Dýravernd í lamasessi

kria Það er ekki um að villast. Dýraverndunarmál á Íslandi eru í lamasessi. Þau samtök, eða félög sem kenna má við dýravernd eru fá og óaðgengileg. Þetta er mín niðurstaða eftir leit á netinu og í símaskrá:

Engin virk heimasíða er til um dýraverndunarmál. Heimasíðan www.dyravernd.is var síðast uppfærð árið 2003.

 

BlidaogHjorvar

Í símaskrá er að finna Dýraverndarsamband Íslands með símanúmer 5523044. Þar ískrar í faxtæki ef hringt er - enginn símsvari. Samkvæmt símaskránni á þó að vera hægt að senda póst á dyravernd@dyravernd.is Ég hef ekki látið reyna á þann möguleika.

Á vafri mínu rakst ég hinsvegar á greinargóða bloggfærslu frá árinu 2006 um stöðu dýraverndamála hérlendis, eftir ungan mann, Snorra Sigurðsson að nafni. Hér er tengillinn á hana. Þó að greinin sé 2ja ára gömul virðist allt eiga við enn, sem þar er sagt.

 Á vegum umhverfisstofnunar er starfandi Dýraverndarráð sem í eiga yrðlingursæti fulltrúar frá bændasamtökum, dýralæknum, Dýraverndarsambandi Íslands og samtökum náttúrufræðinga. Ráðið er skipað til fjögurra ára í senn. Hlutverk þess er að vera Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra til ráðgjafar um dýraverndarmál. Ólafur Dýrmundsson, sem í Kastljósþætti í fyrradag var kynntur sem formaður Dýraverndarsambands Íslands hefur verið fulltrúi bændasamtakanna í ráðinu undanfarin ár. Svo er að skilja sem hann hafi nú skipt um sæti - og vonandi verður það Dýraverndarsambandinu til góðs og umræðunni í heild sinni. Fyrsta skrefið mætti verða það að koma upp nothæfri heimasíðu um málefnið.

  Hrefna 

Það er nefnilega staðreynd að starfsemi áhugasamtaka um dýravernd er afar lítil hér á landi; upplýsingar óaðgengilegar og torsóttar og lítil opinber umræða um dýraverndunarmál. Það er til vansa fyrir okkur Íslendinga og löngu tímabært að við hysjum upp um okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er öldungis rétt.

Það þarf að efla dýravernd. Bæði hvað snertir húsdýrahald (nytjadýra og gæludýra) og einnig þarf að taka til hendi í vernd villtra dýra. „Hið opinbera“ stendur fyrir einhvers konar útrýmingarherferð á villtum dýrum — mink. Er það í samræmi við dýraverndarsjónarmið? Eða náttúruvernd ef því er að skipta? Hvaða vopnum er beitt í þessu stríði? Standast þau öll dýraverndarsjónarmið, t.d. gildrur þær sem notaðar eru og leyfilegt er að nota? Margt er hér að athuga.

Þakka þér fyrir að vekja máls á þessu.

K.S.

Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 13:05

2 identicon

Verð að bæta því við að það er óneitanlega undarlegt að sjá á vefsetri Umhverfisstofnunar útlistanir og auglýsingar á minkagildrum! Sem eru svo seldar af einkaaðilum. Gott fyrir þá að hafa þennan liðstyrk við kynningarmálin. Og þar eru einnig auglýstar gildrur sem ekki hafa hlotið samþykki. Lítil dýravernd þar. 135 milljónir eiga að fara í minkahernaðinn. Væri ekki nær að Dýravendarfélagið fengi þær?

Kristján Sveinsson. 

Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 13:20

3 Smámynd: halkatla

þakka þér kærlega fyrir Ólína, fólk þarf að meðtaka þennan bitra sannleika.

halkatla, 17.7.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Sylvía

ja thetta er omurleg stada. En her er hopur sem er ad gera eitthvad i thessum malum:  dyrahjalp.org

Sylvía , 17.7.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband