Skíðavikan brostin á

skidi-ReykjavikIs Þá er páskafríið hafið - og börnin mín tínast heim í foreldrahús - þau sem það geta. Það eru þó aðeins tvö (af fjórum brottfluttum) sem koma vestur á Ísafjörð að þessu sinni. Saga og Pétur eru á leiðinni vestur - bæði með vini sína með sér. Svo það verður mannmargt hjá mér þó svo að húsið fyllist ekki af mínum eigin afkomendum.

Hjörvar sonur minn (14 ára) er alsæll yfir því að Nonni frændi hans (15 ára) er kominn í heimsókn vestur. Nú fara þeir á hverjum degi beint upp á skíðasvæði - Pétur afi keyrir þá - og eru þar allan daginn. Svo fara þeim saman heim til Hjördísar ömmu og leyfa henni að stjana við sig þegar þeir koma niður úr fjallinu síðdegis. Sældarlíf á þeim frændum. 

Það er mikið um að vera á Ísafirði um þessa páska eins og oftast. Skíðavika Ísfirðinga var sett í miðbæ Ísafjarðar í gær. Þrátt fyrir mikið fannfergi að undanförnu þurfti að bera snjó í aðalgötu bæjarins til þess að hin árlega sprettganga, sem markar upphaf skíðavikunnar, gæti farið fram.  

 Skíðavikan er mikill hápunktur í bæjarlífinu hér á Ísafirði. Hún er alltaf haldin í dymbilvikunni, því þá flykkjast ættmenni og vinir hvaðanæva að og mikið er um að vera á skíðasvæðinu og götum bæjarins. Fossvavatnsgangan fræga, garpamótið, Páskaeggjamótið og nammiregná skíðasvæðinu eru fastir liðir. Síðustu ár hefur Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, bæst í hóp fastra viðburða á skíðaviku. Í ár er Skíðamót Íslands einnig haldið hér. Já, það er mikið um að vera.

 Jébb - það er allt að gerast á Ísafirði þessa dagana og ég HLAKKA SVO til að knúsa börnin mín - þó þau séu orðin stór. InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Þið búið við forréttindi - gleðilega páskahátíð

Sævar Helgason, 20.3.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég kom á hverju ári Vestur á Skíðaviku forðum daga. Skemmtilegast var þegar Gullfoss var notaður í þær ferðir. Siglt var með Gullfossi vestur og gist í skipinu allan tímann og nóg var af vinum og ættingjum eftir á Ísafirði til að heimsækja.

Gott að eiga góðar minningar... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.3.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á enn eftir að koma vesturþað er skömm að því, ég veit það, en nú fer ég að bæta úr.  Það eru svo miklir menningarfrömuðir þarna fyrir vestan og ég er viss um að hvergi er tónlistarlíf á landinu eins öflugt og hjá ykkur.

Ætla ekki að vera öfundsjúk, sendi bara gleðikveðjur til ykkar allra og vona að þið njótið hvers augnabliks.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2008 kl. 16:06

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gleðilega páska Ólína mín og til þinnar fjölskyldu.

Edda Agnarsdóttir, 20.3.2008 kl. 18:01

5 Smámynd: Tiger

  Þetta hljómar dásamlegt og ég er handviss um að þarna væri mun yndislegra að ala upp unglinga en á steypugötum Reykjavíkur. Þeir virðast sannarlega fá allt það yndislegasta þarna frændurnir og samgleðst ég þeim sem og ykkur öllum bara. Væri til í að fá meiri snjó suður en kannski maður eigi eftir að upplifa bara skemmtilega páska eitthvert árið þarna vesturfrá.. Gleðilega Páskahátíð.

Tiger, 20.3.2008 kl. 18:02

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bestu páskakveðjur héðan frá Stjörnusteini.  Njóttu vel í faðmi fjölskyldu og vina. Easter Basket 

Ía Jóhannsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:32

7 Smámynd: Jens Guð

  Ég kem árlega til Ísafjarðar og hef alltaf jafn mikla skemmtun af.  Ekki aðeins er landslagið eitt það flottasta á landinu heldur er mannlífið fjörlegt.  Ég hef löngum ætlað á Aldrei fór ég suður.  En núna stangaðist dæmið á við reisu mína til Fjáreyja.  En stefnan er sett á Aldrei fór ég suður  að ári.

Jens Guð, 21.3.2008 kl. 01:13

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir kveðjur - og gleðilega páska

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.3.2008 kl. 10:33

9 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Gleðilega páska, Ólína mín. Kveðja til Sigga og krakkanna.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 21.3.2008 kl. 10:34

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðilega páska

Marta B Helgadóttir, 21.3.2008 kl. 11:33

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki leiðinlegir ábrystir það.  En með börnin þá hætta þau aldrei að vera börnin sem best er að knúsa, var að fá tvö stóru mín heim úr útlöndum þar sem þau búa, alveg yndislegt.  Eigðu ljúfa páska með fjölskyldunni.  Kær kveðja Easter Basket

Ásdís Sigurðardóttir, 22.3.2008 kl. 00:20

12 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Er komin í huganum á "Aldrei fór ég suður".  En mastersritgerð eiginmannsins þurfti að sitja fyrir þessa páskana, og er ég því bara að sinna börnunum og safnaðarstarfinu í Grafarholtinu.  Gleðilega páska vestur....

Sigríður Jósefsdóttir, 22.3.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband