Sungiđ og sungiđ og sungiđ og .... börn falla í yfirliđ!

kórsöngur Ég hef veriđ ađ syngja fullum hálsi í allan dag - nú ţarf ég ađ ţegja.  Nú vil ég fá ađ ţegja. Lengi.

Um bylgjur ljóssins berast nú
bođ um mikinn fögnuđ.
Upp á mína ćru og trú:
Ólína er ţögnuđ.

Já, viđ ćfđum af svo miklu kappi í dag ađ börnin voru farin ađ hníga niđur í yfirliđ. Whistling  Jćja - ég á auđvitađ ekki ađ tala í fleirtölu. Ţađ var ein stúlka sem hneig niđur. Steinlá, litla skinniđ - og pabbinn sótti hana skömmu síđar.

En ţađ var sumsé kvennakórinn Valkyrjurnar sem ţarna ţandi raddöndin ásamt undurţýđum barna- og stúlknakór. Tilefniđ eru tónleikar sem verđa í Ísafjarđarkirkju annađ kvöld. Ţar munum viđ, flytja Ceremony of Carols og fleira jólalegt viđ fagran hörpuslátt og kertaljós.

En, eftir ţetta hógvćra yfirliđ hélt ćfingin áfram undir styrkri stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, stjórnanda okkar. Hún átti svo eftir ađ fara út í Bolungarvík ađ stjórna ađventukvöldi, ţannig ađ ţađ var enginn tími til ađ drolla. Wink Svona konur eiga nú eiginlega ađ fá heiđursmerki.

Viđ í altinni töldum vissast ađ halda eina aukaćfingu í heimahúsi nú í kvöld - svona rétt til ađ styrkja nokkrar innkomur eins og gengur.

Og nú er ég sumsé búin ađ syngja yfir mig, eins og ég sagđi ....


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Hér hef ég aftur á móti ţagađ meira og minna í 10 daga ţar sem húsbandiđ var erlendis og ég heima á hćkjunum, hann var ađ lenda áđan og ţađ sem ég hef mikiđ ađ segja, aumingja hann  nei, nei hann verđur bara glađur ađ heyra í sinni.  Gangi ykkur vel í kirkjunni annađ kvöld.

Ásdís Sigurđardóttir, 7.12.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Vonandi ţagnar ţú nú ekki í alvöru Ólína mín.  Ekki veitir af hverri rödd á ţessum dögum.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 8.12.2008 kl. 14:14

3 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Vonandi tekst  ţetta  vel hjá ykkur ....  gott framtak og gangi ţér vel

Gylfi Björgvinsson, 8.12.2008 kl. 15:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband