Óvænt næðisstund á aðfangadegi

adventukransÓvænt næðisstund á aðfangadegi: Hamborgarahryggurinn soðinn, ísinn tilbúinn, fiskhringurinn og Rice crispies tertan. Búið að leggja á borðið - allir búnir jólabaði, og stóru börnin í jólapakkaleiðangri. Eiginlega er maður bara að bíða eftir jólunum Halo

Og þá - alltíeinu - langaði mig til að blogga. Bara eitthvað pínulítið.

Já, bloggið er orðinn svo snar þáttur í daglegu lífi, að meira að segja á aðfangadag finnst manni maður eiga eitthvað ógert ef ekki er komin inn bara svolítil bloggfærsla.

 Jæja, hér er hún komin - og þá get ég haldið áfram jólastússinu. Ég læt fljóta með svolitla vísu sem varð til hjá mér fyrir nokkrum árum.

  •  Minningin er mild og tær
  • merla stjörnuljósin
  • í barnsins auga blíð og skær
  • blikar jólarósin.

Svo vona ég að allir njóti nú jólanna virkilega vel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól og takk fyrir allar skemmtilegu bloggfærslurnar þínar.

Kristín Helga (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 02:01

2 identicon

Sæl Ólína .............. GLEÐILEG JÓL og takk fyrir skemmtileg blogg . Við hittust kannski á röltinu í Borginni :) í gönguhóp "58 árgangi

Kiddý (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband