Ekki svo slæmt

húsnæði Fréttablaðið segir frá því í dag að leiguverð sé að lækka mikið á húsnæðismarkaði, um þriðjung eða þar um bil.

Það var tími til kominn, segi ég. Verð á leiguhúsnæði var komið upp úr öllu valdi. Nú er þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu leigð á 80 til 120 þúsund á mánuði, en var í mesta góðærinu á bilinu 110 til 160 þúsund. Hver hefur efni á slíku - jafnvel í góðæri?

Nú veit ég að þetta helst í hendur við fasteignaverð - en þið fyrirgefið - fasteignaverðið var líka orðið of hátt. Það mátti lækka.

Neibb - þetta eru ekki svo slæmar fréttir. Og vonandi skapast nú forsendur fyrir því að hér geti orðið til stöðugur og heilbrigður leigumarkaður fyrir húsnæði. Það hefur skort lengi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Vitanlega er það gott mál, ef leiguverð lækkar.  Eitthvað er það nú samt sem segir mér að þetta sé frekar tímabundin "lækkun", ekki til langframa.  Ég óttast mikið að önnur og stærri vandamál komi til með að fylgja í kjölfarið en hátt leiguverð og að brátt lendi margir í vandræðum, þar á meðal fasteignafélög með leiguíbúðir, fjölskyldur sem ekki gátu selt eldri íbúðir og sitja því uppi með "tvær íbúðir" en hafa þó getað  bjargað sínum skuldamálum "tímabundið" með háu leiguverði á þeirri eldir.  Einstaklingar sem einfaldlega hafa neyðst til að leigja frá sér hluta af íbúð sinni vegna erfiðrar skuldastöð og eitt og annað fleira mætti telja upp.  Ég vona að ég sé ekki of svartsýnn, bara raunsær. 

Páll A. Þorgeirsson, 10.5.2009 kl. 00:03

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Svo sannarlega er ekkert frítt í henni veröld.

En lækkandi leiguverð kemur sér sannarlega vel fyrir þá sem þurfa að treysta á leigumarkaðinn. Eins og sakir standa er ekkert vit í að fjárfesta í fasteignum - hins vegar ætti að skapast góður grundvöllur núna fyrir þá sem eiga ónotað húsnæði að leigja út á sanngjörnu verði til þeirra sem ekki geta fjárfest. Þar með fást traustar greiðslur upp í skuldir og annan kostnað leigusalans - og leigutakinn sparar sér áhættuna sem felst í húsnæðiskaupum með tilheyrandi skuldabyrði.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.5.2009 kl. 00:05

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Kæra Sigurbjörg - ég hef hugsað þetta mál til enda. Og ég get unnt þeim sem búa á leigumarkaði þess að njóta lægri húsaleigu. Það fólk þarf líka að lifa, þó það skuldi ekki fyrir fasteignum, hefur það sjálfsagt sínar byrðar að bera ekki síður en aðrir.

Húsnæðisverð var orðið allt of hátt - og þar af leiðandi leiguverðið. Þetta segi ég þó ég sé sjálf eigandi húsnæðis í Rvk og hafi þurft að leigja út frá mér.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.5.2009 kl. 00:47

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Satt er það Maríanna - og um þetta erum við allar sammála.

Vonandi þróast þetta til betri vegar.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.5.2009 kl. 12:17

5 Smámynd: ThoR-E

Sammála þessu Ólína, leiguverð hér á landi var komið út í tómt rugl.

Leigusalar, margir hverjir voru ekki í neinum tengslum við raunveruleikan. En vegna eftirspurnar komust þeir oftast upp með að okra á fólki.

Kveðja

ThoR-E, 10.5.2009 kl. 20:57

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Leiguverð er langt undir fjármagnskostnaði við að kaupa húsnæði, hvað þá öðrum kostnaði, enda voru vextir á húsnæðislánum ekki undir 25% á síðasta ári. Ekkert réttlæti er í því að lánastofnanir taki sér margfallt meiri arð af lánsfé sínu en hægt er að hafa af því á markaði. Hvatt er til þess að fólk losi sig úr íslenskum lánum og íslensku hagkerfi. Afnemi Alþingi ekki verðtryggingu verður aldrei hægt að treysta því að taka hér lán.

Héðinn Björnsson, 20.5.2009 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband