti til þess.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.7.2009 kl. 15:32

29 Smámynd: Skríll Lýðsson

Skríll Lýðsson, 24.7.2009 kl. 16:50

30 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, sjónarmið gerast nú sérstök hjá þér vinkona Ólína,þ.e.a.s. hjá þeim er tjá sig við þig! Réttlæting spekimuðsins hérna, SHS, á "klækjabragðinu kræfa" frá hendi Oliðanna þriggja, er að minnsta kosti athyglisvert, varlega orðað. Jú, þetta var bara allt í lagi af því að þau settu fram hótun sína grímulaust og játuðu fúslega aðspurð í viðtölum að svo væri. Slíkt og þvíumlíkt hefur hingað til talist til fíflsku eða einfeldni, en SHS hefur sennilega ekki áttað sig á að með þessari makalausu réttlætingu sinni, væri hann um leið að staðfesta það meðvitað eða ómeðvitað!?

Á því áttaði sig svo allavega einn þeirra eftir á og viðurkenndi þessa vondu ákvörðun, en það hefur kannski farið framhjá SHS?

Rétt er það svo hins vegar hjá Sr. Svavari góðkunningja mínum, að einelti er margþættara en sem snýr að börnum. Sjónarmið hans aftur á móti er snýr að einelti fjölmiðla er þó rangt. Svavar heldur að fv. Seðlabankastjóri og forsætisráðherra hafi orðið fyrir slíku að þeirra hálfu einn dag, en þannig er ekki hægt að túlka einelti svo alvarlegt sem það er og vandmeðfarið hugtak, en bæði vegna síns vígða hlutvers og mikils velvilja í garð þessa fyrrverandi, þá villtist og villist honum enn sýn í skilgreiningunni!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.7.2009 kl. 21:07

31 Smámynd: Katrín

Eigin sannfæring er hugtak sem hefur fengið á sig undarlegar myndir síðustu dægrin.   Mér sýnist að ,,að kjósa eftir eigin sannfæringu" sé ofnotaðasti frasinn á Alþingi í dag.

Varðandi orð Birgittu um einelti á Alþingi þá er rétt að fólk hafi það í huga að einelti finnst ekki einungis meðal barna og unglinga...fullorðnir hafa ástundað þann leik á vinnustöðum, reyndar í samfélaginu öllu, á blogginu, saumklúbbum og ekki síst á hinu háa Alþingi, þar sem leikreglurnar virðast vera meira í ætti við amerískan ,,High school" en við siðaðra manna samfélag.  Það ömurlega við það er að fólk virðist taka því sem sjálfsögðum hlut og ef einhver bendir á glæpinn er viðkomandi umsvifalaust gerður tortryggilegur ef ekki sagður klikkaður.

Katrín, 24.7.2009 kl. 23:58

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hálf skammast mín fyrir að skrifa ekki nánar um það sem ég meina með ofnotkun á orðinu "einelti".

Mér finnst einelti svo alvarlegt gagnvart börnum og finnst að það sé notað í tíma og ótíma um allskyns árekstra fólks í milli.

Hvað með þrýsting, sem ég held að hafi verið viðeigandi lýsing á ástandinu í þinginu við atkvæðagreiðsluna sem hér hefur verið til umræðu?

Andlegt ofbeldi er líka ágætt orð yfir "eineltið" sem sífellt er sífrað um.

Allavega þá er ég ekki að gera lítið úr að fullorðið fólk geti verið beitt andlegu ofbeldi á vinnustöðum, og hefði átt að gera grein fyrir þeirri hugsun minni og á alveg skilið það sem Svavar segir í sinni athugasemd.

En ég fer ekki ofan að því að það er hámark dramatíseringarinnar þegar Birgitta Jónsdóttir fór í ræðustól og hrópaði um einelti á vinnustað.

Holur hljómur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2009 kl. 11:00

33 Smámynd: Landfari

Munurinn á þingmönnum Borgarahreyfingarinnar og Steingrími J. er að þeir hafa gefið skýringu á sínum viðsnúningi í ESB málinu en það hefur Steingrímur ekki gert í Ice-save málinu.

Kanski þú kunnir þá skýringu Ólína?

Landfari, 25.7.2009 kl. 14:49

34 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jenný. Það er heill lagabókstafur um einelti og margir dómar og er ekkert einskorðað endilega við unglinga sem fyrir fara sér.

Valdimar Samúelsson, 25.7.2009 kl. 19:46

35 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Góður einstaklingur sagði nýverið:

Eitt af því sem gerir einelti flókið er að þeir sem taka þátt í því gera sér oft ekki grein fyrir því sjálfir. Þeir taka óbeinan þátt með þögninni, með því að fylgja kvalaranum að málum og láta sér líðan og afdrif fórnarlambsins í léttu rúmi liggja. Þetta er jafnvel gert í nafni einhvers málstaðar - því vitanlega þarf réttlætingar fyrir illverkum. Það þekkjum við frá tímum Gyðingaofsóknanna, McCarty-ismans í Bandaríkjunum, galdraofsóknanna á 17. öld, og þannig mætti lengi telja. Einelti getur að sjálfsögðu beinst gegn hópi fólks og er oft hagsmunadrifið.

Þess vegna viðgengst einelti víða í samfélaginu - víðar en margan grunar. Við sjáum stjórnmálamenn sem lagðir eru í einelti af flokksfélögum og fjölmiðlum ár eftir ár. Sömuleiðis opinbera embættismenn og poppstjörnur.  Einelti á sér oft flóknar félagslegar orsakir sem full ástæða er til að taka alvarlega og reyna að átta sig á. Það getur verið vafið inn í einhverskonar "ágreining" eða "skoðanamun" sem er oft ekkert annað en fyrirsláttur til þess að geta sótt að einstaklingum.

Og bætti við:

Einelti spyr hvorki um stétt né stöðu manna, það getur birst gagnvart hverjum sem er, hvenær sem er.

Einelti birtist ekki endilega gagnvart þeim sem minna mega sín heldur líka - og jafl oft - gagnvart þeim sem gerendunum stafar ógn af á einhvern hátt. Þannig getur einelti orðið aðferð til þess að ryðja einhverjum úr vegi

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.7.2009 kl. 23:06

36 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Frábær komment hjá ykkur Svavar,Katrín og Friðrik og vel ígrunduð. Jenný hefur úttalað sig um sinn skilning og reynir að finna leið til að þvo Samfylkinguna af eineltisásökun Birgittu. Það er ugglaust "samræðustjórnmál" að kalla hlutina öðrum nöfnum en þeir eru. Ég hef upplifað einelti bæði í íþróttum og á vinnustað sem þolandi þess og eins sem yfirmaður þolanda. Ég hef líka verið gerandi með því að þegja og ganga ekki út af fundum þar sem einelti hefur átt sér stað. Ég hef upplifað þrýsting t.d. um að taka að mér embætti og sæti á lista. Ég hef upplifað andlegt ofbeldi sem felst í að búa með alkahólista. Í mínum huga er mikill munur á þessum hugtökum en ég er ekki fagmanneskja í málinu eða andlegum fræðum bara mín persónulega skoðun. Holur hljómur í mínum eyrum er þegar menn verja slæma hluti gegn betri vitund. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.7.2009 kl. 10:19

37 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég tel hlutverk þingmanna Borgarahreyfingarinnar fyrst og fremst það að fletta ofan af allskyns undarlegum vinnubrögðum á þingi og fáránlegum verkferlum, hvernig nefndir eru notaðar til að "svæfa" mál og allskyns bruðli og vitleysu tengdum öllum þessum nefndum...það væri kannski ráð að stofna enn eina nefndina til að skoða þvinganir á þingi...og svæfa málið endanlega.

Georg P Sveinbjörnsson, 26.7.2009 kl. 12:13

38 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

"Þetta er sami þingmaður og fyrir fáum dögum var tilbúinn að selja sannfæringu sína gagnvart ESB til þess að ná fram frestun á Ice-save, málinu." Þetta segir þú. Þetta er ekki rétt orðað hjá þér því þessi þingmaður er að fara eftir sinni sannfæringu ólíkt vissum þingmönnum  innan VG sem selja pólitískan feril sinn til að lafa í stjórn . Ég vildi óska þess að við ættum fleiri þingmenn eins og Birgittu þá fyrst færi ég að bera virðingu fyrir Alþingi.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 26.7.2009 kl. 14:03

39 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég þakka Friðriki Þór fyrir að vekja athygli á mínum fyrri skrifum um einelti. Mér finnst hann hefði þó mátt segja það hver höfundur þessara orða er - það er ekki sjálfgefið að allir átti sig á því.

En það sem í þessari tilvitnun kemur fram er einmitt það sem ég vildi sagt hafa um hugtakið einelti.

Einelti er grafalvarlegt mál - og oft flókið athæfi. Það er alvarlegt að fremja það og ekki síður alvarlegt að saka menn um það. Hugtakið "einelti" á ekki að nota af léttúð. Raunar geta endurteknar og ágengar eineltisásakanir líka orðið að einelti, og er raunar eitt af viðurkenndum birtingarformum eineltis - gleymum því ekki. Fyrirbærið er því flókið og margslungið, svo sannarlega. 

En, ég hvet fólk til að lesa vel þessa tilvitnun sem Friðrik vekur athygli á hér ofar - og hugleiða innihald hennar.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.7.2009 kl. 17:59

40 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kolbrún: Það stendur ekki upp á mig að þvo Samfylkinguna af eineltisásökunum.  Mér hreinlega gæti ekki staðið meira á sama.  En mér finnst þessar eineltisupphrópanir ótrúlega leiðinlegar enda gripið til þeirra í tíma og ótíma.

Svo finnst mér lýðskrum það sem þrír þingmenn BH ástunda það óþolandi að mér verður hálf bumbult.

Ég sem var nærri því búin að skjósa þá.

Þar skall hurð.....

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2009 kl. 18:21

41 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Jenný. Ég fagna því að þér er sama um Samfylkinguna en gat ekki skilið kommentið þitt öðruvísi en svo að þú vildir draga úr ásökunum Birgittu. Þær eru fyrst og fremst alvarlegar gagnvart S alveg burtséð frá því hvað er leiðinlegt og hvað ekki. Ég tek undir þá hugsun (ef það er þá réttur skilningur) að alvarlegasta ofbeldið, hverju nafni sem nefnist, er gagnvart börnum því það getur virkað sem niðurbrot um ókomin ár. Gott að þú slappst með skrekkinn  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.7.2009 kl. 20:28

42 Smámynd: Þórkatla Snæbjörnsdóttir

Ég hef upplifað einelti á marga vegu og þar á aldrei að gera lítið úr.

Varð sjálf fyrir alvarlegu einelti á vinnustað árum saman og sonur minn er öryrki vegna 8 ára eineltis í skóla og ég þakka fyrir að hann er á lífi.

Það á aldrei að gera lítið úr einelti, hvernig sem að það birtist!

Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 26.7.2009 kl. 21:04

43 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Nýjasta upphrópunin á alþingi er orðið "nauðgun". Einn þingmanna sjálfstæðisflokksins notaði þetta orð og sagði að verið væri að "nauðga lýðræðinu".

Þetta er sambærilegt dæmi við eineltisumræðuna, þ.e. fólk er farið að nota grafalvarleg orð eins og "einelti" og "nauðgun" um hluti sem eru í eðli sínu eitthvað allt annað.

Ég get ekki litið á það sem einelti þó að stjórnmálamenn beri saman bækur sínar á Alþingi og ræði það sín á milli hvaða afleiðingar það geti haft ef mál falli í þinginu, eða meirihluti mála sé ekki skýr. Það eru í mínum huga pólitískar trúnaðarsamræður sem geta vissulega falið í sér pólitískan þrýsting - en einelti getur það ekki verið.

Og nú ætla ég ekki að tjá mig meira um þetta að svo stöddu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.7.2009 kl. 21:16

44 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Já kannski er íslenskan bara ómögulegt tungumál sem ætti bara að nota spari  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.7.2009 kl. 22:22

45 identicon

Kannksi það sé bara rétt að nota hið gamla og góða yfirgangur , frekja og valdníðsla sem var áður en farið var að skilgreina einelti, en fyrir mér er þessi "stjórnun" SF ekkert nema slíkt og það  bitnar  mest á samstafsflokki þeirra, og vei þeim er andmæla þeim eða hafa aðrar skoðanir, þeir skulu hljóta verra af.

Ef það er holur hljómur í því sem Birgitta var að segja, hvað má þá segja um það sem SF lætur frá sér fara???

Fyrir mér er það auðnin ein og falskir tónar. Ég var svo "græn"  að trúa á nokkrar SF konur á liðnum árum þrátt fyrir að styðja ekki þann flokk, forsætisráðherra  var í þeim hópi en því miður er sú trú brostin  og eftir stendur skömm yfir því að hafa látið blekkjast. Það mun ekki gerast aftur.

Kveðja að austan.

(IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 00:39

46 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Kannast einhver við orðið orðhengilsháttur?

Georg P Sveinbjörnsson, 27.7.2009 kl. 14:29

47 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Kannast hlustendur við orðið ..... góður Georg. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.7.2009 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband