Réttmæt ábending

Það er rétt hjá Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að nú verða allir að standa saman ef takast á að rétta við ríkishallann og endurreisa efnahagslífið.

Eftir allt lýðskrumið sem vaðið hefur uppi í umræðunni að undanförnu er kærkomin tilbreyting að heyra  forystumann atvinnurekenda og fyrrum alþingismann Sjálfstæðisflokksins tala af stillingu og skynsemi um stöðu mála og lýsa vilja til að leggja hönd á plóg. Þetta er hin ábyrga afstaða og sú nálgun sem þörf er á um þessar mundir. Flokkssystkini Vilhjálms á Alþingi mættu af honum læra í þessu efni.

Það hefst ekkert með sundurlyndi og hrópum - samstaða og stilling er eina leiðin til þess að ná tökum á ástandinu.


mbl.is „Allir þurfa að standa saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg rétt hjá ykkur báðum,  en á þetta þá ekki líka við í sjávarútvegsmálum og þarf ekki ríkistjórnin að draga í land þar ?

Ásgeir Ingvi Jónsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Þetta er hárrétt.  Nú skiptir sköpum að alþingismenn allir, nefnilega ekki síður þeir sem eru í minnihluta, geri sér grein fyrir alvöru málsins og skilji ábyrgð sína í því að koma málefnalega fram.  Mikið ríður á að ekki sé verið að kasta upphrópunum í loft upp sem æra óstöðuga.  Staðan er það erfið að allir verða að standa saman.  Þetta eru einföld sannindi.

Ágæt og yfirveguð blogfærsla hér um ICESAVE-málið: http://fridrik.eyjan.is/2009/06/icesave-bjorgun.html

Eiríkur Sjóberg, 7.6.2009 kl. 21:11

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú þurfa allir í þjóðfélaginu að standa saman um að koma Samfylkingunni úr ríkisstjórn svo hún valdi ekki meiri skaða en hún er búin að gera á þeim tveim árum sem hún hefur setið þar.

Sigurgeir Jónsson, 7.6.2009 kl. 21:21

5 identicon

Þau standa öll saman... gegn almenningi

Georg O. Well (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 21:34

6 identicon

eigum við lálaunafólkið enn einusinn að standa saman og taka á okkur skerðingar, meðan félagsmenn vilhjálms koma þýfinu undan? 

zappa (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 21:48

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Æ, æ, Ólína aumur bloggari ertu orðin, skyldi það hafa eitthvað með þingmannsstarfið að gera. 

Standa saman um hvað?  Kannski að rétta af ríkishallann vegna erlendra hagsmuna?

Magnús Sigurðsson, 7.6.2009 kl. 21:59

8 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Stöndum saman bara þegar við á,nú er það svo þegar Samfó-Vg biðja um það...ekki mátti standa saman í haust...þá báðu þau um læti....held að Lilja Mósesd...sé á móti þessu Ise-enda skynsöm kona og kemur af góðu kyni...ætli Steingrímur taki ekki í hnakkadrambið á henni fyrir umræðurnar á morgun...allir verða að bugta sig fyrir honum...

Halldór Jóhannsson, 7.6.2009 kl. 22:18

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Magnús - ég er bara Íslendingur eins og þú. En ólíkt ýmsum sem nú hafa hvað hæst, þá er ég tilbúin að leggja mitt  af mörkum, já leggja á mig byrðar og taka við skítkasti frá mönnunm eins og þér. 

Mér finnst það ekki sanngjarnt - mig langar ekki að vera í þessum sporum - en ég læt mig hafa það. Af hverju? Af því að ég er Íslendingur, og mér er annt um þetta land. Ég hef aukinheldur boðið mig fram til starfans og fengið til þess traust. Þar með ber ég ábyrgð, og þá ábyrgð verð ég að sýna í bæði gjörðum og orðum (ólíkt sumum).

Nú er ég farin að sofa, enda erfiðir dagar framundan.

Icesave samningurinn verður ræddur í þinginu á morgun. 

Góða nótt. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.6.2009 kl. 22:20

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég biðst afsökunar Ólína á ómaklegu orðavali í þinn garð.  En sem Íslendingi gremst mér að þeir sem flugu hátt í aðdraganda hrunsins kalli eftir samstöðu þjóðarinnar við þeirra hugmyndir um hvernig vinna eigi á vandanum.  Það um sömu helgi og stjórnmálamennirnir "okkar" kvitta fyrir icesave. 

Magnús Sigurðsson, 7.6.2009 kl. 23:19

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Á að eyða upp Lífeyrissjóðunum?

Á morgun, verða kynntar fyrir ríkisstjórninni, hugmyndir aðila vinnumarkaðarins, um framkvæmdir allt að 340 milljörðum,,,en þó ekki fjármagnaðar með skattfé.

Taka ber fram, að hugmyndir aðila vinnumarkaðarins, eru ekki fullmótaðar, sjá frétt RÚV.

"Lögð er til þriggja ára áætlun um mannaflsfrekar framkvæmdir, upp á allt að 340 milljarða króna. Ef þessu verður öllu hrundið í framkvæmd - gætu orðið til 5000 störf...Á föstudag setti atvinnu- og efnahagsmálahópurinn saman minnisblað um hugsanlegar framkvæmdir á næstu þremur árum. Í góðærinu störfuðu um 16 þúsund manns við mannvirkjagerð. Ef ekkert verður að gert óttast menn að aðeins 4000 manns hafi atvinnu í greininni í haust. Vinnuhópurinn hefur gert lauslega þriggja ára áætlun um mannaflsfrekar framkvæmdir á sviði orkutengdra verkefna, vegagerðar og þeirra verkefna sem eru á sviði sveitarfélaga. Minnisblaðið hefur ekki verið gert opinbert en samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta fjárfestingarverkefni upp á 230 til 340 milljarða króna. Og ársverk á uppbyggingartímanum yrðu 3500 til 5000 talsins. Þetta myndi tryggja svipað framkvæmdastig og í venjulegu árferði...Ríkisvaldið hefur augljóslega ekki fjárhagslegt bolmagn í framkvæmdirnar. Því er rætt um að lífeyrissjóðirnir og erlendir fjárfestar eða fyrirtæki komi að þessu...Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna hafa komið að viðræðunum en ríkisstjórninni verða kynntar hugmyndirnar með formlegum hætti - væntanlega á morgun. Ríkisstjórnin mun þá væntanlega velja úr þær framkvæmdahugmyndir sem hún telur raunhæfar. Eftir það verða málin að öllum líkindum rædd við lífeyrissjóðina."

Það sem ég staldra við hérna, eru hugmyndir um að 'Lífeyrissjóðir landsmanna' skuli fjármagna þetta, sennilega að stærstum hluta, því erfitt er að sjá að til staðar séu um þessar mundir, fjársterk fyrirtæki, með gnótt af fjármagni til að leggja í þetta. Sama má segja um sveitarfélög, þau eru ekki síður á kúpunni en ríkið.

Svo við skulum tala tæpitungulaust, hér er verið að tala um að spreða Lýfeyrissjóðunum. Janfvel 'Lífeyrissjóðirnir' hafa ekki lausafjármagn, upp á slíkar fjárhæðir, svo að hér er einnig verið að tala um, að neyða þá í sölu eigna á brunaútsölu - ÞVÍ EKKERT ANNAÐ ER Í BOÐI UM ÞESSAR MUNDIR. Heyrst hefur tal um, sölu erlendra eigna, sem nú um þessar mundir, eru miklu mun traustari eignir heldur en innlendar eignir, þ.s. þær eru A)bundnar í erlendum fyrirtækjum með miklu mun traustari stöðu en Íslensk, nú um þessar mundir B)en ekki síst í öðrum gjaldmiðlum en krónunni.

Til að standa undir þessu, á sem sagt, að spandera stórum hluta bestu eigna Lífeyrissjóðanna, sem standa undir ellilaunum landsmanna, kjörum gamla fólksins - - og það í framkvæmdir, sem búa ekki til eina einustu krónu í útflutningstekjur. En vegaframkvæmdir og mannvirkjagerð, hafa enga beina skýrskotun til útflutningstekna, nema þær séu hluti af uppbyggingu sbr. álveri, sem skapar þær á endanum. Að sjálfsögðu, hefur maður samúð með atvinnulausum verkamönnum,,,en þessi störf, verða mjög dýru verði keypt.

Hérna, sjáið þið, hversu vitlaust þetta er. Ef menn halda, að Icesave samingurinn hafi verið slæmur (frétt RÚV um Icesave málið), þá er þetta hálfu verra. Því, eins og staðan er í dag, að þó allt fari á versta veg, þá standa erlendar eignir Lífeyrissjóðanna samt undir gamla fólkinu, sem skilað hefur sínu ævistarfi. Það er ekki nóg, að sökkva okkur, enn dýpra í skuldir en áður, nei, það á einnig að spandera síðustu traustu eignum landsmanna, í það sem gefur ekkert af sér.

Ef væri verið að tala, um að búa til fjárfestingarsjóð, sem fólk með athyglisverðar viðskiptahugmyndir gæti leitað til eða fólk með hugmynd að einhverju nýju sem hægt væri að framleiða hérlendis, þá myndu mál horfa smá öðruvísi, því þá væri verið að horfa til framtíðar, skapa raunveruleg framtíðarstörf og nýja útflutningsatvinnuvegi, skapa dugmiklu fólki tækifæri til að skapa störf fyrir aðra elju. Það er það eina, sem getur að mínu mati réttlætt, að færa hingað til lands, fjármagn frá Lífeyrissjóðunum,,,þ.s. sköpun framtíðarstarfa, sem færa landsmönnum, von um nýjar uppsprettur gjaldeyristekna. Því, það er þannig, sem við vinnum okkur úr kreppunni, með dugnaði og því að framleiða gjaldeyri, með auknum útflutningi, og það með öllu því, sem frjóir einstaklingar, geta hrundið í framkvæmd. 

Sköpum störf, með því að íta undir myndun nýs atvinnurekstrar, en ekki með því að spandera í opinberar framkvæmdir, sem á endanum skila engum nýjum útflutningi.

Kv., Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.

Einar Björn Bjarnason, 8.6.2009 kl. 00:07

12 identicon

Komið þið sæl; Ólína - sem þið önnur, hver geymið hennar síðu, og brúkið !

Ólína !

Hvar, ég hugði þig ei, til frekari mannvirðinga, ganga vilja, á sínum tíma, hugðist ég alls ekki ónáða síðu þína, framvegis, jafnaldra góð.

En; hvar þú hefir gengið, í opinberra manna ryckti, hvert hið lága Alþingi jú er, má ég til, að koma á framfæri nokkuri möldun, í þinn mó.  

Þessar skuldbindingar; einka aðila, innlendra, hverjir enn ganga lausir, innan lands - sem utan, eru alfarið, á þeirra ábyrgð, og hyggist Stjórnar ráð og Alþingi, velta þessum æfintýramanna kostnaði, yfir á okkur, sem afkomendur okkar - að þá er ábyrgð Jóhönnu Sigurðardóttur, sem og Steingríms J. Sigfússonar slík; að hvorki þau, né fyrirennarar þeirra, þau Haarde liðar, eru fólk til, að standa undir henni.

Þýðir ekkert; að vísa til einhverra paragraffa, nýlenduherranna, suður í Brussel - máli þessu til stuðnings, eða framgangs annars, svo alveg megi þér ljóst vera, sem öðrum þingsetum, Ólína, og; reyndar, ættu leiðtogar ykkar; stjórnarliða, að vera búnir að lýsa yfir allsherjar neyðarástandi, í landinu - sem meira að segja tíðkast í öðrum plássum, víða um heim, af minna tilefni, en hér er við að etja.

Friður er úti: hér á gömlu Ísafoldu, Ólína - gangi þessi býsn eftir, og skulið þið þingsetar - allra flokka, skoða hugarfylgsni ykkar vel, áður en til atkvæða greiðslu kemur.

Nærtækar er; að standa við stóru orðin, og LIÐSINNA fjölskyldum og fyrirtækjum aftur á stjá - áður en enn hrikalegra ástand verður uppi, í samfélagi okkar, sem í stefnir - og víða orðið er; nú þegar. 

Því miður; reynist ''velferðarbrú'' ykkar þunglamalegt gutl, og engum til gagns, enda, ekki allir reiðubúnir, að auðmýkja sig, meir en orðið er, og fara á fjórum fótum - fyrir misspillta Héraðsdómara, svo sem.

Það eru ekki; allir dagar í böggli, eins og gamla fólkið kvað, forðum.

Með; fremur ígrundandi kveðjum - en kveðjum þó, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 00:23

13 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Einar Björn Bjarnason. Takk fyrir þitt innlegg. Það er nákvæmlega þetta sem ég vildi sagt hafa.

Og svaraðu vinsamlegast því Ólína; ert þú tilbúin til þess að taka lífeyrissjóðina okkar sem eru í tryggri ávöxtun erlendis heim og láta þá í þessar svokölluðu einkaframkvæmdir?

Jón Bragi Sigurðsson, 8.6.2009 kl. 08:04

14 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það segir ýmislegt um stöðu ykkar að þið eigið meira sameiginlegt með formanni samtaka atvinnulífsins en með fólkinu í landinu. Þjónkunin við fjármagnið er alger og við hin eigum bara að borga brúsann!

Héðinn Björnsson, 8.6.2009 kl. 10:10

15 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvaða lýðskrum?

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.6.2009 kl. 10:45

16 identicon

Samfylking og Vinstri grænir eru búin að sýna þjóðinni að þessir flokkar eru ekkert skárri en xD eða xF.
Um leið og menn fá stóla þá virðast þeir verða þroskaheftir

DoctorE (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 11:25

17 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæl Ólína.

Það verður aldrei nein samstaða eða friður við Ríkisstjórn sem hefur það á stefnu sinni að afnema fullveldi þjóðarinnar og ganga ESB valdinu á hönd.

Þið hafið ákveðið þetta svona og þar með köstuðuð þið stríðshanskanum.

Þið hefðuð getað sett þetta ESB mál í salt og einhent ykkur í að fara í þau mál sem þarf nauðsynlega að vinna og þannig hefðuð þið kanski getað sameinað þjóðina að baki ykkur.

Nei þess í stað sundrið þið þjóðinni ykkar og allt vegna þessarar ESB- þráhyggju ykkar.

Það á eftir að verða þjóðinni og ykkur dýrkeypt !

Gunnlaugur I., 8.6.2009 kl. 15:01

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæl Ólína. Því miður hefur síðasti ræðumaður, Gunnlaugur, rétt fyrir sér. Samfylkingin er ekki þess umkomin að sameina þjóðina á meðan hún hefur sundrungarmálið ESB efst á sínum aðgerða- og óskalista.

Almenningur er áreiðanlega reiðubúinn að þjappa sér saman um sameiginlega hagsmuni, líkt og oft áður í neyðartilvikum, en mun þó ekki treysta neinum stjórnvöldum öðrum í þessari kreppu en þjóðstjórn.

Kolbrún Hilmars, 8.6.2009 kl. 17:34

19 Smámynd: DanTh

Ólína, skilur þú ekki að með þessum nauðasamning er verið að reka síðasta naglann í kistu fjárhagslega örmagna heimila og fyrirtækja í landinu?  Hverjir aðrir eiga annars að standa undir þeirri auknu skattheimtu sem á að standa undir þessum nauðasamning sem og öðrum álögum? 

Í hvaða veröld er eiginlega sú manneskja sem ekki er enn farin að fatta að tekjuskerðing  heimilanna er þegar orðin skelfileg?  Daglega eru störf að glatast og það er verulega farið að þrengja að fólki.  Bankarnir tjónuðu nefnilega allt samfélagið (okkur skrílinn líka) með falli sínu, ekki bara einhverja erlenda IceSave eigendur. 

Í dag eru þúsundir heimila að basla við að standa skil á sínum eigin skuldbindingum og ráða því ekki við auknar álögur frá hinu opinbera.  Þú væntanlega hefur tekið þetta allt saman með í reikninginn, Ólína, þegar þú ákvaðst með þér að við ættum bara að láta okkur hafa það að greiða upp óreiðuskuldir glæpamannanna?  

Nú svo þetta með Vilhjálm og ánægju þína með hann.  Vilhjálmur hefur aldrei verið talsmaður  almennings.  Hann hefur fyrst og fremst verið talsmaður sérhagsmuna, þ.e. málsvari þeirrar elítu sem fékk að valsa hér um og ræna öllu fé samfélagsins með sviksamlegum hætti.  

Það er svo óskaplegg einfeldni að hér verði einhver "þjóðarsátt" og samstaða um að taka á þessum málum.  Skríllinn var gerðu að stuðpúða elítunnar í síðustu þjóðarsátt, það er munað.  Enginn heilvita maður kvittar upp á slík öfugmæli aftur.  Allra síst nú við spillta stjórnmálamenn og vini þeirra, fjárglæframennina, sem í samkrulli spunnu hér upp eina mestu fjársvikamyllu síðari tíma.

Ólína, ger það sem þú vilt í þessum efnum, tak á þig ok þessara manna en ætlaðu ekki öðrum þær byrðar.  Við stofnuðum ekki til þessara skulda og neitum að taka þátt í þessari vitleysu þinni og þíns flokks.

DanTh, 8.6.2009 kl. 21:52

20 Smámynd: Auðun Gíslason

Það sem eina sem eftir er að stela eru lífeyrissjóðir landsmanna.  Og talsmenn auðvaldsins eru komnir á kreik.  Nú skal næla í það sem eftir er af lífeyrissparnaðinum.  Mitt svar er þetta:

Fjármagnið ykkar helvítis hrun sjálfir, kæru kapítalistar!  Ykkar kreppa er ekki mín kreppa, þó svo að hún skelli á mér og öðrum fátæklingum þessa lands.

Fjármagnið ykkar helvítis kreppu sjálfir!  Hún er á ykkar ábyrgð!

Ólína!  Láttu ekki Vilhjálm Egilsson blekkja þig!  Það sem hann meinar í raun er:  Haldið kjafti og verið góð!  Og við munum halda áfram að ræna ykkur arðinum af vinnu ykkar og arðinum af ævistarfi ykkar!

Auðun Gíslason, 9.6.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband