Breytingar breytinganna vegna

Ég þekkti mig ekki hér á moggablogginu þegar ég opnaði það í morgun. Nýtt útlit! Crying Ömffff? Af hverju alltaf að vera að skipta um alla hluti? Moggasíðan var bara flott eins og hún var.

Kannski er ég að verða íhaldssöm með aldrinum - en stundum fæ ég á tilfinninguna að menn séu að breyta bara til þess að breyta. Það eru alltaf að koma einhverjar tækninýjungar sem eiga að vera eitthvað flottari og betri en það gamla. Svo kemur upp úr kafinu að þær eru ekkert betri - kannski flottari, en ekki betri. Og alls ekki endingarbetri. Enda er það sjálfsagt ekki markmiðið. Hvaða tilgangur væri í því að finna upp nýja hluti ef þeir entust svo von úr viti? GetLost Það þarf auðvitað að halda söluhringiðunni gangandi.

Og svo er þetta með vefsíðurnar sem alltaf er verið að breyta. Til bóta? Ekki endilega - þær bara breyta um útlit. Ef eitthvað er til vitnis um stöðnunarfóbíu þá eru það vefsíðurnar. Ég hef a.m.k. enn ekki séð dæmi um betra viðmót eða skemmtilegri notkunarmöguleika á þeim fréttasíðum sem tekið hafa á sig nýtt útlit að undanförnu - mbl.is þar á meðal. 

 Já, mér fannst gamla síðan betri - og flottari. Undecided Eeeeeeen .... ég jafna mig.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg sammála þér, ég er íhaldssöm á það sem mér líkar vel við. Mér fannst gamla síðan flottari 

Marta B Helgadóttir, 26.11.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

mbl.is, er svo miklu betri tæknilega núna eftir breytingarnar. Ólína, þú átt eftir að kynnast því. Ég held þú sért að tala um útlitið. En það venst furðu fljótt.

Níels A. Ársælsson., 26.11.2007 kl. 23:54

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Dont judge a book by it´s cover" Tvímælalaus breyting til batnaðar. Tek undir með Níelsi. Nýja útlitið venst eins og annað. Þegar maður fer að óttast allar breytingar.....tja, hvað skal segja? Aldurinn? 

Halldór Egill Guðnason, 27.11.2007 kl. 08:36

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Viljið þið þá ekki fræða mig um það hvað hefur breyst annað en útlitið?  Hvaða tækni eru þið að tala um?

Ég er ekki sannfærð. Og ekki orð meir um aldurinn

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.11.2007 kl. 10:39

5 identicon

Jú sko Ólína, núna sérðu flipa efst yfir blogginu á aðalsíðunni, þú klikkar bara á flipanna t.a.m. til að fara inn á þær síður moggans sem þú vilt t.d. Það er eiginlega eina tæknibreytingin fyrir utan þeir eru búnir og fjölga bloggflokkunum.

Þetta á eflaust eftir að venjast eins og margt annað, síðurnar okkar eru allavega ekki breyttar og megum við vera ánægð með það, finnst þér ekki?

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 11:27

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Alltílagiþá

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.11.2007 kl. 11:34

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Halldór Egill Guðnason, 28.11.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband