Það sem höfðingjarnir hafast að ...

geir-eyjanIs Ekki alls fyrir löngu hvatti Geir Haarde almenning til aðhalds í peningamálum vegna versnandi efnahagsástands (sjá hér ). Í opinberum ummælum ráðamanna og atvinnurekenda um kjaraviðræður er hamrað á því að fólk verði að sýna nægjusemi í erfiðu árferði. Á sama tíma sjáum við og heyrum í fjölmiðlum um milljónaútlát vegna ferðalaga einstakra ráðherra sem fara með fríðu föruneyti á Ólympíuleikana, ekki einu sinni heldur tvisvar. Við heyrum af rándýrum boðsferðum ráðamanna í laxveiðiár og lesum í tekjuyfirliti Frjálsrar verslunar um stjórnendur í fjármálageiranum sem hafa tugi milljóna á mánuði í laun.

Er nema von þó að almenningi sé um og ó?

Í ljósi þessarar umræðu er svolítið vandræðalegt að lesa varnarræðu Sigurðar Kára Kristjánssonar á bloggsíðu hans í dag. Þar ber hann í bætifláka fyrir menntamálaráðherra sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir mikinn ferðakostnað vegna Ólympíuleikanna.  Sigurður Kári beitir því bragði að reyna að draga forsetann inn í umræðuna, augljóslega ergilegur yfir því að fólk skuli ekki beina athyglinni að honum en hlífa flokkssystur Sigurðar Kára, menntamálarðaherranum. Sá er þó munur á að forseti Íslands er þjóðhöfðingi, kjörinn af þjóð sinni til þess að vera fulltrúi hennar á alþjóðavettvangi. Ráðherra hins vegar er yfirmaður tiltekins málaflokks í umboði alþingis. Á þessu er allverulegur munur. Forsetahjónin voru tvö í för - í föruneyti menntamálaráðherra voru fjórir að ráðherra meðtöldum.

"Það sem höfðingjarnir hafast að - hinir ætla að þeim leyfist það" segir máltækið. En satt að segja, held ég að engum venjulegum manni dytti þó í hug að fara tvær opinberar ferðir á einn og sama viðburðinn við fjórða mann. Sannleikurinn er nefnilega sá að venjulegu fólki dettur ekki svona bruðl í hug. Þetta er ekki veruleikinn sem almenningur býr við í eigin aðstæðum.

Þeir sem mæla svona óráðsíu bót eru einfaldlega ekki í tengslum við raunveruleg kjör almennings. Þannig er nú það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

heyr! heyr!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 29.8.2008 kl. 15:07

2 identicon

Sammála

Res (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 16:08

3 identicon

Auðvitað var föruneyti Þorgerðar óhóflegt. Aulahrollurinn læddist svo niður eftir bakinu á mér þegar ráðherrar að Tobbu meðtalinni og Hönnu Birnu, sóluðu sig í sviðsljósi handboltastrákanna okkar. Auðvitað áttu þeir að eiga sviðið, fólkið kom til að sjá þá. Það er bara ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir. Sammála dálkahöfundi í 24 stundum í dag og Hjálmar Hjálmarsson er flottur á stöð2 í augnablikinu...............

Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 19:00

4 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Sammála. Þetta eru ótrúleg "vinnubrögð".

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 29.8.2008 kl. 22:19

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hjartanlega sammála.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.8.2008 kl. 22:47

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 30.8.2008 kl. 00:18

7 identicon

Aðalástæðan fyrir dvínandi áliti fólks á stjórnmálamönnum er einmitt fjarlægðin þessa fólks frá raunveruleikanum.

Fólki í ráðastöðum finnst ekkert athugavert að henda milljónum og milljónatugum í sposlur og "kostnað" fyrir sjálft sig og er oftast talað um "störf í þágu þjóðarinnar" þegar bruðlið fer úr böndunum.

Þetta sama fólk og sér ekkert athugavert við að eyða tæpri milljón í flugmiða, eða þiggja  margföld laun og þóknanir fyrir  sjálft sig , sér td allt til foráttu að læknir fylgi í neyðarútköllum sjúkrabíla.

Í dag eru fjórir borgarstjórar á launum í RVK  og á þetta fólk heiður skilið hve lunkið það er að eyða úr sjóðum borgarinnar, þegar kemur af því að borga fyrir sjálft sig. Meir að segja finnst fólki þar ekkert athugavert við að stunda nám á fullum launum.

Sama fólkið hefur nú svo fátt sé nefnt, horn í síðu sorphirðunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem  á að brjóta upp atvinnu hjá fullt af fólki, fólki sem kannski ætti erfitt með að fá vinnu annarstaðar til, til þess að spara borginn örfáar milljónir.

Satt að segja hef ég ekkert álit á íslenskum stjórnmálamönnum því þeim gengur þeim öllum til það sama.

Rassinn á sjálfum sér. . ... 

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 09:10

8 identicon

þetta er bara hugur hins nýja Sjálfstæðisflokki, stétt með stétt er fokið út í veður og vind, nú er það auðmannaflokkur sem hefur engan skilning á fólkinu enda sést það í gegnum þingmanninn Sigurð Kára, yfirborðs sukk er bara sjálfsagður hlutur handa fólki með milljónir kr mánaðarlaun og þykir bara sjálfsagður hlutur hjá þessu unglingaliði xD, en svo er ráðist á öryrkja og lífeyrisþega til að spara í sukkinu til handa æðra liðinu,,,,var að frétta það að TR og Lífeyrissjóðir hafa varið á fullu í sumar að reikna út þetta blessaða fólk og það er að fá skerðingar upp á 10-20 þús á mánuði auk þess að húsaleiga innan Félagsbúða er að hækka vegna nýju laganna hennar Jóhönnu, þar er farið að reikna út að ef viðkomandi hefur unnið smá vinnu þá skerðist húsaleigubætur sem því nemi,og húsleigan hækkar, þannig að viðkomandi er verri staddur en hafa ekki byrjað að ná sér í smá vinnu ef það getur það..

þetta eru sannkallaðar Nazista veiðar og Jóhanna með !!!!!!!

TBEE (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 11:30

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála

Rut Sumarliðadóttir, 30.8.2008 kl. 12:04

10 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Já, þetta svonefnda aðhald sem Geiri "veit ekki hvar er" hvatti alþýðuna að stunda núna speglast alls ekki í gerðum þeirra sem eru í hans flokki.

Úrsúla Jünemann, 30.8.2008 kl. 12:56

11 identicon

Það á að spyrja Þorgerði Katrínu út í þessa ferð á opinberum vettvangi.  Þangað til lætur hún alla umræðu sem vind um eyru þjóta.  Umræðan er farin að hitna allverulega í þjóðfélaginu um þessar dýru ferðir.  Það er einkenni margra stjórnmálamanna sem komast langt að varnarhættir þeirra eru ótrúlega sterkir.  Jafnvel þó þeir standi með buxurnar niðri.

Bryndís (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 14:34

12 Smámynd: Liberal

Einhvern veginn kemur mér það ekki á óvart að þú skulir fordæma ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir svona, en finnst það allt í lagi að forsetinn (og hans ó-íslenskumælandi frú) skuli gera nákvæmlega hið sama. 

Vissir þú að forsetinn kom til landsins á miðvikudag en samt sem áður lýkur heimsókn hans til Kína ekki, opinberlega, fyrr en í næstu viku, skv. því sem forsetaritari segir.  Það þýðir væntanlega að hann er á fullum dagpeningum (og hans kona líklegast líka) í ansi marga daga aukalega, bara svo hann geti baðað sig í sviðsljósi fjölmiðla á kostnaðskattgreiðenda.

Þér finnst þetta líklegast í fínu lagi, kannski finnst þér þetta ómögulegt, en vegna þess hvernig þú sérð pólitíkina þá viltu líklegast sem minnst um það ræða.  Það eru bara getgátur mínar, hins vegar.

Þess vegna reikna ég með að þú munir skrifa hér á síðuna þína annan pistil, fullan af heilagri vandlætingu, í garð forsetans og hvernig hann sólundar almannafé og þiggur dagpeninga fyrir heimsókn sem hann er hreint ekki í.  Þú ert örugglega að leggja drög að honum akkúrat núna.

Kannski ættir þú að röfla minna yfir því sem Sjálfstæðisflokkurinn gerir og spá meira í því hvað er sanngjarnt og hvað ekki í stjórnsýslunni óháð flokkadráttum. 

Liberal, 30.8.2008 kl. 15:15

13 Smámynd: Jens Guð

  Sami Sigurður Kári berst á hæl og hnakka gegn því að settar verði siðareglur fyrir þingmenn til að fara eftir. 

Jens Guð, 30.8.2008 kl. 21:06

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Alltaf get ég brosað þegar ég sé fólk þusa eins og þennan sem kallar sig Liberal.

En eins og ég segií færslunni hér fyrir ofan þá er forsetinn er kosinn af þjóðinni (ekki bara stuðningsmönnum eins stjórnmálaflokks) til þess að vera andlit hennar út á við. Það er beinlínis gert ráð fyrir því að hann sé okkar fulltrúi á erlendum vettvangi ásamt eiginkonu.

Ég tek skýrt fram að þessi bloggfærsla er ekki sprottin af pólitískum rótum öðrum en þeim að hafa andúð á opinberu bruðli með almannafé. Skiptir engu hvar menn standa í flokki.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.8.2008 kl. 09:56

15 Smámynd: Liberal

Og þess vegna, Ólína, geri ég fastlega ráð fyrir að þú munir skrifa harðorðan pistil gegn bruðli forsetans á almannafé, rétt eins og þú fordæmir Þorgerði Katrínu.  Því þú ert jú svo hlutlaus og óvilhöll.

Þinn skilningur á hlutverki forsetans er ekki skilningur þjóðarinnar, þó svo að sumir virðist ekki skilja að fólk geti verið þeim ósammála.

Liberal, 31.8.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband