Laglega byrjar það ...

... hjá nýja borgarstjóranum. Ekki það að hlakki í mér. Nei þótt ótrúlegt megi virðast þá er ég eiginlega farin að finna til með Hönnu Birnu. En - svo hristi ég það af mér að sjálfsögðu. Cool Hún er vel að þessari skoðanakönnun komin, eins og allt hennar fylgilið í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa algjörlega kallað þetta yfir sig sjálf.


mbl.is Borgarstjórn með fjórðungs fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af 730 spurðum eru 36 mjög fylgjandi þessum nýja meirhluta og 57 eru svona frekar fylgjandi. Þetta er góð byrjun. Gefum okkur að í næstu könnun með sama fjölda spurðra verði 72 orðnir mjög glaðir með þennan klúbb. Þá fáum við að sjá í fréttum að Hönnu Birnu hafi tekist að auka fylgið um 100%. Ég er hreint ekki vonlaus um að henni takist þetta og sjallarnir ráði sér ekki fyrir monti!

Árni Gunnarsson, 25.8.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst þetta mjög ómarktækt og held að þetta muni bara batna.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 01:17

3 Smámynd: Sævar Helgason

Þeir ætla að láta verkin tala og þá verður fylgið meira , segja þeir- alveg eins og gamli meirihlutinn tönglaðist á í síbylju.

Þessa dagana eru verk þeirra í laxveiðimálum í boði Baugs , í ágúst í fyrra, að tala.  

Sævar Helgason, 26.8.2008 kl. 08:55

4 Smámynd: Yngvi Högnason

"Dag skal að kveldi lofa, mey að morgni".

Yngvi Högnason, 26.8.2008 kl. 09:10

5 identicon

Einhvern veginn hef ég alltaf talið þið afskaplega vitra konu.  En ég tel nú þetta ekki marktæka skoðanakönnun mínútu eftir stjórnarskipti.  Mér leiðast politískar aðferðir eins og við samfylkingarfólk erum að beita núna.  Stöðugt rakk og níð.  Ég held að allir séu búnir að fá leið á stjórnarandstæðufólki sem hagar sér þannig. Látum frekar verkin tala og þá munum við blómstra.  Hrósum fyrir það sem vel er gert.  Gagnrýnum það sem er illa gert.  En eins og staðan er í dag er endalaust nag og níð.

Óþolandi og kemur okkur bara í bakið

Jóhanna (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 11:13

6 Smámynd: Ragnheiður

Það er náttlega snilld að byrja á vondri könnun, þá getur hún bara batnað með tilheyrandi tilkynningum um það frá viðkomandi valdhafa.

Vonum að borgarbúar afsanni gullfiskaminniskenninguna í næstu kosningum. Annars er áreiðanlega best að lofa þessum meirihluta að grafa upp á eigin spýtur.

Ragnheiður , 26.8.2008 kl. 11:37

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er ekki uppskeran í samræmi við sáninguna?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2008 kl. 12:03

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jóhanna, hér hefur enginn verið með "rakk og níð" í þessari færslu eða athugasemdum við hana. Öðru máli gegnir um þetta fólk í borgarstjórninni sem stöðugt níðir skóinn hvert af öðru - og Sjálfstæðismenn svo sannarlega ekki barnanna bestir. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.8.2008 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband