Nei, hćttiđ nú!

 

minningabók Ţegar ég var lítil stelpa skrifađi ég oft í minningabćkur hjá vinkonum mínum. Ţá setti ég gjarnan inn vísur sem ég kunni, teiknađi fugla og blóm í kringum ţćr og ... kvittađi svo undir alltsaman. Sama gerđu skólafélagar mínir, stelpurnar teiknuđu fiđrildi, hjörtu og blóm, strákarnir fjöll, sólskin og báta - en allir settu inn vísur eđa kviđlinga ásamt "ég man ţig - ţú manst mig" og einhverju fleiru. Gott ef ég á ekki eina svona dagbók í fórum mínum frá gamalli tíđ - og ef mér skjöplast ekki ţá eiga dćtur mínar svona bćkur.

Nú hafa fundist tvćr vísur sem Halldór Laxness skrifađi 12 ára gamall í minningabók hjá vinkonu sinni. Og menn eru farnir ađ fabúlera um ađ "hér sé kominn elsti varđveitti kveđskapur Halldórs Laxness". Ţađ tók örfáar sekúndur ađ finna ađra vísuna međ gúggli - eins og Guđmundur Magnússon sannreyndi og bloggađi um fyrr í dag.  Hann fann vísuna á hinum frábćra vef Skjalasafns Skagafjarđar ţar sem finna má fjölmargar lausavísur eftir ýmsa höfunda. Ekki er ađ orđlengja ţađ, ađ önnur vísan er ţar kennd Ţorleifi Jónssyni á Hjallalandi í Vatnsdal. Hún er svona:

Haltu ţinni beinu braut
berstu ţví međ snilli
gćfan svo ţér gefi í skaut
guđs og manna hylli.

Í ljósi ţessa er heldur ólíklegt ađ 12 ára gamall drengur hafi ort hina vísuna, svo spök sem hún er - jafnvel ţó viđ séum ađ tala um Nóbelskáldiđ. En sú vísa er svona:

Vart hins rétta verđur gáđ
villir mannlegt sinni,
fái ćsing ćđstu ráđ
yfir skynseminni.

Ég held hann hafi bara veriđ ađ skrifa vísu í dagbók - eins og ţúsundir Íslendinga hafa gert á unga aldri, og gera enn.

englar

 


mbl.is Elsti varđveitti kveđskapur Halldórs Laxness í póesíbók á Vegamótastíg
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Einatt hafđur ađ háđi og spé

og halur margra fýsna

Hvađ haldiđ ţiđ ađ Halldór sé

höfundur margra vísna?

Haukur Nikulásson, 20.9.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Kristján Sigurđur Kristjánsson

Ţađ gerđist ađ Hrafnabjörgum í Arnarfirđi á ţarasíđustu öld ađ kálfur hljóp fram af hömrunum ţegar honum var hleypt út um voriđ. Mađur frá Lokinhömrum segir viđ bónda: "Ţađ var ljóti skađinn ađ kláfurinn skyldi hlaupa framaf".

Bóndi svarar: "Ţađ er ekki skađinn,............. en skömmin".

Kristján Sigurđur Kristjánsson, 20.9.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Góđur punktur, Ólína! Í minningabókum fortíđar voru skrifađar margar ágćtar vísur, án ţess greint vćri frá höfundi. Mér er í minni ţađ sem Hrefna Sigvaldadóttir, kennari minn í 6 ár í Breiđagerđisskóla, skrifađi í mína bók Anno 1959 eđa 1960:

Trúđu á tvennt í heimi,
tign sem ćđsta ber
Guđ í alheims geimi
guđ í sjálfum ţér.

Ég veit ekki hvort Hrefna setti ţetta saman

Flosi Kristjánsson, 20.9.2008 kl. 23:19

4 identicon

Trúđu á tvennt í heimi... o.s.frv., ... er eftir Steingrím Thorsteinsson.

Smyrill (IP-tala skráđ) 20.9.2008 kl. 23:45

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Já, datt líka í hug ţetta međ minningabćkurnar. Sniđugt:-)

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.9.2008 kl. 00:11

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er svolítiđ sár viđ Halldór Guđmundsson, ađ hann -af öllum skyldi hlaupa svona klaufalega á sig. Seinni vísan er greinileg ein af mörgum heilrćđavísum sem gengu milli fólksins í sveitum landsins á fyrri öldum og voru kenndar börnum. Vísnavefurinn á Hérađsskjalasafninu er alveg einstakur sjóđur. En ţađ er um hann eins og öll mannanna verk ađ ţar eru innan um einhverjar villur, bćđi innsláttarvillur og brenglađ rím. Ţađ er ţó afar sjaldgćft enda er ţessi vefur unninn af mjög fćru fólki međ rímformiđ innbyggt í sálina.    

Árni Gunnarsson, 21.9.2008 kl. 00:57

7 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Jamm, nú er Guđmundur Magnússon sagnfrćđingur búinn ađ eyđileggja ţessa fallegu sögu um póesíbókina á Vegamótastígnum međ einhverju gúggli! Ţađ á aldrei ađ eyđileggja góđa sögu međ sannleikanum og allra síst međ gúggli.

Hversu lágt geta menn lagst og hvađ nćst?! Jólaguđspjalliđ?!

"Er jólaguđspjalliđ bara falleg saga? Ţegar viđ lesum jólaguđspjalliđ í 2. kafla Lúkasarguđspjalls, hefst ţađ á orđunum "En ţađ bar til um ţessar mundir". Viđ ţekkjum svo framhaldiđ hvernig Lúkas greinir frá fćđingu Frelsara heimsins og segir frá ţví sem ţá bar viđ."

Ţorsteinn Briem, 21.9.2008 kl. 11:15

8 Smámynd: Bjarni Baukur

Sćl Ólina. Geturđu sett hér á vefinn Abba-textann sem ţu snarađir á íslensku ?

kv BjB

Bjarni Baukur, 21.9.2008 kl. 15:59

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir

Takk fyrir skemmtilegar athugasemdir í bundnu og óbundnu máli.

Bjarni Baukur, textinn viđ Abba-lagiđ er kominn inn á bloggsíđuna mína í ţessari fćrslu sem er sú fjórđa á undan fćrslunni um Nóbelsskáldiđ. 

Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 21.9.2008 kl. 17:23

10 identicon

Flott innlegg hjá ţér Ólína !

Já - hver man ekki eftir minningarbókunum sem nánast tröllriđu skólakerfinu hér áđur.  Ég var nú svo ergilegur - ca. 13-14 ára - eftir allt eineltiđ sem ég hafđi ţurft ađ ţola frá skólafélögum  - ađ skrifađi í eina (og auđvitađ urđu ţćr ekki mikiđ fleiri minningarbćkurnar sem mér hlotnađist sá heiđur ađ fá ađ skrifa í...) :

Ég er kominn á ţađ stig,

í öllum mínum hugs(x)unum.

Geriđ ţađ fröken fyrir mig,

fariđ ţér úr buxunum.

Hef ekki hugmynd um hver samdi - en ég hafđi lćrt vísuna af móđur minni - fyndin kona ţađ...

Eftir ţetta rita ég sögnina ađ hugsa - međ x-i

Haraldur Arngrímsson (IP-tala skráđ) 21.9.2008 kl. 20:33

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Úbbs.. hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 22.9.2008 kl. 00:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband