Góð var skatan - gleðileg jól!

Skötuveisla dagsins var sko veisla í lagi! Það var vel þess virði að keyra út í Bolungarvík í hvassviðrinu til þess að gæða sér á þessu góðgæti. Skatan var hreint lostæti - borin fram á heitum diskum með soðnum kartöflum og vestfirskum hnoðmör, meðlætið nýtt rúgbrauð og ískaldur brennivínssnafs. Slurrrrrp!

Nú mallar þvottavélin værðarlega inni vaskahúsi. Jólakveðjurnar óma í útvarpinu. Það gerist ekki betra.

Gleðileg jól kæru lesendur.
Megi hátíðarnar færa ykkur frið og gleði. 

Jólamynd1
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gleðileg jól í þitt hús Ólína mín og takk fyrir ánægjuleg samskipti á blogginu undanfarið ár

Sigrún Jónsdóttir, 23.12.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Skatan var líka frábær í Kópavoginum ... ummmmmm! Gleðilega hátíð og takk fyrir bloggvinakveðjuna.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.12.2008 kl. 22:31

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Héðan frá Stjörnusteini sendum við ykkur bestu óskir um gleðileg jól.  Njóttu vel með fjölskyldu og vinum.  Takk fyrir skemmtilegar færslur á árinu sem er að líða.

Ía Jóhannsdóttir, 23.12.2008 kl. 22:39

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er þvottavélin að þvo ólyktina úr skötuveislunni??? er ekki alveg skötukona en skil samt ykkur sem viljið ekki lifa þorláksmessu án hennar, ég á mínar dellur líka.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 23:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Slurpið og kartöflur soðnar,
með snafsi og skötu boðnar,
lappirnar vestfirskar loðnar,
Lofn með rúgbrauðið roðnar.

Gleðileg jól!

Þorsteinn Briem, 24.12.2008 kl. 03:33

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðileg jól elsku Ólína og takk fyrir skemmtileg samskipti á blogginu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.12.2008 kl. 09:05

7 Smámynd: Einar Indriðason

Ég ætla að segja pass á skötuna.

En.  Ég ætla líka að segja... Gleðileg Jól, og gott nýtt ár! :-)

Einar Indriðason, 24.12.2008 kl. 09:26

8 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Skatan er ljúffeng. Þú er með bestu bloggurunum á moggablogginu.  Jólakveðjur vestur.

Sigurður Sveinsson, 24.12.2008 kl. 12:02

9 Smámynd: Tiger

Gleðilega hátíð Ólína mín og þakkir fyrir bloggvináttu og góðar stundir sem ég hef átt hér við lestur pistla þinna!

Megi friður og ljúfleiki ríkja hjá þér og öllum þínum um jól og áramót - sem og alltaf bara!

Knús og kram í þitt hús skottið mitt ..

Tiger, 24.12.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband