Ljótt mál - og stóð of lengi

 JonAsgeir Þá er því loks lokið þessu makalausa Baugsmáli sem staðið hefur í sex ár og kostað mörg hundruð milljónir króna. Og til hvers var svo unnið öll þessi ár fyrir allt þetta fé? Jú til þess að sanna "sekt" hins meinta höfuðpaurs, Jóns Ásgeirs, sem samkvæmt dómi Hæstaréttar reyndist jafnast á við umferðarlagabrot að viðurlögum - eins og dæmt hafði verið í héraði.

 Eftir því sem þetta mál hefur staðið lengur, og  því meira sem hefur verið um það fjallað, þeim mun frekar hef ég hallast á að fjármunum og tímanum sem fóru í rekstur þess hefði verið betur varið í annað. Í löggæslumálefnum eru mörg brýn verkefni sem ég hefði frekar viljað sjá þessa fjármuni fara í. Til dæmis starfsemi réttargeiðdeildarinnar á Sogni - sem í ljós hefur komið að var rekin á faglegum brauðfótum og ekki allt með felldu. Til dæmis í að efla lögregluembættin á landsbyggðinni sem mörg hver kljást við manneklu og fjársvelti. Til dæmis í að bæta aðbúnað og efla betrunarstarf í fangelsum landsins almennt. Og þannig mætti lengi telja ýmislegt sem liðið hefur fyrir fjárskort á undanförnum árum.

Allir sem komu nálægt þessu máli hafa skaðast af því. Ekki bara málsaðilar sjálfir, heldur fjöldi manns sem tengdist þeim með einhverjum hætti. Hvorugur málsaðila er fyllilega sáttur með leikslokin. Og enginn almennur þjóðfélagsþegn veit raunverulega hvað þarna átti sér stað. Það vita einungis þeir sem hófu málareksturinn, hvað þeim sjálfum gekk til. Þeir eru hins vegar horfnir af sviðinu sumir hverjir - laskaðir eftir átökin.

En, vonandi er þessu nú lokið fyrir fullt og allt.


mbl.is Baugsmálinu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, Ólína... ekki bara vegna þess. Það er bannað skv lögum að "fá lánað" vaxtalaust í hlutafélögum á skráðum í Kauphöllinni. Af hverju á fólk að kaupa hlutafé í þessum félögum ef stjórnendur fara svo "kannski" að gamla með þá peninga sem koma inn í félagið? Þessi dómur er fordæmisgefandi, og niðurstaðan segir mér að löggjöfin sé meingölluð. Ef þetta hefði gerst í Danmörku hefði dómurinn verið mun harðari enda löggjöfin mun skýrari þar. Þar og í ESB löggjöfinni er almannahagsmuna gætt, þeirra sem kaupa hlutfé í félögum á markaði. Hér á Íslandi er þess ekki gætt... því miður.

sh (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Niðurstaða:

Tilefni ákærunnar var hin tæra réttlætiskennd og snerist um almannahgsmuni!

Rétt eins og fjölmiðlafrumvarpið fræga.

Árni Gunnarsson, 5.6.2008 kl. 21:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón is Lord of the Ring,
and always in full swing,
now off the hook,
beaten the crook,
Ásgeir the shopping king.

Þorsteinn Briem, 5.6.2008 kl. 21:30

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Leiðindamál sem ég vona að sé búið.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 21:40

5 Smámynd: Tiger

   Ég er alveg sammála þér Ólína, vona að þessi hringavitleysa sé nú loks búin. Hefði sannarlega líka viljað sjá allt það fé sem í þetta hefur farið - varið í þarfari og betri málefni. Hafðu ljúft kvöld mín kæra ..

Tiger, 5.6.2008 kl. 21:59

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir þetta. Hringavitleysa var rétta orðið þarna ;)

Marta B Helgadóttir, 5.6.2008 kl. 22:31

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég tel að þetta hafi verið nauðsynlegt að halda þessu máli til streitu þrátt fyrir allann þann kostnað sem fylgdi því. því ef það hefði verið hætt við málið því það stefndi í mikinn kostnað þá er verið að segja eitt: "ef þú átt nóg af peningum og getur dregið málið á langinn með tilheyrandi kostnaði þá ertu hafin yfir lög". Jafnaðarmenn geta nú ekki tekið undir það að sumir séu hafnir yfir lög vegna ríkidæmisíns. er það nokkuð?

Fannar frá Rifi, 5.6.2008 kl. 23:13

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég tel Baugsmenn sigurvegara málsins. Ekkert bókhald hefur verið rannsakað jafnvel á Íslandi og Baugsbókhaldið. Ekkert bókhald stenst slíka lúsaleit án þess að eitthvað komi í ljós sem betur mátti fara eða gæti talist vafasamt. Mistök gerast í bókhaldi rétt eins og annarstaðar, hvursu heiðarlegir sem menn eru. 

Þetta mál kostar skattgreiðendur hundruð milljóna. Mestur hluti málsvarnarlauna var dæmdur á ríkið, sem sýnir hvaða augum dómstóllinn lítur hlut ákæruvaldsins í málinu.

Skömm þeirra sem komu þessu máli af stað mun uppi meðan land byggist.

Ég tek ofan fyrir Baugsmönnum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2008 kl. 23:26

9 Smámynd: Sævar Helgason

Vonandi eru þessi pólitísku öfl sem hér deildu og drottnuðu um árabil að líða undir lok.

Þau lutu í lægra haldi í fjölmiðlamálinu og þurfti atbeina forseta Íslands til  að koma í veg fyrir ofríkið .

Þau eru nú búinn að lúta í lægra haldi fyrir dómstólum í Baugsmálinu. 

Nú er að sjá hvernig Mannréttindadómstóllinn í Evrópu tekur á öllum þessum málatilbúnaði í Baugsmálinu, en þar hlýtur upphaf málsins hjá Ríkislögreglustjóraembættinu og allur sá málatilbúnaður að koma til rækilegrar skoðunar.

Vonandi draga þessi mál úr að málatilbúnaður af pólítískum toga verði að svona óskapnaði.  

Það hafa fallið blettir á hvítflibbann þeirra sem upphafinu ollu og hreinsun erfið. 

Sævar Helgason, 6.6.2008 kl. 08:35

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, það er ég hrædd um.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.6.2008 kl. 09:51

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þráhyggjan hjá sækjendum þessa máls hefur verið "sjúkleg" og vonandi eru þeir búnir að fá fá þau "meðul", sem loka þessu ferli

Sigrún Jónsdóttir, 6.6.2008 kl. 10:17

12 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þetta er nánast nákvæm eftirlíking á "Hafskipsmálinu", nema þarna tókst Moggaklíkunni (og núverandi Ríkislögreglustjóra, syni þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins) ekki að festa á myndband; "handtöku höfuðpauranna, leidda til höfuðstöðva Rannsóknarlögreglu ríkisins í handjárnum" eins og hafði verið skipulagt, og var gert við Björgólf Guðmundsson og Ragnar Kjartansson tvo forstjóra Hafskipa.  Síðan voru þeir dæmdir fyrir eitthvað sem var í líkingu við stöðumælabrot.

Hvers vegna var aldrei farið ofan í kjölinn á ásökunum Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, á kr. 300 milljóna mútumálinu sem hann sagði í morgun-fréttaþætti RÚV rás 1 hér um árið?  Er það ekki lögbrot að bjóða slíkar mútur?  Ef þetta var þvættingur í Dabíð Oddssyni, þurfti ekki að lögsækja hann fyrir aðdróttanir, meiðyrði og upplognar sakir? 

Það er í rauninni ekkert nýtt undir sólinni.  "Að hætta að verða undrandi yfir undrum veraldar, er að verða dauð sál" sagði Albert Einstein.  Ég er hættur að verða undrandi á íslenska dómskerfinu. - Ég er kominn með dauða sál.......

Þótt eitthvað hafi fundist á þessa menn, hvort sem var í Hafskipsmálinu eða í Baugsmálinu, þá má alltaf finna eitthvað smávægilegt til þegar öllu er á botninn hvolft.  Í hverjum nærbuxum þegar verið er að fara í nýjar er alltaf eitthavað; " 'skid-mark' og/eða merki eftir gula dropa."  Það er alltaf hægt að segja um hvern sem er: "Hann gekk um í skítugum nærbuxum!."

Kær kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 6.6.2008 kl. 18:10

13 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér Ólína mín, ljótt mál að þeir sem sóttu þetta mál skyldu ekki sjá að sér í tíma áður en það gékk þetta langt, fjármununum hefði verið betur varið til þeirra sem minna meiga sín í þjóðfélaginu eða til almennra löggæslumála. Nú er Baugur að fara úr landi og skildi engan undra. Jón Ásgeir getur þá haldið áfram í stjórn félagsins, húrra fyrir því!!

Reyk-víkingurinn (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband