Söguleg umskipti

 Í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins tekur félagshyggjuríkisstjórn tveggja flokka til valda með skýrt og óskorað umboð meirihluta þjóðarinnar - og undir forsæti konu, í þokkabót. Þetta er sögulegur viðburður.  Tímamót sem vert er að minnast í framtíðinni.

Velferðarstjórnin er orðin til.

Áratugum saman hafa íslenskir vinstrimenn átt undir högg að sækja andspænis harðneskju og skeytingarleysi hægri aflanna. Þeim hefur kerfisbundið verið haldið frá áhrifum og opinberum ítökum, ekki aðeins á vettvangi stjórnmála heldur á öllum sviðum samfélagsins. Á sama tíma hefur áherslan legið á forréttindi fárra á kostnað velferðar fjöldans. Fyrir þá hugmyndafræði hefur almenningur liðið .... og greitt dýru verði.

En ... (eins og skáldið sagði, og megi það nú rætast) ...

... í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans.

Það er maísólin okkar
okkar einingabands.
Fyrir þér dreg ég fána
þessa framtíðarlands!

 Wizard

Megi farsæld fylgja störfum þessarar nýju ríkisstjórnar, landi og þjóð til heilla.


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég hef aldrei kosið xD eða framsókn og er orðin langþreytt á þessu "lýðræði" þeirra....bíð nú betri tíma!

Sorglegt samt að Íslendingar þurfi að missa sjálfstæðið ..til að kjósa eitthvað annað en xD?

Hafa xD manneskjur aldrei búið í Skandinavíu?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.5.2009 kl. 01:09

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Ólína ég er hræddur um að þetta muni ekki rætast í ESB.  Enda er þar verið leynt og ljóst að koma á aristokratisma og hunsa allt sem heitir lýðræði, eins og sést best á hvernig menn breyta stjórnarskrá í Lissabonsátmála til þess að sleppa við að fólkið fái að segja sitt.

Einar Þór Strand, 11.5.2009 kl. 07:44

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sammála Ólína, nú verður breyting og þessi fallegi texti úr Maístjörnunni hér fyrir ofan á vel við.

Ég heyrði þessa nýju ríkisstjórn kallaða Mæðradagsríkisstjórn, mér finnst það flott. Móðirin hugsar fyrst um fjölskylduna og síðan einhversstaðar aftar í röðinni um sjálfa sig eða sitt sæti. Það er móðurhugsunin sem við þurfum á að halda til að ná okkur upp úr þessum dal. Hugsa um heildina, alla fjölskylduna, ekki bara um suma.

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.5.2009 kl. 10:10

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Vinstri eða hægri skipta nú engu máli lengur.

Þegar þessi ríkisstjórn er fyrir þrákelkni Samfylkingarinnar búinn að ákveða að sótt skuli um aðild að ESB hvað sem tautar og raular og án beinnar aðkomu þjóðarinnar að þeirri ákvörðun fyrr en þá eftir að búið er að gera ESB aðildarsamning sem síðan verður reynt að selja þjóðinni með áróðri og prettum.

Með þessu er þessi ríkisstjórn búinn að ákveða að splundra þjóðinni í fylkingar í þessu ESB máli og með þessum gjörningi er búið að slíta sundur friðinn í landinu.

Það var það síðasta sem þessi þjóð okkar þurfti á að halda á þesum erfiðu tímum.

Þess vegna ber þessi ríkisstjórn ekkert nema feigðina í farteski sínu.

Því miður.

Gunnlaugur I., 11.5.2009 kl. 13:11

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Móðirin (ég) hugsa um barnið mitt (framtíðaríslendinginn) og vil ESB? Hvaða framtíð villt þú Gunnlaugur I. fyrir þín börn og barnabörn? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.5.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband