Sannleikann fram í dagsljósið

gu_laugur_or_or_arsongudfinna3illugibjorn_ingi 

Nú er ekki seinna vænna að þeir stjórnmálamenn sem hér um ræðir upplýsi helgihjorvarstrax hversu háar fjárhæðir þeir þáðu í styrki frá FL-Group og Baugi. Hér er talað um allt að 2 mkr styrki til ákveðinna einstaklinga. Af hverju eru  þeir ekki nafngreindir? Þess í stað eru taldir upp þrír Sjálfstæðismenn, tveir Samfylkingarmenn og einn Framsóknarmaður, og allir lagðir að jöfnu.

steinunnvaldisÉg skora á Helga Hjörvar og Steinunni Valdísi að upplýsa nú þegar hversu háa styrki þau þáðu frá þessum fyrirtækjum í prófkjörsbaráttu sinni. 

Þá verður heldur ekki undan því vikist að upplýst verði nú þegar, hvaða "stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn Íslands" það eru sem fengið hafa "óeðlilega fyrirgreiðslu hjá gömlu viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið í haust" eins og fullyrt hefur verið í fréttum Stöðvar 2. Þar segir að í sumum tilvikum hafi verið um að ræða "tugmilljóna króna lán til þess að kaupa hlutabréf, meðal annars í bönkunum sjálfum, án þess að lögð væru fram nein veð".

Þetta verður að upplýsa - fyrir kosningar. Ef fréttastofa Stöðvar 2 er með þessar upplýsingar er það skylda hennar að gefa þær. Ef ekki þá er hún ómerkingur.

Eins og einhver sagði: Allt upp á borðið! Angry

 


mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Er þetta það lýðræði sem Íslendingum er boðið upp á. "Þessi stjórnmálamaður er í boði FL Group."? Það er mjög slæmt að það sé verið að kjósa til Alþingis og ekki búið að upplýsa þessi mál til fulls.

Guðmundur St Ragnarsson, 21.4.2009 kl. 21:14

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Heyr, heyr!

Sigurður Ingi Jónsson, 21.4.2009 kl. 21:47

3 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Að sjálfssögðu eiga menn að koma með þetta allt upp á borðið,þau þurfa ekkert að skammast sín,þetta er allt löglegt,svona fjármagnaði stjórnmálamenn sitt framboð í gegnum tíðina,þeir sem komu óþekktir fram á sjónamið þurftu að sjálfsögðu að fá styrki um allt,til að borga þann kostnað,ekki var hægt að fá þetta frítt,svo er það allt annar handleggur hversu háar upphæðir þetta voru,(mjög háar upphæðir telur maður siðlausar með öllu,það virkar á mann eins og mútur,eða nú á ég greiða hjá þér,ég styrkti þig með svo hárri upphæð,þótt það væri kannski ekkert inni í myndinni að þetta væru mútufé,þá virkar það bara svoleiðis á mann.???) Þótt þetta skipti mig litlu máli,því þetta er ekkert ólöglegt,en bar hvað ég er forvitin um þessi mál,þá væri gott að þeir einstaklingar sem nefnir voru á nafn,gæfu okkur upplýsingar um þetta,við getum svo dæmt um þetta mál í kosningum á laugadaginn,verið heiðaleg,segi okkur hvað er satt í þessu,var þetta mútufé ?? er spilling í gangi,?? finnst ykkur þetta ekki vera siðlaust,??eða finnst ykkur þetta allt vera í lagi,??það væri gott að þessi einstaklingar sem nefnir voru svari þessu.Takk fyrir.

Jóhannes Guðnason, 21.4.2009 kl. 21:48

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Tek undir þetta; neytendur eiga kröfu á því að vita slíkt enda hallar sífellt á þá í löggjafarstarfi og framkvæmd gagnvart fyrirtækjum og hagsmunasamtökum þeirra og þarna kann að vera hluti af skýringunni.

Gísli Tryggvason, 21.4.2009 kl. 22:52

5 Smámynd: 365

Ólína, þú ert með allt þitt á þurru vænti ég?

365, 22.4.2009 kl. 00:18

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég vænti þess líka að mitt sé á þurru. Hef ekki þegið neina styrki vegna minnar prófkjörsbaráttu, hvorki frá félögum né fyrirtækjum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.4.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband