Meiri maður en Vilhjálmur Þ - en við hvern var Lára að tala?

Lára Ómarsdóttir - sem nú hefur ákveðið að hætta störfum sem fréttamaður á Stöð-2 eftir óheppileg ummæli sem hún lét falla á vettvangi atburða í fyrradag - er maður að meiri fyrir vikið.

Og hún  er meiri maður en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík, fyrrverandi og tilvonandi borgarstjóri.

Lára kveðst hafa talað í gríni við starfsfélaga. Gráglettni er nokkuð sem erfitt getur verið að meta af þriðja aðila sem heyrir tilvituð orð á öðrum stað og annarri stund.

En það er nokkuð sem vekur athygli þegar hlustað er á hljóðupptökuna, sem þið getið heyrt hér. Það er engu líkara en Lára sé að reyna að koma til móts við tilmæli einhvers hinumegin á línunni. Hver var það? Enn og aftur verður að setja fyrirvara um eftirátúlkun þriðja aðila - en það er eitthvað sem slær mig undarlega við þetta samtal. Og ef ég ætti að hafa túlkunarvald, þá myndi ég veðja á að þarna séu tveir samstarfsmenn að ræða sína á milli um mögulega sviðsetningu.

Nú hefur annar þeirra sagt upp starfi sínu - hinn ekki. Og hvor skyldi hafa verið hærra settur?

En hvort sem Lára var nú að grínast eða ekki - og hvort sem hún ætlaði að þóknast einhverjum hærra settum á Stöð-2 eða ekki - þá eru viðbrögð hennar ábyrg. Hún hefur axlað sína ábyrgð - það er meira en sagt verður um ýmsa sem þó bera þyngri ábyrgð á velferð almennings  en einn fréttamaður á sjónvarpsstöð.

Ég óska Láru velfarnaðar í þeim verkefnum sem bíða hennar - og þess verður vafalaust ekki langt að bíða að hún finni hæfileikum sínum og kröftum viðnám á verðugum vettvangi.

----------

PS: Ég heyrði í sjónvarpinu í kvöld að Lára væri fimm barna móðir. Ég er sjálf fimm barna móðir, var einu sinni fréttakona á sjónvarpinu. Sömueliðis Ólöf Rún Skúladóttir sem ég held að eigi fjögur eða fimm börn, og Jóhanna Vigdís líka, ef mér skjátlast ekki. Hvað er þetta með fréttakonur og frjósemi??


mbl.is Hættir sem fréttamaður á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Takk fyrir að benda mér á þetta. Það er alveg ljóst að hún er að taka upp þráð frá öðrum þegar hún kemur með tillöguna um eggið. Hver var það? Og hvað sagði hann nákvæmlega um egg? Það væri forvitnilegt að fá að heyra það.

María Kristjánsdóttir, 25.4.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég var ekki búin að heyra þetta.  Er þetta ábyrg fréttastofa og er verið að "hengja bakara fyrir smið"?   Það var auðheyrt að ekki var verið að grínast þarna!

Sigrún Jónsdóttir, 25.4.2008 kl. 18:06

3 identicon

Hún stendur fyrir sínu þessi kona og sjónarsviftir af henni ef hún hættir

Magnús G Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 18:06

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég get tekið undir það - það er sjónvarsviptir að Láru Ómarsdóttur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.4.2008 kl. 18:19

5 identicon

Allir sem lifa og hrærast í opinberu sviðsljósi þurfa að lifa eftir reglunni: "Það er ekki nóg að ekkert rangt hafi átt sér stað, það má ekki líta út fyrir að nokkuð rangt hafi átt sér stað." Það henti Láru Ómarsdóttur og hún hefur nú tekið afleiðingunum af því. Það mættu fleiri gera og oftar.

Siggi (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 18:43

6 identicon

Það er nú ekki bara Villi sem að ætti að taka Láru sér til fyrirmyndar. Það tíðkast nú bara ekki hjá stjórnmálamönnum hér á landi að segja af sér, sama hversu mikið þeir hafa skandalíserað. Tökum sem dæmi Árna Matt. ..

Guðjón (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 18:57

7 identicon

Björn Ingi gerði svipað, enda eini framsóknarmaðurinn sem hefur eftir snefil af (sjálfs)virðingu.

Það er ánægjulegt að sjá fólk eins og Láru taka áyrgð á eigin orðum eftir að hafa klúðrað alvarlega, en væri áhugavert að fá að vita við hvern rætt var og hvað gekk á undan.

Að sjálfsögðu er skömm að þessu fyrir hana, en hún bjargar trúverðugleika sínum eins og hægt er með 

þessum viðbrögðum.  

ari (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 19:03

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Eftir að hafa horft á viðtal við Láru á stöð 2, verð ég að segja að virðing mín fyrir henni hefur aukist og ég vona svo sannarlega að þessi uppákoma verði öðrum fréttamönnum víti til varnaðar.

Ari, Björn Ingi sagðist ekki vera að segja af sér vegna eigin mistaka........og ég mun aldrei setja hann á stall með virðingarverðu fólki! 

Sigrún Jónsdóttir, 25.4.2008 kl. 19:40

9 Smámynd: Loopman

Hvers konar bull vellur uppúr þessar manneskju. Eftir að hafa horft á Láru í kastljósinu og á stöð 2 núna áðan, þá er ég sannfærður um að hún sé of hrokafull til að taka ábyrgð.  Harkaleg orð, vissulega, en þegar manneskja setur sjálfa sig upp sem eitthvað fórnarlamb með tali sínu og fasi þá þykir mér það ekki fínn pappír. 

Hugsið ykkur að kalla þetta grín, og fréttastjóri stöðvar 2 tekur undir það líka. Þetta er ekkert grín, þetta er gamallt trikk fjölmiðlamanna til að fá þær fréttir og þær myndir sem þeir vilja fá. Málið er bara að láta ekki ná sér.

Hún var gripin í bólinu og það þýðir ekki að vera með fórnarlambsstæla og segja "ég er fimm barna móðir... bla bla bla" og "ég geri þetta ekki nema að vel íhugðu máli....". Það er alveg pottþétt að hún er komin með vinnu eða einhver loforð um slíkt. Fimm barna móðir segir ekki upp útaf smotteríi eins og þessu nema það sé eitthvað sem hún á sem backup. Ekki nema hún sé svo vel gift einhverjum manni sem er með milljónir á mánuði til að halda henni og krakkahernum uppi. Það er víst gott að búa í Mosfellsbænum.

Svo toppaði hún þetta með því að hikksta, hika og sýna öll merki óöryggis með sína sannfæringu þegar hún var að lýsa þessu gríni sínu bæði í kastljósinu og sérstaklega á stöð 2 kom hún illa út.

En að segja að þetta hafi verið "lélegur kaldhæðnishúmer sem almenningur skilur ekki". Það er HROKI og þess vegna kalla ég hana of hrokafulla til að taka almennilega ábyrgð.

Fréttastjóri stöðvar tvö átti að reka hana undir eins. Þannig hefði hann bjargað trúverðugleika stöðvarinnar.

Loopman, 25.4.2008 kl. 20:10

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lopman, kópí-peistar þetta svar út um allt. 

Mér finnst Lára flott.  Mér finnst reyndar ekki að hún ætti að hætta störfum.  En ég hef ekki vit á fréttamennsku.  Ein mistök eiga ekki að vera svo dýru verði keypt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2008 kl. 20:21

11 Smámynd: Yngvi Högnason

Bara til að vera með, ekki veit ég hvað Vilhjálmur hefur með fréttamannsstöðu og breytingar á þeim málum hjá stöð 2 að gera. En ekki breytir það neinu hjá mér og eflaust öðrum,að þegar búið er að horfa á fréttir á stöð 2, horfir maður á fréttir á RÚV til að fá staðfestingu hvort allt hafi verið rétt á hinni stöðinni. Og hefur það ekkert að gera með fréttamann eða konu, stöðin hefur bara þetta yfirbragð.Fréttamenn þar eru mér ekki minnisstæðir nema fyrir að vera uppteknir af sjálfum sér.En rétt hjá Jenný, of dýr mistök.

Yngvi Högnason, 25.4.2008 kl. 21:10

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleðilegt sumar og kær kveðja vestur Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 23:48

13 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sæl Ólína, við fáum aldrei að vita hver var á línunni eða hvað viðkomandi sagði. Sjálfur gat ég engan veginn túlkað þetta sem svo að tveir væru að sviðsetja eitthvað. Sá sem var hinu megin gat þess vegna aðeins hafa spurt hvort ekki væri hægt að ná myndum af einhverri aksjón. Meðan við vitum ekki meira finnst mér óþarfi að vera með svona vangaveltur. Tek undir að það er eftirsjá af Láru og reyndar finnst mér brot hennar ekki stórt. Man eftir komu Bobby Fischers þegar Stöð 2 hreinlega stjórnaði atburðarásinni og meinaði öðrum fjölmiðlum aðgang, það var skandall en enginn sagði upp í það skiptið. Reyndar er höfundur þeirrar uppákomu æðstistrumur RÚV núna.

Víðir Benediktsson, 25.4.2008 kl. 23:59

14 identicon

Merkileg líking þarna á ferð.  Skil reyndar ekki tenginguna.

Hefði hún ekki alveg eins getað verið á þá leið "Meiri maður en Marshall - en við hvern var Lára að tala? Því hann var eitt sinn starfsmaður sömu stöðvar en sagði ekki sjálfviljugur upp á sínum tíma þegar hann hagræddi sannleikanum vegna fréttar sem hann bjó til.  Lára er talsvert meiri manneskja en sá fréttamaður.

Grétar Þ. (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 00:09

15 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Já umhugsunarvert. Svo þetta með fréttakonurnar og frjósemi, kannski einhver angi af fréttaþorsta?

Bárður Örn Bárðarson, 26.4.2008 kl. 00:10

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er sjónarsviptir af þessari fréttakonu, en mér finnst hún sýna að hún er sómakær með því að segja af sér. Alveg rétt ákvörðun. Fleiri mættu gera slíkt hið sama sem klúðra málum fyrir sjálfum sér og öðrum í sínum opinberu störfum.

Reyndar er ég enn hissa á að þessi staða hafi komið upp. Ef hún var að grínast þá var hún að gera það á röngum stað og tíma. Furðulegt fyrir fagmanneskju að klúðra svona.

Margar starfsgreinar þurfa að gæta orða sinn við störf sín, tökum dæmi heilbrigðisgeirinn, fjármálageirinn, já og fyrrnefndir... fjölmiðlafólkið og svo stjórnmálafólkið. Það er og á að vera sjálfsagður hluti af starfinu að kunna að bíta í tunguna á sér með það sem manni dettur í hug "á vettvangi" þó fyndið sé  :) 

Marta B Helgadóttir, 26.4.2008 kl. 00:27

17 Smámynd: Marta B Helgadóttir

....fyrirgefðu Ólína en er það ekki dæmigert fyrir nafleysingjana í bloggheimum að vera með stóryrðin og hafa svo ekki kjark til að setja þau fram undir eigin nafni. Hver nennir að taka mark á skrifara sem ekki segir til sjálfs sín.

Marta B Helgadóttir, 26.4.2008 kl. 00:29

18 Smámynd: Halla Rut

Lára er kona meiri nú í mínum augum. En mér finnst persónulega alltof mikið gert úr þessu máli. Ég tala nú ekki um þegar við berum "mistök" stjórnmálamanna okkar saman við þessa fljótfærni Láru eins og þú bendir svo réttlætanlega á.

Ég skrifaði um þetta hér. SMELLA.

PS: Svo er Inga Lind í Ísland í dag að koma með sitt fimmta barn núna. Eins gott að fara ekki að vinna í sjónvarpi, þrjú börn er alveg nóg.

Halla Rut , 26.4.2008 kl. 00:48

19 Smámynd: Bullerbyn

En einmitt við hvern var hún að tala, mig langar rosalega að vita það.  Mér finnnst það skipta höfuðmáli hver var hinum megin á línunni.  Og hvaða bull er þetta í loopman um að Lára sé hrokafull, hún er allt annað en það.

Bullerbyn, 26.4.2008 kl. 00:54

20 Smámynd: Pétur Kristinsson

Halla, Lára er klárlega minni kona í mínum augum EN hún gerði það sem að svo margir hér á landi hafa ekki gert þegar að þeir eru í áhrifastöðum að hún sagði upp og viðurkenndi sín mistök og fyrir það á hún mína virðingu. Vonandi eiga fleiri eftir að taka hana til fyrirmyndar.

Pétur Kristinsson, 26.4.2008 kl. 01:38

21 Smámynd: Halla Rut

Pétur, það er einmitt þess vegna sem hún er meiri kona í mínum augum svo við erum sammála.

Halla Rut , 26.4.2008 kl. 01:46

22 Smámynd: Pétur Kristinsson

Ok, og er sammála þér

Pétur Kristinsson, 26.4.2008 kl. 01:56

23 Smámynd: Loopman

Góðan daginn bloggara. Já Jenny. ég copy / paste-aði svarið mitt á nokkra vefi. Ástæðan er einföld, það er fljótlegra en að kommenta sama textann aftur og aftur. Eins var þetta mitt tribute til íslenskrar blaðamennsku, sem einkennist mikið af einmitt copy/paste.

Til að koma okkur niður á jörðina, Bullerbyn: Þá skiptir það ekki neinu máli hver var hinumegin á línunni. Það var Lára sem sagði hlutina. Hrokafulla kommentið mitt skal útskýrt svona fyrir það sem ekki náðu því til að byrja með.

Copy/paste í Loopman: "En að segja að þetta hafi verið "lélegur kaldhæðnishúmer sem almenningur skilur ekki". Það er HROKI og þess vegna kalla ég hana of hrokafulla til að taka almennilega ábyrgð."

Ég segi það sama og ég sagði við Jenny á hennar heimasíðu: Þegar að Lára talar svona um okkur almenning eins og við séum bjánar, þá er hún ekki að tala við mig eða hina, hún er að tala um YKKUR. Ég fyrir mitt leyti er ekki hrifinn af því þegar opinber persóna "hraunar yfir almenning" sem samkvæmt hennar orðum og fasi virðist tala niður til og gefa til kynna að "við almenningur" séum svon heimsk að við skiljum ekki svona Faux Pas djók.

Lára gerði samt hið rétta með að segja af sér. Mér finnst samt að Steingrímur hefði átt að reka hana eða senda í endurmenntun. Trúverðugleiki stöðvarinnar var ekki mikill fyrir. Eftir að hann kom inn minnkaði hann enn meira. Og svo þetta.

Loopman, 26.4.2008 kl. 10:05

24 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvers á Vilhjálmur Þórmundur að gjalda í sambandi við óheppileg ummæli fréttakonunnar Láru Ólína mín?

Lára axlaði ábyrgð með miklum sóma og er meiri maður af.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.4.2008 kl. 10:38

25 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Heimir, Vílhjálmur hefur ekki hingað til ekki þurft að gjalda neins - því hann hefur aldrei axlað ábyrgð á óheppilegum og misvísandi ummælum, hvað þá gjörðum. Það er samanburðurinn sem ég er að draga upp.

a) Ung fréttakona sem missir út úr sér lélegan brandara í einkasamtali sem annar fjölmiðlamaður ákveður að senda út að henni forspurðri (sem er nú ekki sérlega siðlegt) segir starfi sínu lausu.

b) Borgarstjóri/borgarfulltrú sem verður margsaga um aðkomu sína að máli sem varðar mikilvæga almannahagsmuni situr enn í trúnaðarstöðu og ætlar að taka við starfi borgarstjóra á nýjan leik.

Mér fannst þetta augljóst.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.4.2008 kl. 12:10

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er alvarlegt mál ef sjónvarpsstöðvar reyna að setja atburði á svið. Ég minni samt á að nærvera fjölmiðla hefur áhrif á svona samkomu eins og var þarna við Rauðavatn. Hún verður til þess að þátttakendur fara að gera eitthvað sem kemur vel út í sjónvarpi.

Það er löngu vitað að óeirðaseggir meðal Palestínuaraba tvíeflast alltaf þegar kvikmyndatökuvélarnar eru nærri og grýta grjóti og öðru lauslegu í skriðdreka, jarðýtur og liðsmenn ísraelska hersins. Sama er upp á teningnum hjá íslenskum ungmennum og vörubílstjórum sem vilja vekja athygli á málsstað sínum.

Theódór Norðkvist, 26.4.2008 kl. 23:20

27 identicon

Grétar Þ: Róbert Marshall lét af störfum á Stöð 2 vegna tímamismunarmálsins á sínum tíma algerlega af eigin frumkvæði. Karl Garðarsson, þáverandi fréttastjóri, lét m.a.s. svo ummælt að hann tæki uppsögnina ekki gilda.

Annars á Lára allan heiður skilinn fyrir að axla ábyrgð á þessu máli og það er engin spurning um að hún á afturkvæmt í fjölmiðla þegar fram líða stundir.  

Sveinn (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband