Jónsmessunótt

sumarsolstodur

Nú fer Jónsmessunóttin í hönd - sú dulmagnađa nótt sem ţjóđtrúin telur öđrum nóttum máttugri í mörgum skilningi. Ţá nótt glitra óskasteinar í tjörnum, jarđargróđur er ţrunginn vaxtarmagni og lćkningarmćtti, döggin hreinsunarmćtti. Ţví velta menn sér naktir í Jónsmessudögg enn ţann dag í dag. Grasa- og galdrakonur fara á kreik og tína jurtir sínar sem aldrei eru máttugri en ţessa nótt. Álfar sjást á ferli og kynjaverur sveima á heiđum og í holtum.

Annars er Jónsmessan kirkjuleg hátíđ - og eins og flestar hátíđir kirkjunnar (t.d. jólin) ţá var henni ćtlađ ađ leysa af heiđna sólstöđuhátíđ ţ.e. sumarsólstöđurnar sem eru tveim dögum fyrr. En sumarsólstöđurnar eru hinn náttúrulegi hápunktur sumarsins.

Ţađ er dásamlegt ađ vera utandyra ef veđur er gott um sumarsólstöđur, t.d. á Jónsmessunótt og skynja kraftinn úr jörđinni - tína ţá grös í poka og finna fallega steina. Vera einn međ sjálfum sér.

Hér fyrir vestan hafa veriđ rigningarskúrir í dag. Jörđin er hrein og rök. Full af krafti. Ţađ er svartalogn á firđinum og nýtt tungl á himni.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég tel sumarsólstöđurnar EKKI vera hinn náttúrulega hápunkt sumarsins ef sumar er skiliđ veđurfarslegum skilningi en ekki birtulegum. Hlýjasti og besti hluti sumarsins, náttúrulegur hápunktur er um ţađ bil mánuđi eftir sumarsólstöđur alveg eins og háveturinn er ekki međan skammdegiđ er mest heldur um ţađ bil mánuđi síđar.  

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 24.6.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Halla Rut

Falleg mynd og falleg tal á annars erfiđum tímum fyrir okkur Íslendinga alla.

Ég hér međ biđ ţig, Ólína, fyrir hönd mína, barna minna og annarra Íslendinga ađ samţykkja ekki ríkisábyrgđ fyrir IceSave samkomulaginu. 

Ég biđ ţig um ađ hugsa sem sú rökfasta og heiđarlega manneskja sem ég veit ađ ţú ert en ekki sem partur af ţeim flokk sem ţú hefur kosiđ ţér ađ vera í.  Hér skipta flokkar ekki máli ţví slík er ábyrgđ hvers ţingmanns í máli sem varđar líf og framtíđ okkar allra.

Á ţingi starfar fólk fyrir ţjóđ sína en ekki ákveđna stjórnmálaflokka. Ef ţú sýnir ţann kjark og ţor og segir NEI ţá munt ţú ljóta virđingu og lof ţjóđarinnar fyrir. Vittu til.

Halla Rut , 24.6.2009 kl. 17:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband