Formannafundur Sjónvarpsins: Framtíðarsýn andspænis dylgjum og úrræðaleysi ... Saari grípur fyrir eyrun

Þá er formannafundurinn nýafstaðinn á RÚV og komið að því að meta frammistöðu manna.

SigmundurDavidSigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, dylgjaði stórum um leyndarskjöl og meintar yfirhylmingar sem svo kom í ljós að fær ekki staðist. Sigmundur Davíð lét í það skína að hann hefði upplýsingar upp úr skýrslu sem hvorki fjármálaráðherra né forsætisráðherra hafa aðgang að. Það þýðir að eini maðurinn sem er með yfirhylmingar er þá líklega hann sjálfur, því hann vildi hvorki upplýsa hvernig hann hefði komist yfir umræddar upplýsingar, né heldur vildi hann gera nánari grein fyrir þeim. Hélt sig þess í stað við stóryrði og hálfkveðnar vísur og var hvorki trúverðugur né traustvekjandi.

AstthorMagnusson Það hvarflaði að mér að Ástþór hefði hitt naglann á höfuðið þegar hann talaði um þá sem stjórna Framsóknarflokknum bak við tjöldin.

Ástþór var annars ... Whistling BjarniBenediktsson

 

Bjarni Ben var úrræðalaus og virtist stressaður - jafnvel reiður á köflum. Hann bauð kjósendum engar lausnir á þeim vanda sem við er að eiga. Samkvæmt honum má ekki hækka skatta, samt á að fara í flatan niðurskurð - þó ekki á öllum sviðum. Og samhliða þessu ætlaði hann að skapa 20 þúsund störf Shocking sem hann gat þó ekki tilgreint nánar. Eins og Sigmundur Davíð hljóp hann í hræðsluáróður  og yfirboð inn á milli.

thor-saariÞór Saari var bestur þegar hann greip fyrir eyrun. Grin Annars bauð hann ekki upp á neinar lausnir frekar en ofannefndir. Hann sagði þó ýmislegt skynsamlegt um menn og málefni. Það háir Borgarahreyfingunni að hún hefur skýrari sýn á vandann en lausnina, veit hvað hún vill gagnrýna en bendir á fátt til bóta. Fyrir vikið verður málflutningur þeirra árásargjarn og hneykslunarkenndur sem verður yfirborðslegt til lengdar.

 GudjonArnar

Guðjón Arnar er alltaf skynsamur - maður að mínu skapi, þó okkur greini á um margt. Hans flokkur stendur mjög höllum fæti núna og óvíst að Guðjón Arnar komist inn á þing. Það væri þó að mínu viti mikill skaði ef hann félli út. Hann talar ævinlega hreint út eins og  Vestfirðingum er tamt. 

 SteingJSigf                                                                                                                                                 Steingrímur Joð var góður. Hann lenti í vandræðum varðandi ESB umræðuna og álverið á Bakka en leysti það þolanlega. Hann hefði mátt fá meira næði á köflum til að svara ýmsu sem til hans var beint.

 

 Nú er ég auðvitað ekki hlutlaus varðandi Jóhönnu. Ég var mjög sátt við hennar framöngu í johannadv_835281.jpgþættinum. Hún svaraði hispurslaust öllu sem um var spurt. Útskýrði vel og nákvæmlega hugmyndir Samfylkingarinnar um þau verk sem vinna þarf.  Þar kom glöggt fram sá vilji að verja velferðina eftir því sem kostur er í erfiðu árferði.

Upp úr stóð að Samfylkingin er eini flokkurinn með skýra stefnu og framtíðarsýn. Nú ríður á að við fáum skýlaust umboð til að tryggja vinnu og velferð með ábyrgri efnahagsstjórn. Við erum sammála stærstu samtökum launafólks og atvinnurekenda um að hefja eigi samningaviðræður við ESB strax í vor á grundvelli skýrra markmiða og gefa þjóðinni kost á að eiga síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst að undangenginni aðildarumsókn.  Þá fyrst veit þjóðin hvaða kostir eru í boði með aðild, og þá kosti getur hún kosið um í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég hef bjargfasta trú á því að við jafnaðarmenn munum ná þjóðinni út úr erfiðleikunum  Til þess þurfum við umboð og styrk. Ekkert nema atkvæði greitt Samfyklingunni getur  tryggt okkur þann styrk sem  þarf til að gera þessa leið að veruleika.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála þér Ólína mín,þetta er flott úttekt hjá þér,mjög góð,á morgnum verður þú þingmaður,næst formaður,takk fyrir, gangi þér mjög vel á morgnum.Baráttu kveðja.  

Jóhannes Guðnason, 24.4.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Sveinbjörn Þór Ottesen

Sigmundur Davíð er heiðarlegur og góður drengur.

Hann var fyrstur með skýrar efnahagstillögur markmið og leiðir

Sveinbjörn Þór Ottesen, 25.4.2009 kl. 00:15

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Samfylkingin kærð fyrir landráð.

Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð.  Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.

Lesið kæruna hér.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 06:56

4 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Nokkuð góð úttekt. Og því miður kemst Guðjón Arnar ekki á þing. Það sem var þó mikilvægast í mínum augum var að Steingrímur ætlar að hægja á ESB hraðlestinni. Ég vona sannarlega að SF og VG fái hreinan meirihluta og að ESB málið verði leyst á lýðræðislegan hátt. Þjóðin er þverklofin í málinu og óðagot SF er ekki heppilegt.

Sigurður Sveinsson, 25.4.2009 kl. 08:23

5 identicon

Góð úttekt hjá þér Ólína, vissulega ert þú vanhæf gagnvart Samfylkingunni. Ennig ert þú óhæf gagnvart Borgarahreyfingunni þar sem hún er að sópa til sín fylgi frá ykkur. Því ekki trúi ég að þú sért ekki ófær um að skylja Þór Saari.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband