Hugur í Samfylkingarfólki

Í þessum skrifuðum orðum sit ég á Landsfundi Samfylkingarinnar þar sem verið er að leggja lokahönd á málefnastarfið. Í gær var kjörin ný forysta fyrir flokkinn og í dag er verið að kjósa framkvæmdastjórn, flokksstjórn, nefndir og ráð.

Þetta hefur verið frábært þing og augljóslega mikill hugur í mönnum, ekki síst í velferðarmálum, sjávarútvegsmálum og Evrópumálum.

Ég bind miklar vonir við þá stefnu sem nú er að fæðast í meðförum þingsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það var og vinkona, vonandi gengur svo vel að komast vestur aftur, en það lítur ekki vel út núna, veður váleg núna!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.3.2009 kl. 19:42

2 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

STADDU ÞÍG.

Ásgeir Jóhann Bragason, 29.3.2009 kl. 21:23

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Er það tilfellið að SF ætli ekki að gefa út þá yfirlýsingu að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé útilokað Ólína ?

hilmar jónsson, 30.3.2009 kl. 00:54

4 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Jæja Ólína. Það verður gaman að heyja kosningabaráttuna, ekki síst eftir að við fengum okkar fram í sjávarútvegsmálunum. Það er aftur á móti þröngur hópur manna í þjóðfélaginu (kvótagreifar) sem munu fara hamförum og reyna allt sem þeir geta til að sannfæra þjóðina um að það sé Íslendingum fyrir bestu að þeir sitji áfram á fiskveiðiheimildunum. Ég held að Íslendingar láti ekki plata sig einu sinni enn. Tími þjóðarhagsmuna er kominn, tími eiginhagsmuna er liðinn.

Þórður Már Jónsson, 30.3.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband