Dylgjur og meirihlutamyndun í Bolungarvík

  AnnaGudrunEdvardssoffiaVagns  Ég get ekki stillt mig lengur um að segja nokkur orð um stjórnarskiptin í bæjarstjórn Bolungarvíkur. Sú atburðarás hefur verið með ólíkindum.

Oddviti A-listans, Anna Guðrún Edvarðsdóttir, klauf sig út úr Sjálfstæðisflokknum fyrir síðEliasJonatanssonustu kosningar og bauð fram A-listann. Hún gat ekki hugsað sér að Elías Jónatansson oddviti Sjálfstæðismanna yrði bæjarstjóri í Bolungarvík. Eftir kosningarnar tók A-listinn upp samstarf við K-listann þar sem Soffía Vagnsdóttir hefur verið í forsvari. Nú hefur því meirihlutasamstarfi verið slitið til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn til öndvegis við stjórnun bæjarins að nýju og gera þann hinn sama Elías að bæjarstjóra. 

Eiginlega hefði listi Önnu Guðrúnar átt að bera bókstafinn K og heita K-listinni, klofningsafl.

En þó svo að Anna Guðrún segist hafa ástæðu til samstarfsslitanna, þá skortir hana rökin. Það kemur æ betur ljós eftir því sem frá líður. 

Meirihlutasamstarf A og K lista hafði verið farsælt og áorkað ýmsu. Enginn málefnalegur ágreiningur var til staðar.  Hinsvegar segir Anna Guðrún að hætta hafi verið orðin á "hagsmunaárekstrum" vegna aukinna umsvifa Soffíu Vagnsdóttir og hennar fjölskyldu í atvinnurekstri bæjarins. Enginn slíkur hagsmunaárekstur mun þó hafa komið upp. Hvað um það, A-listafólk taldi vissara að leiða frekar til valda eiganda annars fjölskyldufyrirtækis í bænum. Shocking Málefni þess fyrirtækis hafa nú þegar verið inni á borði bæjarstjórnarinnar og munu vafalítið koma þangað aftur.  

Þegar rökin skortir birtast oft réttlætingar. Því virðist oddviti A-listans hafa gripið til þess ráðs að dylgja um óheiðarleika og trúnaðarbrest milli sín og Soffíu Vagnsdóttur. Gefa í skyn að eitthvað óhreint sé í pokahorninu, eitthvað sem eigi eftir að koma í ljós, en hún "kjósi" að tjá sig ekki frekar um að sinni.

Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds ... enda heyri ég hér enduróm af annarri umræðu sem stóð sjálfri mér nær fyrir u.þ.b. tveimur árum. Einhver kona orðin of umsvifamikil og stór, farin að gera of mikið ... að þessu sinni í Bolungarvík. Hálfkveðnar vísur, umtal.

Fæstir geta gert sér í hugarlund hvílíkt kvalræði það er að sitja undir málflutningi af þessu tagi og geta ekki rönd við reist. Það er sannkölluð mannraun. Þess vegna finnst mér að við svo búið megi ekki sitja í þessu máli . Það má ekki verða lenska að fólk geti sagt nánast hvað sem er um hvern sem er án þess að standa fyrir máli sínu. Hagsmunagæsla má aldrei vera hafin yfir leikreglur.

Ég ætla ekki að hafa neina skoðun á umsvifum Soffíu Vagnsdóttur eða samstarfshæfi. Hvorugt þekki ég. Ég veit það eitt að athafnamenn hafa alltaf setið í bæjarstjórn Bolungarvíkur og víðar á landinu: Hvað sjáum við ekki í Kópavogi, er ekki bæjarstjórinn þar umsvifamikill atvinnurekandi?

En ásakanir um óheiðarleika og trúnaðarbrest eru alvarlegt mál. Enginn stjórnmálamaður sem vill teljast ábyrgur orða sinna getur sett slík ummæli fram án þess að færa fyrir þeim haldbær rök eða sannindi.  Anna Guðrún Edvarðsdóttir ætti að sjá sóma sinn í því að gera það, eða draga orð sín til baka.

Geri hún hvorugt, hefur hún gert sjálfa sig að ómerkingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Kæra vinkona, við lestur þessa reiðipistils brast strengur.

Þögnin er gulls ígildi 

Katrín, 26.4.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Þetta er allt hið undarlegasta mál. Út um allt land sitja athafnamenn og konur í bæjarstjórnum. Það er ekki alltaf auðvelt að fá hæft fólk til slíkra starfa og ég hefði haldið að það væri fengur í drífandi fólki sem vill bjóða sig fram í þau. Pólitíkin spyr hins vegar ekki um það. Hér er ekki verið að hugsa um hagsmuni bæjarfélagsins heldur eigið skinn. Litlum bæjarfélögum er mikill fengur að kraftmiklum og hugmyndaríkum einstaklingum eins og Grími Atlasyni. Svona pólitískar hræringar í eiginhagsmunaskyni gera ekkert nema skaða samfélagið. Ef einhverjir hafa ástæðu til að kasta eggjum þá eru það Bolvíkingar í nýjan meirihluta  bæjarstjórnar. Eggjakast er hins vegar óréttlætanlegur skrílsháttur og betra ef menn sæu villu síns vegar. Það virðist hins vegar vera útilokað í pólitík.

Guðmundur Benediktsson, 26.4.2008 kl. 15:57

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Það er oft þannig að þeir sem eru duglegir í sínu einkalífi og drífandi í rekstri og hverju sem er veljast gjarnan til forystu í pólítík. Það er kannski ekki endilega að þeirra sjálfra fumkvæði sem þeir fara fram heldur er frekar leitað eftir þeirra framlagi.

Gísli Sigurðsson, 26.4.2008 kl. 17:20

4 identicon

Er sammála þér. Þetta er mjög spúkí mál allt saman.

Anna Guðrún þarf að útskýra mál sitt, annars er hún ómerkingur.

Guðrún (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 17:53

5 identicon

Já þetta er hið undarlegasta mál alltsaman.  Við vitum að vindar skipast oft fljótt í pólitík. En eitt er þó alveg á hreinu frá mínum bæjardyrum séð: þau rök sem Anna Guðrún gefur upp eru óskiljanleg.  Ætli henni hafi bara ekki fundist vinstri armurinn í þessari bæjarstjórn fá of mikla jákvæða athygli.  Slíkt fer mjög í taugarnar á mörgum Sjálfstæðismönnum. 

Jona Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 18:57

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir athugasemdir - og endilega haldið áfram að segja ykkar skoðun á þessu.

En Kata mín - þetta er ekki reiðilestur. Þetta er skoðun mín. Hvað þig varðar, þá er ég þeirrar náttúru að geta látið mér þykja vænt um fólk þó ég sé ekki sammála því. Við höfum áður verið óssammála um ýmslegt - og svo sannarlega erum við það nú.

 Það breytir engu um það að mér þykir eftir sem áður vænt um þig. Það brast enginn strengur hjá mér gagnvart þér við þessa atburði. En ég áskil mér rétt til þess að hafa skoðun á þeim.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.4.2008 kl. 19:17

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er margt skrítið fyrir vestan.Fyrst það að sækja sér bæjarstjóra suður.Var virkilega enginn nógu góður fyrir vestan.Ef eitthvert bæjarfélag getur ekki fundið nógu hæfan einstakling í sínu bæjarfélagi til að stjórna því, á að leggja bæjafélagið niður.Það þarf mikið ímyndunarafl að sjá fyrir sér að Reykvíkingar sæktu sér borgarstjóra til Bolungarvíkur.Vestfyrskur aumimgjagangur Og er ekki eðlilegra að sjálfstæðismaður vinni með sjálfstæðismanni , heldur en einhverju umhverfisverndarliði sem ekkert vill gera og er stjórnað frá R.vík.Það getur varla þurft að útskýra það fyrir fyrrverandi skólastýru og höfuðborgarbúa.Baráttukveðju til sjálfbjarga Vestfyrðinga.

Sigurgeir Jónsson, 26.4.2008 kl. 21:46

8 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Er ekki kunnugur bæjarpólitíkinni á Bolungarvík og veit ekkert um þetta mál nema það sem ég hef heyrt í fréttum, Grímur Atlason sagði í Kastljósinu að umsvif Soffíu væru bara til bóta fyrir bæjarfélagið þar sem fyrirtæki hennar væri að gera samning við verktakafyrirtæki, sem ekki tengdist umsvifum bæjarins neitt. En miðað við færslun hér að ofan er sjálfsagt ekkert að marka hvað Grímur segir,. Hann er að "SUNNAN." Ég get ekki séð að það sé nein lítilsvirðing við Bolvíkinga eða Vestfirðinga yfir höfuð þótt menn að "sunnan" séu ráðnir í vinnu. Ég þekki fullt af dæmum af ráðningu manna að "sunnan" í sveitastjórastöður, g sennilega er meira úrval þar af hæfum mönnum í svona starf enúti á landi

Kveðja 

Ari Guðmar Hallgrímsson, 26.4.2008 kl. 22:05

9 identicon

Kæra Ólína, þakka þér innilega fyrir þennan pistil, sem er skýr skynsamlegur og heiðarlegur eins og þér er líkt.

 þetta er eins og talað út úr mínu hjarta. Það er alveg sama hvernig á atburðarrás síðustu daga er litið, þetta er hreint óskiljanlegur og ódrengilegur gjörningur, sem virðist eingöngu til þess gerður að skaða Bolungavík og Bolvíkinga. A.m.k  hefur þetta ekki verið rökstutt ennþá á neinn þann hátt að hald sé í. Þangað til verður maður að álíta að einhverjar aðrar og annarlegri hvatir búi að baki.

Svo mikið er víst að þetta er ekki greiði við byggðarlagið eða þá sem í því búa, hvar í flokki sem þeir standa. Svo vel þekki ég til í mínum gamla heimabæ að þar er fólk sem lamað eftir þetta högg sem bæjarfélaginu hefur nú verið greitt, og eru línur þar ekki dregnar eftir flokkskírteinum. Ég er þeirrar skoðunnar að ef D-listafólk (sem ég veit að er gott fólk sem vill byggðarlaginu vel) hefði haft hagsmuni bæjarfélagsins að leiðarljósi, þá  hefði það sýnt þann drengskap að hefja sig yfir flokkslínur,  myndað sterkan meirihluta með K-listanum og klárað verkefnið út kjörtímabilið. Nei verða heldur valdagræðgini og eiginhagsmunum að bráð.

Fyrsta og eina yfirlýsingin sem frá þeim hefur komið, og kom strax, var hver verður bæjarstjóri og formaður bæjarráðs. Ekkert um hagsmuni íbúanna.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf?

Það tapa allir á því sem nú hefur gerst, hvernig sem á það er litið. Bæjarfélagið mest.

D-listinn hefði staðið eftir sterkari í næstu kosningum sem eru eftir tvö ár. Nú má víst telja að dagar hans með hreinan meirihluta séu taldir. Um A-listaóværuna kæri ég mig ekki að fjölyrða.

Mig langar að láta hér fylgja vísu sem ég veit því miður ekki hver orti, en segir margt um það sem nú hefur gerst.

 Viljirðu svívirða saklausan mann

segð'engar ákveðnar skammir um hann

Láttu það svona í veðri vaka

að þú vitir hann hafi unnið til saka.

með vinsemd og virðingu

Pálmi Gestsson

Katrín strengjatal þitt hefði átt að vera þér ofar í huga áður en þú settir suma pistla þína inná netið

Pálmi Gestsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 22:11

10 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Það vill nú svo til að Soffía Vagnsdóttir er mikil og góð vinkona mín og öll hennr fjölskylda er vinafólk mitt. Ég fylgdist vel með meirihlutamynduninni sem nú hefur verið klofin og vissi fyrir víst að Anna Guðrún gat ekki hugsað sér að fá Elías Jónatansson sem bæjarstjóra. Það var m.a. ástæðan fyrir ráðningu Gríms Atlasonar. Það eru því undarleg umskiptin sem hafa orðið á skoðunum Önnu Guðrúnar og rökin fyrir stjórnarslitunum fáránleg. Það vita allir.

Ég tek undir með Ólínu og segi að vinátta og væntumþykja er hafin yfir skiptar skoðanir í pólitík. Kata Gunnars er góð kunningjakona mín og Soffía og Ólína báðar kærara vinkonur - hvaða skoðanir sem þær kunna að hafa á þessu máli. Mín skoðun er aftur á móti sú að eiginhagsmunir og valdagræðgi hafi stjórnað gjörðum Önnu Guðrúnar en ekki sannleiksást og hagsmunagæsla fyrir bæjarfélagið Bolungarvík.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 26.4.2008 kl. 22:26

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Framsóknarhatarinn Pálmi gleymir því, að Framsókn er aðili að K listanum í Bolungarvík.

Sigurgeir Jónsson, 26.4.2008 kl. 22:34

12 identicon

Og þú ættir að vita að Vestfirðingar er ekki skrifað Vestfyrðingar.

Pálmi Gestsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 23:17

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er gott að þú tókst eftir því Vestfirðingur.

Sigurgeir Jónsson, 26.4.2008 kl. 23:21

14 Smámynd: Bergur Thorberg

Smá viðbót. Verra væri Vestfirringur. Ég hef að vísu aðeins einu sinni komið til Bolungarvíkur og þar fannst mér sem málara og manneskju, fallegt um að lítast. Til fjalla og fjarðar. Á Norðausturhorni landsins er lítið sjávarþorp sem ég dvaldi um hríð í. Þorpsbúar, allir upp til hópa, sómafólk. Þar kom ein manneskja og gerði allt vitlaust. Ég og fjölskylda mín, berum þess enn merki. Sérstaklega barnið mitt. Og við gleymum ekki í bráð. Sama manneskja skreppur inn á Alþingi þessa dagana og verður þar kjaftstopp. Og ætti að skammast sín. Ekki fyrir orðleysi á Alþingi. Heldur annað. Og til Pálma, vinar okkar allra.... mig rennir í grun eftir hvern vísan er. Og hún er góð. Að mínu mati.

Kveðjur

Thorberg

Bergur Thorberg, 26.4.2008 kl. 23:50

15 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mig langar að vita hvað liggur að baki þessari ákvörðun Önnu, ekki heyra bara dylgjur og órökstuddar, hálfkveðnar vísur. Getur verið að olíuhreinsistöð komi þarna við sögu?

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.4.2008 kl. 00:21

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það verður "vík milli vina" í Bolungavík næstu misserin.  Það hlýtur að vera mjög erfitt þegar svona uppákomur verða í ekki stærra samfélagi.  Pólitík er skrítin tík og persónulega finnst mér að ekki eigi að kjósa eftir flokkspólitískum línum til sveitarstjórna í svona litlum samfélögum.

Mér fannst Grímur Atlason standa sig mjög vel, sem bæjarstjóri og talsmaður Bolvíkinga, röggsamur ungur maður, sem talaði "mannamál".  Hann fór vestur, sem dæmigerður 101 maður og eftir smátíma, fann maður að hann talaði sem sannur baráttumaður landsbyggðarinnar.

Sigrún Jónsdóttir, 27.4.2008 kl. 00:35

17 Smámynd: Bergur Thorberg

Ja, Grím þekki ég ekki nema af góðum málum. Svo ég er þér algerlega sammála, Sigrún.

Bergur Thorberg, 27.4.2008 kl. 00:40

18 Smámynd: Gunnar Kr.

Mikið er ég innilega sammála þér Ólína.

Mér skilst að í gegnum tíðina hafi hinir mestu athafnamenn Bolungarvíkur, afkomendur Einars heitins Guðfinssonar, meira og minna verið í pólitík – bæði bæjarpólitíkinni og landsmálapólitíkinni. Anna Guðrún steig fyrst fram með dylgjur og lét að því liggja að trúnaðarbrestur hefði orðið á milli sín og Soffíu... Svo kom fram að henni þætti Soffía „og systkini hennar“ orðin of umsvifamikil í bænum og hleypur beint til afabarns Einars Guðfinnsonar (eldri).

Ég segi nú bara eins og Ragnar Reykás, hér um árið: „Ma... ma... ma... maður bara skilur þetta ekki!“

Áfram Sossa! 

Læt svo fylgja vísu sem ég held að sé eftir Hannes Hafstein:

Taktu ekki níðróginn nærri þér.
Það næsta gömul er saga,
að lakasti gróðurinn ekki það er
sem ormarnir helst vilja naga
.

Gunnar Kr., 27.4.2008 kl. 03:34

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég reyni að taka alltaf það jákvæða út úr hlutunum. Það sem er jákvætt fyrir Bolvíkinga er að nú kemur Sjálfstæðisflokkurinn aftur að málum og framfarir og framkvæmdir geta haldið áfram. Ég vil óska öllum Bolvíkingum til hamingju með nýja meirihlutann.

Óðinn Þórisson, 27.4.2008 kl. 10:48

20 identicon

Sæl og blessuð.

Þegar ég las pistilinn þinn datt mér Ráðið í hug - þessi makalausi texti eftir Pál J. Árdal - sem hún Bergþóra heitin Árnadóttir söng forðum.... Las svo athugasemdir og sá að Pálma Gestssyni hafði dottið hið sama í hug og sett inn upphaf textans.

Kíki oft á bloggið þitt - og hugsa með mér að gaman væri að hittast einhvern fagran dag. 

Kveðja frá Ingibjörgu fyrrum umsjónarkennara þínum í 4.S.

Ingibjörg Þ.Þ. (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 11:52

21 identicon

Sæl Ólína.

Þar sen ég er ættaður úr Bolungarvík. Móðir mín fæddist þar og ólst upp og forledrar hennar bjuggu í Víkinni í fjölda ára, fer ekki hjá því að ég fylgist annað slagið með því sem gerist þar um slóðir. Ekki veit ég frekar en aðrir hvað liggur á bak við meirihlutaslitin en upllýst ástæða - að oddviti meirihlutans sé orðinn of umsifamikill í atvinnulífi bæjarins verkar harla einkennilega þegar Bolungarvík er annars vegar. Án þess að ég hafi skoðað það frekar þykir mér líklegt að Einar heitinn Guðfinnson og hans fólk hafi látið sig bæjarmál varða. Umsvif Soffíu sýnast hreinustu smámunir samanborið við EG-veldið meðan það stóð með sem mestum blóma. Nafnið Elías Jónatansson klingir bjöllum hjá mér. Getur verið að hann sé sonur Jónatans Einarssonar, Guðfinnsonar? Ekki man ég betur en Jónatan hafi á sinni tíð verið með umsvifamikla bygginga- og verktakastarfsemi í bænum. Hefur Elías þessi tekið við því hlutverki?

Vonandi geturðu svalað forvitni minni.

hágé.

Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 11:57

22 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir síðustu athugasemdir.

Já, Helgi þú átt kollgátuna varðandi ættir Elíasar Jónatanssonar.  Hann er einmitt sonur Jónatans Einarssonar, Guðfinnssonar.  

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.4.2008 kl. 14:29

23 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ingibjörg - gaman að fá kveðju frá þér.  Og ekki var heldur leiðinlegt að fá hana Siggu dóttur þína í þjóðfræðina til mín í háskólanum hér um árið. Siggu litlu, sem þá var orðin ung og falleg kona, en var held ég tveggja ára þegar þú varst á Ísafirði. Svona flýgur tíminn.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.4.2008 kl. 14:31

24 identicon

Smá leiðrétting v/Helga, Jónatan Einarsson Guðfinnssonar var framkvæmdastjóri hjá EG.hf, en Jón Fr Einarsson bróðir hans var umsvifamikill byggingaverktaki í Bolungavík. Elías er sonur Jónatans eins og fram hefur komið.

Pálmi Gestsson (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 14:40

25 identicon

Þó nafn mitt sé ekki mikils metið né verði stórum stöfum skrifað í sögunni, þá var mér þó kennt það sem ungu barni að svíkja ekki nokkurn mann og hafði að leiðarljósi frá henni ömmu minni sálugu að koma fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig.  Reynt hef ég að fara eftir því þó misjafnlega hafi gengið.  Ég hvet alla Bolvíkinga að rísa upp gegn þessum svikum og ósannindum sem borin hafa verið á Soffíu Vagnsdóttir og láta í sér heyra. Valdagræðgi og öfund, heitir þetta og ekkert annað!

VIÐ MÓTMÆLUM ALLIR! 

Svanur Elíasson (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 18:50

26 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Jæja, þá er komin yfirlýsing frá A listaklofningsframboði sjálfstæðisflokksins (núna fyrrverandi klofningsframboði því þau eru aftur sameinuð í Sjálfstæðisflokknum) Yfirlýsingin er á allt öðrum nótum núna en í upphafi. Þar segir "Hvergi hefur komið fram hjá fulltrúum A - lista sú fullyrðing að bæjarstjórnarfulltrúar eigi ekki að vera í atvinnurekstri samhliða setu í bæjarstjórn.

Þau vita ekkert hvernig þau eiga að útskýra þessi ósköp, enda óþarfi úr því sem komið er, Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn heill í Bolungarvík og getur farið með bæjarmálin aftur í sama hjólfarið. Eitt er afar undarlegt í þessu máli. Svæðisútvarp Vestfjarða spurði Önnu Guðrúnu á föstudag að "hún hefði lýst því yfir að hún vildi ekki sjá Elías Jónatansson sem bæjarstjóra fyrir tveimur árum eftir að hún hafði tapað fyrir honum í prófkjöri, nú væri hún búin að gera hann að bæjarstjóra. Hvað hefur breyst? Ekki svarði hún þessari spurningu fréttamanns.

Hér er viðtalið þar sem ágreiningurinn er um allsvakaleg umsvif Soffíu Vagnsdóttur og að Grímur er á móti olíuhreinsistöð  í Kompásþætti   http://bb.is/Pages/26?NewsID=115145

Hér er talað um að umsvif Soffíu hafi ekkert með þetta að gera http://visir.is/article/20080427/FRETTIR01/276670248

Og hér er svar Gríms http://visir.is/article/20080427/FRETTIR01/790089434

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 27.4.2008 kl. 22:08

27 identicon

Mér finnst svo gaman að lesa það sem þú skrifar Ólína vegna þess að þú segir þína skoðun og hana nú!!  

Ég er nokkuð sammála þessum skrifum þínum. Ég á eftir að sjá mikið á eftir Grími sem bæjarstjóra! Elías sem er að taka við hans sæti sem bæjarstjóri þarf að hafa sig allan við að toppa það ágæta starf og þann ferska andblæ sem Grímur kom með hingað í bæinn. En það er mín skoðun.  

Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:54

28 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sigurgeir spyr hvers vegna bæjarstjóri að sunnan sé ráðinn í Bolungarvík og hvort ekki séu til nógu mikið af hæfum einstaklingum úr þorpinu í starfið. Mín skoðun sem gamals Ísfirðings er að svo sé án efa.

Vandamálið er að á svona litlum stöðum bítast nokkrar ættir yfirleitt um völd og áhrif í bæjarfélaginu. Fjölskyldurnar sætta sig ekki við að einhver hinum fjölskyldunum gegni æðstu valdstöðunni. Gamla öfundin á sér marga fylgismenn og -konur.

Það held ég að hafi gerst í Bolungarvík. Gamla EG-veldið, eða leifar þess, vilja komast að kjötkötlunum. Soffía Vagnsdóttir hefur eflaust verið orðin of stór fyrir þá og Grímut Atlason notið of mikilla vinsælda.

Þess vegna er búin til einhver átylla eins og léleg fjármálastjórnum vinstri manna, sem er klisja sem ætlar að verða nokkuð lífsseig. Við sáum þetta gerast í Reykjavík og sama munstrið endurtekur sig í gömlu vígi Sjálfstæðisflokksins, Bolungarvík. Sjálfstæðismenn virðast elska völdin meira heldur en hag fólksins.

Theódór Norðkvist, 29.4.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband