Eru mótmælin að þróast í múgæsingu?

motmælendurEru mótmæli Íslendinga að breytast í múgæsingu? Ég velti því fyrir mér eftir atburðina við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Fréttamyndir af vettvangi skjóta manni skelk í bringu.

Hugsanlega hefði lögreglan getað leyst þetta mál betur - til dæmis með því að láta einhvern koma út og tala við fólkið. Þó er ég ekki viss, svona eftir á að hyggja. Enda verð ég að segja að þeir sem brjóta rúður og ráðast til inngöngu með steinhellur á lofti geta nú varla búist við því að þeim sé boðið í kaffi þegar inn er komið. Hvað hélt fólk að lögreglan myndi gera? Auðvitað máttu menn vita að hún myndi verja húsið.

Svo kom drengurinn út - eins og skæruliðaforingi með klút fyrir andlitinu. Lítið bara á þessa fréttamynd hér fyrir ofan. Það mætti halda að hún væri tekin í Palestínu.

piparudiNei, atburðarásin er að verða einhvernvegin hálf óraunveruleg. Það er átakanlegt að sjá nú myndir af fólki sem ber menjar eftir piparúða lögreglunnar.  Við Íslendingar eigum ekki að venjast átökum sem þessum, enda siðmenntuð þjóð að því talið er.  

Hitt er svo annað mál að ég gef lítið fyrir skýringar lögreglu á handtöku piltsins. Þeir voru greinilega að ögra mótmælendum með þessu. En þeir gera það vonandi ekki aftur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Fullkomlega sammála þér Ólína. Við hljótum að geta borðið fram réttlátar kröfur okkar á siðprúðan og faglegan máta sem er okkur til sóma, en ekki fjörtjóns.  Ég held að æstir ungir guttar með kefluð andlit og í þokkabót vopnaðir grjóti séu ekki til þess fallnir að standa sem fulltrúar okkar hinna.  Málefnaleg umræða, rökfastur málabúnaður og stilling er meira í takt við það sem við Íslendingar þekkjum og kunnum best.  Rúðubrot eru hins vegar svo steinaldarleg og kjánaleg að enginn hlustar á okkur, heldur hækka bara skattana á okkur eða minnka löggæsluna í borginni - til að standa straum að rúðukaupum.   

Burt með spillingarliðið - en verum prúð og kurteis.

Baldur Gautur Baldursson, 24.11.2008 kl. 12:14

2 identicon

Aðstoðuðu þingmenn Samfylkingarinnar við ólöglega handtöku íslensks ríkisborgara?

Samfylkingin minnir á Júdas sem sveik Jesú í hendur böðlanna.
Samfylkingin ætlar greinilega að svíkja þjóðina í hendur glæpaklíkunnar sem setti landið á hausinn.


Færsla bloggarans AK-72:
http://ak72.blog.is/blog/ak72/entry/720852/

"Haukur heimspekinemi dundaði sér við þann táknræna gjörning á dögunum að hengja Bónusfána á Alþingishúsið. Í kvöld beið hann niðurlútur með félögum úr Háskólanum eftir því að fá að hefja skoðunarferð um það sama hús í vísindaferð.
Þar sem hópurinn stóð á snakki við Ágúst Ólaf og aðra broddborgara rak þjónustulundaður öryggisvörður glyrnurnar í Hauk.
Uppi varð fótur og fit. Háskólanemendunum var vísað á dyr í snarhasti. Þarna fengju þeir sannarlega ekki að laumast um gólf.

Í staðinn bauð Samfylkingin þeim á skrifstofur sínar. Haukur og félagar nutu þar lífsins og höfðu ekki minnsta grun um að á meðan Samfylkingarmenn gerðu við þá gælur voru Svartstakkarnir á leið á staðinn.
Samfylkingarmenn létu á engu bera. En þegar Haukur ætlaði að ganga út af skrifstofunum stökk löggan á hann og handtók hann.

Bónusmaðurinn er sumsé kominn í djeilið.

Og er nú ekki lýsandi fyrir hlut Samfylkingar á þessum síðustu tímum að bjóðast brosandi til að umbera lýðinn sem ekki er velkominn á hið háa Alþingi og sitja síðan aðgerðarlaus hjá þegar yfirvaldið kemur fram vilja sínum við hann?"


Sjá einnig:
http://maurildi.blogspot.com/2008/11/g-l-h-e-i-t-r-f-r-t-t-i-r.html


Afleiðingarnar af Júdasarkossi Ágúst Ólafs má nú lesa í erlendum fjölmiðlum.

http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7744355.stm
http://politiken.dk/udland/article601755.ece

Jon R (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Fyrir það fyrsta þá var fólk á öllum aldri fyrir utan lögreglustöð s.l. laugardag.  Fullorðið fólk sem sér alvarleika í því að hægt sé að handtaka fólk hvar sem er, þótt viðkokmandi hafi hafið sína afplánun fyrir að greiða ekki sekt fyrir að hlekkja sig utan á vinnuvél vegna mótmæla vegna virkjana hér á landi.

Drengurinn hafði þá og þegar afplánað 4 daga af refsingu sinni sem var 15 daga afplánun í fangelsi.  Hann hefur væntanlega verið búin að gera ráðstafanir í sínu lífi til að mæta þessum 15 dögum.  Þá var hann settur út vegna plássleysis!!!

Er svo tekin þar sem hann er í vettvangsferð með samnemendum sínum í Háskóla.

Kannski þætti ykkur í lagi að svona yrði komið fram við börnin ykkar, börn sem gerðu ekki alvarlegra af sér en að hlekkja sig við vinnuvél til þess að reyna að venda okkur landsmönnum á að við höfum ekki leyfi til þess að ganga svo á auðlindir framtíðar okkar. 

Ólína ég man einnig hvernig þú gagnrýndir það fólk sem mótmælti þeim spillingarmálum sem upp komu í borgarstjórn á liðnum vetri - við setningu enn eins nýs borgarstjóra.  Það var samt þetta fólk sem mátti borga brúsann af þeim ábyrgðalausa pólitíska sandkassaleik sem landsmönnum hefur verið boðið upp á í einu og öllu síðustu ár

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 24.11.2008 kl. 12:55

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, það nú þetta með þá siðurmenntuðu. Eru það ekki þeir siðmenntuðu sem búnir eru að steypa stórum hluta heimsins í eymd og volæði? Spurning er hvort nokkuð sé unnið með því að vera siðaður? Maður getur verið svo siðaður til dæmis að maður situr í riíkisstjórn hvað sem tautar og raular. 

María Kristjánsdóttir, 24.11.2008 kl. 13:09

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

siðmenntuðu átti að standa ekki siðurmenntuðu eða síðurmenntuðu sem væri nú kannski annars ágætt!

María Kristjánsdóttir, 24.11.2008 kl. 13:10

6 identicon

Ég er engan veginn að mæla með því að fólk brjóti rúður en hitt mættu þeir sem fordæma þessar aðgerðir hafa í huga að mótmælin fóru ekki út í óeirðir fyrr en þessi hópur 500 manna á öllum aldri, hafði verið hundsaður í rúman klukkutíma. Ef lögreglan heldur að rétta leiðin til að róa bálreiðan múg sé sú að hundsa hann algerlega, þá vantar mikið upp á sálfræðimenntun stéttarinnar.

Fyrstu viðbrögð lögreglunnar voru ekki ávarp, ekki yfirlýsing, ekki viðvörun, heldur piparvökvi beint í andlitið á mér (hvílík tilviljun) og telpunni sem var næst mér. Eitrinu var svo dælt yfir alla viðstadda, líka yfir hópinn fyrir utan þar sem t.d. voru gamalmenni og fólk með barnavagn.

Reitt fólk er ekki friðsamt. Það veit lögreglan mæta vel. Og reitt fólk sem ekki fær áheyrn verður ennþá reiðara. Ég spái því að þetta sé aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal ef valdstjórnin heldur áfram þeirri stefnu sinni að hundsa kröfur almennings um að embættismenn verði látnir axla ábyrgð á verkum sínum.  

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 13:21

7 identicon

baldur mcqueen sagði þetta

 Ef "skríllinn" stæði fyrir mótmælum alla daga ársins og skemmdi rúður fyrir fjórar milljónir (4.000.000 kr.) hvern einasta dag, tæki það 700 ár að valda viðlíka fjárhagsspjöllum og stjórnendur Íslands hafa valdið með vanrækslu og kæruleysi síðustu ára.

Með öðrum orðum, það tæki skrílinn tvö hundruð fimmtíu og fimm þúsund og fimm hundruð daga að valda þjóðinni jafn miklum skaða og fulltrúar hennar hafa þegar gert

og isg er bara með skæting við fólkið sem kaus flokkinn

Tryggvi (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 13:32

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nei mótmælin eru ekki að umbreytast í múgæsing Ólína..hins vegar er því miður að sjóða uppúr hjá mörgum. Það eru takmörk fyrir hversu illa er hægt að koma fram við fólk, vanvirða og niðurlægja endalaust og hundsa algerlega re´ttmætar kröfur .ess áður en það fær hreinlega nóg. Ef þú lest og ferð vel yfir þá aðtburði sem þarn gerðurst getur þú eflaust séð að þetta var ekki bara á einn veginn. Lögreglan braut lög með handtökunni..hundasði svo beiðni fólksins sem þarna kom um viðræður og læsti öllum hurðum. Ég er ekki að mæla óeirðum neina bót né skemmdarverkum en hér verður að skoða hluti í réttu samhengi.

Gott að það var upplyftandi fyrir þig að hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu á fundinum. Það er spurning hversu múgurinn getur samglaðst þér með þá ræðu..að hún og hennar lið ætli alls ekki að víkja..sama hvað. Og á meðan eykst bara reiðin og vanmáttur þjóðar...herjum er það þá að kenna ef allt sýður upp úr að lokum?. Fólkinu sem var aldrei ansað eða þeim sem aldrei önsuðu??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.11.2008 kl. 15:01

9 identicon

Sem betur fer er fólk hætt að taka svona geðþótta-löggæslu með þegjandi þögninni. Þetta hefur verið siður hjá lögreglunni til fjölda ára. bróðir minn var að setjast til borðs með fjölskyldu sinni þegar lögreglan tók hús á honum og handtók hann. Þetta var gert vegna þess að Nixon var í bænum.

Þá voru önnu tvö systkini mín handtekin þar sem þau voru að rölta í blíðunni á ellefuhundruðára afmæli Íslandsbyggðar. Öll höfðu þau ekki neitt til sakar unnið, aðeins tekin úr umferð eins og þessi drengur. Honum var kippt fyrirvaralaust inn, án aðvörunar. Það verður vonandi bið á því að lögreglan hagi sér svona aftur.

Ásdís Thoroddsen (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 15:21

10 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Sammála þér Ólína, þessi mótmæli við Lögröglustöðina voru dapurleg og málstaðnum ekki til framdráttar. Flest höfum við borið einnhvern skaða af og eigum eftir að gera. Bara gott að Íslendingar mótmæli og láti vita að þeim sé ekki sama. En ekki þessi heimska með stráktittinn. Hann skemmir málstaðinn. Kannski ætti líka að mótmæla bankamönnum og útrásarmönnum, það eru þeir sem komu okkur í þessa stöðu.

Haukur Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 15:27

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir eiga að fara að lögum, bæði mótmælendur og lögreglan.

Þeir sem brjóta rúður geta ekki búist við vettlingatökum og silkihönskum.

Þorsteinn Briem, 24.11.2008 kl. 15:39

12 identicon

Samfylkingin er komin í sömu stöðu og "Flokkurinn og Foringinn"
Þeir halda að þeir geti einir bjargað klúðrinu sem þeir áttu sök á sjálfir.

Sporin hræða!
Það voru margir sem fylgdu Hitler fram í rauðan dauðann.

Dæmi um þennan hugsunarhátt birtist t.d. í skrifum
þessa drengs sem fær námskostnað sinn greiddann af opinberu fé.

"að forsætisráðherra haldi áfram að tala beint við okkur um ástandið og að
við bregðumst ekki traustinu og gerum það sem í okkar valdi stendur".
Sjá
http://www.gislimarteinn.is/?p=61

Hann segir að þegnarnir eigi ekki að bregðast trausti foringjans.
Þetta minnir á Þýskaland Hitlers. "Mein Führer über alles"

Í lýðræðisríki eiga kjörnir fulltrúar ekki að bregðast trausti kjósenda sinna.
Þeir eiga að þjóna fólkinu og gæta hagsmuna þess.


Ráðherrar Samfylkingarinnar (að eigin sögn) fengu vitneskju um aðsteðjandi vanda í ársbyrjun 2008.
Eftir 11 mánaða samfelld  "björgunarstörf" Samfylkingarinna er landið gjaldþrota.

Þessi ríkisstjórn er rúin öllu trausti bæði á Íslandi og erlendis.
Hver dagur sem líður með þessa hörmung hangandi yfir þjóðinni færir landið nær endanlegri tortímingu.

Jon R (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 15:43

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón R. Þér stendur til boða að kjósa aðra stjórnmálaflokka en Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn, sem hafa 43 af 63 þingmönnum á bakvið sig, og 40 þingmenn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Þér stendur einnig til boða að brjóta rúður sem almenningur hefur unnið fyrir hörðum höndum og verða stungið í steininn.

Gjörðu svo vel! Þitt er valið!

Þorsteinn Briem, 24.11.2008 kl. 16:01

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja.  Ég er allavega á móti öllum þessum mótmælum,  mér finnst að það verði að gefa hlutunum tíma og leyfa ráðamönnum að vinna í málunum, þetta er að mínu mati orðin múgæsing og ekki eitthvað sem mér finnst gott fyrir þjóðina.  Mér finnst þetta vera í grunninn sá hópur sem hefur mótmælt flestu í gegnum tíðina og hefur bara hreinlega gaman að því, reyndar hafa bæst við einhverjir og örugglega margir þar sem eru virkilega að berjast, en þessir mótmælendur eru ekki trúverðugur hópur að mínu mati. Það sagði við mig ágætur maður að Hörður Torfa mundi örugglega selja bókina sína vel eftir svona góða kynningu á sjálfum sér.  Sel það ekki dýrara en ég keypti það.  Svo rifjaðist upp fyrir mér í gærkvöldi þegar ég horfði á Geir, afhverju ég hef alltaf hallast til hægri, það er einfaldlega meira gaman að leika við glaða fólkið.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2008 kl. 16:15

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nei búkolla ég skammast mín sko ekkert, ég hef haft ótal ár til að vega og meta fólkið í kringum mig og ég fer ekki ofan af því að þetta er það sem mér finnst og stend við.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2008 kl. 17:40

16 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst að sú mótmælaalda sem gengur nú yfir samfélagið sé að hluta til múgæsing. Egill Helgason Edduhafi er að mínu mati með nokkuð einsleita túlkun á sinni síðu og að vissu leiti í þættinum líka.

Tæplega er hægt að tala um Silfrið og bloggið á Eyjunni sem hlutlausa umfjöllun um málefni líðandi stundar. Þar er talað um þá einstaklinga sem stóðu að útrás fjármálafyrirtækja, sem algjöra glæpamenn og allt tínt fram um þá sem neikvætt getur talist.

Ég er ekki að halda því fram að þar hafi ekki verið gerð mistök, en þetta minnir mig stundum á dómstól götunnar og þar er ekki rannsakað af hlutleysi, heldur með með reiði og hefndarhug.

Þó Hörður Torfason vilji að mótmælin í miðbænum séu friðsöm, þá eru ræðurnar sem þar eru fluttar oft á tíðum ekki neinn friðarboðskapur.

Múgæsingur er því miður kominn í spilið að hluta til.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.11.2008 kl. 17:43

17 identicon

Búkolla. Hvaða tvískinnungur er þetta í þér. Fyrst segir þú henni að skammast sín og svo segir þú að hún eigi að segja það sem henni finnst. Auðvitað má hún hafa sína skoðun eins og þú. Það væri nær að þú skammaðist þín fyrir að vilja láta hnefana tala. Er það ekki einmitt sem gert var við lögreglustöðina og svo fárast fólk yfir því ef löggan svarar fyrir sig. Þá er bara talað um lögregluofbeldi osfrv.

Sigurður (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 19:34

18 Smámynd: Eyrún Inga Þórólfsdóttir

'Olína þú ert skörungur,,, mikið er  gott að koma geta komið "í heimsókn" til þín hér og fá málefnalegt álit á hlutunum.  Ég er virkur lesandi þó að þetta sé mitt fyrsta innlegg!!

 'Eg skora á alla burflutta 'Islendinga /íslenska ríkisborgara, sem lesa þetta, og eru fallnir af kjörskrá eins og ég (maður fellur af kjörskrá eftir 8 ára búsetu erlendis), að kanna  hvort þeir ættu ekki að sækja um að geta kosið aftur fyrir 1.desember 2008 ...  sjá þennan hlekk http://www.thjodskra.is:80/eydublod/kjorskra/     

 kannski verða kosningar að veruleika með vorinu, hvað sem hver segir..   þá er of seint að sækja um!!

Eyrún Inga Þórólfsdóttir, 24.11.2008 kl. 23:19

19 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Var að hlusta á hluta fundarinns í Háskólabíó og mér finnst hann sýna ákveðið þroskamerki þeirra sem að þessum málum standa. Það voru málin rædd, fólk spurði og fékk svör, ólæti ekki leyfð og ekki heldur neinn dónaskapur. Þetta er í áttina.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.11.2008 kl. 23:37

20 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, ég tek undir það með þér Hólmfríður, þetta er allt í áttina.  Og mikill munur að sjá fólk ræða saman á málefnalegum nótum - jafnvel þó að það sé reitt og meiningamunurinn sé mikill.

Fundarstjórinn var hinn skörulegasti. leyfði ekki dónaskap eða ólæti en var fullkomlega einarður í því að knýja fram svör og leyfa fólki að koma með gagnrýnar spurningar. Hann á þakkir skilið fyrir það.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.11.2008 kl. 23:54

21 identicon

Búin að missa allt álit á Samfylkingunni. Það eina sem vantar er að formaðurinn spyrji hvort ekki sé hægt að gefa skrílnum kökur. ISG er að verða nákvæmlega eins og þeir valdamenn sem hún gagnrýndi mest á sínum tíma, en þá voru tveir turnar í áróðrinum, nú er bara einn, hún sjálf, hvað er málið? Að halla sér að Geir og verða "like this" með honum? Má ég þá biðja um nýja forystu Samfylkingarinnar.

Nína S (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:55

22 Smámynd: Héðinn Björnsson

Stjórnvöld hafa dælt bensíni yfir allt samfélagið og leika sér nú með eldspýtur yfir öllu saman. Ég bið fólk til dæmis að taka eftir að enginn ráðherra hefur beðist afsökuna á hafa stýrt landinu í þrot! EKKI EINN! Ef ég hefði tekið að mér að keyra bíl heimilisins og keyrt á vegg þá hefði ég talið ástæðu til að byðjast afsökunar en ekki bara segja að ég myndi bíða eftir að rannsókn færi fram um hvort ég hefði gert eitthvað af mér. Stjórnarliðar hafa ekkert sagt um hvernig eigi að byggja hér öðruvísi samfélag svo þetta gerist ekki aftur. Allt virðist ganga út á að færa skuldabyrðar frá auðmönnum og yfir á heimilin í landinu. Að halda að slíkt muni gerast án þess að fólk skipuleggji varnir fyrir heimili sín er barnalegt.

Héðinn Björnsson, 25.11.2008 kl. 16:41

23 identicon

Nú vilja stjórnvöld ólm láta á það reyna                                               hvort þeim takist os á réttan veg beina                                                   við því ég býst                                                                                           og tel fullvíst                                                                                          þau muni os aðalmálunum eflaust leyna.                                                                                                               

Guðmundur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband