Í bróðurfaðmi - eða gini ljónsins?

DavidGeirMbl.is Vafalaust hafa runnið tvær grímur á marga sem horfðu á Kastljósið nú rétt í þessu. Viðtalið við Þorstein Má Baldvinsson stjórnarformann Glitnis fannst mér athyglisvert - einkum frásögn hans af aðdraganda ríkisyfirtökunnar á Glitni. Þorsteinn Már bað hluthafa Glitnis afsökunar á þeim "mistökum" sínum að hafa snúið sér til Seðlabankans með lausafjárvanda Glitnis.

Hluthafar urðu af hundruðum milljarða króna við yfirtökuna en ríkið gerði "dúndurkaup" eins og Pétur Blöndal orðaði það - keypti á genginu 1,80 á mánudagsmorgun. Þegar markaður lokaði í dag var verðið 4,50.

Glitnismenn standa titrandi af vanmáttugri reiði og telja sig hafa gengið í gin ljónsins. Það var jú stór lántaka Seðlabankans í Þýskalandi sem varð til þess að skrúfað var fyrir frekari lántökur þaðan til Glitnis, sem leiddi svo aftur til þess að þeir urðu að snúa sér til Seðlabankans um lánsfjármagn. "Stærstu mistök sem ég hef gert" sagði Þorsteinn Már.

Það snart mig undarlega að sjá manninn sitja i viðtalinu, fölan af stilltri, vanmáttugri bræði. Ég trúði honum - skildi einhvern veginn hvernig honum leið. Ábending hans um hugsanlegt vanhæfi Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, til að taka ákvarðanir um málefni Glitnis vegna fyrri samskipta hans og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, er líka umhugsunarefni.

Nú velti ég því fyrir mér hvort ríkisstjórnin hafi verið ginnt í málinu - hafi hún á annað borð fjallað um það. Hvenær fjallaði ríkisstjórnin annars um málið - var það aðfararótt mánudags?

 "Davíð var við stýrið - Geir farþegi um borð" segir Valgerður Sverrisdóttir í beittri grein á heimasíðu sinni í dag. Hún er ekki bara að lýsa fréttamyndinni sem birtist af þeim félögum þegar þeir óku saman í einum bíl til fundarins örlagaríka - heldur hugsanlegri merkingu hennar.

Var myndin kannski táknrænni en mann hefði grunað í fyrstu?

Það er ýmsum spurningum ósvarað í þessu máli um aðdraganda kaupanna. Enn hefur ekki verið sýnt fram á að ákvörðun ríksins hafi verið röng - sjálf vil ég trúa því að hún hafi verið rétt. En stundum gerast réttir hlutir á röngum forsendum - og þá er ég að vísa til efasemda manna um hlutleysi Davíðs Oddssonar gagnvart Jóni Ásgeiri. Sú hugsun er óþægileg.

Svo mikið er víst að upplýsingarnar sem nú hafa verið bornar á borð gefa nokkuð aðra mynd en þá sem dregin var upp í fyrstu. Og það truflar mig.

ljónoglamb

mbl.is Sameining Glitnis og Landsbanka ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Viðtalið vakti mun fleiri spurningar en það svaraði. Þorsteinn Már komst vel frá sínu en mér fannst sama og þér, undir sveið reiðin.

Takk fyrir góðan pistil og það segi ég auðvitað vegna þess að ég er alveg sammála þinni greiningu á þessu

Ragnheiður , 30.9.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ákvörðunin var að minnsta kosti hvorki rædd á ríkisstjórnarfundi né borin undir Alþingi eða nefndir þess. Þó er hér um að ræða 84 milljarða lán sem tekið er í nafni þjóðarinnar og sem hún þarf að borga.

Minnir um ýmislegt á ákvörðun sem tekin var af einum manni í mars 2003 og setur ævarandi blett á íslensku þjóðina.

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.9.2008 kl. 22:20

3 identicon

Hvað er að ykkur?? Hefðuð tið frekar viljað lána teim uppá von og óvon um að fá aurinn aftur? Ég er enginn Davíðs maður enn hvað átti að gera? Láta tá fara á hausinn? Hugsa áður enn maður bullar!

óli (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mjög góður pistill Ólína. 

Marta B Helgadóttir, 30.9.2008 kl. 22:26

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Davíð og Mái í hár saman? Nú hittir andskotinn ömmu sína. Mái verður í hlutverki ömmunnar.

Víðir Benediktsson, 30.9.2008 kl. 22:52

6 Smámynd: haraldurhar

Góður pistill Ólína.  Til þess að vekja upp fleiri spurningar í huga þér, og jafnvel þú finnir út úr hvað er rétt og hvað er rangt í þessari gjörð.

    Skuldari kemur til bankastjóra og biður um lán gegn verði í undirliggjandi eignum, en bankastjórinn ákveður að skuldarinn sé ekki á vetur setjandi, en biðst til að leggja fram fé í formi hlutafés, sem er eins og við öll vitum hrein áhættufjárfestin. Hvort hefðir þú sem vörslumaður allmenningsfé lánað gegn veði, eða keypt hlutafé í félaginu er þú áleist að væri að fara í þrot?

   Getur þú upplýst mig hversvegna varaformaður samfylkingarnar, eða ráðherra bankamála voru sniðgengnir í þessu máli?   Hef oft velt fyrir mér hvert sé hlutverk varaformanns í samfylkingunni, og ekki síst nú er Ingibjörg form. er forfölluð.

haraldurhar, 30.9.2008 kl. 23:15

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég fylltist bjartsýni, þegar ég horfði á Þorstein Má í kvöld.  Hann ætlar að kryfja þennan gjörning til mergjar.  Það átti að afhenda honum dúsu, stjórnarformaður áfram, en hann finnur lykt af spillingu og vill rannsókn.  Flott hjá honum.

Sigrún Jónsdóttir, 1.10.2008 kl. 00:13

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Cry me a river, baby! Dummies' Guide to Banking.

Þorsteinn Briem, 1.10.2008 kl. 01:46

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bankastjórar Seðlabankans eru þrír, Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, og skipaðir af ráðherra. Varla var meirihluti þeirra vanhæfur í þessu máli (Eiríkur og Ingimundur), burtséð frá því hvort Davíð var það eða ekki. Og ríkisstjórnin stendur einnig að þessum gerningi.

"Smásala, flugrekstur og fasteignarekstur verða illa úti þegar neysluveislan er búin og það er á þessum sviðum sem Íslendingarnir hafa einkum haslað sér völl. Oft með lánsfé sem er mjög erfitt þegar kreppa er á lánamarkaði."

Ríkið mun að öllum líkindum fá þetta 84ra milljarða króna nýja hlutafé í Glitni til baka og vel það þegar hlutaféð verður selt, eins og Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á.

Og margir, til dæmis Jón Ásgeir Jóhannesson, hafa fengið góðan arð af hlutafjáreign sinni í Glitni.

Glitnir 20.2.2008: Samþykkt að greiða 5,506 milljarða króna í arð af hagnaði rekstrarársins 2007.

Glitnir 13.2.2007: Samþykkt að greiða 9,4 milljarða króna í arð af af hagnaði rekstrarársins 2006.

Þorsteinn Briem, 1.10.2008 kl. 01:58

10 identicon

    1. Einar Vilhjálmsson ritaði
      1. október 2008 kl. 1.25

      Magnað hvað mennskeppnan ætlast til að komast langt á forsendum meints trúverðugleika hvað svo sem það orð merki. Það er eitthvað við orðið trúverðugleiki sem virðist ná að fanga það fas og þá framkomu sem veitir mönnum aðgengi að jábræðrum óháð gömlum og góðum gildum sem vistuð eru í orðunum heiðarleiki og áreiðanleiki. Í fræðibók um þróun á atferli dýra er að finna lýsingu á því hvernig skordýrategund ein í Afríku hefur lært að viðhafa trúverðugleika til árangurs. Þannig hagar til að karldýrið þarf að mæta með bráð á markaðstorg æxlunar til að eiga séns ( kunnuglegt). Nyrst í Afríku viðhafa karldýrin þennan gjörning af samviskusemi og mæta með safaríka bráð . Töluvert sunnar í Afríku hafa karldýrin komist að því að þeir ná takmarki sínu fullkomlega með því að sýna bráðina þótt þeir hafi sjálfir notið megnsins af næringu hennar. Enn sunnar hafa karldýr af sömu tegund lært að þeir geta í raun komist upp með allt á markaðstorginu með því að sýna haus og hala á næringarrúinni bráð sinni ef hún er að öðru leiti hulin silkivafningi. Já , meira til. Allra syðst í Afríku er sama tegundin að verki og þar hefur trúverðugleikinn náð hámarki sínu. Karldýrin mæta á markaðstorgið með innan tóma silkikúlu og uppskera ríkulega á forsendu umbúðanna. Sennilegast hafa karldýrin fattað þetta allt saman fyrir þúsundum ára ef ekki tugum þúsunda. Magnað að hættulegasta og grimmasta lífveran á jörðinni skuli ná að lifa og hrærast í þeirri trú á 21. öldinni að hún sé lengra kominn í trúverðugleikasmíðinni en skordýr Afríku. Einkennist hegðun á íslenskum peninga- og verðbréfamarkaðir af nyrsta atferlisstigi skordýramarkaðarins eða ögn sunnar ? Hvar svo við Íslendingar erum staddir í dag í þessu tilliti er ljóst að tilhneigingin dýra er ekki að færast norður í háttvísi ef unnt er að beita suðlægari aðferðum með sama árangri. Trúverðugleikasmiðirnir í okkar samfélagi hafa mikið að gera og þótt þeim gangi allt gott til þá tekur það ögn lengri tíma en sem nemur andrými frá fimmtudegi til mánudags að grennslast fyrir um áreiðanleika og heiðarleika varnings sem staðsettur er hingað og þangað um heimsbyggðina. Ef sá sem meta á varninginn í umboði og reikning þriðja aðila gerir svo af áreiðanleika og heiðarleika er fyrrnefnt andrými sínu óréttlátara gagnvart honum. Ég sem þriðji aðili geri ég þá kröfu til minna matsmanna að þeir áreiðanleikavotti varninginn samkvæmt háttvísi nyrstu skordýrasamfélaga Afríku. Gildir þá einu hvort bráðin er 86M-EUR eða 134M-EUR löng með álitlegum haus og hala.  - ev

Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 02:10

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður pistill Ólína. Eins og þú segir þá eru þau brot sem smásaman eru að safnast saman, farin að gefa allt aðra mynd af málinu, en dregin var upp af seðlabankastjóra í upphafi dramans. Ríkið á ekki enn þennan hlut í Glitni, þótt greinilega séu hafnar viðræður um ráðstöfun hans. Hluthafafundur í Glitni á síðasta orðið. Þar verður engin lognmolla, svo mikið er víst.

Orð Þorsteins í Kastljósinu eru vissulega allrar athygli verð. Sagt er að samstarfsflokkur forsætisráðherra í ríkisstjórn hafi ekki verið hafður með í aðdragandanum heldur nánast tilkynnt um orðin hlut. Það skelfir mig ef svo er og þá ekki hvað síst ef Samfylkingin kyngir því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.10.2008 kl. 03:06

12 identicon

Það er í sjálfu sér aukaatriði á hvaða forsendum ákvörðunin er tekin. Aðalatriðið er hvort rétt ákvörðun sé tekin.

Seðlabankinn átti 3 kosti: a) Ok, samþykkjum veðið og lánum. B) Nei, því miður (bankinn fallit?) c) Kaupum 75% (87,300.000.000kr.) af bankanum á genginu x.

Ég held að flestir hefðu útilokað kost a. Hefðir þú komið til Glitnis með hliðstætt dæmi (getur þú lánað mér 5 milljónir, ég er hérna með 2 bíla...) hefði hr. Glitnir vísað þér kurteislega á dyr, hann hefði ekki litið á þig sem "samstarfsaðila". Þú hefðir staðið efti "titrandi af vanmáttugri reiði"

"Hluthafar urðu af hundruðum milljarða króna..." ?? Steini hefur bent á arðinn. Annað sem þarf að taka tillit til er hvenær (á hvaða gengi) keyptu hluthafarnir? Ef þú kaupir á genginu 1,0 og það hækkar í 2,0 en lækkar aftur í 1,5 ertu þá búin að tapa?

Mér fannst viðtalið við ÞMB ekkert athylisvert. Eingöngu dæmigert fyrir bisnissmann sem hefur tapað peningum. Hafi einhverjir skítugir viðskiptahættir verið á ferð (það er ekki útilokað) ætti einhverjir stórir hluthafar að vera á heimavelli. Það var vitað þegar heimild til lántöku til að bæta gjaldeirisvarasjóðinn var veitt, að bankarnir myndu líta þann gjaldeyri hýru auga. Nú standa þeir titrandi af reiði yfir að hafa ekki komist yfir hann.

Að taka mark á Valgerði Sverrisdóttir er vafasamt, hún hefur bara eitt hlutverk, - hlutverkið "stjórnarandstæðingur"

sigurvin (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 04:27

13 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Ég er ekki viss um að Þorsteinn Már hafi átt annan kost í stöðunni en taka tilboði seðlabankans. Minnumst þess að fyrir lá að Glitnir á að greiða um 20 milljarða lán á næstu dögum og átti hreinlega ekki fyrir því. Lánadrottnar stóðu fastir á að fá það greitt því ef Glitnir næði ekki að redda því hefði erlendi bankinn verið kominn inn sem eignaraðili næsta dag og ég velja á að innan skamms tíma hefði sá aðili ekki bjallað í Jón Ásgeir og co áður en hann stækkaði sneið sína af þeirri köku sem Glitnir er. Ég finn þá undarlegu lykt af þessu að Þorsteinn Már og félagar eru að reyna að fá í gegn forkaupsrétt á hlutnum á undirverði þegar að því kemur að ríkið losi um þessa eign aftur. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef Glitnir hefði ekki náð að fjármagna þessa afborganir sínar. Það hefði orðið keðjuverkandi ít í allt íslenskt samfélag fyrst og fremst. Þarna voru hagsmunir fjöldans teknir fram yfir hagsmuni ö´rfárra eigenda tímabundið. Helð að Jón Ásgeier og félagar eigi eftir að hagnast á þessu ef þetta varð til þess að afstýra enn harðari niðursveiflu eins og allt stenfndi í. Ég er hræddur um að við alþýða landsins hefðu öskrað enn hærra ef seðlabankinn hefði farið að lána þessum kaupahéðnum þessa peninga á fullnæjandi veðs. En bankionn átti hreinlega ekki einu sinni veð til að dekka þþá fjármuni sem þeir fóru fram á við seðlabankann þessvegna varð niðurstaðan sú að taka hann yfir. Ef Davíð hefði ráðið þessu og það einn hefði hann þá ekki bara yfirtekið bankann allann?

Bárður Örn Bárðarson, 1.10.2008 kl. 07:54

14 Smámynd: 365

Göngum út frá því að hann (Þorsteinn) hefði ekki gert þessi "mistök" að ganga til Seðlabankanns, hvert hefði hann þá leitað þegar allar aðrar bjargir voru bannaðar nema þessi sem hann gerði?  Ég er hræddur um það að þegar upp er staðið þá hafi þetta verið bestu mistök sem Þorsteinn hefur gert um ævinna.

365, 1.10.2008 kl. 08:13

15 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, það er margt í þessu máli sem athuga ber.

Ég tek undir það sjónarmið að ef ríkið á þess kost að kaupa hlut í bankanum til að tryggja afkomu hans frekar en að lána með ófullnægjandi veðum, þá eru kaupin vænlegri kostur, því vissulega vega hagsmunir almennings þyngra en hagsmunir eigenda (sem eru þó 11 þúsund). En því hefur ekki verið svarað með fullnægjandi hætti enn sem komið er hvað hefði annars gerst. Fram hefur komið að eignastaða bankans hafi verið góð - og menn taka veð í eignum, ekki satt?

Hinsvegar var lausafjárstaðan þröng og bankinn í tímahraki með endurfjármögnun. Er hugsanlegt að Davíð hafi notfært sér það til þess að setja bankanum afarkosti og ná fram hefndum í leiðinni? Ljót kenning - en hún hefur samt verið sett fram í alvöru og til hennar vísað af málsmetandi stjórnmálamönnum í opinberri umræðu.

Ég styð enn þá ákvörðun ríksins að kaupa 75% hlut í bankanum. En mér er ekki rótt yfir þeim upplýsingum sem fram eru komnar um aðdragandann. Segi það satt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.10.2008 kl. 10:41

16 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Annars var líka fróðlegt að hlusta á umfjöllum Spegilsins í ríkisútvarpinu í gærkvöldi - þar komu fram ýmis málefnaleg rök um kost og löst þeirrar ákvörðunar ríkisins að yfirtaka bankann. Ég hvet fólk til að hlusta (HÉR)

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.10.2008 kl. 11:19

17 identicon

Margt til í þessu hjá þér Ólína en mér fannst Mái ekkert sérstakur í Kastljósinu. Bara eins og sárreiður kaupahéðinn sem hefur tapað peningum. Hann er enginn Hrói höttur þó margir virðist líta þannig á hann. Hitt fannst mér athyglisverðara og það var að Jón Ásgeir skyldi neita að koma í Kastljósið en veitti Stöð 2 amk prinsessuviðtal ef ekki drottningar. Við hvað var hann hræddur? Etv. spurningarnar sem mennirnir í "hans" fjölmiðli spurðu ekki?

Soffía (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 12:18

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.01.2008: "Bjarni Ármannsson fékk 100 miljónir króna í starfslokasamning þegar hann hætti sem forstjóri Glitnis á síðasta ári. Arftaki hans, Lárus Welding, fékk 300 milljónir króna fyrir það eitt að ráða sig til bankans. ... Alls greiddi Glitnir stjórnarmönnum og forstjórum 646 miljónir króna í laun árið 2007 og 357 miljónir króna í bónusgreiðslur eða starfslokasamninga."

Vilhjálmur Bjarnason framkvæmdastjóri Félags fjárfesta og kennari við Háskóla Íslands: Kaupréttur forstjóra Glitnis (2. maí 2007) er um fjórir milljarðar króna, um 1% af hlutafé Glitnis, án þess að nokkrum skilgreindum árangri sé náð.

28.12.2006: "Ekki er því að undra mikinn áhuga fjárfesta á hlutafjárútboði Íslandsbanka í byrjun ársins þar sem selt var nýtt hlutafé fyrir 19 milljarða króna í lokuðu útboði til fagfjárfesta. Bjarni Ármannsson forstjóri keypti fyrir 930 milljónir og Karl Wernersson fyrir þrjá milljarða."

Þorsteinn Briem, 1.10.2008 kl. 13:10

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eini Íslendingurinn sem hefur gott fjármálavit er gyðingurinn á Bessastöðum.

Fjárfestir í gimsteinum.

En hún hefur ekki mikið vit á Íslendingum. Ísland er EKKI stórasta land í heimi!

Þorsteinn Briem, 1.10.2008 kl. 13:23

20 Smámynd: Calvín

Það er merkilegt hvað sumir vilja trúa öllu illu upp á Davíð kallinn. Hvar voru Samfylkingarráðherrarnir meðan stórasta bankarán sögunnar var framið? Var það ekki kvótakóngurinn í Samherja sem bankaði upp á í Seðlabankanum og vildi fá milljarða að láni gegn ófullkomnu veði? Hvað hefði verið sagt ef Davíð og ríkið hefði bara sísona látið útrásarpésana hafa 84 milljarða að láni? Hafði það ekki verið óeðlileg fyrirgreiðsla af hálfu ríkisins?

Nei, látið ekki útrásarpesana með timburmennina villa ykkur sýn.

Calvín, 1.10.2008 kl. 13:55

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.04.2008: "Bandaríska fjárfestingafyrirtækið Paine & Partners tilkynnti í dag að Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefði gengið til liðs við í félagið og mun Bjarni, ásamt hinum norska Frank Reite, sem einnig gekk til liðs við Paine & Partners og er fyrrverandi samstarfsmaður Bjarna í Glitni, stýra fjárfestingum sjóðsins (e. operating director) á Norðurlöndunum með áherslu á sjávarútveg, orkumál og fjármálastarfssemi."

27.02.2007:
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, nýtti "rétt sinn samkvæmt kaupréttarsamningi dagsettum 1.3.2002 við bankann um að kaupa 15 milljón hluti í Glitni á verðinu 2,81 og seldi bankanum aftur á verðinu 28,2. Keypti Bjarni bréfin því á 4,15 milljónir króna en seldi þau aftur á 423 milljónir. Söluhagnaður hans nemur 380,85 milljónum króna."

Þorsteinn Briem, 1.10.2008 kl. 14:23

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson hafði það eftir ömmu sinni að allt gott kæmi frá Guði og svo fór hann upp á þak til að taka á móti öllu gotteríinu, Búkolla mín. Það leiðir því af sjálfu sér að það sem ekki kemur frá Guði er ekki gott.

Ef ég man rétt voru húsakynni Glitnis eitt sinn frystihús og í næstu viku verður þeim aftur breytt í frystihús. Það er nú skynsemi í því, Búkolla mín.

Er farinn í spásséritúr í góða veðrinu en samt með regnhlíf til að verjast gotterísregninu.

Þorsteinn Briem, 1.10.2008 kl. 14:54

23 identicon

Hér er athyglisverð spurning, Ólína.  Ef Glitnir var að fara á hausinn um helgina (eins og Davíð Oddsson hélt fram), þá hlýtur hann að vera að fara á hausinn í dag, ekki satt?  Ekki breytist rekstur í bankakerfinu svona mikið á einni nóttu, þó forsendur geti breyst hratt.  Af hverju var þá Seðlabankinn að kaupa hlutafé í gjaldþrota fyrirtæki fyrir 84 milljarða þegar hann hefði getað lagt inn sömu fjárhæð og fengið veð á móti?  Hlutafé hefur aldrei nein veð og því er það glatað að fullu ef fyrirtæki fer á hausinn, en það er þó alltaf von til að fá lánsfé, að hluta til eða öllu leyti, til baka við gjaldþrot lántaka.  Er það áhættuminna að kaupa hlutafé í fyrirtæki sem "er að fara á hausinn" en að lána því?  Hvernig geta menn varið það að nota skattfé almennings til að kaupa hlutafé í "gjaldþrota" fyrirtæki sem þá er, by definition, glatað fé? 

Ef Glitnir er ekki að fara á hausinn í dag (eins og Geir Haarde heldur fram) þá getur varla verið að hann hafi verið að fara á hausinn um helgina.  Ef hann var ekki að fara á hausinn um helgina, af hverju þurfti þá að þurrka út 11 þúsund hluthafa á einu bretti með slíkri eignaupptöku?  Fyrst "eignasafnið" er svona sterkt og reksturinn svona góður eins og Geir talaði um í gær og í dag?  Af hverju var þá ekki hægt að lána bankanum fjármunina út á þetta "góða eignasafn" sem forsætisráðherra talar um sem svo?

Hvernig heldur sem menn svara þessu verður alltaf annar endinn mjög gruggugur.  Annað hvort tók Seðlabankinn ákvörðun um að setja skattfé almennings í gjaldþrota fyrirtæki, eða skattfé almennings var notað til að hirða "vel rekið" fyritæki með "góða eignastöðu" af eigendum þess.

Ég vil líka benda á eina dæmisögu sem fólk gæti kannski tekið tillit til þegar það metur stöðuna sem upp kom.  Segjum sem svo að þú, eða ég, eða hver sem er, standi frammi fyrir því að vera með sína vinnu og bærileg laun, húsnæðislán og bílalán og svo yfirdrátt upp á, segjum, 300 þúsund krónur.  Er ekki 90% þjóðarinnar í þessum sporum?  Fólk fær sín laun, borgar sína reikninga og sínar afborganir af lánum í þessari óðaverðbólgu og gerir ráðstafanir til að standa í skilum með sitt þó á móti blási.

Segjum nú sem svo að viðskiptabankinn þinn hringi í þig þann 15. mánaðarins og tilkynni þér að vegna óvissu á fjármálamörkuðum verði hann því miður að biðja þig að borga upp yfirdráttinn innan tveggja daga.  Annars verði sett í gang fjárnámsferli sem taki 7 daga og þú lýst gjaldþrota eftir 10 daga.  Yfirdráttur er jú afturkallanlegur hvenær sem er, þó svo að yfirleitt sé hann í gildi í ákveðinn tíma.  Þú segist nú ekki geta snarað fram 300 þúsund krónum svona einn tveir og bingó, og spyrð hvort þú getir ekki fengið framlengingu á yfirdráttinn, borgað hann niður á næstu 2-3 mánuðum, eða bara eitthvað.  Nei, því miður, ástæður á mörkuðum gera það að verkum að þú verður að borga strax.  Þú ferð í alla hina viðskiptabankana og þeir segja að því miður geti þeir ekki hjálpað þér, það sé búið að skrúfa fyrir allar lántökur.  Þú ert svo að segja ráðþrota og ferð í Íbúðalánasjóð, ríkisbankann sem á að taka félagslegan vinkil með í ákvarðanir.  Þar talarðu við þjónustufulltrúa og segir sögu þína.  Þú biður um að fá að veðsetja íbúðina þína, metna á 20 milljónir, um 250þ krónur meira svo þú getir borgað til baka lánið.  Íbúðin er 65% veðsett, í fínu standi á fínum stað.  Þjónustufulltrúinn hugsar sig um og segir svo: "Nei, það gengur því miður ekki.  En við getum samt hjálpað þér.  Þú þarft að borga á morgun annars ferðu í gjaldþrot, ekki satt?  Við skulum kaupa af þér íbúðina á 250þ, og þú mátt búa í henni eitthvað aðeins áfram.  Við leigjum kannski út einhver herbergi, en það er bara þannig.  Take it or leave it."

Hvað gerir þú?  Gjaldþrot eða þetta?  Og þú gengur að þessum afarkostum og horfir svo á þjónustufulltrúann koma í fjölmiðla og tala um að nú hafi  Íbúðalánasjóður gert dúndur-bisness.  Þetta sé sko flott mál, kaupa 20 milljón króna íbúð á 250 þúsund.  Enginn smágróði!

Hvað má þá segja um þig?  Varst þú bara skoffín og þotuliðsræfill að taka þennan yfirdrátt í upphafi?  Þú keyptir þér örugglega einhvern helvítis óþarfa fyrir yfirdráttinn og átt þetta bara skilið.  Eða á maður að segja að þér hafi verið nær, það neyddi þig enginn til að taka þessu tilboði Íbúðalánasjóðs.  Fyrst þú áttir svona frábæra íbúð og svona góðan bíl, þá hefðir þú alveg getað selt annað hvort og borgað lánið.  Þér sé engin vorkunn.

Kannski ætti ég að segja að þetta sé bara mátulegt á þig, þarna hafir þú komið vælandi og skælandi til hins opinbera þegar þú hrasaðir í frelsinu sem frjálshyggjupostularnir mæra svo mikið, og ríkið hafi þurft að redda þér með skattpeningum hins opinbera.  Það er miklu betra að kaupa af þér húsið á 1% af því sem það er metið á heldur en að lána þér 250þ aukalega út á húsið.  Það er jú ekki þorandi að lána þér peninga.  Þú gast ekki einu sinni borgað til baka einfaldan yfirdrátt!

Ef þetta kæmi fyrir þig... eða mig... hver væri skúrkurinn í málinu?  Jújú, eflaust mætti segja að þú (eða ég) hefðir aldrei átt að taka þennan yfirdrátt í upphafi, þetta hefði alltaf getað gerst.  Best væri ef fólk tæki aldrei lán og safnaði heldur fyrir öllu sem það vill eignast.  Hver getur safnað sér fyrir 100% útborgun á húsnæði?  

Hversu rétt þenkjandi er það fólk sem myndi gera gys að þér og segja að þér væri bara nær.  Þú hefðir komið þér í þessa vitleysu og allt tal um að Íbúðalánasjóður hefði svindlað á þér væri bara væl og skæl.  Ekki hafi nú verið mikil verðmæti í þessu húsi þínu fyrst þú gast ekki selt það eða fengið lán út á það.  Nú eða bílnum þínum.  Og fyrst þú hefur aldrei lent í vanskilum eða vandræðum, þá hefur þetta verið eitt blöff hjá þér og spilaborg sú sem þú hefur reist í kringum þig hrundi við minnstu ágjöf.  Þurfti ekki nema 250þ til að þú misstir allt.  Þá bara hlýtur eitthvað að hafa verið óhreint í þínu pokahorni.  Getur ekki annað verið.

Svo geta menn líka talað um hvaða skoðun þeir hafa á þér svona almennt (eða mér), þú (eða ég) séum svona og svona, leiðinleg og frek og gráðug og þetta sé bara mátulegt á okkur.  Og gott ef ekki þeir sem bjuggu í þessu ónýta húsi okkar sem reyndist "verðlaust" hafi verið ómerkilegir og siðblindir aumingjar.  Þannig að þetta hafi bara verið gott og eina í stöðunni.

En þá má spyrja.... gerðir þú eitthvað rangt?  Varstu gjaldþrota?  Varstu með langan skuldahala og innheimtufyrirtæki á hælunum og sviðna jörð allt í kringum þig?  Eða varstu með plan í mjög erfiðum og sérstökum aðstæðum sem hreinlega klikkaði, og sá sem hefði átt að aðstoða þig (hið opinbera í okkar jafnaðarmannalega sinnaða kerfi) reyndist sá sem notfærði sér á grófastan hátt vandræði þín til að hagnast sjálfur.  Var það kannski allt í lagi af því að fólki finnst þú (eða ég) vera svo mikið skoffín að þú (eða ég) eigir þetta hvort eð er barasta skilið?

Með sanngirniskveðju.

Einar (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:00

24 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, Einar. Það eru einmitt vangaveltur af þessu tagi sem þú setur fram sem hafa orðið þess valdandi að ég setti inn færsluna hér fyrir ofan - vegna þess að mér er órótt núna.

Ég viðurkenni það bara fúslega.

Frjálshyggju- og útrásaroflætið hefur vissulega beðið skipbrot - þeirri veislu hlaut að ljúka fyrr eða síðar. En ... þessi atburðir sem við erum að tala um hér - yfirtaka ríkisins á Glitni - það er eitthvað bogið við þá atburðarás. Einhver óþægilegur eftirkeimur af þessu öllusaman.

Ég held sumsé, að þú hafir allnokkuð til þíns máls.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.10.2008 kl. 17:33

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður pistill hjá þér Ólína og það var líka athyglisvert að hlusta á Kristinn H Gunnarsson og Pétur Blöndal í Kastljósinu. Agnes Bragadóttir impóneraði mig ekki með sínu innleggi í "Íslandi í dag".

Sigurður Þórðarson, 1.10.2008 kl. 22:00

26 identicon

Þorsteinn Már sagði í viðtalinu að næg veð hefðu verið fyrir láninu, og ég trúi honum alveg,  en þegar staðan er eins og hún er í dag skiptir það engu máli hvað eignirnar eru metnar á ef engin vill kaupa þær, þá eru þær verðlausar.

 Og menn skildu hafa það í huga að við það ástand býr mörg fjölslyldan í dag. Það er bara ekki nóg að eiga þetta verðmæti í steinsteypu eða hvað sem það nú er, ef enginn vill fjárfesta í því lengur, þá situr þú uppi með bæði eignir og skuldir, en getur ekki greitt afborganir því lausaféð vantar.

Þessi fjármálaheimur étur sig alltaf sjálfur innan frá á endanum, það gengur nefnilega ekki endalaust að telja og bítta peningum  og  skuldviðurkenningum ef engin er framleiðslan á bak við það, afæturnar eru alltof margar. Hvaða glóra er í því að um 10-15 þús manns í 300 þús manna þjóðfélagi gefi enga framleiðni heldur er bara að telja pengina fyrir aðra, og velta þeim milli reikninga, það hlýtur einhver að tapa á endanum. Ég hef aldrei verið hrifin af Davíð, en núna loksins gerði  hann það eina rétta í stöðunni. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað hefðu margir hlaupið frá borði ef Glitnir hefði fengið lán, þá hefði gegni hlutabréfa þeirra rokið upp aftur, og þeir hefðu synt hratt frá sökkvandi skipi til að lenda ekki aftur í sömu aðstöðu,  ríkið hefði eftir sem áður setið upp með bankann, en mað tapi.

(IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband