Markaðstorg þjóðanna. Getspeki Sigmars.

euroband Mikið déskoti var Sigmar seigur að giska á einkunnagjöf þjóðanna í Júróvisjóninni í gær. Það er eiginlega það sem stendur upp úr - svona fyrir utan frammistöðu Íslendinganna í keppninni.

Getspeki Sigmars segir manni það líka að tónlistin sjálf skipar æ minni sess í þessari keppni. Þetta er auðvitað fyrst og fremst markaðstorg þar sem þjóðirnar keppast við að vekja athygli á sér og auglýsa sig fyrir fjárfestum, ferðamönnum, alþjóðlegum verslunarkeðjum og þar fram eftir götum. Og það er orðið átakanlega fyrirsjáanlegt hvernig atkvæði falla milli þjóða og svæða. Við Íslendingar erum þar engin undantekning - kjósum Norðurlandaþjóðirnar og Vestur-Evrópulöndin og þiggjum þeirra stuðning á móti. Enda var það línan fyrir keppnina.

Svolítið hlálegt fannst mér að sjá Þýskaland og Lettland fá tólf stig einhversstaðar frá - svona í ljósi þess að flutningur þeirra var alveg rammfalskur á köflum. Reyndar finnst mér með ólíkindum að sjónvarpsáhorfendur skuli þurfa að hlusta á rammfalskan söng í jafn tæknivæddri útsendingu og Júróvisjón - þar sem keppendurnir eiga að vera það sem stendur upp úr eftir undankeppnir. Ég heyrði ekki betur en Rúmeníuframlagið hafi líka verið falskt - jafnvel sænska lagið á köflum. Blush

Þess vegna hefði ég orðið móðguð ef við Íslendingar hefðum ekki komist upp fyrir Svía. Segi það satt. Okkar flytjendur slógu hvergi feilnótu og fóru aldrei út af sporinu - heldur voru landi og þjóð til mikils sóma.

Takk fyrir það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er nú meiri sóminn að vera á þessu markaðstogi eða hittó. En í alvöru talað er þessi sýningarmennska og markaðsvæðing að eyðileggja allt, t.d. líka ólympííuleikana.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.5.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já Sigurður - nefndu það ekki ógrátandi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.5.2008 kl. 14:35

3 Smámynd: Tiger

  Ég er algerlega sammála þér mín kæra - skammarlega leiðinlegur leikur austantjaldaþjóðanna með stigagjöfina sjálfum sér til handa. Mörg lög sem áttu fá sem engin stig skilið - og mörg sem áttu alls ekki að komast uppúr undanúrslitunum svo eitthvað sé sagt.

Finnst að það ætti að fara að skilja keppnina í tvo hluta - austantjaldshluta og svo okkur hin. Pólitíkin í stigagjöfinni er hundfúl - rétt eins og ég sjálfur - hundfúll.

Samt, Regína og Friðrik voru og eru dásamleg bæði tvö - er hrikalega skotinn í þeim báðum. Hef alltaf haft tröllatrú á Júróbandinu. Þau voru okkur til mikilla prýði og ekkert að þeim að finna. Eigðu ljúfa helgarrest mín kæra og njóttu góða veðursins sem væntanlegt er á næstunni, hiti og blíða.

Tiger, 25.5.2008 kl. 15:44

4 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Regína og Friðrik voru hreint út sagt alveg frábær.  Stóðu sig eins og hetjur og voru stórglæsileg.  Við getum vel verið stolt af 14 sætinu þó að mikill vilji meira. :)

Lilja Einarsdóttir, 25.5.2008 kl. 21:48

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sammála þér Ólína, makalaust að þjóðir sem senda rammfalska flytjendur skuli fá svona mikið af stigum. Við létum ekki bjóða okkur falskan flutning í undankeppninni hér heima og losnuðum þar með við steratröllin. Eins gott líka að við vorum fyrir ofan sænska plastið, þjófnaður hennar um árið er geymdur en ekki gleymdur og það þýðir ekkert að skipta um ættarnafn til að villa um fyrir okkur.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 25.5.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ættum við ekki bara að gleðjast með þeim þjóðum sem náðu góðum árangri frekar en að vera að tala um eitthvað markaðstorg. Þarna eru mörg ný ríki sem eru stolt af því að geta loksins komið fram sem eigin þjóð í svona keppni, áhuginn gríðarlegur og metnaðurinn mikill. Það er líka bara athyglisvert að sjá hvað Evrópa er orðin fjölbreytt menningarlega og ekki síst tónlistarlega. Hins vegar er komin áberandi mikil þreyta og metnaðarleysi í stóru Vestur-Evrópuríkin.

Emil Hannes Valgeirsson, 26.5.2008 kl. 00:25

7 Smámynd: corvus corax

Það skiptir í raun engu máli í hvaða sæti Regína og Friðrik Ómar lentu því þetta eru prófessional performerar á heimsmælikvarða!

corvus corax, 26.5.2008 kl. 08:26

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég get nú alveg sagt, að getspekin var litlu minni á mínu heimili.  Það var helst að við misreiknuðum Armenana.  Það er alveg vitað að Euróvision er ekki hæfileikakeppni heldur staðfesting á vinskap þjóða og hvernig fólksflutningar innan álfunnar hafa þróast síðustu áratugi.

Marinó G. Njálsson, 26.5.2008 kl. 08:56

9 Smámynd: Gló Magnaða

14. sætið er í rauninni mjög góður árangur.

Ástæða:

Lagið sjálf er ekki nægilega gott. Eftir að "this is your life" hafði unnið íslensku keppnina var ég í vandræðum að muna lagið. Ég gerði svo skyndi könnun hjá fólki og komst að því að þetta var ekki bara minn heili, fólk mundi almennt ekki lagið.

Flutningurinn á laugardaginn var glæsilegur og örugglega sá besti í keppninni. Það hefur bara einu sinni áður gerst að flutningur íslands á sviðinu hefur verið betri og kraftmeiri en flutningurinn á disknum. Það var flutningurinn á Nínu 1991.

Mín skoðun er að við náðum svona langt vegna flutnings ekki lagsins.

Gló Magnaða, 26.5.2008 kl. 11:01

10 identicon

Það eru margar hliðar á þessu máli.

Við lentum miklu neðar en við áttum skilið miðað við ágætt lag og frábæran flutning.

Á hinn bóginn ber að hafa í huga að á engu sviði er munur á milli þjóða jafn mikill og í tónlistarsmekk.

Síðast en ekki síst gátum við ekki búist við einu einasta stigi eftir skandalinn fyrir tveim árum, þegar fulltrúi íslensku þjóðarinnar hrækti framan í fólk í beinni útsendingu.  Ég var ekki einn um að hafa ekki húmor fyrir því.

ps.  Get ekki stillt mig um að minna á annan keppanda sem fór utan, á kostnað íslenskra skattgreiðenda auðvitað, og lýsti því yfir við heimkomu að hann hafi ekki farið til að vinna heldur til að  koma sjálfum sér á framfæri erlendis!!

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 11:03

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindaleg úttekt á Eurovision 2008:

http://en.wikipedia.org/wiki/Eurovision_Song_Contest_2008

Þorsteinn Briem, 26.5.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband