Skuggahlið bloggsins

Ég heyri það að þú ert nýbyrjuð - sagði fyrrverandi þingmaður við mig í samtali fyrr í dag. Ég var að tjá honum áhyggjur mínar yfir framgangi tiltekins máls sem ég hef með höndum. Ég var að segja honum frá athugasemdum og ummælum sem ég hefði heyrt frá tilteknum aðilum og vildi taka mark á. Honum fannst ég taka þessu allt of alvarlega- og kannski hefur hann nokkuð til síns máls. 

Kannski er ég að taka allar athugasemdir sem falla of alvarlega. En ástæðan er sú að ég tek starf mitt alvarlega og lít á það sem skyldu mína að hlusta á fólk og taka tillit til sjónarmiða þess. Um leið finnst mér brýnt að leyna ekki skoðun minni og vera hreinskiptin.

Þetta gerir sjálfri mér erfitt fyrir, því þegar fólk beinir reiði sinni að mér persónulega - reiði sem á þó upptök sín annarsstaðar og verða ekki rakin til mín - þá hefur það  samt áhrif á mig.  Ég er bara þannig sköpuð -  þegar ég skynja vanlíðan og reiði annarra líður mér illa.

Síðust daga hafa komið margar athugasemdir inn á bloggsíðuna mína þar sem fólk tjáir reiði og vanlíðan með ýmsu móti. Birtingarmynd þessa hefur á köflum verið neikvæðari og persónulegri en góðu hófi gegnir.

Ég byrjaði upphaflega að blogga fyrir rælni - en ástæða þess að ég hélt áfram var sú að það gaf mér heilmikið að eiga skoðanaskipti við fólk. Eftir að ég varð þingmaður hafa þessi samskipti breyst. Það er auðséð að fjöldi manns lítur mig ekki sömu augum og áður, og athugasemdirnar bera þess vitni. Alls kyns skætingur, meinbægni og útúrsnúningar eru að verða hér daglegt brauð á kostnað uppbyggilegrar rökræðu. Afraksturinn er m.a. sá að margir góðir bloggvinir hafa horfið á braut og sjást ekki hér lengur. Ég sakna þeirra. Ég sakna ánægjunnar af því að skiptast á orðum við velviljað og áhugasamt fólk.

Ég hugleiði nú alvarlega að loka fyrir allar athugasemdir hér á blogginu - vegna þess hvernig orðræðan hefur þróast í athugasemdakerfinu.

Ég ætla að gefa þessu tvo þrjá daga. En verði ekki breyting á því hvernig fólk tjáir sig hér, þá mun ég loka fyrir skoðanaskiptin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Sæl Ólína.

Það er miður að þessi miðill sé nýttur á þann hátt sem þú lýsir. Það er mikilvægt að skoðanir fólks fái að koma fram. Ritstýring er aldrei af hinu góða, það heftir eðlileg skoðanaskipti. Vona að fólk sjái að sér hvað þína síðu varðar.

http://formannslif.blog.is/blog/formannslif/

Með kveðju, Helga Dögg

Helga Dögg Sverrisdóttir, 11.6.2009 kl. 15:46

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Er fólkið komið á skilorð?

Sigurjón Þórðarson, 11.6.2009 kl. 15:46

3 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Flott hjá þér,Ólína mín,ég er sammála þér,þetta má ekki fara út í skítkast,en það skemmtilega við bloggið þitt eru skoðanaskiptin,maður mun sakna þeirra og svörin og skoðanir þínar,já maður mun sakna þeirra,þetta gefur lífinu líf og gaman að fá aðrar skoðanir en maður er með sjálfur,en það er spurning að þeir sem eru með dónaskap og skítkast,þú getur útilokað þá,ég vona svo innilega Ólína mín,að það verði ekki breyting á þessari skemmtilegu síðu þinni,að skipta á skoðum og sjá þínar skoðanir og svör,fleiri þingmenn mættu taka prinsessuna að vestan til fyrirmyndar,lengi lifi þessi síða. kær kveðja.konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 11.6.2009 kl. 16:01

4 identicon

flott hjá þér Ólína að vekja athygli á þessu,þetta er svarti bletturinn á blogginu, að fólk geti ekki sett sínar skoðanir niður án þess að vera með skítkast og dónaskap er sorglegt og segir meir um viðkomandi einstakling en þann sem verður fyrir aðkastinu.ég ætla að vona að þú hættir ekki að tjá þig hér því mjög gaman er að lesa pistla þína og skoðanir sem þú hefur verið að setja hér inn.svo bestu kveðjur og höfum gaman af lífinu og látum ekki nokkra skaddaða einstaklinga eyðileggja skoðanaskipti...

zappa (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 16:21

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ég hefði síst af öllu trúað því að þú gæfist upp fyrir athugasemdum og skítkasti á bloggsíðum. Mitt ráð er að þú skilgreinir athugasemdasíðuna þína þannig að þar birtist ekkert nema þú samþykkir það fyrst. Þetta er einföld og góð leið og þannig getur þú átt í samskiptum við fólk. Einnig getur þú krafist innskráningar áður en fólk fær að skrifa athugasemdir hjá þér. Það er nefnilega staðreynd að megnið af þeim sem senda mesta skítkastið gera það í skjóli nafnleyndar og dulnefna. Slíkar athugasemdir eru óþolandi.

Áfram þú!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 11.6.2009 kl. 16:32

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ef maður er gestur á síðu Ólínu eða annarra þá sýnir maður gestgjafanum kurteisi en eys ekki yfir hann fúkyrðaflaumi. Slíkum gesti varpar maður á dyr.

Finnur Bárðarson, 11.6.2009 kl. 16:33

7 identicon

Eins manns skítkast er annars rósamál. :)
Ritskoðun á athugasemdum eða bann á atugasemdum er það lélegasta af öllu lélegu

Ingibjörg... ég veit ekki betur en menn undir fullu nafni hafi ekkert verið skárri.
Stop the bs um nafnleysi....

Ef Ingibjörg er að labba úti á götu og einhver sem hún veit ekki hver er hrópar: Hey þú ert asni... er það verra en ef maður sem þú veist hvað heitir gerir það?

Svo minni ég á að í kjörklefanum ríkir nafnleynd, ég leyfi ykkur að giska á hvers vegna

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 16:56

8 identicon

Ég verð að taka undir með Ingibjörgu hér að ofan, það er ekkert ömurlegra í bloggheimum en að lesa það skítkast sem viðgengst og eins manns skítkast getur ekki flokkast sem rósamál - það er bara skítkast - og er ólíðandi með öllu í heilbrigðum skoðanaskiptum

Vona ég Ólína, að þú lokir ekki fyrir þau heilbrigðu skoðanaskipti sem hafa þó einkennt þessa blogsíðu.

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 17:29

9 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Það er vissulega rétt, að fólk á það til í alltof miklu mæli að misnota athugasemdamöguleikann. Það er eðlilegt að fólk með normal tilfinningar taki það nærri sér. En ég vona þú takir ómálefnalegt þvaður ekki of nærri þér pesónulega. Og eftir því sem tíminn líður í pólitíkinni þykknar líklega skrápurinn.

Ég er oft  ósammála þér en segi hiklaust, að þú ert hreinskilin í skrifum og tiltölulega málefnaleg. Og einkar vel máli farin. Því væri söknuður af bloggi þínu, ef þú hættir. Það gerist vonandi ekki, en skiljanlega er sjálfsagt að fleygja sora úr athugasemdadálkinum. 

Ágúst Ásgeirsson, 11.6.2009 kl. 18:03

10 identicon

Ólína þakka þér fyrir þitt framlag til að útvíkka og bæta okkar laskaða lýðræði. þú ert ein af örfáum aðilum í æðstu embættum þjóðarinnar sem bíður allmenningi uppá opin og bein skoðanakipti og upplýsingu.

Þú hefur fjóra valkosti:

1. Að halda blogginu áfram óbreyttu.

2. Að sía út óboðlegar athugasemdir sem eiga ekki erindi í málefnaumræðu, með því að stilla síðuna þannig að athugasemdir byrtist ekki fyrr en þú hefur samþykkt þær.

3. Að loka á allar athugasemdir.

4. Að hætta að blogga.

Ég mæli með að þú yfirgefir ekki þann fámenna hóp embættismanna sem er í forystu baráttunnar fyrir lýðræðisumbótum. Ræktaðu sambandi þitt við fólkið í landinu og veldu 1. eða 2. lið.

Gangi þér vel.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 18:33

11 Smámynd: Halla Rut

Mikið er nú gott fyrir alþjóð að þessi tiltekni þingmaður er "fyrrverandi".

Þegar þú ert hætt að taka málefnin og álit annarra alvarlega þá er tími til að hætta.

Halla Rut , 11.6.2009 kl. 18:54

12 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Sæl Ólína

Ég vil þakka þér fyrir að leyfa okkur að tjá skoðanir okkar hér.

Þeir sem eru með skítkast og leiðindi eyðileggja meira fyrir sjálfum sér og málstað sínum. Í mínum huga eru þeir að fullnæga einhverjum annarlegum hvötum sem oft eru afleiðingar minnimáttarkenndar

Láttu það ekki hafa áhrif á þig.  Ég lít svo á að hér sé gott tækifæri fyrir þig til að taka púlsinn

Ég hef nú ekki verið sammála þér en það styrkir þig við að takast á við málin ef veist mótrökin

Það þýðir ekkert að raða í kringum sig jámönnum

Gangi þér vel

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 11.6.2009 kl. 19:07

13 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Það yrði mikill missir ef þú myndir loka fyrir athugasemdir eða hætta að blogga. En ég veit heldur ekki hvað maður á að skilja sem skítkast í sinn garð, en í mínum huga ert þú allavega í top tíu. Í fyrsta lagi vil ég taka fram með nr 9 að ástandið er mjög brothætt. Í öðru lagi vil ég meina að almennt séð hafi fólk ekki vitað hvern það ætti að kjósa. Ég var staddur á Íslandi um og yfir kostningar og talaði við fullt af fólki. Þetta fólk virðist almennt hafa notað aðferðina ullen dullen doff eða útilagningar aðferðina við að kjósa. Þetta sýnir almennt tortryggni í garð flokkanna og þingssins svo ég veit ekki hversu mikið maður á að taka þetta persónulega. Ég gæti t.d. alveg fundið upp á að segja þessir aumingjar í ríkisstjórn rétt eins og ég gæti fundið upp á að segja þessir auminga giðingaskrattar þegar þeir eru búnir að stráfella palistínumenn. Að alhæfa þetta upp á alla þingmenn eða alla giðinga er hins vegar varasamt. Fólki er mikið niður fyrir og ef ég lít sjálfur þarna heim þá virðist allt vera í kaos og mér finnst ekkert miða í neinar áttir. Meir að segja var Lára Hanna svo beitt í einu bloggi sínu og athugasemdum að maður var nánast hræddur. Við þessar aðstæður er fólk reitt og tekur kannski full mikið upp í sig.

Hörður Valdimarsson, 11.6.2009 kl. 19:11

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég skipti mér ekki mikið af pólitík nema þá stundum á minni eigin bloggsíðu. En ég held alltaf mikið upp á þig þó stundum sé ég þér mjög ósammála. En skætingur og þaðan af verra er eitt af vandamálum bloggsins. Þegar t.d. hrein illkvittni er annars vegar er engan veginn hægt að segja að það sé skerðing á skoðanafrelsi eða eitthvað þó menn loki á illkvittið fólk. Mali, sem nú er búinn að taka við stjórninni á mínu bloggi, en leyfir mér að athugasemda, biður að heilsa.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.6.2009 kl. 19:17

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú átt allan minn skilning með þetta Ólína. Það er alltof mikið um fúkyrðaflaum á blogginu og það er ein ástæðan fyrir því að ég er sjálf að mestu hætt að blogga um þjóðmál nema helst í hálfkæringi einstöku sinnum. 

Það er engu líkara en að sumir fái útrás fyrir eigin örvæntingu með því að ausa úr sér - einmitt helst yfir þá sem tjá sig af heilindum!

Mér fyndist mjög skiljanlegt og alveg rétt af þér að loka fyrir athugasemdir eða kjósa að birta þær ekki fyrr en þú ert búin að samþykkja þær.

Þannig er hægt að halda inni málefnalegri umræðu en sía burt geðvonsku og "frústrasjónir" þeirra sem ekki sýna sjálfsagða kurteisi í samskiptum.  

Marta B Helgadóttir, 11.6.2009 kl. 19:26

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þú átt alla mína samúð og skilning, það var nákvæmlega vegna ótrúlegra skítkasta og persónulegum skít sem ég fékk sem gerði það að verkum að ég lokaði mínu bloggi!

Vona innilega að þú lokir ekki á athugasemdirnar, eins og Einar fyrrverandi ráðherra t.d. eftir það nenni ég ekki að lesa hann!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2009 kl. 19:36

17 identicon

Eyþór, víst er eins manns skítkast annars rósamál.
Það sem þér gæti fundist skítkast gæti mörgum öðrum fundist hið besta mál.
Tek einfalt dæmi.
Framsóknarflokkurinn er holræsi íslenskra stjórnmála.. Birkir yrði voða sár og teldi þetta skítkast á holræsið sitt, en stór meirihluti væri algerlega sammála
Hugsa Eyþór, skrifa svo

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 19:59

18 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nei ekki mæli ég skítkasti bót.

Ég tel mig ekki hafa verið með skítkast hér. Hins vegar lagði ég fram þá einföldu spurningu hvort að þú Ólína sem þingmaður ert tilbúin í það að taka lífeyrissparnað okkar úr öruggri fjárfestingu erlendis og láta hann í atvinnubótavinnu hér á Íslandi eins og fulltrúar ASÍ og atvinnurekanda eru að plana.

Þetta kallar þú í blogginnleggi þínu "Réttmæt ábending" að Vilhjálmur Egilsson vilji leggja "hönd á plóg". Ég held að það væri nær að segja að hann vilji leggja krumlur á þá peninga sem enn er ekki búið að fara alveg til andsk... með.

Það að þingmaður treysti sér ekki til að svara þessarri einföldu spurningu finnst mér liggja ansni nærri því að kasta skít í kjósendur...

Jón Bragi Sigurðsson, 11.6.2009 kl. 20:38

19 identicon

Mér finnst mikils virði að geta átt hér samskipti við starfandi alþingismann.  það er ekki á hverjum degi sem það gerist.  Það er von mín að þú haldir áfram að tjá þig á þessum vettvangi og leyfir fólki að koma með athugasemdir.  Ef þær eru rætnar þá er auðveldur leikur að eyða þeim.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 21:12

20 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Ekki gefast upp Ólína, lokaðu bara á skítkastið, það skilar hvort sem er engu. Tek undir með Jóni Braga, það væri allt að því sturlun að setja meira en orðið er af fé lífeyrissjóðanna í hið íslenska hagkerfissvarthol. Margt bendir til að framundan sé önnur og dýpri kreppa áður, ef menn fara ekki að átta sig og komast upp úr draumnum um hið einangraða og einstaka eyríki norðursins, ríki sem enginn vill eiga nokkur viðskipti né samskipti við. Líklega er best að sem mest af peningum þjóðarinnar sé ekki í svartholinu fyrr en að fólk er laust við afneitunina. 

Ingimundur Bergmann, 11.6.2009 kl. 21:30

21 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég verð nú að segja Ólína, að mér finnst þú oft hafa verið ansi fljót að flokka athugasemdir á blogginu þínu sem skítkast og þá loka á viðkomandi. En vissulega átt þú rétt á því þar sem þetta er þitt blogg.

Bloggið er væntanlega nokkurskonar þverskurður þjóðarinnar og þar er fólk af alls kyns kaliberi.

Þingmenn verða að geta þolað það að vera gagnrýndir, hvort sem það er á bloggi eða annarstaðar.

hilmar jónsson, 11.6.2009 kl. 23:05

22 Smámynd: hilmar  jónsson

P.s. Eru það aðalega Sjálfstæðismenn sem leyfa ekki komment ?

hilmar jónsson, 11.6.2009 kl. 23:07

23 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það á að hlusta á allar skoðanir. Sumir koma þeim frá sér í reiði og aðrir af enn meiri reiði. Bloggarar skrifa sínar skoðanir mjög hratt og flestir senda strax við . í lokin.  En málið er að allir eiga rétt á því að segja sínar skoðanir og alþingismenn eiga að vera með bloggsíðu til þess að fá skoðanir fólks með snöggum hætti.

Bloggið er hjálpartæki fyrir alþingismenn gagnvart þeim "EIÐ! sem þeir gefa ,er þeir byrja að starfa fyrir íslendinga. Það eru íslendingar sem eru að blogga.  Þeir íslendingar sem eru að blogga hafa skoðanir á  nánast öllum málefnum. Því er vert fyrir alþingismenn að eiða 1-2 klst á dag til að líta yfir bloggheiminn um hin ýmsu málefni.

Alþingismenn geta varpað spurningum til íslendina í gegnum bloggið, og þeir fá flest sjónarmið upp á örfáum kukkustundum . Þetta hlýtur að hjálpa alþingismönnum til að taka ákvarðanir til alþingis, er varða alla íslendinga á öllum stunduum

Eggert Guðmundsson, 11.6.2009 kl. 23:51

24 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég vil bæta við að alþingismenn og allir þeir sem skrifa þurfa ekki að taka til sín öll þau orð sem "fáir og sumir" viðhafa  í skrifum sínum. Það er mjög lítill minnihluti sem viðhefur slæma kurteisi á bloggsíðum. Það má ekki dæma alla úr leik vegna lítils minnihluta.

Eggert Guðmundsson, 11.6.2009 kl. 23:58

25 Smámynd: Davíð Kristjánsson

Ég mæli með því að þú haldir áfram að tjá skoðanir þínar hér á netheimum. Ég held að Mali hans Sigurðar taki allt neikvætt og grafi það niður með afturlöppunum.

Davíð Kristjánsson, 12.6.2009 kl. 05:25

26 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Enga vitleysu Ólína, þú lokar bara á dónana en leyfir okkur hinum að tjá okkur áfram. Ekki gera eins og sjálfstæðismenn, velflestir.

Arinbjörn Kúld, 12.6.2009 kl. 07:56

27 identicon

Þeir sem leyfa ekki athugasemdir eru aðallega þeir sem hafa eitthvað að fela, eru með skít í pokahorninu, með óverjandi málstað blah

Persónulega finnst mér að öll comment eigi að standa, þau segja bara hvað sá sem athugasemdina gerði er tæp(ur) á því..... það eru náttúrulega einhver takmörk á þessu, en per se eiga öll comment að standa.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 08:47

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ólína mín, það sem þú þarft að gera er að fara í uppherslu á sálinni.  Læra að taka ekki nærri þér það sem fólk segir.  Þú stendur fyrir þínu, og þegar einhver rakkar þig niður í reiði, þá er það hans vandamál ekki þitt.  En ég get alveg lofað þér því, að svona samskipti bæði á bloggi og spjallsíðum er mjög góð reynsla til að læra að taka sjálfan sig ekki of alvarlega og fara í nafnaskoðun og ekki síst, læra að taka með rósemi því sem fólk lætur frá sér.  Meðan þú ert heilsteypt og heiðarleg þá getur ekkert svona tal gert þér eða þinni persónu neitt.  Því fólk er yfirleitt skynsamt og hugsandi verur.  Fólk sér strax í gegnum svona svör hvort sem það er reiðilestur vegna ástands manneskjunnar eða hreinlega öfund út í velgengni þína, það er ótrúlegasta fólk sem getur ekki á heilum sér tekið við fólk sem einhverra hluta vegna skarar fram úr eða kemst áfram í lífinu.  Og verður að reyna að niðurlægja eða hemja viðkomandi. 

Í því starfi sem þú nú gegnir þarf þykkan skráp, því á slíka hefur verið gefið skotleyfi, og meira að segja opinberlega viðurkennt að það sé hægt að deila á fólk í pólitík, og vera með allskonar leiðindi af því að viðkomandi er svokölluð opinber persóna.  

Þess vegna er mikilvægt að þú takir þessu sem þeim lærdómi sem þú þarft að sinna, til að vera sterkari gagnvart þessum mannlegu breyskleikum.  Brynjir sjálfa þig og lærir að taka fólki eins og það er, án þess að láta það brjóta þig niður.

Það er góð hugsun að þú álitir þig í þjónustu almennings og ég er ánægð með þá skilgreiningu.  Einungis þannig getur komist á það trúnaðarsamband milli okkar tengilið á alþingi og fólksins í landinu.  Og með því að hætta að blogga, takmarka andsvör eða loka á komment, ertu að sína viss veikleikamerki sem þér eru ekki eiginleg. 

Þess vegna skaltu standa keik eins og ávalt áður og muna að orðstýr deyr aldreigi hverjum sér góðan getur.  Gangi þér vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2009 kl. 09:28

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Átti auðvitað að vera naflaskoðun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2009 kl. 09:29

30 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Mig langar að beina sömu tilmælum til þín og þór nrl 24. Ef neyðarlögin falla og ef við erum búin að skriva undir Icesave þá erum við í djúpum kúk.

Hörður Valdimarsson, 12.6.2009 kl. 09:40

31 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólína. Ég gladdist þegar heyrði að þú værir komin á þing. Við þurfum hreinskiptið og heiðarlegt fólk þar.

Slæmt að sumt fólk skuli ekki kunna að meta brúna á milli þings og almennings sem þú ert að viðhalda á blogginu.

þeir sem eru með skítkast eru  að mála sig út í horn og kvarta svo jafnvel um að fá ekki að fylgjast með. Segir meir um þá en þig.

það að þú takir þetta nærri þér sýnir að þú hefur samvisku og tilfinningar og er gott að vita að við höfum þannig fólk á þingi.

Öfundin er líka þarna á ferð. Sagt er að aumur sé öfundlaus maður. Gangi þér vel Ólína mín, þú ert hörkudugleg.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.6.2009 kl. 11:14

32 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Auðvita er þetta ákveðið dílemma fyrir stjórnmálamenn sem hafa það hlutverk m.a. að hlusta á fólk. Það er hinsvegar varla verjandi að eyða miklum og dýrmætum tíma í að lesa og svara skítkasti. Það er líka þreytandi fyrir okkur sem lesum gjarna bloggið þitt að þurfa að hafa skítkast fyrir augunum. Það mengar hughrifaumhverfið.

Ein leið er að leyfa athugasemdir eftir að höfundur hefur samþykkt þær en þá lendir þú eftir sem áðuer sjálf í hughrifamengun og tímasóun við að sortera burt sorann. En það er þó betra en hitt því maður þróar fljótt aðferð til að blokkera og sortera sorann úr skammtímaminninu og það ekki birtist er ekki til, í vissum skilningi.

Sjálfur er ég löngu hættur að nenna að svara athugasemdum enda hef ég enga pólitíska ábyrgð og þeir sem geta ekki haldið vatni úti það sem ég skrifa senda mér gjarna e-mail.

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 12.6.2009 kl. 12:26

33 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það á að henda fjárskuldbindingum uppá kanski 1.000 miljarða krónur í hausinn á þegnum Íslenska lýðveldisins. Það kalla ég skítkast sem um munar

.

Annars veit ég ekkert um hvað hið persónulega mál Ólínu snýst um, svo það mun ég alls ekki kommentera.

.

En ég minni á það stórkostlega skítkast sem stendur til að gera á íslensku þjóðina. Þar mun almenningur ekki getað lokað á eitthvað "athugasemdakerfi" stjórnvalda eða innheimtuaðgerðir þeirra, þegar hrifsa á inn aurana fyrir aulasamningum aulabárða-stjórnmálaelítunnar á Íslandi. Alveg burtséð frá þráhyggju þjóðarklofsflokks númer eitt á Íslandi: ESB-SAMFYLKINGUNNI!

Gunnar Rögnvaldsson, 12.6.2009 kl. 13:26

34 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæl Ólína. 

Ég hef sagt það áður og segi það enn að þú átt mikinn heiður skilin fyrir að halda úti þessari ágætu og mikið lesnu bloggsíðu þinni.

Ekki síst áttu heiður skilið fyrir það að leyfa hér gagnkvæm skoðanaskipti sem þú hefur svo líka oft tekið þátt í af fullum krafti.

Þetta vigtar meira nú þegar þú ert orðinn þingmaður og fólki er meira í mun að ná eyrum þínum. Skiljanlega.

Ég hef stundum verið með svolítinn kjaft hér á athugasemdarkerfi þínu en ekki það að ég hafi verið orðljótur meira en menn gera bara í þingræðum á þínum vinnustað.

En ég viðurkenni að stundum hafa menn gengið aðeins yfir strikið, það máttu alls ekki taka persónulega, það dæmir miklu frekar þann sem svo segir eða gerir, heldur en þig eða þín störf.

Ég teldi það mjög miður ef þú nú mundir taka þá ákvörðun að loka fyrir þetta athugasemdarkerfi hér á bloggsíðu þinni.

Þá verður þetta miklu líkara einhverri þurrprumpulegri fréttatilkynningu heldur en lifandi og gagnvirk bloggsíða með lýðræðislegu og gagnvirku opnu skoðanaskiptakerfi.

Þá finnst mér að þú værir að stinga hausnum í sandinn og fjarlægast almenning. Gefa bara skít í okkur. Pólitíkin og pólitíkusar eiga undir högg að sækja nú vegna trúnaðarbrests við almenning. Ef þú lokar á þetta gagnvirka athugasemdarkerfi væriru að bregðast vonum fólks um að á það sé eitthvað hlustað.

Ég hvet þig því í einlægni til þess að halda áfram. Þú ættir að vera öðrum atvinnu stjórnmálamönnum leiðarljós og fyrirmynd með þessu. 

Til lengri tíma litið verður þú bara þingmaður að meiru fyrir það.

Áfram Ólína.

Gunnlaugur I., 12.6.2009 kl. 14:09

35 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Sæl Ólína

Mér þykir til fyrirmyndar hvernig þú og nokkrir aðrir þingmenn hafa stundað skoðanaskipti á netinu. Ég hef nýtt mér það og vonandi ekki móðgað neinn með mínum skrifum. Ég skil hins vegar vel að þú sért þreytt á öllu skítkastinu. Sams konar skítkast má finna á öðrum vinsælum bloggum, t.d. hjá Agli Helgasyni og er á kostnað almennrar umræðu.

Ég vona að þú lokir ekki alveg á athugasemdir. Það má ekki gefast upp þótt fyrir skrílnum. Mér þætti hins vegar eðlilegt að þú einfaldlega hendir út athugasemdum sem fara yfir strikið (Egill virðist gera það) eða hleypir engum í gegn nema þú hafir samþykkt þær.

Best þætti mér ef kerfið byði upp á að einungis athugasemdir undir fullu nafni kæmust í gegn og að unnt væri að setja þá á svartan lista sem taldir eru dónalegir og ómálefnalegir.

Haltu þínu striki. Varðveittu hreinskiptnina og hluttektina í sjálfri þér. Það eru góðir eiginleikar sem þú mátt ekki láta skemma. Ég vil gjarnan hafa áfram tækifæri til skoðanaskipta við þig og þá sérstaklega þegar við erum ekki sammála.

Með kveðju,

Þorsteinn Helgi

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 12.6.2009 kl. 14:13

36 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ætla svo sem hvorki að hvetja þig né letja í þessutekur einfaldlega þá ákvörðun sem þú telur skynsamlegasta. Og ekki verður nú annað sagt, en efin sé skiljanlegur með framhaldið er síðasta athugasend hér á undan er lesin, ekki aðeins er hún ótend efni færslunnar, heldur er hún afskaplega aum og aulaleg, svo ekki sé meira sagt og augljóslega lituð af pólitískri andúð í garð viðmælandans.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.6.2009 kl. 14:18

37 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Við athugasend 38 var átt svo það fari ekki milli mála.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.6.2009 kl. 14:20

38 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Enginn alþingismaður má herða þannig hjarta sitt, að hann verði ósnortinn af umkvörtunum umbjóðenda sinna. Hann má heldur ekki vera eins reyr af vindi skekinn, þannig að ekki verði fenginn hlutlæg niðurstaða.

Við kjósum fólkið, sem við treystum til að ráða við þessa mannlegu togstreitu.

Því miður er á ferðinni í bloggheimum fallegt fólk, sem minnkar sig með ljótu orðbragði. Fram úr því er erfitt að ráða. 

Sigurbjörn Sveinsson, 12.6.2009 kl. 14:26

39 identicon

Sæl Ólína. Þú ert greinilega mikil tilfinningavera og það er gott. Slíkar verur hafa ekki fengið mikið brautargengi í stjórnmálum hingað til þó ein og ein hafi slæðst með.

Áður en bloggið hófst svona almennt þá gat ég alveg lifað án þín og þinna skoðana þannig séð. Ekki taka þetta persónulega. Í dag finnst mér ómetanlegt að fá þann heiður að geta lesið þín sjónarmið, hugrenningar og frásagnir.

Glætan að ég sé þér sammála í öllu. Þeir sem eru með skítkast eiga bágt og hafðu umburðarlyndið í forgangi. Helst kristilegt umburðarlyndi.

Það er hægt að loka á athugasemdir með ýmsum hætti. Til dæmis með því að loka á viðkomandi bloggara, loka á viðkomandi IP tölu eða eins og margir hafa bent á að þú ritstýrir þannig að þú verðir að veita samþykki áður en athugasemdin er birt.

Í einu tilfelli hef ég lokað á IP tölu en ég vil helst ekki ritstýra eða "vitstýra" né loka fyrir athugasemdakerfið. En sem betur fer er lítið um heimsóknir og þ.a.l. athugasemdir á mínu bloggi enda skrifa ég fyrir sjálfan mig ekki fyrir aðra.

Ég hef horft upp á marga loka fyrir og það leiðir til þess að fólk sækir síður í að lesa blogg viðkomandi.

Haltu áfram að vera frábær eins og þú ert og eigðu góða helgi í faðmi fjölskyldunnar.

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 14:42

40 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

<Ólína - mín skoðun er sú, að menn eigi að vera málefnalegir. Vinsaður einfaldlega, út pósta sem ganga allt of langt. Það verður, að vera byggt á þínu mati, þ.s. þetta er þín eigin síða>

<Ég er annars búinn, að endursemja að miklu leiti, ICESAVE pistil minn, og tekið athugasemdum, gerta hann þannig sanngjarnari. Ég tel mig nú, ekki halla neinu. Fjalla, um þetta algerlega rökrétt og óhlutgjarnt>

Icesave málið:

Icesave er það sem tröllrýður öllu um þessar mundir. Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar við Breta og Hollendinga, skal taka lán upp á 650 milljarða króna, miðað við núverandi virði krónunnar í pundum, til 7 ára, á 5,5% vöxtum. Lánið, er með þeim hætti, að engar greiðslur eru af því yfir lánstímabilið, þ.e. vaxtagreiðslur upp á 35 milljarða á ári, bætast aftan á lánið. Lauslega áætlað virði þess, við samingslok, er um 900 milljarðar ef áfram er miðað við núverandi stöðu krónunnar gagnvart pundinu. Stjórnvöld telja, að eignir geti gengið upp í lánið, á bilinu 75 - 95%, eftir 7 ár.

 

Kostir við þessa samninga

Kostirnir við þetta, eru að lánið má greiða upp hvenær sem er, á samingstímabilinu, ef Íslendingum tekst að útvega sér annað lán, eða þá að kaupandi finnst, sem er til í að yfirtaka eignir Landsbankans sáluga gegn yfirtöku á láninu. Fyrir okkur væri, slíkur samingur mjög hagstæður; en á móti kemur, að líkur á slíkri útkomu eru ekki endilega miklar.

Aðrir kostir eru, að með þessu, er deilan við Breta og Hollendinga, úr sögunni, og ekkert því lengur til fyrirstöðu; að sækja um aðild að ESB. En, meðan deilan væri óleyst, væri einnig tómt mál, að tala um að sækja um slíka aðild, þ.s. stjórnvöldum þessara ríkja, væri mjög í lófa lagið að blokkera slíkt umsóknarferli, og það eins lengi og þeim sýndist - enda er það enn þann dag í dag þannig, að hvert aðildaríkja ESB þarf að samþykkja nýtt aðildarríki.

Við skulum ekki bera neina bætifláka fyrir, að deilan við þessar ríkisstjórnir, er sú alvarlegasta, sem Ísland og Íslendingar, hafa háð síðan landhelgisstríðunum. En, ég held reyndar, að þessi deila sé enn varasamari:

·         Auðvelt væri að snúa almenningsáliti, í þessum ríkjum gegn okkur, enda er almenningur, þegar reiður yfir kreppunni, annars vegar, og hins vegar, líklegur til að hafa samúð með innistæðueigendum Icesave.

·         Ríkisstjórnir Evrópu, ekki bara í Bretlandi, eiga í vök að verjast. Sókt er hart gegn þeim, af almenningi. Ísland, er þarna auðvelt fórnarlamb eða boxpúði. Ódýr leið til að slá sig til riddara, að nota vanda innistæðueigenda, til að dreifa athygli almennings.

·         Ef við sláum saminginn af borðinu, gætum við átt eftir að sjá meira popúlisma, af þessu taginu. Íslenskir aðilar, gætu því orðið, enn verra úti, en orðið hefur.

·         Síða, gætu átt sér stað, beinar efnahagslegar skemmdar-aðgerðir, í gegnum EES.

 Ég er ekki að segja, að við skulum samþykkja Icesave, eða að við verðum að gera það. En, á hinn bóginn, eru hætturnar af því að gera það ekki, klárlega alvarlegar. Ljóst er, að þá fer milliríkjadeilan, inn á enn alvarlegra og vandmeðfarnara skeið, en áður. Ég held, að þá geti hún orðið, miklu mun alvarlegri, en landhelgisdeilur okkar voru.

Það er enginn vafi á, að samningarnir, eru hættulegir fyrir okkur, og einnig ósanngjarnir &#150; en staðreyndin er sú, að við erum lítil, og það er ekkert nýtt við það, að ríki beiti þá minni og veikari brögðum, sem þau myndu sjálf ekki sætta sig við.

Stóri punkturinn, er þó sá, að ef við, SEGJUM &#148;NEI&#148; þá þurfum við, að leita bandamanna. Þá er ekki endilega, að finna, innan ESB. Sámur frændi, að mínum dómi, kemur helst til greina, eins og í landhelgisdeilunum. En, ef við segjum &#148;JÁ&#148; &#150; þá er a.m.k. sú hætta, sem stafar af deilunni, við stjórnvöld þessara 2. ríkja, úr sögunni. Það, er alls ekki lítill áfangi.

Ókostir við þessa samninga

A) Stærsta spurningin, er sennilega hvort það stenst, að Tryggingasjóður innistæðueigenda, eigi fyrsta rétt að affrystum eignum, landsbanka Íslands sáluga í Bretlandi. Með öðrum orðum, hvort að neyðarlögin, koma til að standast. Þetta er mjög mikilvæg spurning, þ.s. ef neyðarlögin standast ekki, með öðrum orðum, ef Tryggingasjóður innistæðueigenda, missir þann fyrsta veðrétt sem honum var tryggt með neyðarlögunum, þá mun hann þurfa að keppa við aðra kröfuhafa um bitann.

Enn þann dag í dag, hefur ekki reynt á neyðarlögin fyrir dómi, svo þ.e. einfaldlega ekki vitað, hvort þau munu standast, þegar til kemur. Vegna þess, að aðrir kröfuhafar, hafa sannarlega áhuga á þessum bita, þá getur vart talist nokkur vafi á, að einhver stór aðili mun fara í mál, og krefjast réttar síns, fyrir íslenskum dómstólum.

Ekki værum við í betri málum, ef mál myndu dragast á langinn og dómur ekki falla fyrr en eftir að lánið hefur verið greitt upp eins og hægt er, með eignunum. Í því tilviki, ef dómur félli stjórnvöldum í óhag, væri algerlega augljós hætta á að skaðabóta krafa myndi vera gerð á hendur ríkinu. Í því tilviki, sem dómur hefði fallið þeim aðila í hag, væri einnig allar líkur á að þeim aðila myndu einnig vera dæmdar feikn háar skaðabætur.

Vart þarf að taka fram, að um leið og það kæmi til, að dómsúrskurður félli, um að neyðarlögin stæðust ekki, myndi ekki bara einn stór aðili hugsa sér til hreyfings. Þeir myndu sennilega allir, fara í mál við ríkið um skaðabætur. Ég er hér að tala um, útkomu þ.s. megnið af skuldinni lendi á ríkinu, þ.e. þjóðinni; þannig að það fáist einungis 10 - 20% upp-í. En það er útkoman, ef Neyðarlögin standast ekki. .

Það er því augljóst, að mikill háski fylgir því, að samþykkja þessa saminga.

B) Einn punktur, sem ég hef ekki tekið eftir, að hafi komist í umræðuna, er að í vissum skilningi, höfum við ákveðna vörn af eignafrystingunni. Ég hef um nokkur skeið, velt því fyrir mér, af hverju aðilar hafa ekki látið reyna að Neyðarlögin? Sú niðurstaða sem ég hef komist að, er að aðilar séu sammála niðurstöðu Viðeyjarstjórnarinnar, þeirri að valdheimildir bresku ríkisstjórnarinnar í tengslum við hryðjuverka-lögin, væru svo rúmar, að reyna lögsókn væri fyrirfram dæmt, til að tapast. Það sem ég er að segja, er að frystingin hafi tryggt að eignirnar væru þ.s. ekki væri hægt að ná til þeirra; þannig, að niðurstaða aðilanna, hafi verið sú, að bíða eftir því að eignirnar væru affrystar, til að fara í mál til að hrynda Neyðarlögunum. Þannig, á ég von á, að um leið og eignirnar eru formlega affrystar, þá dynji yfir okkur demba af lögsóknum, í því augnamiði að tryggja aðilum þ.s. þeir sjá sem sinn rétt.

C) Að mínum dómi, eru aðrir gallar þó slæmir, ekki eins háskalegir og gallar tengdir Neyðarlögunum. Ef neyðarlögin standast, er það fyrst og fremst spurningin, hvað fæst í raun og veru upp-í? Það er einfaldlega ekki vitað, með neinni vissu. Það eru líkur á niðurstöðu, allt frá því að allt lánið greiðist upp með eignum, yfir í að jafnvel minna en helmingur geri það. Um þetta er umtalsverð óvissa, og er engin leið á þessum tímapunkti, að legga líkur við hvort er líklegra. Þetta fer af stærstum hluta, eftir framgangi heimskreppunnar, og hve snemmma og einnig, með hve öflugum hætti, Bretland og önnur Evrópuríki, koma til með að rétta úr kútnum.

Eins og sést af þessari myndinni á næstu síðu, er kreppan í Evrópu, töluvert verri, heldur en kreppan í Bandaríkjunum, meðaltal ESB er 4,4% - Bretland stendur sig betur en meðal ESB landið. Innan Evrópu er mikill munur milli landa, eins og sést, að þýska kreppan er umtalsvert dýpri en meðaltalið. Síðan koma lönd, sem standa enn verr en það, t.d. Úngverjaland, Eystrasalt-löndin, Búlgaría og Grikkland. 

 

Hið augljósa sem sést af þessu, er að það mun taka Evrópu lengri tíma en Bandaríkin að rísa upp á ný. Þetta er mikilvægt atriði að hafa í huga, þegar við vegum og metum líkurnar á, að hve miklu leiti eignir Landsbankans sáluga, munu duga fyrir Icesave. Það er vitað, að há spárnar reikna allar með, að eftir 7 ár, hafi hagkerfi Evrópu náð að rétta vel úr kútnum og hagvöxtur sé orðinn góður og jafn, á ný.

Málið er, að það getur fullt eins gerst, að efnahags-bati verði hægur og hann dragist á langinn. Með öðrum orðum, að við kreppunni taki stöðnun eða mjög hægur hagvöxtur um einhverra ára skeið. Ef hlutir fara á þann veg, getur alveg verið, að 7 ár dugi einfaldlega ekki, til að hagkerfi Evrópu hafi unnist tími til að rétta fyllilega við sér.

Hérna, verða menn að vega og meta,,,hversu djúp menn trúa að kreppan muni verða og hve langvarandi. Eitt er, að stórir þekktir spkænskir bankar, reykna með að það taki Spán 5 ár að rétta úr kútnum. Það getur þannig, gefið smá &#39;hint&#39; hvað stofnanir sem eru óháðar stjórnvöldum telja.

D) Síðan er það spurningin, hvaða áhrif lánið hefur á lánshæfismat Íslands. Það er á engan veg, augljóst að þetta lán, muni ekki hafa nein neikvæð áhrif á lánshæfismat Íslands. Eftir allt saman, er þetta bísna hátt hlutfall af okkar landsframleiðslu,,,sem er um 1500 milljarðar. Einnig eru skuldir okkar, þegar orðnar allnokkrar. Að auki, er halli á ríkissjóði sífellt að bæta við. Til viðbótar, má bæta að starfandi Seðlabanka-stjóri, hefur lýst yfir að hann telji kostnað við endurreisn bankanna, verða um 85% af þjóðarframleiðslu. Hafa ber í huga, að lánshæfismatið hefur þegar verið lækkað úr A klassa niður í B klassa. D klassi er svokallað rusl, þ.e. skuldbindingar sem eru taldar nánast einskis virði. Ef við, lendum í C, erum við þá komin niður í lánshæfismat þeirra ríkja, sem versta standa í heiminum. Sem dæmi, kvá Lettland vera komið í C.

Þetta er ekkert smá mál, því þá versna öll lánskjör og vextir af skuldum hækka,,,og enn erfiðara verður að standa undir þeim.

Það er mikið alvöru mál, hvað við skuldum mikið og hve mikið er vitað að mun bætast þar við. Ef til vill, er Icesave, þúfan - eða nánar tekið hlassið - sem veltir öllu um koll.

 

Nðurstaða:

Það er sama, hvernig litið er á málið. Það er háski hvert sem litið er, og það ekki lítill. Spurningin, er eiginlega &#150; HVOR LEIÐIN VELDUR MINNA ALVARLEGUM HAMFÖRUM FYRIR ÍSLAND OG ÍSLENDINGA.

Ef við neitum, mun milliríkjadeilan vinda upp á sig, með hætti sem augljóslega verður þjóðhættulegur. Án bandamanna, í þeim atgangi eigum við ekki séns. Þá segi ég, leitum til Bandaríkjamanna.

Ef við játum, getur afleiðingin orðið ríkisgjaldrot &#150; hvorki meira né minna &#150; eða að við rétt höngum uppi, með allt of háar skuldir og afborganir; og ríkið verði í kjölfarið um langt árabil lítt fært um að halda uppi almennri þjónustu með sómasamlegum hætti sem og samgöngu- og öðrum mikilvægum mannvirkjum.

Fólksfótti er einnig, meira en hugsanlegur.

Valið, verður að vera byggt á kaldri yfirvegun, og raunsægi.

 

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2009 kl. 23:37

41 identicon

Takk fyrir þetta blogg Ólína ég er þér mjög sammála. Þætti hins vegar verra ef þú lokaðir á þig. Ég sá Kastljós í gær og þú hreifst mig upp úr gúmmískónum í öllu tilliti. Eldklár glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar með nýja áherslu í samræðum sem þessum. Raunar kom Ólafur mjög vel út. Þið báruð virðingu fyrir skoðunum hvors annars..Ekki þetta karp sem setur alla umræðu niður og skilar engu. Ég hlakka til að fylgjast með þér, þú átt eftir að gera góða hluti fyrir þjóð þín.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 10:07

42 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég þakka ykkur öllum fyrir þær athugasemdir sem hér hafa komið fram.

Eins og mörg ykkar hafið bent á þá er ekkert að því að fólk sé ósammála - ég vil gjarnan rökræða við fólk sem er ósammála mér. En ég vil gera það á kurteisan og málefnalegan hátt.

Nú langar mig að sjá hvernig næstu dagar verða í athugasemdakerfinu hjá mér. Ef umgengnisvenjur batna þá mun ég ekki hefta athugasemdir frekar en orðið er. Annars kemur til greina að velja úr athugasemdum, þannig að einungis birtist þær sem ég hef samþykkt.

En við gefum þessu séns.

Og takk aftur fyrir uppörvandi innlegg hér ofar

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.6.2009 kl. 10:40

43 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Gaman að heyra að þú vilt rökræða. Ég fer ekki fram á miklar rökræður. Ég fer aðeins frammá að þú svarir þeirri spurningu sem ég varpaði fram í bloggi þínu þar sem þú mærir Vilhjálm Egilsson og fyrirhugaðar "einkaframkvæmdir" sem eiga að fjármagnast með lífeyrissjóðunum okkar.

Mín spurning er: Ert þú tlbúin að styðja það að peningar lífeyrissjóðanna sem eru í ávöxtun erlendis séu teknir heim og settir í þessar "einkaframkvæmdir" ? Að svara þessari spurningu myndi ég flokka "batnandi umgengnisvenjur".

Jón Bragi Sigurðsson, 14.6.2009 kl. 07:29

44 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Flokka sem "batnandi umgengnisvenjur" meinti ég náttúrlega.

Jón Bragi Sigurðsson, 14.6.2009 kl. 07:30

45 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jón Bragi - ég sé ekkert því til fyrirstöðu að lífeyrissjóðirnir taki þátt í endurreisn efnahagslífsins með fjárfestingum og lánveitingum til arðbærra framkvæmda. En það má ekki setja lífeyrissjóðina í frekari hættu en orðið er og því þarf að fara varlega í allt slíkt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.6.2009 kl. 12:31

46 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sæl Ólína,

Bloggheimar eru mikilvægur vettvangur fyrir almenning til að tjá skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Ég virði þá þingmenn sem nýta sér þennan vettvang og þora að taka við athugasemdum frá netverjum. Það sýnir hug þeirra til lýðræðisins. Með því rækta þeir tjáningarfrelsið og stuðla að lýðræðislegri umræðu. Vissulega eru alltaf einhverjir sem misnota allt og kunna sig ekki þegar frelsið er annarsvegar, ja svona eins og útrásarvíkingarnir misnotuðu það frelsi sem þeim var trúað yfir í viðskiptum. En eigum við þá að afnema frelsið? Þess vegna er mikilvægt að þingmenn ,,loki ekki" fyrir möguleika netverja til að tjá sig og koma skoðunum sínum á framfæri við fulltrúa þjóðarinnar á þingi. 

Á sömu stundu og þú varst kosin þingmaður, og síðan þegar þú gerðist stjórnarþingmaður, þá gerðist þú fulltrú ,,establismentisins". Þess vegna færðu það stundum óþvegið en ef ég þekki þig rétt þá kanntu að svara fyrir þig og stundum með þeim hætti að undan svíði!

Ég vona þess vegna, þó að ég sé oft ósammála þér, að þú virðir áfram skoðanir annarra og berjist í þágu tjáningafrelsins hér í bloggheimi! 

Jón Baldur Lorange, 14.6.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband