Eiturúðun á almenningssvæðum

grasflöt Í morgun þegar ég var á leið til vinnu blasti við mér undarleg sjón. Tveir unglingspiltar með hanska á höndum og grímur fyrir andlitum stóðu á litlu grasflötinni neðan við húsið hjá mér og úðuðu torkennilegu efni úr bláum dunki yfir grasið. Af múnderingunni að dæma voru þeir að eitra fyrir einhverju þarna á flötinni - þar sem er svosem enginn gróður annar en gras. Og þessi flöt er nú bara svolítil brekka þar sem gaman er að setjast niður í góðu veðri.

Ég varð því hugsi yfir þessu: Gat verið að að verið væri að setja einhverskonar eitur ofan í grasið? Til hvers? Í hvers þágu? Og hvar voru merkingarnar - viðvaranirnar? Og hversvegna voru piltarnir ekki betur útbúnir? Þarna stóðu þeir - annar á rifnum gallabuxum með stóru gati rétt ofan við hné - og eiturúðinn sprautaðist í allar áttir í nokkurra sentímetra fjarlægð. 

Við hjónin stöðvuðum bílinn og maðurinn minn skrapp yfir til þeirra að spyrjast fyrir. Kom þá í ljós að piltarnir skildu hann ekki . "Við sprauta" sögðu þeir bara - og héldu iðju sinni áfram.

Nú spyr ég: Hvað er verið að eitra í grasflatir í almenningsumgengni? Og ef svo er, hversvegna eru þá ekki settar upp viðvaranir og merkingar? Ef ég hefði ekki beinlínis gengið fram á þetta, þá hefði ég verið allt eins líkleg til þess að koma stuttu seinna og setjast í grasið. Börnin sem búa í götunni leika sér oft í brekkunni - velta sér í grasinu - og enginn hefur hugmynd um að þetta sama gras hefur verið úðað með einhverri óhollustu stuttu áður. 

Og útgangurinn á strákunum - ef ég hefði átt þessa drengi og komið að þeim svona útbúnum að úða eitri, þá hefði ég bókstaflega trompast. Angry

Þar fyrir utan held ég að þessi eitrunarárátta sé gengin allt of langt. En það er önnur umræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér Ólína að þessi eitrunarárátta í þéttbýli er komin út í öfgar. Yfirleitt er verið að eitra fyrir fíflum, sóleyjum og njóla - sem er auðvitað bara gróður.

Börn hafa gaman af að tína upp fífla og sóleyjar - og það er fallegt að sjá þessi blóm í grasflötum. Ekkert að því.

Mætti ég frekar biðja um þessi blóm heldur en eitrið.

Kristín Helga (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Hebbi tjútt

Hvers konar gúrkuskrif eru þetta?

Á svo fólkið að hætta að taka meðalið líka?

Þarna er örugglega ljóti karlinn á ferð sem hefur afvegaleitt þessa stráka í rifnu gallabuxunum og hver veit! Voru þeir að setja eitur ofan grasið.

En ætti maðurinn ekki að læra betri Vestfirsku svo hann skiljist betur?

En merkilegast þykir að gatið hafi verið fyrir ofan hné.  Það hefði verið hræðileg hefði það til dæmis verið ofar að aftan.

Twist í því! 

Hebbi tjútt, 24.5.2008 kl. 00:52

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ef þetta var eitthvert eiturefni sem var verið að úða þarna og kanski víða á almenningum um alla borg er það náttúrulega forkastanlegt ef að ekki er varað við vibbanum...þó ekki væri nema barnanna vegna!

Georg P Sveinbjörnsson, 24.5.2008 kl. 01:01

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Til að forðast misskilning þá er nú rétt að taka fram að rifnu gallabuxurnar vöktu athygli mína vegna þess að ég ímynda mér að eiturúðinn hafi átt greiða leið inn fyrir þær. Það er ekki nóg að hafa grímu og hanska ef maður stendur svo með hálfbera lærleggina að úða eitri.

Ef Hebbi tjútt heldur að ég sé svona uppnæm yfir því að sjá rifnar gallabuxur almennt og yfirleitt, þá leiðréttist það hér með.  

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.5.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband