Prófkjörið stendur yfir!

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hófst með rafrænni kosningu í gær og stendur til kl. 16 á sunnudag. Allar nánari upplýsingar eru á kosningasíðu kjördæmisins http://www.xsnv.blog.is/ eða á heimasíðu Samfylkingarinnar, http://www.samfylking.is/

Ég gef ótrauð kost á mér í annað tveggja forystusæta flokksins.

Mín helstu baráttumál eru þessi:

  • Ég hef ríkan skilning á hlutskipti fjölskyldna og vil beita mér í þeirra þágu.
  • Ég tel brýnt að innleiða lýðræðisumbætur og stjórnlagaþing
  • Ég vil ábyrga stjórnsýslu svo stofnanir fái sinnt lögbundnu hlutverki án inngripa stjórnmála- eða hagsmunaafla.
  • Hlut landsbyggðar gagnvart höfuðborginni þarf að rétta með fjölbreyttum menntunarkostum, bættum samgöngum og fjarskiptatækni
  • Auðlindir lands og sjávar eiga að vera þjóðareign en ekki markaðsvara fyrir útvalda.
  • Íslendingar eiga að hafa samstarf og vera í samfélagi við aðrar þjóðir
  • Íslenskan landbúnað þarf að frelsa undan áratugagömlu miðstýrðu framleiðslustjórnunarkerfi.
  • Auka þarf möguleika bænda til þess að sinna sjálfstæðri matvælaframleiðslu og tengja hana ferðaþjónustu.
  • Brýnast tel ég þó að verja lífskjör almennings á þeim tímum sem við nú lifum. Ég vil að byrðarnar verði lagðar á breiðustu bökin en hinum hlíft.

Velferðarsjónarmið og jafnaðarstefna eru aldrei mikilvægari en á krepputímum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Og evrópumálin. Hvar stendur þú Ólína í þeim?  Telur þú brýnt að taka upp EURO-tengingu og hefja aðildarviðræður?

Baldur Gautur Baldursson, 7.3.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mikilvægt er að allir flokkar sameinist um að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópu. Það tel ég lýðræðislegustu lausnina.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 15:08

3 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Gangi þér vel vinkona ...  ég vona að listinn hjá ykkur verði aðein burðugri en sá sem var að líta dagsins ljós hér á norðaustur horninu...

Pálmi Gunnarsson, 7.3.2009 kl. 18:38

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Gangi þér vel Ólína mín. Samfylkingin er heppin að hafa manneskju eins og þig um borð.

Kolbrún Baldursdóttir, 7.3.2009 kl. 21:44

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég verð enn á ný að benda á Steina og Álversflokkinn.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.3.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband