Óvirðing við þjóðþingið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sýndi forseta Alþingis mikla óvirðingu í þinginu í gær, þegar hann kvaddi sér hljóðs undir liðnum "fundarstjórn forseta" og setti síðan á ræðu um allt annað mál án nokkurra tengsla við fundarnstjórn forseta. Þegar hann síðan dró upp Fréttablaðið og fór að lesa upp úr því var forseta þingsins nóg boðið - enda gera  þingsköp ráð fyrir því að óskað sé leyfis forseta áður en lesið er upp úr blöðum eða bókum í ræðustóli. Þegar þarna var komið sögu tók forseti Alþingis til sinna ráða, en Sigmundur Davíð þráaðist við og ætlaði ekki úr stólnum.

Framkoma nokkurra framsóknarmanna - ekki síst formannsins - hefur farið stigversnandi í þinginu undanfarna daga. Þau finna sér hvert tilefni til þess að stíga í pontu, atyrða þaðan aðra viðstadda með leiðinlegu orðavali. Þau hrópa fram í fyrir ræðumönnum, benda með fingri - berja jafnvel í pontuna og hækka röddina. Raunar hafa framíköll almennt aukist mikið undanfarið - og þá er ég ekki að tala um beinskeyttar athugasemdir sem fljúga glitrandi um salinn. Nei, ég er að tala um leiðinlegt húmorslaust þref sem heldur áfram eftir að menn eru komnir í sæti sitt. Agaleysi. Ókurteisi.

 Það er sorglegt þegar virðingarleysið fyrir þjóðþinginu er komið inn í sjálfan þingsalinn.

Sigmundur Davíð og co. eru á góðri leið með að breyta Alþingi Íslendinga í skrípaleikhús. Og það er hugraun fyrir okkur hin sem sitjum á þessu sama þjóðþingi að horfa á þetta gerast.

Forsætisnefnd Alþingis verður að taka á þessu máli.


mbl.is Óásættanleg framkoma forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Þessari framkomu Sigmundar Davíðs var greinilega ætlað að ögra valdi forseta þingsins - og mér fannst forsetinn bregðast rétt við. Það á ekki á lofa svona "bully" aðferð að virka. Hann hagaði sér eins og óþekkur krakki.

Halldóra Halldórsdóttir, 17.6.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég dáist að bjöllutónlistarhæfileikum fyrrum stjórnanda þáttarins "Lög unga fólksins"!

Hins vegar er dagskrá sumarþingsins með ólíkindum - og endurspeglar ráðalausa ríkisstjórn.

Hallur Magnússon, 17.6.2009 kl. 11:59

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Þegar rætt er um slæma framkomu þingmanna koma upp í hugann Sigmundur, Eygló og Vigdís, allt framsóknarfólk. Fyrir kosningar voru það líka þeir sem vöktu á sér vafasama athygli með þessum hætti. Líklega dæma þau sig sjálf úr leik í umræðunni með þessari framkomu. Ég hlustaði á þáttinn ,,Vikulokin" síðastliðinn laugardag og satt að segja blöskraði framkoma Vigdísar, get ekki ímyndað mér að hún verði fengin á næstunni í slíkan þátt, nema þá að ætlunin sé að draga alla umræðu niður í svaðið.

Ingimundur Bergmann, 17.6.2009 kl. 12:00

4 Smámynd: Ólafur Adolfsson

Ég er búinn að horfa á þingið meira og minna í 2 ár og fullyrði án þess að afsaka Sigmund Davíð á nokkurn hátt að hegðun hans var í engu frábrugðin hegðun fjölda annarra þingmanna úr öllum flokkum.  Mikill munur er hins vegar á röggsemi frú forseta frá fyrri þingum og er að til bóta.  Vonandi gætir hún þess áfram í störfum sínum að vera forseti allra þingmanna.

Ólafur Adolfsson, 17.6.2009 kl. 12:24

5 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Er sammála þér Ólína ég upplifði eins og Sigmundur Davíð væri ekki þingmaður þarna heldur óbaldinn unglingsdrengur sem foreldrum og öðrum uppalendum hafi mistekist uppeldið.  Tel þennan gjörning hið versta fyrir framsóknarmenn.  Það var ótrúlegt að horfa upp á þetta.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 17.6.2009 kl. 12:25

6 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Fer það ekki bara eftir því hvaða flokk fólk fylgir hvert álit þess er á þessu sem og öðrum kreppu-uppákomum í þjóðfélaginu ?

Staða þjóðfélagsins ætti að vera hafin langt yfir pólitískt karp, en því miður er það ekki.

Páll A. Þorgeirsson, 17.6.2009 kl. 13:21

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Sigmundur Davíð leit afar kjánalega út í þessari uppákomu og þingforseti fær hrós fyrir röggsemi.

Georg P Sveinbjörnsson, 17.6.2009 kl. 13:41

8 Smámynd: Halla Rut

Mesta óvirðing sem þinginu hefur verið sýnd er þegar þingmenn, allir sem einn, sátu á rassinum aðgerðalausir á meðan auðmenn spiluðu frjálst með líf okkar allra. Það er hin raunverulega óvirðing.

Betur værum við öll sett nú ef fleiri þingmenn hefðu þann kjark, þor og drifkraft er Sigmundur hefur. 

Taktu þér hann til fyrirmyndar og segðu NEI við IceSlave samningnum.

Halla Rut , 17.6.2009 kl. 16:52

9 identicon

Nei það er hún Ásta Ragnheiður sem er með mjög mikið stífelsi og heimtufrekju

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 16:54

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæl Ólína,

með fullri virðingu, þá virðist þessi leiði gagnfræðaskólagelgjuháttur hafa einkennt þennan stað um langan tíma.  Sumt fólk getur einfaldlega ekki hamið sig, nefni nokkur dæmi

-  skítlegt eðli

-  éttann sjálfur

-  Eyglóaddna

-  Málþóf fáránleikans

-  bjölluglamur Ástu og óforskömmuð framkoma SDG

Hef samt tröllatrú á að þú og margir fleiri munu aldrei detta niður á þetta plan, og því er mér rórra.

Hins vegar hefur kreppukarl mikið til síns máls, og er í sammála honum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.6.2009 kl. 20:40

11 identicon

Þingið sukkar í heild, þó er Sigmundur einn versti lýðsskrumari sem sést hefur í þingsölum.
Svona vinna menn sem hafa ekkert til að bera, þeir reyna að rífa kjaft til að vinna huga heimskra íslendinga, sem nóg er til af.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 10:22

12 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Sæl Ólína

Kannski Sigmundur og fleiri hafi viljað ræða mikilvægari mál en þarna var til umræðu. Kannski vilja þessir þingmenn vinna vinnuna sína þ.e. að gera eitthvað til bjargar heimilum og fyrirtækjum í landinu. Fólki getur orðið heitt í hamsi ef svo er. Það skiptir mig t.d. meira máli að verið sé að vinna í málunum fyrir þjóðina heldur en að virða  einhverjar funda eða vinnureglur. Mér finnst að þingmenn ættu að setja flokkpólitíkina til hliðar og vinna saman að þeim vandamálum sem þarf að leysa svo 70% af vinnutímanum fari ekki í þras manna á milli.

Með bestu kveðju

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.6.2009 kl. 18:32

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sigmundur Davíð hélt áfram að tala eftir að forseti sló  í bjöllu, og þráaðist síðan við að yfirgefa ræðustólinn. Öll "senan" var óvirðing, ekki bara upphaf hennar.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.6.2009 kl. 16:13

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það hefði sæmt þér betur Gústaf Hannibal að taka tilvitnunina í heild sinni. Í beinu framhaldi af því sem þú vitnar til, segi ég ennfremur:

... Þegar hann síðan dró upp Fréttablaðið og fór að lesa upp úr því var forseta þingsins nóg boðið - enda gera  þingsköp ráð fyrir því að óskað sé leyfis forseta áður en lesið er upp úr blöðum eða bókum í ræðustóli. Þegar þarna var komið sögu tók forseti Alþingis til sinna ráða, en Sigmundur Davíð þráaðist við og ætlaði ekki úr stólnum.

Útúrsnúningar eru engum málstað til bóta.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.6.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband