Fátt er svo með öllu illt ...

Þær hækkanir sem nú verða á áfengi, tóbaki, bensíni o. fl. eru fáum gleðiefni. Langtímaáhrif þeirra munu þó verða mun jákvæðari en látið er í veðri vaka þessa dagana. Fullyrt hefur verið að með þessu hækki skuldir heimilanna um 8 milljarða. Þá er einungis horft á lítið brot af heildarmyndinni. Ef breytingin færi beint út í verðlagið gæti hún vissulega haft þessi áhrif, en þá gleyma menn því að hækkunin leggst á höfuðstól lána sem greiðast munu löngum tíma, einhverjum áratugum.

bensinÁ hinn bóginn mun þessi breyting skila ríkissjóði  um 17 milljörðum í ríkiskassann út árið 2012.

Hér er verið að bregðast við halla ríkissjóðs. Aðgerðin er liður í því að styrkja gengið, lækka verðbólgu og vexti þar með - sem aftur mun leiða til batnandi stöðu heimilanna langt umfram áhrifin af 0,5% hækkun vísitölunnar sem sumir reikna. 

Þau skref sem nú hafa verið stigin sýna að stjórnvöld stefna að því að ná tökum á ríkisfjármálum og lækka halla ríkissjóðs. Minni halli leiðir til sterkara gengis. Það dregur úr skuldabyrði þeirra sem eru með erlend lán. Ef erlend erlend húsnæðislán eru um 300 milljarðar mun 4% styrking krónunnar lækka skuldir heimilanna um 12 milljarða. Sterkara gengi dregur einnig úr verðbólgu. Sterkara gengi og lægri verðbólga til framtíðar styrkir einnig kaupmátt launa.

Því má skjóta hér inn að á mánudaginn lýsti forsætisráðherra því yfir að framundan væru erfiðustu aðhaldsaðgerðir sem hún hefði nokkurn tíma staðið frammi fyrir á sínum pólitíska ferli. Frá því að forsætisráðherra gaf þessa yfirlýsingu hefur gengið styrkst um ríflega 4%. Ekki er ólíklegt að aukinn trúverðugleiki efnahagsstefnunnar eigi þar hlut að máli.  Jákvæð tilsvör sendinefndar AGS þegar hún fór af landi brott um daginn, hafa varla skaðað heldur. 

En aftur að áhrifum skattahækkunarinnar: Þrátt fyrir neikvæð skammtímaáhrif hennar á verðtrygginguna munu sterkari ríkisfjármál og áræðni í efnahagsstjórnunni vinna það tap upp mjög fljótt.  Þannig munu langtímaáhrifin verða efnahagslífinu til góðs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Ég verð að viðurkenna það að ég hef engan áhuga á pólitík og feida svona stundum út þegar fólk talar um þing og það sem var ákveðið þar!  Skil þetta yfirleitt aldrei.  En mér að óvarinni er ég farin að fara hingað inn og lesa reglulega.  Mér finnst frábært að fá útskýringar á hlutunum svona beint í æð, í staðinn fyrir heiftarlegar bersevissarökræður yfir kaffibollum á vinnustöðum eða á heimilum.  Kannski mun ég vita eitthvað næst þegar einhver slær í borðið og byrjar að babla um hver lausnin sé!  Eða bara held kjafti og vitandi betur!  List nautabanans er að láta jú nautið hlaupa! 

Garún, 30.5.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ólina það breytir engu ef maður þarf að greiða miljón hvort maður þarf að gera það á áratugum miljón er miljón síðan má ekki gleymast að yfir þessa ártugi þá er hún vaxtaberandi. Ég er sammála þér að áræðni í efnahagstjórn væru til bóta og bið þig því að beina því til flokkssystkina þinna og VG að taka upp svoleiðis stjórn. Og ein samviskuspurning. Trúirð þú því í raun sem að þu sagðir hér að ofan að þessi hækkun bjargi svona miklu hefur ykkur aldrei dottið í hug að eftirspurn gæti minnkað.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.5.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Garún: Takk fyrir góð orð í minn garð.

Jón: Ég greiddi atkvæði með þessari (neyslu)skattahækkun í trausti þess að hún hefði jákvæð áhrif til lengdar og væri ásættanlegt og þarft skref til þess að mæta halla ríkissjóð og  koma á meiri stöðugleika.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.5.2009 kl. 13:51

4 Smámynd: ThoR-E

Ólína: Þannig að þetta er allt í lagi fyrst við þurfum að borga þetta á löngum tíma þessa hækkun.

Þessi 0,5% hækkun er ekki bara 0,5% hækkun. Hún er 0,5% hækkun í viðbót við alla hina hækkunina. Verðtryggð lán hafa hækkað um milljónir. Gengistryggð lán hafa hækkað um tugi milljóna.

Við megum ekki við meiri hækkunum!!

Kosningaloforð ríkisstjórnarinnar var að hjálpa heimilunum í landinu. Er þetta sú hjálp?

En þetta?:

http://pressan.is/Frettir/Lesafrett/pressuuttekt-olafs-arnarsonar-draumalandid/

Lestu hvernig ríkisbankarnir eru að fara með viðskiptavini sína.

Hvar er skjaldborgin? nær hún ekki lengra en í kringum fjármagnseigendurna?

...þannig að við hin mætum bara afgangi?

Hvað verður farið út í næst? lækka bætur til öryrkja?

ThoR-E, 30.5.2009 kl. 14:14

5 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Mér hefði fundist hreinna og beinna að hækka tekjuskattinn. Þá væri minni hætta á hrinu keðjuverkandi verðhækkana og aukinni verðbólgu. Hækkun tekjuskattsins hefði líka bara lent á okkur sem enn erum í vinnu.

Eitt finnst mér alveg vanta en það er einbeittur vilji til að koma hjólum atvinnulífsins í gang aftur. Mér finnst eins og menn ætli bara að sætta sig við 18-20% atvinnuleysi. Við eigum að auka tekjur þjóðarbúsins.

Úti um allt land er fullt af fólki stútfullt af þrælgóðum hugmyndum sem vert væri að hrinda í framkvæmd, strax. Við megum engan tíma missa.

Allt of langur tími hefur farið í súginn.

Það sem ég hef óttast allra mest virðist vera að gerast en það er að fólk flytji í burtu. Þeir sem eiga auðveldast með að fá vinnu í útlöndum eru einmitt þeir sem við megum síst við að missa. 

Þóra Guðmundsdóttir, 30.5.2009 kl. 14:53

6 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

"Fróðleg" grein hjá þér.

Þú segir  ...... Langtímaáhrif þeirra munu þó verða mun jákvæðari en látið er í veðri vaka þessa dagana.

Ég er engu nær þínum skilningi á þessu og fæ ekki séð hvernig  "langtímaáhrifin" (hækkun) geta virkað jákvætt á vísitöluna fyrir þá skuldsettu.

Þú segir ......ef breytingin færi beint út í verðlagið gæti hún vissulega haft þessi áhrif, en þá gleyma menn því að hækkunin leggst á höfuðstól lána sem greiðast munu á löngum tíma, einhverjum áratugum.

Það sama gildir hér, ég er engu nær.  Fer þessi hækkun ekki strax út í verðlagið.  Ég minni þig á "bensínstöðina" sem þú fékkst ábendingu um þar fór hækkunina út í verðlagið áður en háttvirtir þingmenn höfðu ákveðið hana.  Ertu viss um að þú gerir þér alveg grein fyrir því hvaða áhrif vísitöluhækkunin hefur á höfuðstól lána til lengri tíma litið.  Þó svo hækkunin sem leggst á höfuðstól láns verði "ekki nema" 100 þúsund, 200 þúsund eða hærri í fyrstu umferð, hvað verður þessi höfuðstólshækkun orðin með vöxtum eftir nokkur ár, svo ég tali nú ekki um dráttarvexti og innheimtukostnað ef fólk lendir í vanskilum og jafnvel gjaldþrotum, sem sumir virðast á leið í.  Getur verið að þessi "saklausa" 0,5 % hækkun vísitölunnar sé bara örlítið fóður fyrir "vísitöluskrímslið" sem sumir fara svo fögrum orðum um, væntanlega mest þeir sem telja íslenska krónu ekki "getað rýrnað" eins og alvöru gjaldmiðlar eiga til að gera.  Vísitöluhækkun er í raun ekkert annað en "verðlaus seðlaprentun" sem þið hafið síðan engin áhrif á og er í raun og veru "laust og liðugt" í hagkerfinu án mildandi áhrifa frá Seðlabanka eða öðrum.

En það dapurlegasta við þessa %-hækkun er þó að háttvirtir þingmenn höfðu ekki hugmynd um hver væri endanleg útkoma fyrr en Lilja Mósesdóttir spurði fjármálaráðherrann ykkar, sem hafði reyndar ekki svörin heldur og kallaði  því á "reiknimeistara ríkisins" til svara.  Þið voruð sem sagt á góðri leið með að samþykkja hækkun sem þið höfðuð ekki hugmynd um hvað kostaði þjóðina mikið og í framhaldi af því reynir þú að sannfæra fólk um að þessi hækkun sé "bara 0,5 %".

Mér finnst margar greinar hjá þér snúast um að "fegra yfirborðið", en þegar maður skoðar undir "fegrað yfirborðið" þá er það oft ákaflega dapurt.  Vonandi tekurðu því ekki of persónulega, en þannig virðist það vera hjá mörgum þingmanninum, fögur orð um "lítið innihald"   þrátt fyrir loforð um annað.  Þegar þú skrifar um hunda þá hef ég gaman af því, átti einn í 16 ár og þar þarf ekki að fegra neitt yfirborð, þar veit maður hver "vinurinn" er.

Páll A. Þorgeirsson, 30.5.2009 kl. 15:27

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir athugasemdir ykkar - sem ég get ekki svarað öllum, þar sem það yrði allt of langt mál. Ég vil bara undirstrika það að ég er ekki að gera lítið úr 0,5% hækkun vísitölunnar. Og enn síður vil ég gera lítið úr því þegar gripið er til hækkunar neysluskatta.

Ég mótmæli því hins vegar að við sem samþykktum þetta höfum ekki vitað hvað við vorum að gera. Það var ekki Lilja Mósesdóttir sem "kallaði á fjármálaráðherrann" sem Páll kallar "okkar" til að fá upplýsingar. Fjármálaráðherra var á staðnum. Það var viðskiptanefndin (sem var líka á staðnum, enda fulltrúar hennar í þingsalnum) sem ákvað að kalla eftir frekari upplýsingum eftir að stjórnarandstaðan (n.t.t. Tryggvi Þór Herbertsson) hafði komið upp með ískyggilegar fullyrðingar um geigvænleg áhrif af þessu fyrir stöðu ríkissjóðs. Fullyrðingar hans voru teknar það alvarlega að þær voru athugaðar betur áður en málið var endanlega afgreitt. Þá kom í ljós að Tryggvi Þór hafði ofreiknað um eitt núll - svo hann varð að biðja þingið afsökunar - og hafði auk þess ekki skoðað heildaráhrifin til lengri tíma. 

Þetta var semsagt athugað þarna um kvöldið á milli umræðna, og málið síðan afgreitt. Ég sé ekkert athugavert við þau vinnubrögð.

Ég árétta að það er engum gefið um hækkanir - ekki heldur þeim sem þurfa að standa að þeim um þessar mundir. En ég  verð að hryggja ykkur með því að þetta eru ekki einu aðgerðirnar sem gripið verður til - því nú mun fleira fylgja.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.5.2009 kl. 17:12

8 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Helsti kosturinn er minnkandi álag á heilbrigðiskerfið þar sem fólk mun drekka minna, reykja minna og ganga meira.

Páll Geir Bjarnason, 30.5.2009 kl. 17:52

9 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ef eitthvað á að greiða niður efnahagsvanda þjóðarinnar þá er það áfengi, tóbak og sykur. Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt í lengdina hvernig sem á það er litið.

Vilhelmina af Ugglas, 30.5.2009 kl. 20:44

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér dettur ekki í hug að gera lítið úr þeim vanda sem stjórnvölum er á höndum. Það er samt vandmeðfarið að hækka óbeina skatta því þeir geta fært viðskiptin úr landi og það er það sem við megum síst við núna.  Bretar hafa "stolið" mikilli verslun frá okkur með því að fella niður vask af barnafötum. Þá er áfengisverð snar áhrifavaldur í ferðamannaiðnaðinum. Auknir skattar á fyrirtæki s.s. tryggingargjald myndu við núverandi aðstæður streyma enn hraðar út úr ríkissjóði í formi framlaga til atvinnuleysistryggingarsjóðs.

Fáum dylst að stjórnvöld eiga ekki annarra kosta völ en að bregða niðurskurðahnífnum, jafnframt því að auka veðmætasköpun. Vonandi tekst að bjarga menntakerfinu og velferðarsamfélaginu en það er ekki sjálfgefið. Ég mælið með því að nálgast verkefnið með því að spyrja hvaða hluti af aukningu ríkisútgjaldanna undanfarin 20 ár var nauðsynlegur. Hvað með Fiskistofu, fæðingarorlof feðra, aukningu í sendiráðabransanum o.s.f?

Sigurður Þórðarson, 30.5.2009 kl. 22:42

11 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Í haust er of seint að byrja byltingu.Ég setti smá athugasemd á bloggið mitt í gær,það er mín skoðun.Maður vill fá að vita hvort heilög Jóhanna er að ljúga að okkur varðandi AGS,þeir virðast vera farnir að stjórna hér og ef svo heldur áfram þá spyr ég bara i hvaða höndum munu okkar auðlindir lenda svo sem Landsvirkjun Orkuveitan og fiskurinn í kringum landið okkar.Svona vinnur AGS setja þvinganir á lönd og taka síðan veð í því sem dýrmætast er í hverju landi og koma því svo fyrir að aldrei sé hægt að borga og þá er veðskuldin tekin og nýtt til fullnustu.Mín skoðun er sú að senda AGS burt og það strax áður en það verður of seint,gera bankana upp stofna einn ríkisbanka hann dugar landinu alveg,sparisjóðirnir meiga halda sér og önnur smærri fjármálafyrirtæki.Við getum aldrei borgað þessar skuldir þessara pókermanna sem töpuðu og ef ríkisstjórnin ætlar að borga þetta þá eru öll okkar auðæfi farin fyrir eigin hagsmuni en ekki þjóðarinnar.Við þurfum að losna við þessa landráðastjórn strax og fá menn með dug og þor sem geta tekið ákvarðanir sem koma þjóðinni best.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.5.2009 kl. 22:50

12 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta eru smámál sem núna var verið að framkvæma - bensín,bílaskattur ,vín og tóbak.  Við erum búin að koma okkar málum í slæma stöðu. Þrír aðilar vilja lána okkur fjármuni -Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Norðurlöndin og Pólland. En öll setja skilyrði- Takið til heima hjá ykkur í efnahagsmálunum- fyrr fáið þið enga fjármuni. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er beðinn um að hafa auga með okkur.  Sjálf erum við alls ófær um að stýra okkar fjármálum- ekki á mjög háu plani þar.

Sævar Helgason, 30.5.2009 kl. 23:39

13 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er einfaldlega ekki hægt að auka tekjur ríkisjóðs með skattahækunum á skattgreiðendur sem eiga ekki afgang. það sem gerist við þetta er að neysla áfengis úr ÁTVR minkar en neysla á heimagerðu vín eykst og fólk keyri bara minna ef það á ekki afgang fyrir sunnudagsbílturnum. Auk þess sem skattahækkanir á samdráttarskeiðum skila alment séð ekki neinum tekjum.

Datt engum í huga að fletta þessu bara upp í gamalli hagfræðiskruddu, þetta stendur í þeim öllum held ég.

Guðmundur Jónsson, 30.5.2009 kl. 23:47

14 identicon

En skattahækkanir og niðurskurður mun bara ríkinnu í vist langt, því ásamt því að auka tekjur þá mun þurfa að bæta hagkvæmni í notkun á skatttekjum.

Þá kemur að einkarekstri (NB. ekki einkavæðing) þ.s. ríkið er eini kaupandi þjónustunar. Nokkuð sem eitur í beinum margra, en atriði sem menn þurfa að taka til verulegrar endurskoðunar.

Hvaða afstöðu hefur þú til einkareksturs og þá hvernig við getum fengið meira fyrir skattana? 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 12:54

15 identicon

Mundu einkavæðingu eru margir greiðendur, sem er stórhættuleg í geirum sem eru í eðli sínu einokunarmarkaður, eins og vatnsveita, rafmagnsveita(það getur hver sem er framleitt rafmagn á íslenska kerfið) og önnur slík opinber þjónusta. 

Í einkarekstri þá er einn greiðandi, hið opinbera. Sem gerir samninga við einkaaðila um þjónustu þætti eftir opin útboð. Þannig að ekki er um sambærilega hluti að ræða og fjallað var um þessari ágætu heimildarmynd. 

Því samningar eru lokaðir, það er bara greitt viss tala fyrir þjónustu þætti hvorki meira né minna. Sá sem telur sig geta veitt þjónustuna á sem hagkvæmastan hátt fær samningin. Einkaaðila eru líklegri til þess að ástunda "Kaizen" í starfsemi sinni, í viðleitninni sinni til þess hámarka eigin arð. Ég efast að þessi "kaizen" hvati sé til í opinberum stofnunum, allavega í jafnríku mæli.  

Ég veit að margar hugmynd frjálshyggjunar eru mjög óvinsælar nú. En þegar svíar lentu í sinni krísu þá var einkarekstri eitt af ráðunum til frekari hagræðingar. Miðað við reynslu af rekstri heilsugæsla þá finnst mér að menn ættu að athuga þetta betur. 

Þessi barátta á milli einkavæðingar og einkareksturs, má einnig sjá í umræðunni um veiðiheimildir. Því fyrningarleiðin er í grunninn nokkurskonar einkarekstur, menn fá leyfi til þess að nýta auðlind í ákveðin tíma gegn gjaldi. En LÍÚ vill einkavæðingu, þ.e. eignast auðlindaréttinn og greiða skatt af eign sinni.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 13:30

16 identicon

Steingrímur hafa skilgreiningarnar á hreinnu.

Einkarekstur = einn greiðandi, ríkisvaldið. Dæmi, Heilsugæslan Mjódinni, Læknavaktin, Leikskólar (Kjarið, Sjáland ofl), Skólar (HR, Hraðbraut ofl), eins og nokkur dæmi séu tekin. 

Einkavæðing = margir greiðendur, einstaklingar og fyrirtæki. Þetta eru ekki alltaf ft í samkeppnisrekstri en ættu að vera það. Dæmi, Spölur, Sérleyfishafar farþegaflutninga, Bifreiðaeftirlit, eflaust fleiri aðila sem ég mann ekki eftir. Lykilatriðið hefur verið í flestum tilfellum að skapa samkeppnisumhverfi í einkavæddum greinum, en það hefur ekki alltaf tekist. 

Eins og þú sér þá er hér um tvo gjörólíka hluti að eiga það eitt semeiginlegt að þau byrja eins þ.e. á orðinu "einka". 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 23:30

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sumir þeirra sem komu þjóðinni í á ystu nof tala nú eins og þeir hafi ráð á hverjum fingri.  Það getur hver trúað því sem vill.

Vandinn sem við er að etja er ekki lítill.

Sigurður Þórðarson, 2.6.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband