Maísólin okkar skein í dag

1.maí07.gangan.gústi 1. maí gangan á Ísafirđi í dag var sú fjölmennasta frá ţví ég flutti hingađ vestur. Ţađ var frábćrt ađ sjá hversu margir fylktu sér á bak viđ fána verkalýđsfélaganna viđ undirleik Lúđrasveitar Vestfjarđa sem leiddi gönguna. Dagskráin var létt og skemmtileg og rćđur góđar.

Ástćđan fyrir hinni miklu ţátttöku er vafalaust efnahags- og atvinnuástandiđ í landinu. Ţađ er líka vert ađ vekja á ţví athygli - eins og einn rćđumanna dagsins benti á - ađ baráttusöngur verkalýđsins sem ortur var á frönsku áriđ 1870 á viđ enn ţann dag í dag. Kannski hefur hann aldrei veriđ betur viđeigandi en einmitt nú - sérstaklega niđurlag fyrsta erindis, sem ég letra hér međ rauđu í tilefni dagsins (ţýđ. Sveinbjörn Egilsson).

Fram ţjáđir menn í ţúsund löndum
sem ţekkiđ skortsins glímutök
nú bárur frelsis brotna á ströndum
bođa kúgun ragnarök.
Fúnar stođir burt vér brjótum!
Brćđur, fylkjum liđi í dag.
Vér bárum fjötra en brátt vér hljótum
ađ byggja réttlátt ţjóđfélag.

:/  Ţó ađ framtíđ sé falin
grípum geirinn í hönd
ţví Internasjónalinn
mun tengja strönd viđ strönd./:

skutull08Annars var ţetta frábćr dagur. Viđ,  félagar Björgunarhundasveitinni, notuđum góđa veđriđ til ţess ađ taka ćfingu međ hundana nú síđdegis. Viđ fórum inn í Álftafjörđ ţar sem sólin skein á lognvćran og sindrandi sjóinn. Ţađ var maísólin okkar. Smile

Viđ heyrđum í fugli og fundum lykt af rekju og vaknandi gróđri í vorblíđunni. Hundarnir réđu sér ekki af kćti og vinnugleđi. Yndislegt.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríđur Pétursdóttir

Ţađ er mikilvćgt verkefni sem bíđur ykkar sem voruđ kosin á Ţing, ađ skapa skilyrđi til ađ byggja réttlátt ţjóđfélag.

Ég treysti ţví ađ ţú gerir ţitt besta. 

Einhvern vegin held ég ađ ţú komir til međ ađ sakana margs ađ vestan.

Hólmfríđur Pétursdóttir, 2.5.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Til hamingju međ ţingsćtiđ. Mun fylgjast međ ţér mín kćra.

kveđja frá Selfossi

Ásdís Sigurđardóttir, 2.5.2009 kl. 14:47

3 Smámynd: Valan

Innilegustu hamingjuóskir međ kosninguna Ólína - hlakka til ađ sjá ţig láta til ţín taka á ţinginu og ţá sérstaklega ađ koma á stjórnlagaţingi svo hćgt sé ađ fćra lýđveldiđ aftur til gömlu gildanna međ sterkri, endurnýjađri stjórnarskrá.

Kćr kveđja frá Manhattan,

Valan, 2.5.2009 kl. 17:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband