Sól slær silfri á voga ...

snaefellsjokull "... sjáðu jökulinn loga" syngur nú Óðinn Valdimarsson í tölvunni minni. Ég sá nefnilega á símanum mínum að Magga vinkona hafði sent mér SMS þann 28. maí um að lagið væri í útvarpinu, en ég var þá bundin í þingsalnum og slökkt á símanum. Kannski eins gott - því ekki veit ég hvernig þingheimur hefði brugðist við því ef ég hefði farið að syngja hástöfum í símann, eins og við vinkonurnar erum vanar að gera þegar þetta lag kemur í útvarpinu.  

(Reyndar hefur mér alltaf tekist að halda kúlinu og syngja bara, hvernig sem á stendur - en nú gæti málið farið að vandast ef þingfundur er yfirstandandi þegar hún hringir) Blush

En semsagt: Til að bæta fyrir þá synd mína að hafa ekki svarað samstundis og sungið þetta með henni - eins og venjan er - þá settist ég nú við tölvuna til að hlusta á þáttinn hennar Lönu Kolbrúnar frá því á fimmtudag. Og hér er sumsé þátturinn sem mér heyrist að hafi verið helgaður Óðni Valdimarssyni og hans samtímamönnum í tónlistinni.

Lagið góða er um miðbik þáttarins - þið færið bara stikuna rétt framan við miðju, og þá ómar þetta dásamlega lag, sem enginn hefur hingað til getað sungið betur.

"Sól slær silfri á voga" hér fyrir vestan í dag - blíðskaparveður og ég er á leið með vinkonu minni vestur á Patreksfjörð í fermingarveislu.

Njótið helgarinnar.

 PS: þessa fallegu mynd fékk á á Wikipediu, veit því miður ekki hver tók hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég ætla að hlusta og njóta..

Ragnheiður , 31.5.2009 kl. 17:38

2 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ólína, ef þú hefðir verið í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar og þetta fólk sem var í útrásarklappliðinu (og nú í ESB klappliðinu) hefði horfið af listanum. Þá hefði ég kosið Samfylkinguna en ekki Borgarahreyfinguna.

Vilhelmina af Ugglas, 31.5.2009 kl. 21:40

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt og ódauðlegt lag, myndin frábær.  Kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 00:49

4 Smámynd: Gróa Hreinsdóttir

Sigurður Guðmundsson syngur þetta lag eiginlega betur

Gróa Hreinsdóttir, 1.6.2009 kl. 01:14

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Þakka þetta.  Yndislegt lag.  En veistu hver samdi lag og texta?  Get bara ekki munað....

Sigríður Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 11:36

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Lagið er eftir T. Kalmann og textinn eftir Jón Sigurðsson (sjá hér).

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.6.2009 kl. 12:08

7 Smámynd: Garún

Ég á líka svona lag með vinkonu minni:  Undir bláhimni! 

Garún, 1.6.2009 kl. 15:25

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Varla yrði vá á þingi,

en veislukostur sannur gjörður.

Ef létt og kát þar "Lóa" syngi,

líkt og Árni J. og Mörður!

(en auðvitað miklu betur en þeir!)

Bestu kveðjur annars til þín Ólína góð á "Vígvöllin"!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.6.2009 kl. 15:39

9 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Þetta yndislega lag er eftir ungverska óperettutónskáldið Emmerich Kálmán.

Hér er það í sinni upprunalegu mynd (þó með sænskum texta), í flutningi Jussi Björling.  Þið heyrið að í íslensku útgáfu lagsins er einungis notast við viðlagið.

 http://www.youtube.com/watch?v=zCStdq-f3-o

Bergþóra Jónsdóttir, 3.6.2009 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband