Ráðhagur og ráðynja

Nú tek ég Reykásinn í ráðherramálinu: Cool  Eftir á að hyggja mætti kannski reyna að finna nothæf kynskipt orð yfir ráðherra - þó ég sé enn sem fyrr á móti því að breyta rótgrónum orðum. En EF menn finna GOTT orð og ÞJÁLT, tja .... þá má auðvitað skoða það ...

Tvær tillögur sem ég fékk í athugasemdakerfið mitt í gær vöktu mig til umhugsunar - svona geta góðar tillögur stundum snúið þverustu sauðum Wink  Sigríður Svavarsdóttir stakk upp á orðinu "ráðhagur" og Kári S. Lárusson kom með orðið "ráðynja". Hvort tveggja eru falleg orð - og því langar mig að vekja athygli á þeim hér fari svo að menn fari út í það að skipta um starfstitil á ráðherrum (sem mér finnst auðvitað óþarfi - en best að hafa varaáætlun ef út þetta verður farið).

 Ráðhagur og ráðynja - spáið í það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Ráðherra er starfstitill og að fara að kyngreina hann og tvískipta finnst mér út í hött.

Ef þetta er orðið að alvarlegu þingmáli að mati þeirra sem sitja á þingi  þá finnst mér að störf Alþingis séu að verða ansi hégómleg--mér finnst málið eins og hvert annað grín.

Sævar Helgason, 28.11.2007 kl. 14:38

2 identicon

Hvar endar það, Ólína, ef alltaf á að  ráðast á móðurmálið, þegar einhverjum  dettur í  hug  það geti   aukið jafnrétti  að  uppræta gamalgróin orð sem eru  rógróin í málinu ?  Öll er  þessi umræða , að mér  finnst,  einkar fánýtt rugl.Óttalegur hégómi.

Hvað um þær konur sem  eru  sendiherrar?  Á kannski að kalla þær  sendiynjur?

Ráðherra og  sendiherra eru ágætisorð  sem  eiga jafnt  við bæði kyn.

Eigum við  heldur að tala um  eitthvað annað ? Þetta er eitthvað  svo  þarflítið hjal.

Eiður Svanberg (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 15:13

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hvað með orðin ráðsmaður eða ráðskona?

Guðlaugur Þór væri þá ráðsmaður heilbrigðismála og Jóhanna ráðskona félagsmála

Stundum er það einfalda flottast ....  

Marta B Helgadóttir, 29.11.2007 kl. 01:04

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hmmm ... mér datt það fyrst í hug "ráðsmaður" og "ráðskona". En satt að segja held ég við ættum ekkert að vera að reyna að finna ný orð. Ráðherra er bara ágætis starfsheiti yfir þann sem ræður tilteknum málaflokki - rétt eins og góð kona getur verið "drengur" góður eða "skörungur" ætti hún að geta verið bæði "ráðherra" og "sendiherra". Ég sé ekkert að því.

Mér finnst þetta vera gengið svolítið langt - eins þetta með að taka litlu nýfæddu börnin úr bláu og bleiku og gera þau öll eins. Þegar jafnréttisbaráttan tekur á sig þessar myndir held ég að hún sé á villigöum. Markmiðið getur ekki verið það að allir verði eins - heldur að hver fái að vera sá/sú sem hann/hún er, og geti verið stolt(ur) af því

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.11.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband