Ruslið í Reykjavík

 rusl Síðustu daga hef ég verið að sinna vinnu og ýmsum erindum í Reykjavík. Þetta eru auðvitað blautir og vindasamir haustdagar þegar lauf fýkur af greinum og svosem ekki við því að búast að götur borgarinnar skarti sínu fegursta. Enda gera þær það ekki. 

Hvert sem litið er  blasir við pappírsrusl, matarleifar, blautir vettlingar, dósir. Sérstaklega er ástandið ömurlegt í kringum JL-húsið og Ánanaustin í Vesturbæ.  Á Holtsgötunni eru pizzukassar, smokkar og skítugar nærbuxur að velkjast um á götunni. Á göngustígnum sem liggur  meðfram sjónum í átt að Seltjarnarnesi hef ég gengið fram hjá gegnblautri sæng ásamt matarleifum og ýmsu ógeðfelldu rusli síðustu daga. Enginn þrífur þetta. Það fýkur bara um og treðst undir fótum manna innanum fölnuð haustlauf sem fylla allar göturennur og liggja meðfram húsum. Því miður hef ég ekki verið með myndavélina meðferðis, en þessi mynd sem ég tók af veraldarvefnum er engu að síður lýsandi fyrir það sem ég er að tala um.

Hvar er hreinsunardeild borgarinnar?

Já, vel á minnst: Í erlendum borgum sér maður yfirleitt götusópara að störfum við fjölfarna staði. Ég hef aldrei séð götusópara á Íslandi. Kannski er tími til kominn að ráða eins og eina herdeild af götusópurum til þess að þrífa til á götum borgarinnar - gera það að átaksverkefni í nokkra mánuði að taka til og þrífa.

Íslendingar virðast vera sóðar - og ekki kennum við uppvaxandi kynslóð að ganga vel um borgina ef við göngum ekki betur um hana sjálf en raun ber vitni. Hér þarf átak.

Já, það þarf allsherjar hreingerningu í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sannarlega þörf áminning

Hólmdís Hjartardóttir, 26.9.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið er ég innilega sammála þér! Þegar ég flutti á Vesturgötuna var maður nokkur í því að sópa hér gangstéttir og göturæsin með kúst og stóran, svartan plastpoka á kerru með hjólum. Hann var yfirmáta samviskusamur og göturnar hér í kring hreinar, sópaðar, vel hirtar og fallega. Ég hef ekki orðið vör við hann í um tvö eða þrjú ár og skíturinn og sóðaskapurinn yfirgengilegur.

Svæðið þar sem ég bý er gönguleið fjölmargra á leið í miðbæinn um helgar - eða úr honum - og það virðast engin takmörk fyrir því hverju fleygt er á götur og gangstéttir. Engar ruslafötur eru neins staðar í kring og sérstaklega er ógeðslegt um að litast eftir helgar, glerbrot, dósir og alls kyns umbúðir eftir skyndibita fjúkandi um göturnar.

Mér virtist eins og á svipuðum tíma - fyrir um það bil þremur árum eða svo - hafi hreinlega verið hætt að þrífa miðborgina og umhverfi hennar. Það má nefnilega ekki gleyma götunum í kring.

Komstu með Skutul með þér?

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.9.2008 kl. 15:06

3 identicon

Uff hvað ég er hjartanlega sammála þér.  Við erum búsett í Asíu en komum reglulega til Íslands.  Okkur finnst aðdráttarafl miðbæjar  Reykjavíkur dala í hvert sinn sem við komum heim.  Í raun er það alveg til skammar.  Að aka upp Hverfisgötu t.d., alveg skelfilegt!  Maður trúir varla að maður skuli vera staddur í miðbæ höfuðborgar Íslands!  Hvar er metnaðurinn?

Ég las frétt fyrir einhverju síðan þar sem nokkrir íbúar miðbæjar fengu áminningu og ábendingu um að lagfæra þyrfti eitt og annað varðandi húseign þeirra.  Manni fannst það ansi hart fram gengið, vona bara að húseigendur á Hverfisgötu hafi fengið ámóta áminningu!  Svo mætti alveg senda ábendingu til Reykjavíkurborgar og beiðni um að lagfæra þær eignir sem þeir ráða yfir og eru lýti á ásjónu miðbæjarins.

Lára

Lara (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 15:32

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl kæra Ólína. Ég er sammála þér, nú er ég gestur í borginni síðan ég flutti austur og mér finnst öllu hafa farið mjög mikið aftur. Í gær þegar ég var í bænum þurftum við í nokkra staði á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið og mér finnst liggja yfir öllum einhver hvíði og pressa, það var gott að fara austur aftur. Takk fyrir að auglýsa tíkina mína, hún er núna búin að fá gott heimili. Kær kveðja og góða helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 16:19

5 Smámynd: Morten Lange

Tek undir með þér, Ólína og öðrum sem hafa tjáð sér hér.  Það vantar að fólk hendi ekki hluti á við og dreif, og í raun hvergi þar sem það getur fokið. Það vantar líka að ráð fleira fólk í að taka til.  Hef sjálfur mætt fólk týna rusl, þó sjaldan sé og þá aðallega við Laugardalinn.  En svo vanta líka ruslatunnur. 

Eitt fannst mér samt pínu skondið :  "Lara" segir  :  "Að aka upp Hverfisgötu t.d., alveg skelfilegt" ... úps komst upp um eina...  "Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga sjálfs þín? "    þvílíkt drasl og hávaði og óöryggi, mengun margskonar og gjaldfelling miðbæja sem fylgir ofnotkun bíla.  Ofnotkun bíla ýtir undir því að verslun flytjist út fyrir úthverfin og miðbærinn blæðir.  Hér er að einhverju leyti verið að kasta steinum  úr gler- og stálhýsi.  :-)  

Morten Lange, 26.9.2008 kl. 17:00

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er alveg í rusli yfir þessu en hef þó séð götusópara (vélsópa) hér í Reykjavík. Held að þeir séu yfirleitt á ferðinni eldsnemma á morgnana þegar fáir eru á ferli og umferðin lítil.

Og sama vers með hreinsun um helgar í gamla miðbænum í Reykjavík en þá eru reyndar margir enn á ferli þar.

Ekkert rusl á minni götu. Ekki einu sinni gömul hlutabréf eða verðbréf sjáanleg.

Þorsteinn Briem, 26.9.2008 kl. 18:36

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, vera kann að einhverjir vélsópar séu á ferli af og til - en þeir hafa ekki sést lengi hér í Vesturbænum.

En aðeins í tilefni af orðum Mortens Lange í garð Láru Hönnu vegna þess að hún hefur einhverntíma ekið upp Hverfisgötu.  Morten talar eins og það sé einhverskonar hneyksli að umhverfisverndarsinni skuli hafa komið upp í bíl.  Að sjálfsögðu aka umhverfisverndrarsinnar um á bílum eins og annað fólk. Þetta er fráleitur málflutningur.

En Lára Hanna - ég kom með Skutul.  Fer aftur vestur seinni partinn á morgun. Við ættum kannski að leyfa systkinunum að hittast um  - til dæmis á Landakotstúninu um hádegisbil ?? Ég hringi í þig.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.9.2008 kl. 18:48

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nýlega sá ég skilti í einhverri götu hér í Vesturbænum með nokkurra bíllengda bili, þar sem stóð eitthvað á þessa leið:

Vinsamlegast látið ekki bíla standa hér í fyrramálið, því gatan verður sópuð.

Göturnar í Vesturbænum eru því sópaðar með vissu millibili en svo kemur ruslið aftur og það er nú nokkuð langt gengið að henda smokkum og nærbuxum á göturnar.

Þorsteinn Briem, 26.9.2008 kl. 19:46

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eftirskrift: Það gæti þó verið innsetning.

Þorsteinn Briem, 26.9.2008 kl. 20:22

10 Smámynd: Ragnheiður

Ég hélt (miðað við fyrirsögnina ) að þú hefðir séð mig einhversstaðar !

En hinsvegar hefur borgin verið svona síðan síðasta vetur, enginn metnaður til neins enda hefur allt púðrið farið í borgarstjórnarskipti. Það er vitað að það tekur tíma að koma öllu í gang við nýjan meirihluta.

Ragnheiður , 26.9.2008 kl. 21:29

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir þetta Ólína. Þegar maður er á ferð erlendis þá finnst manni rusl á götum vera til marks um að maður sé á ferð um slæleg hverfi. Í Reykjavík er sama hvaða hverfi maður fer um, allsstaðar er rusl að sjá. Ég man ekki eftir að borgin hafi verið í svona slæmu ástandi að þessu leyti í mörg ár.

Marta B Helgadóttir, 26.9.2008 kl. 23:24

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég sem hélt að Kobbi Magg með sinn græna her (eða hvernig sem hann var nú aftur á litin, minnir að hann sé grænn) væri búin að koma skikki á þetta, en greinilega ekki nema þá helst hjá Steina!?

Magnús Geir Guðmundsson, 27.9.2008 kl. 00:08

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En aðeins til að leiðrétta, þá var Morten þessi að ávarpa Láru í Asíu en ekki Vesturgötuvífið hana Láru Hönnu.

Magnús Geir Guðmundsson, 27.9.2008 kl. 00:14

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Maggi. Hér hefur enginn getað kvartað yfir rusli á götunni þau tíu ár sem ég hef búið hér. Kobbi Magg hefur verið yfirruslastrumpur í Gamla miðbænum en Vesturbæinn hefur hann látið eiga sig, held ég.

Þorsteinn Briem, 27.9.2008 kl. 00:46

15 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Í hvaða götu átt þú heima, Steini minn?

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.9.2008 kl. 01:02

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við sjóinn Skerjafjarðarmegin, Lára mín Hanna. Tuttugu metrar í sjóinn og engin hús hinu megin við götuna. En þar búa þrír svanir, Hannes Hólmsteinn, Davíð Oddsson og Kári Stefánsson. Þeir eru allir frekar vinstrisinnaðir og heimsækja stundum Ólaf Ragnar og Dorrit hinu megin við fjörðinn.

Þorsteinn Briem, 27.9.2008 kl. 01:21

17 identicon

Sæl Ólína ég get tekið undir að þetta mætti vera betra, þetta er samt hátíð hjá því sem var í tíð Rlistanns, þá fannst manni að það væri ekki búið að finna upp götusóparana, hvað þá snjómoksturstækin á veturna, í tíð rlistanns var hætt að hreinsa snjó af gangstéttum borgarinnar, svo við höfum séð það mun svartara Reykvíkingar.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 09:29

18 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Veistu, Ómar - ég er ekki sammála þér. Ég hef verið íbúi í Reykjavík í fjölda ára og svo mikið veit ég að ástandið hefur aldrei verið svona slæmt, að minnsta kosti ekki í Vesturbænum. Það fullyrði ég.

Svo vil ég taka það fram að þessi pistill er ekki skrifaður í pólitískum tilgangi - en auðvitað er þetta ástand ekki borgaryfirvöldum til sóma, úr því þú nefnir það sérstaklega.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.9.2008 kl. 10:06

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Búkolla mín. Bráðum verður allt bjart og fagurt hér í Reykjavík. Doktorinn verður aftur Bürgermeister og Dísin forseti borgarstjórnar.

Þá verða hér eingöngu rafmagnsbílar á götunum, sem hlaðnir verða með ódýru húsarafmagni á nóttunum. Olía ekki lengur notuð í malbik til gatnagerðar, plast til sælgætisbréfagerðar og smokkagerðar á Holtsgötunni.

Þá má hins vegar sjá þar stórt skilti: Smokkaiðja Haraldar. Vistvænar verjur.

Þorsteinn Briem, 27.9.2008 kl. 11:37

20 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunni frændi minn Hjálmtýsson, einn þekktasti götusópari landsins, býr nú á Grund. Ég held að ekkert geti komið í staðinn fyrir þessa samviskusömu karla sem voru eitt sinn algeng sjón á götum Reykjavíkur. Ég hef fylgst með þessum vélvæddu sópurum og mér sýnist að þeir komist ekki á alla þá staði sem þarf að þrífa. Og stundum liggur eftir þá olíubrák sem er ekki til sóma. En grundvallarmálið er auðvitað sóðaskapurinn. Eftir að það komst í tísku að hlaupa umk með kaffi í pappamáli þá bara bætast þessi pappamál við sígarettustubbana og Trópífernurnar sem fjúka um í haustrokinu. Ómar Ragnarson gerði stundum lítil fréttainnskot í Sjónvarpinu um sóðaskapinn og það hefur ugglaust gert gagn. Nú er Ómar hættur og enginn hefur tekið upp fánann.

Ég sá fyrir 2 dögum pínulitla stelpu kasta slatta af rusli út um bílglugga á miðri Lækjargötu. Mamman sem var með henni kippti sér ekkert upp við þetta framferði. Efnilegar mæðgur þar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 27.9.2008 kl. 12:09

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Búkolla mín. Að olían verði bráðum of dýr til að knýja bíla er ekki draumur, heldur staðreynd. Nú þegar eru komnir hraðskreiðir rafmagnsbílar og rafmagnsvélhjól og ör þróun er í rafhlöðum. Við Íslendingar eigum nóg af raforku og ekki þarf að reisa hér sérstaka virkjun til að hlaða allan íslenska bílaflotann.

Olía er einnig notuð til plastframleiðslu og nú má sjá hér plastúrgang úti um allar koppagrundir, til dæmis plastpoka, plastflöskur og sælgætisbréf.

Knýja má íslensk skip með lýsi og lýsi héðan var notað til að lýsa upp borgir Evrópu.

Við Íslendingar getum því sjálfir framleitt okkar orkugjafa og vistvænu smokka á Holtsgötunni úr Mogganum, því ekkert stendur í honum lengur.

Hrein mey fjölgar ei.

Þorsteinn Briem, 27.9.2008 kl. 13:26

22 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það er ekki skrýtið að rusl fjúki um Vesturbæinn. Fyrir neðan Héðinshúsið er opið svæði þar sem fólk hefur stundað að losa alls konar drasl sem dreifist um allt í rokinu.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 27.9.2008 kl. 14:07

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Búkolla mín. Vestmanneyingar hafa ekkert að gera með einkabíla úti í Eyjum. Þeir geta gengið þær örfáu götur sem þar eru og geymt bílana sína í landi, eins og Hríseyingar gera.

"Hérlendis hefur verið framkvæmd ein rannsókn á uppruna svifryks að vetrarlagi og kom þar eftirfarandi samsetning í ljós: malbik (55%), bremsuborðar (2%), sót (7%), salt (11%) og jarðvegur (25%). Þ.e. yfir 60 % allra mengunar að vetri til verður til vegna samgöngutækja og þar spila nagladekkin stórt hlutverk þar sem þau rífa upp malbikið."

Minna spik og ryk.

Þorsteinn Briem, 27.9.2008 kl. 14:35

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.03.2007. "Framkvæmdasvið [Reykjavíkurborgar] hefur gengið frá samningum um hreinsun gatna í Reykjavík við tvö verktakafyrirtæki, Hreinsitækni og Íslenska gámafélagið í framhaldi af útboði. Samningarnir eru til þriggja ára og samningsupphæðin rúmar 724 milljónir króna eða 241 milljónir sem greitt er árlega fyrir þessa þjónustu."

"Saman munu þessi fyrirtæki hreinsa götur og göngustíga sem eru 1.185 km að lengd, sem slagar nálægt lengd hringvegarins, og stofnanalóðir og bílastæði sem eru 328.000 fermetrar sem samsvarar u.þ.b. 50 fótboltavöllum.
Til verksins eru notuð 25 sérútbúin vélknúin tæki sem verktakar leggja til og það eru 2 götusópar með háþrýstisugu, 4 götusópar, 6 gangstéttasópar, 2 dagsópar, 4 sugur, 4 stórir vatnsbílar, 2 litlir vatnsbílar og 1 stampalosunarbíll."

Þorsteinn Briem, 27.9.2008 kl. 15:12

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég held að þessi tvö hreinsunarfyrirtæki starfi samkvæmt ákveðnu skipulagi hvað þennan samning varðar og fylgst sé með því af hálfu Reykjavíkurborgar að því skipulagi sé haldið, Búkolla mín. Og ef bæta ætti við hreinsunarstarfið, einhverra hluta vegna, ættu fyrirtækin væntanlega að fá greitt sérstaklega fyrir það, en þessi samningur var gerður í borgarstjóratíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar.

Hafi ruslið á götunum hér í Reykjavík aukist undanfarið hefur umgengnin því væntanlega versnað.

Trivia:

Umferðin hér í Reykjavík hefur aukist gríðarlega undanfarna áratugi og veldur mikilli loft- og hávaðamengun. Ef hávaði frá bílaumferð fer yfir tiltekin mörk utan við húsvegg íbúðarhúsnæðis geta eigendur þess sótt um styrk hjá Reykjavíkurborg til að lagfæra glugga á húsnæðinu, en þegar hér verða eingöngu rafbílar verður hávaðamengun vegna bíla hins vegar úr sögunni.

Þorsteinn Briem, 27.9.2008 kl. 17:21

26 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Endurlífgum starf götusóparans!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.9.2008 kl. 00:48

27 Smámynd: Morten Lange

Ólína : Ég var ekki að agnúast út í það að bílar sjást, eða séu notaðir, heldur var ég að benda á blindni okkar allra fyrir áhrifum ofnotkunar bíla í þéttbýli. Og ég notaði einmitt það orðalag "ofnotkun", sem þyðir að ég sé ekki að taka fyrir notkun í hófi.   En ég viðurkenni fúslega að hafa sett þessu með bílana á oddinn og verið stríðnislegur. Mögulega var það ekki sniðugt, en vill maður reyna að vera hnyttin annars lagið, þá verður útkoman fljótt pínu öfgakennt.

Yfirhöfuð var meiningin ekki að benda á gjörðir einstaklinga  heldur að benda á  að við séum öll blind fyrir vanda, sem er að minnstu kosti jafn stór og hefur jafn slæma áhrif á götumyndina, þrifnað og gæði mannlífs við götur,  og ruslið hefur.

Og það má færa rök fyrir að ofnotkun bíla auki ruslið.   Því færri sem ganga um og fleiri sem aka bíla því minna gaum verði sennilegra gefið að vistlegt sé þar sem farið er um.   Þar er hvort sem er loftmengun, hávaði, umferðarhætta, svifryk og grófara ryk.  Að vísu er Hverfisgatan ekki besta/versta dæmið.  Þar er umferðin ekkert rosaleg og ekki hröð, en samanburðin við Laugaveg eða 30 km íbúðagata í grónu hverfi er samt sem áður sláandi.  Hér fyrir ofan ( Hjálmtýr í færslu 22 ) er talað um að henda rusl út um bilrúðu.  Sálfræðilega er auðveldari að henda út um bilglugga og þjóta í burtu en að henda frá sér þegar maður er gagandi ?  Á móti kemur sjálfsagt að auðveldari sé að taka ruslið með í poka í bíl, en þegar maður gengur um ?  En ef ruslatunnur eru til staðr er óneitanlega auðveldari að komast að þeim gangandi eða hjólandi en á bíl. 

Þar að auki er verið er að borga með bílunum, og ýta undir notkun þeirra. Gjalfrjáls bílastæði eru normið, nema nálægt miðbænum, þó þeir kosta slatta. Margir fá bílastyrk og skattfrjálst að hluta, en samsvarandi launahækkun fyri þá sem velja að nota  bíllin minna, eða sleppa því  er ekki í boði.   Þessi tilbúna skekkju í samkeppnishæfni samgöngumáta er ekki góð. En  verkfræðistofan Mannvit og Fjölbraut í Ármúla  hafa byrjað að bjóða starfsmenn styrki ef þeir sleppa því að nota bílastæðin.  Frábært !   En ríkið rukkar samt skatta af þessum hlunnindum, ólíkt gjaldfrjálsu bílastæðin.

Tek annars undir með Hjámtý að mennskir götusóparar skila betri gæði en þeim vélvæddu.  En meðvitund í samfélaginu um að rusl skuli fari til Sorpu eða álíka, eða sem mest í endurvinnslu og endurnýtingu, en ekki henda á viðavangi, er kannski enn mikilvægari...en að sópa.

Morten Lange, 28.9.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband