Geta skal þess sem gott er ...

Mér hefur að undanförnu orðið tíðrætt um mikilvægi þess að hlífa þeim sem hlífa skyldi í þeim  sparnaðar- og niðurskurðaraðgerðum sem grípa þarf til í kjölfar efnahagskreppunnar. Það er á slíkum tímum sem það skiptir máli að forgangsraða í þágu velferðarhugsunar.

Sé litið til árangurs af stjórnarsetu Samfylkingarinnar undanfarin tæp tvö ár, má sjá hvers virði það er að hafa jafnaðarmannaflokk við stjórnvölinn þegar á reynir. Lítum á lífeyrismál aldraðra og öryrkja til dæmis.

Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur aldrei hækkað jafn mikið og á þeim tíma sem liðinn er frá því Samfylkingin settist í ríkisstjórn. Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru óskertar bætur lífeyrisþega færðar undir láhgmarkslaunm á vinnumarkaði og þeim haldið þar, þrátt fyrir góðæri undangenginna ára.

Eftir tæplega tveggja ára stjórnarsetu Samfylkingarinnar hefur tekist að snúa þróuninni við. Greiðslur til lífeyrisþega hafa vaxið um  42% eða 19,2 milljarða milli áranna 2007-2008.

Óskertar bætur lífeyristrygginga eru nú 13% hærri en lágmarkslaun á vinnumarkaði og hafa aldrei áður erið hærri. Þær munu hafa hækkað um 43% í ríkisstjórnartíð Samfylkingarinnar.

Í reynd má segja að kjör lífeyrisþega hafi verið varin mun betur en kjör almennra launþega eftir hrun bankanna. Það er í samræmi við þá eindregnu velferðaráherslu Safmylkingarinnar að standa vörð um kjör þeirra  sem minnst hafa milli handanna.

Það skiptir máli hverjir stjórna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tek heils hugar undir þetta sem þú segir Ólína. Við hjónin erum bæði á örorkubótum og mér finnst alveg með ólíkindum hvað þær duga. Við búum í leiguhúsnæði með litinn rekstrarkostnað. Húsaleigubætur létta vissulega undir og svo er bara að fara vel með. En við kvörtum ekki svo mikið er víst. Það er þyngra fyrir fæti hjá fólki með börn á framfæri og afborganir af húsnæðiskaupum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.4.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Þið gerðuð þetta að sjálfsögðu ein eins og allt sem þið stærið ykkur af nú um stundir. Ég sem hélt að ekkert hefði gerst vegna þess að verkstjórinn var svo latur.  En þetta skiptir bara ekki máli í dag. Hvað ætlið þið að gera eftir kosningar þegar fara þarf í mikinn niðurskurð. Á þá að hlífa þessu fólki líka. Nú skalt þú Ólína svara hvar þú villt helst skera niður.

Hvað ætlið þið að skera mikið niður í menntakerfinu, í heilbrigðiskerfinu og í samgöngumálum. Þetta er það sem þú sem tilvonandi þingamaður þarft að svara.  Það dugar ekki hjá þér að skreyta þig með annarra fjöðrum. Það er nefnilega ekki hægt að gera þetta nema skera mikið niður í ríkisútgjöldum. En þetta veist þú allt fluggáfuð manneskjan.

Og ekki koma með það að þetta sé Sjálfstæðisflokknum að kenna. Þú ert greindari en það og veist betur.

Ingólfur H Þorleifsson, 13.4.2009 kl. 15:49

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Góð ábending og þörf. 

Flott grein hjá þér á fimmtudaginn í Morgunblaðinu (prenti) sem ber heitið "Kjarkur og siðbót". 

Þann sama kjark hef ég verið að biðja fólk um varðandi jafnræði lífsskoðunarfélaga, þ.e. að þau úreltu lög og stjórnarskrárákvæði séu numin úr gildi að eitt trúarlegt lífsskoðunarfélag hafi stöðu "þjóðkirkju" og njóti forréttinda umfram önnur, bæði trúarlega og veraldleg.  Það þarf kjark og ósérhlífni að láta frá sér sérréttindi eða gefa öðrum sömu réttindi, en það hefur farið afskaplega lítið fyrir slíkum röddum innan þjóðkirkjunnar.

Ég hvet þig til að birta þessa góðu grein hér blogginu.

Svanur Sigurbjörnsson, 13.4.2009 kl. 15:54

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ingólfur - það er alveg ljóst að grípa þarf til niðurskurðar ríkisútgjalda eftir kosningar. En vita máttu að þar verður velferðarkerfinu hlíft eins og kostur er, og miðað við það að halda sjó í menntamálum. Þú mátt líka vita að í þær aðgerðir verður farið í samráði við þá sem fara með viðkomandi málaflokka, en ekki á þann hátt sem flokksbróðir þinn Guðlaugur Þór gerði í heilbrigðiskerfinu.

Samfylkingin mun ekki skera niður bara til þess að skera niður. Fækkun starfa í umönnun og ófaglærðum geirum ríkisrekstrarins sparar lítið sem ekkert ef viðkomandi einstaklingar fara svo á atvinnuleysisbætur í staðinn.  Þá hefst ekkert upp úr krafsinu nema lakari þjónusta.

Þetta og fjölmargt annað verður haft til hliðsjónar - og vandað til verka. Því máttu trúa.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.4.2009 kl. 16:39

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk Svanur og Hólmfríður fyrir góðar undirtektir.

Svanur það er allt eins líklegt að ég skelli umræddri grein hér á bloggið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.4.2009 kl. 16:40

6 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ennþá ert þú í því að eyða út athugasemdum sem þú getur ekki svarað. Hvernig væri að segja okkur hvað þú ert að gera í pólitík ef þú getur ekki svarað ofur einföldum spurningum.

Ingólfur H Þorleifsson, 13.4.2009 kl. 19:18

7 Smámynd: Baldur Arni Gudnason

Enn og aftur er Samfylkinginn ad státa sig yfir gædum, og hversu kröftugur sá flokkur er og berst fyrir bættum lífskjörum theirra sem minna meiga sín. Ég hef ekki ennthá séd hvad hefur lagast i tíd Samfylkinngarinnar, alla vega ekki min framfærsla og hef ég verid bundinn vid hjólastól í 32 ár og thekki orlítid um lifgædi fatladra, thad er sú stadreynd ad thegar raudu flokkarnir eru vid völd thá hafa lifkjör fatladra og annara bótathega versnad og thad er stadreynd sem thú kæra Ólina thekkir ekki nógu vel. Af öllum Evrópu löndunum er Ísland thad versta og um leid lélegasta landid, hvad vardar bætur og thjónustu fyrir fatlada og adra minnihluta hópa, thad er bláköld stadreynd sem stjórnmálamenn ættu ad fara ad skoda betur ádur en their/thid farod ad monta ykkur yfir thvi sem ekki stenst.

Baldur Arni Gudnason, 13.4.2009 kl. 21:58

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ingólfur - ég hef engri athugasemd eytt frá þér og veit ekki hvaða athugasemd þú ert að tala um.

Hins vegar eru athugasemdir þínar ekki skemmtilegar. Þú mátt gjarna vera ósammála mér - en fjandskapur þinn er þreytandi: Þú átt það til að verða persónulegur og alhæfandi, og það er leiðinlegt. Nú ert þú til dæmis búinn að setja á síðuna þína heila bloggfærslu sem snýst um mig eingöngu - af því þér fannst ég gæti svarað þér betur í athugasemdakerfinu.

Ef þetta er ekki meinbægni, þá veit ég ekki hvað það orð þýðir.

Þú verður sjálfur auðvitað að meta hvað þér finnst við hæfi í pólitískri umræðu - ef þú vilt vera persónulegur, þá er fátt við því að gera.

Hér færðu hinsvegar tengil inn á síðu Samfylkingarinnar þar sem finna má ítarleg svör svör við því sem þú spyrð um:

http://www.samfylkingin.is/Fréttirnar/articleType/ArticleView/articleId/279/Efnahagsstefna-Samfylkingarinnar-Vinna-og-velfer-Langtimastougleiki-me-upptoku-evru/

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.4.2009 kl. 23:52

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Og hér er meira - verði ykkur að góðu:

http://www.samfylkingin.is/Framtíðin/Samþykktir_landsfundar/

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.4.2009 kl. 23:56

10 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er ekkert óeðlilegt við það að þér finnist pólitískir andstæðingar ekki skemmtilegir. Það er vegna þess að þeir eru ekki á sömu skoðun og þú. Bara svo þú vitir það þá finnst mér þú ekkert skemmtileg heldur. En þú gefur kost á að gera athugasemdir á síðunni hjá þér og þá gerir fólk það. Það sem þú ert að skrifa hér er enginn stóri sannleikur, langt því frá.

Það þýðir samt ekki að þú getir bara kastað út athugasemdum sem henta ekki þínum skoðunum.

Ingólfur H Þorleifsson, 14.4.2009 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband