Fylgið rýkur upp - og ég þeytist um kjördæmið

Skoðanakannanir hafa sýnt miklar sveiflur í fylgi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi að undanförnu. Tvær síðustu kannanir Capacent sýna stökk úr 6,7% í 28% hér í kjördæminu. Ég geri fastlega ráð fyrir því að eitthvað hafi farið úrskeiðis þegar lægri talan mældist, því á sama tíma var flokkurinn með nálægt 30% fylgi á landsvísu. Engu að síður var könnunin birt án athugasemda.

Nú, þegar fylgið hefur rokið upp úr 6,7% fyrri vikuna í 28% seinni vikuna - bíð ég spennt eftir fréttum af þessum mikla árangri sem náðst hefur frá því að ég kom inn á framboðslistann. Wink

En grínlaust - þá benda þessar miklu sveiflur til þess að eitthvað sé bogið við úrtakið, annað hvort of fáir á bak við niðurstöðuna, eða hópurinn of einsleitur.

Stykkisholmur Annars er ég nú á fleygiferð um kjördæmið að kynna mér sem best ég get atvinnuhætti og mannlíf sem víðast, ræða við fólk og fá upplýsingar. Síðustu daga höfum við Guðbjartur Hannesson verið á ferð um Snæfellsnesið og notið hér góðrar leiðsagnar heimamanna. Það er ánægjulegt að sjá hér´líf og starf við hafnirnar, menn í byggingarvinnu og börn að leik.

Eftir helgina er ferð minni heitið Norður í Skagafjörð og um Húnaþing þar sem ég vonast til að hitta bæði sjómenn og bændur í bland við annað mannval. Smile

Þetta hefur verið afar lærdómsríkt og skemmtilegt og verður það væntanlega áfram.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Daníelsson

Sæl Ólína.

Það sem fæstir gera sér grein fyrir varðandi skoðanakannanir er þýðing öryggisstuðulsins. Svonefnd skekkjumörk eru reiknuð út frá ákveðnum öryggisstuðli, oftast 95%. Þetta þýðir að með 95% öryggi má fullyrða að fylgi flokks sem fær t.d. 10% í könnun, sé t.d. á bilinu 8-12%. En þetta þýðir jafnframt að 1 könnun af hverjum 20 (að meðaltali) skýtur fram hjá og jafnvel langt fram hjá. Ég geri ráð fyrir að þessi margumtöluðu 6,7% séu einmitt til vitnis um þetta.

Það breytir þó ekki því að auðvitað hækkar fylgið þegar þú ert komin á stjá

Jón Daníelsson, 20.3.2009 kl. 18:11

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Takk fyrir komuna í Grundarfjörð Ólína.

Þráinn Jökull Elísson, 20.3.2009 kl. 21:36

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Sæll Ægir,

Til að fá niðurbrot á fylgi í kjördæmum þá geturðu skoðað tveggja vikna niðurstöðu Capacent: http://ruv.is/servlet/file/4018855_Fylgi_19mars_Lokaeintak.ppt?ITEM_ENT_ID=256470&COLLSPEC_ENT_ID=32 ).

Samfylkingin var með tæp 20% þarna, eftir ótrúlega niðurstöðu síðast, 6,7%. Fylgið er að aukast jafnt og þétt og var 28% seinni vikuna í þessari könnun.

Eggert Hjelm Herbertsson, 21.3.2009 kl. 09:21

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir þetta allir saman

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.3.2009 kl. 09:26

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er gaman að lifa þegar vel gengur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.3.2009 kl. 09:30

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er bara ein skoðanakönnum sem skiptir máli  - kosningar.

Óðinn Þórisson, 21.3.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband