Jóhanna vill opna fjármál flokka og frambjóðenda til 1999

Fréttir dagsins af háum styrkjum til einstakra prófkjörsframbjóðenda flokkanna hér um árið sýna gildi þess að settar séu reglur um þessa hluti. Samfylkingin hefur sett sér strangar reglur um auglýsingar og hámarks kostnað í sínum prófkjörum eins og t.d. fyrir nýafstaðið prófkjör.

Vegna þeirra reglna gat ég t.d. ekki eytt neinu í mína prófkjörsbaráttu. Hefði ég þó í hégómakasti vel getað hugsað mér að sjá nokkur plaköt af sjálfri mér, vel sminkaðri á nýrri dragt, utan á húsum og strætisvögnum. Það var bara ekki í boði - engir peningar til, hvorki hjá mér né mótframbjóðendum. Og ég er auðvitað fegin því  - sjálfrar mín vegna og pyngju minnar. Sjálfsagt væru sumir þeirra prófkjörsframbjóðenda sem nú hafa orðið uppvísir að því að taka við stórum fjárstyrkjum fegnastir því að hafa reglur til að miða við, og þar af leiðandi minna svigrúm til að eyða peningum í glansmyndir og dýrar auglýsingar.

 johannadv_835281.jpgEn í tilefni af þessu öllu saman hefur Jóhanna Sigurðardóttir nú ritað formönnum allra stjórnmálaflokka bréf og beðið þá að skipa fyrir 1. maí fulltrúa í nefnd til að endurskoða lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda. Markmiðið er að tryggja að Ríkisendurskoðun verði falið að gera úttekt á fjárreiðum þeirra stjórnmálaflokka sem átt hafa fulltrúa á Alþingi, vegna áranna 1999 til 2006. Ríkisendurskoðun skili síðan niðurstöðum um heildarfjárreiður flokkanna, bæði landsflokkanna, kjördæmisráðanna, einstakra félaga og frambjóðenda þeirra vegna prófkjara á sama tímabili.

Gott framtak hjá Jóhönnu. Það er mikilvægt að fá þetta allt upp á borðið. Ekki síst er mikilvægt að kjósendur fái sambærilegar upplýsingar fyrir alla flokka og frambjóðendur þeirra.

Og ef þetta kallar á nýja löggjöf, þá treysti ég henni vel til þess að stýra þeirri vinnu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Of lítið og of seint, Ólína. Ég fyrir mitt leyti mun beita útstrikunum núna, í þessari lotu. Sjáum til hvað ég geri næst. Þangað til verður dálítil kaldhæðni og prédikun að duga.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 11:01

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Of seint segir þú - það eru mörg ár frá því að Jóhanna Sigurðardóttir flutti fyrst frumvarp á alþingi um fjármál stjórnmálaflokka. Slík lög fengust fyrst samþykkt 2007.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 23.4.2009 kl. 14:16

3 identicon

Já, of litið og of seint fyrir Samfylkinguna, ekki Jóhönnu, núna degi fyrir kosningar. Hún sá hlutina eins og þeir eru það er vel. Því miður gerðu sum þingmannaefni Samfylkingar í Rvk suður það ekki og því fer sem fer.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband