Illa launuð háskólakennsla

Við hverju er að búast þegar laun stundakennara eru svo lág að menn veigra sér við því að segja frá því hvað þeir fá greitt fyrir framlag sitt. Sjálf var ég stundakennari við Háskóla Íslands árum saman. Framlag mitt og annarra stundakennara var ekki meira metið en svo á þeim tíma að ég fyrirvarð mig fyrir að taka við því - hvað þá að segja frá því. Ég huggaði mig við það að þetta væri þegnskylda mín gagnvart fræðasviðinu sjálfu - og á þeirri forsendu innti ég kennsluna af hendi. Gerði það eins samviskusamlega og mér var unnt. Ég er þó ekki viss um að hver einasti fræðimaður sem til er leitað líti þannig á - get a.m.k. vel skilið ef þeir gera það ekki.

Eins og aðrir stundakennarar varð ég að sinna kennslunni með öðrum störfum. Þannig varð það nú bara - og er trúlega enn, án þess ég hafi beinlínis spurt um það nýlega. 

Þetta er hárrétt ábending hjá Hákoni Hrafni Sigurðssyni. Þegar stór hluti háskólakennslu er komin í hendur undirborgaðra stundakennara, hlýtur það að hafa afleiðingar fyrir gæðastaðalinn í kennslunni. Það hlýtur hver maður að sjá.


mbl.is Of margir án fullnægjandi menntunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl Ólína!

Já, alveg rétt og ef þessir sífelt fleiri stundakennarar eru minna og minna menntaðir! Sami vítahringurinn kannski að skapast í akademíunni eins og víðar, lá laun + minni menntun þeirra starfsmanna sem á annað borð fást = verri og gæðaminni skóli/stofnun!

Hvað á að gera?

SAmeina skóla eða samnýta krafta þeirra einhvern vegin betur?

Leggja niður deildir, eða opna ekki nýjar sem fyrir eru í öðrum skólum?

Frekari gjöld?

Hærri framlög úr ríkissjóði?

Örugglega allt spurningar sem fram hafa komið, við ærið misjafnar undirtektir!

En vinkona, þú vilt ekki bara upplýsa oss hverjar greiðslurnar voru á þínum tíma, þó skammarlegar væru, svona til að gefa fólki hugmynd um hvað um er að ræða?

Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2007 kl. 17:41

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Magnús.

Ég man það ekki svo vel í krónum - en man að það var fáránlega lítið.

Mig minnir að ég hafi fengið álíka mikið fyrir að gera einn hálftíma útvarpsþátt árið 1998 og ég fékk sem mánaðargreiðslu fyrir eitt fimm eininga námskeið við þjóðfræðiskor HÍ. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.10.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband