Systkinafundur Skutuls og Kötlu

Katla_Skutull_2 Þetta eru systkinin Skutull og Katla. Þau eru fimm mánaða Border-Collie hvolpar frá Hanhóli í Bolungarvík. Við erum tvær bloggvinkonur sem eigum þessa hvolpa. Á laugardaginn fengu systkinin að hittast eftir þriggja mánaða aðskilnað - og það urðu fagnaðarfundir sem gaman var að fylgjast með. Þau þekktust strax.

Leiðir skildi með hvolpunum tveimur í sumar þegar ég ég tók Skutul til mín, þá tíu vikna gamlan. Katla_Skutull_8Ég átti svolítið erfitt með að velja á milli tveggja hvolpa - það voru einmitt þessir tveir - því lítil tík í hvolpahópnum var svo einstaklega vinaleg og hænd að mér, að mér var skapi næst að taka hana. Skutull hafði vinninginn, en sú stutta var mér svo hugleikin að ég auglýsti hana á bloggsíðunni minni í von um að hún fengi gott heimili. Ég vissi sem var, að hennar biði annars eilífðin.

Og viti menn - var þá ekki Lára Hanna bloggvinkona mín einmitt að hugsa um að fá sér hund. Niðurstaðan varð sú að ég sótti litlu tíkina - sem seinna fékk nafnið Katla - gaf henni ormalyf, baðaði hana og hafði hjá mér einn dag, Skutli til mikillar ánægju. En svo kom að því að hún var sett um borð í flugvél sem sveif með hana til fundar við framtíðareigendurna. Síðan hefur Katla búið við gott atlæti á Vesturgötunni í Reykjavík.

 Katla_Skutull_7Endurfundir systkinanna urðu við Gróttu, í tilefni af því að við Skutull vorum bæði stödd í höfuðborginni í síðustu viku - í næsta nágrenni við Vesturgötuna - og nú þótti upplagt að leyfa þeim að hittast. Er skemmst frá því að seKatla_Skutull_6gja að þau þekktust strax og hófust nú miklir leikar, hlaup og stökk.

Lára Hanna tók fjöldann allan af myndum sem hún var svo elskuleg að senda mér - og hér sjáið þið nokkrar þeirra. Eins og gefur að skilja var ekki einfalt mál að ná fókusnum enda mikið fjör og gaman.

Katla_Skutull_4 Þau voru uppgefin á eftir. Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeir eru hryllilega mikil krútt.

En ég hefði nú viljað fá eins og eina af ykkur stöllunum.

Það væri flott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 19:32

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jenný mín, það var ekki sjón að sjá okkur Láru Hönnu, enda hífandi rok og við áttum fullt í fangi með hundana. Ég auk þess klædd afgöngum af börnunum mínum - í skóm af syninum með snæri í stað reima;  úlpu af dótturinni sem stóð mér á beini, og með einhverja barnahúfu oní augum.  Þær myndatökur verða að bíða betri tíma.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.9.2008 kl. 19:41

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið svakalega var gaman að fylgjast með þessum endurfundum systkinanna. Vonandi hittast þau sem fyrst aftur. Ég hef séð Kötlu hitta og leika sér við nokkra hunda, en þetta var alveg sérstakt og augljóst hvað þau áttu vel saman og hvað þau voru ofboðslega lík!

En eins og þú segir var veðrið ekki upp á sitt besta og þú að rjúka vestur aftur. Gefum þeim lengri tíma næst! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.9.2008 kl. 19:58

4 Smámynd: Ragnheiður

Miðað við efstu myndina , hvort er hvað?

Mér finnst hundur vinstra megin með svo blíðlegt augnaráð..

Kær kveðja

Ragnheiður , 28.9.2008 kl. 20:09

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Skutull er vinstra megin - blíður eins og lamb. Sést langar leiðir. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.9.2008 kl. 21:19

6 Smámynd: Ragnheiður

Já það sá ég, ég er ekkert að gera lítið úr tíkinni, alls ekki. Miðað við augnaráðið þá gæti hún verið hvatvísari en hann er. Hundar eru frábærir félagar, ferðu með þennan í björgunarhundana ?

Ragnheiður , 28.9.2008 kl. 21:33

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú ættir að hitta hana Kötlu mína, Ragnheiður! Hún er ofboðslega ljúf, blíð og kelin. Svo er hún ágætlega hlýðin líka sem er auðvitað mikill kostur. Átt þú ekki hund líka? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.9.2008 kl. 21:46

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, Jenný Darlin' vill stundum meira en minna, en þá hefði hún líka átt að segja hvort systkinana átti að taka myndina af ykkur glæsikvinnunum!?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.9.2008 kl. 21:54

9 Smámynd: Ragnheiður

Jú Lára Hanna, ég á einmitt hund og það er mun styttra til þín að skoða Kötlu en vestur að skoða Skutul hehe. Það eru myndir af mínum í albúmi á síðunni minni, það heitir því frumlega nafni Dýrin

Það er gaman að BC hundum, þeir eru oftar en ekki skarpgreindir.

Ragnheiður , 28.9.2008 kl. 21:54

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þau eru bæði æðisleg.

En ástæða þess að ég valdi Skutul var sú að hann var alltaf til í að elta boltann - hún sleppti hinsvegar boltanum til þess að koma í knúsið.  Ég var að leita að hundi með sterka veiði- og smalahvöt til þess að æfa sem björgunarhund. Ég fékk það sem ég vildi. Skutull sýnir góða takta og tekur vel þjálfun sem björgunarhundur. Ég æfi hann að sjálfsögðu varlega, enda er hann ungur, en hann er afar sjálfstæður og vinnuglaður - fljótur að læra og hlýðinn. Svo er bara að sjá hvernig hann fer út úr gelgjuskeiðinu, en það vill stundum setja hunda út af laginu.

En við eigum vel skap saman - hann er mikill félagi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.9.2008 kl. 22:07

11 Smámynd: Ragnheiður

Ómægod já..ég man hvernig Keli minn varð á gelgjunni. Það voru heilu bananaknippin í eyrunum og hann var svo sambandslaus við stjórnstöð ! Djísus kræst hvað hann var leiðinlegur á meðan.

Ragnheiður , 28.9.2008 kl. 22:17

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ohhh æði æði. Þau eru brjálæðislega falleg. Mig langar í annan hund

Jóna Á. Gísladóttir, 28.9.2008 kl. 23:39

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Falleg saga um endurfundiog rosalega flottir hundar

Sigrún Jónsdóttir, 29.9.2008 kl. 00:57

14 Smámynd: Ragnheiður

Ólína, hundurinn sem þú varst að spyrja um hjá mér er Keli. Hann er blanda af Boxer og Irish setter, alveg snilldardýr. Svo huglaus að hann æðir upp í fangið á manni ef hann verður skelkaður og það getur alveg verið handleggur. Hann er 35 kíló blessaður.

Mikill og skemmtilegur karakter

Ragnheiður , 29.9.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband