Lúsaleit á bloggsíðunni - hvað skyldu þeir finna?

Nú er augljóslega verið að lúsleita bloggsíðuna mína. Venjulega eru flettingarnar helmingi fleiri en innlitin. Þessa dagana eru þær hins vegar tugfalt fleiri. Einn morguninn um níuleytið voru komnar 1500 flettingar þó að innlitin væru innan við 20 - það gera 75 flettingar á hvert innlit. Whistling

Menn hafa auðvitað gott af því að lesa vel það sem ég hef skrifað undanfarin tvö ár. Trúað gæti ég að þeir yrðu bara betri á eftir. Wink

Annars er ég kúguppgefin. Búin að þeytast um allt Snæfellsnesið síðan á miðvikudag. Í dag lá leiðin suður á Akranes þar sem haldið var kjördæmisþing og endanlegur framboðslisti samþykktur með lófataki.  Þessi líka flotti listi (sjáið hér).  Ef marka má síðustu Capacent könnun erum við með þrjá þingmenn í kjördæminu.  

Á morgun  vonast ég til að geta hvílt mig. En á mánudag er stefnan tekin norður í land þar sem ég ætla að kíkja inn í fyrirtæki og hitta fólk, eins og á Snæfellsnesinu.

Þó ég sé lúin í augnablikinu hlakka ég til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Vonandi finnst ekki lús ! Það þætti mér verra.

Ragnheiður , 21.3.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Lúin og hlakka til ? Þú ert nú meiri orkuboltinn. Ég fer samstundis í horisontalis

Finnur Bárðarson, 21.3.2009 kl. 21:43

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Iss, hafðu engar áhyggjur af lúsaleitinni, ég lendi oft í þessu.

Gústaf Níelsson, 21.3.2009 kl. 22:37

4 Smámynd: Júlíus Valsson

"They out there"?

Júlíus Valsson, 21.3.2009 kl. 22:46

5 Smámynd: TARA

Hvað áttu við með þessari lúsarleit ? Er mbl að ritskoða skrif þín ?

TARA, 21.3.2009 kl. 23:37

6 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Það er magnað með íslenska pólitík. Þetta eru hrein trúarbrögð og þá er hægt að búast við hverju sem er af landanum. Sorglegt en þó satt.

Ég styð ekki SF, en styð "heiðarlega" pólitík og held að þú sést ein af þeim fáu, svo vonandi að þú náir kosningu á þing, svo við í VG getum haft gott samstarf við þig næstu 4 árin...!!!

Snæbjörn Björnsson Birnir, 22.3.2009 kl. 01:46

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skýringin gæti etv. verið að "pólitískir andstæðingar" væru að renna í gegn um það sem skrifað hefur verið í þeim tilgangi að hugsanlega finna eitthvað sem hægt væri að nota gegn viðkomandi í kosningabaráttu.

Eg hef reyndar stundum hugsað útí þetta.  Þ.e að þegar einhver er með skrif á netinu undir fullu nafni - þá er auðvitað á löngum tíma sagt eitt og annað í hita leiksins sem kannski gæti komið sér illa seinna meir við hin eða þessi tækifæri.

Þetta er þó auðvitað mjög persónubundið.  Td. engar líku að slíkt eigi við Ólínu enda þaulvanur skrifari.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.3.2009 kl. 10:15

8 Smámynd: Kristín Ara

Ólína þarftu að vera með svona mikla þráhyggju! það er bara gaman að lesa þetta hjá þér þó ég sé pólutískur andstæðingur þinn.

Kristín Ara, 22.3.2009 kl. 10:35

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Engin þráhyggja hér, Kristín - bara eftirtekt á því sem er að gerast á síðunni. Ég hafði svolítið gaman af þessu og tek það þess vegna upp. Það sakar ekki að hafa pínulítinn húmor fyrir því sem gerist í kringum mann.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.3.2009 kl. 11:33

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Af hverju leitar enginn að neinu hjá mér ? Bara smá spældur.

Finnur Bárðarson, 22.3.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband