Kastljósið í kvöld - ÍNN á mánudagskvöld.

Í kvöld mætti ég þeim Þorbjörgu Helgu Vigfússdóttur og Ómari R Valdimarssyni í Kastljósi vikunnar. Við tókumst á um atburði líðandi viku, stjórnarmyndunarviðræðurnar og horfurnar framundan. Það glóði svolítið á okkur Þorbjörgu Helgu sá ég þegar ég kíkti á þáttinn á netinu. Hún er ung og glæsileg kona með ákveðnar skoðanir og mjög ákveðna framkomu - en auðvitað vorum við ekki sammála um margt frekar en við mátti búast.

Þeir sem áhuga hafa geta horft á þetta spjall okkar HÉR.

Fyrr um daginn gerði ég hálftíma þátt á ÍNN sem verður víst ekki sendur út fyrr en á mánudagskvöld kl. 21.30. En sá þáttur fjallar um stjórnarskrárbreytingar og stjórnlagaþing. Ég fékk til liðs við mig Gísla Tryggvason, talsmann neytenda. Hann er lögfræðingur að mennt og hefur látið sig þessi mál varða ekki síst á bloggsíðu sinni (sjá hér).

Þið fylgist vonandi með þessu þegar þar að kemur. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú stóðst þig vel. En ekki ÞH

Hólmdís Hjartardóttir, 31.1.2009 kl. 00:40

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hvað er þetta með að vera að troða sjálfstæðisfólki inn í alla þætti. Eða var það ekki rétt voru ekki Ómar og þess stelpa þarna sjálfstæðisfólk ?...

Er þetta með ráðum gert eða er þetta tilvlijun...

Ég er ekki viss miðaða við hvað sjálfstæðsiflokkurinn hefur veirð stöðugt í ruv undanfarið með einum eða öðrum hætti.  

Brynjar Jóhannsson, 31.1.2009 kl. 00:48

3 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Mér leið hálf kjánalega fyrir ,,hönd mannkyns" eins og ég kalla það, þegar ungfrúiin sjálfstæða, talaði um að það hvíldi ekki nein leynd yfir neinu hjá sjálfstæðismönnum.  Hún vissi ekki betur en frétta- og blaðamenn fengju allar þær upplýsingar sem þeir vildu, hjúskaparstöðu, heimilisfang o.fl.

Eitthvað fannst mér vanta upp á skilning málsins, þar á bæ.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 31.1.2009 kl. 01:06

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kastljósið var býsna gott og ég ætla að horfa á það aftur í dag þegar ég verð búin að fjárfesta í nýjum "heddfón" í kaupfélaginu. það veitir ekki að að útskýra stjónarsrámálið hvar og hvenær sem er.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2009 kl. 05:00

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég tek undir með Ölmu Jenny sem kommentar hér fyrir ofan. 

Það er ekki nóg að vera með munninn fyrir neðan nefið ef það sem sagt er, er ekki vitrænt.  "Engin hula - engin spilling" sagði Þorbjörg og það er náttúrulega bara tómt bull.   Enda virtist hún ekki skilja um hvað málið snerist þar.

Þú varst málefnaleg Ólína. 

Anna Einarsdóttir, 31.1.2009 kl. 10:16

6 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Mér fannst hún Þorbjörg Helga gefa framsókn vel undir fótinn.  Dáðist alveg að nýja formanninum.  Er nú þegar byrjað plott um framsókn og sjalla? Kannske ákveða framsóknarmenn að bakka frekar upp sjálfstæðisflokkinn, eða stefna að samstarfi eftir kosningar.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 31.1.2009 kl. 11:27

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mér fannst þú Ólína standa þig frábærlega, ég átti svo sem ekki von á öðru

Páll Jóhannesson, 31.1.2009 kl. 11:32

8 Smámynd: Dunni

Ég er ekki alveg sammála þér varðandi Kastljósið.  Meðan Þorbjörg Helga talaði eins og grunnskólanemandi á bekkjarmálfundi stóðst þú þig mjög vel. Reyndar Fannst mé Ómar R. líka góður.  En Þorbjörg Helga er eins og svo margir ungir Sjálfstæðismenn, klisjukennd og lítið málefnaleg. 

Dunni, 31.1.2009 kl. 18:36

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Já Ólína, þú stóðst þig vel.  Ungu konunni Þorbjörgu Helgu verður að gefa sjéns.   Mér fannst hún koma heiðarlega fram þrátt fyrir allt.  Ekki gleyma því að hún er af annarri kynslóð, sem er að upplifa hluti sem hún hélt að tilheyrðu bara Öldinni sem leið.  .... og svo verð ég að múntra þig líka fyrir flotta klippingu Ólína.

 Kær kveðja.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.2.2009 kl. 04:04

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú ert miklu glæsielegri kona en ungpían Ólína, það er engin spurning!

og það segi ég hér óhikað, því fæstir aðrir þora víst ekki meira en að hugsa það!?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.2.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband