Hvað er biskup að hugsa? Það er ekkert að auglýsingunni.

Guð er mesti húmoristinn - minnir mig að biskup hafi sagt landslýð ekki alls fyrir löngu. Ég man ekki hvort það var um jól eða páska - man bara að hann talaði um viðkomandi guðspjall sem "mesta brandarann". Vona að ég fari rétt með þetta.

En hvar er nú húmorinn? Biskupi er að minnsta kosti ekki skemmt. Hann hefur uppi stór orð um "smekklausa" auglýsendur sem "leggjast lágt".

Hvað er að? Þessi auglýsing er ekki móðgun við neinn. Ég tel mig vera kristna manneskju - er a.m.k. í þjóðkirkjunni og hef stundum ómakað mig á því að verja kirkjuna þegar að henni er sótt. En nú mislíkar mér ráðdeildarsemin þar á bæ. 

Það er ekkert að þessari auglýsingu. Hún rifjar upp frægasta dæmið sem hinn kristni heimur á um breyskleika og svik - aðdraganda píslargöngunnar. Hún talar beint til áhorfandans. Vissulega er verið að selja síma - en það er ekki verið að meiða neinn, eða vanhelga nokkurn hlut.

Ég man ekki betur en að í sjálfri Biblíunni sé brugðið á létta strengi -- minni til dæmis á frásagnir af Nóa gamla þar sem hann ráfar ölóður í tjald sitt skömmu áður en drottin valdi hann til þess að lifa af syndaflóðið.

Jón Gnarr hefur hugsanlega verið undir áhrifum af biblíuhúmor - nú eða minnugur orða biskups um húmor Guðs - þegar hann bað um fund og sagði biskupi frá hugmynd sinni. Mér finnst ekki rétt af biskupi að láta sér fátt um finnast á þeim fundi en viðhafa svo sterk orð þegar auglýsingin hefur litið dagsins ljós.

Það er ekkert að þessari auglýsingu - hún er bara skemmtileg.


mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki men ég betur en að séra Jakob Jónsson hafi skrifað sína doktorsritgerð um húmorinn í guðspjöllunum.

Árni Gunnarsson, 4.9.2007 kl. 21:43

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Auglýsingin var mjög ósmekkleg og sýndi höfundur og Síminn mikið tillitsleysi við gerð og birtingu hennar.  þarna var eingöngu verið að nýta sér ómerkilega markaðssetningu til að ná til ákveðins hóps kaupenda. Með ólíkindum lágkúrulegt.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.9.2007 kl. 21:51

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Þórdís, í guðanna bænum hættu þessu guðblasti, þetta er nútímaleg kvöldmáltíð.

Sævar Einarsson, 4.9.2007 kl. 22:38

4 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Jæja, við erum hófsöm hér á Fróni, biskup talar um smekkleysi og að auglýsendur leggist lágt.

Ég hef enga skoðun á þessu, ekki enn(sjálfri auglýsungunni) . Hinsvegar vil ég benda á skýran mun á viðbrögðum hér heima og svo hjá múslimum, þar sem skopteikningar urðu tilefni múgæsinga og morðhótanna (hjá ákveðnum hópum)

Ég veit ekki hvort er betra það sinnuleysi sem trúmál mæta oft hér, eða þessir öfgar sem þekkjast meðal múslima og vissulega víðar, það eru öfgamenn í kristinni, meðal gyðinga og hindúar í Indlandi eiga sinn flokk sem vel má kenna við mikla öfga. Jú ekki vil ég þá öfga sem heita morði vegna skops, eða vegna gagnrýni á trúnna - nei, en mætti ég biðja um minna sinnuleysi?

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 4.9.2007 kl. 23:44

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég er á því að þeir hafi núna gegnið og langt en hugsanlega gátu þeir ekki fengið betri auglýsingu

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 5.9.2007 kl. 00:08

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er sammála Báru hvað markaðssetningarhliðina varðar. Og svo þora margir ekkert að segja af hræðslu við að vera taldir húmorslalausir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.9.2007 kl. 00:49

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er nú heldur vafasamt að það sé mikinn húmor að finna í frásögn af aðdraganda kvalafullrar aftöku, tel ég, jafnvel þó langt sé um liðið...en það er greinlega allt hægt þegar um er að ræða að selja nýjasta tæknidótið sem í boði er hér á landi

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.9.2007 kl. 00:50

8 identicon

Held að þessi auglýsing sé bara af hinu góða. Gelgjurnar og börnin okkar sem horfa á, fara að spyrja foreldrana hvað er svona fyndið? Er þá ekki tilvalið tækifæri að kynna þeim kristna trú, því í seinni tíð eru allir svo hræddir við að móðga einhvern nýbúann, að það má varla setja minningagrein í Moggann án þess að sleppa krossinum.

Og eins og einhver góð manneskja sagði.. Jesú og Guð hafa örugglega húmor, þar sem við vorum sköpuð í þeirra mynd.

fishandchips (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 02:20

9 identicon

Ég er ekki einn af þeim sem stunda kirkjur,læt mér nægja lestur og hvernig guð birtist í
mönnum í daglega lífinu.
En ég hef sterka trú og ber mikla virðingu fyrir trú annara,því finnst mér þessi auglýsing þar sem Píslasagan er notuð til að auglýsa og selja síma vera algjör niðurlæging og virðingarleysi við trú fólks,og tel að þeir sem mæla þessu bót ættu að athuga sinn gang og gera upp við sig hvort þeir trúi ýfirhöfuð á nokkuð nema ef vera skyldi mammon,því þetta minnir óneitanlega á dansin í kringum gullkálfinn

Laugi (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 08:42

10 identicon

Mér finnst þetta frábær auglýsing - bráðskemmtileg og vel gerð. Finnst viðbrögð kirkjunnar stormur í vatnsglasi.

kjellingin (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 09:08

11 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það sem mér finnst að er:

1.Júdas er að tala við Rómverska hermenn en ekki prestana og faríseana sem létu hann hafa nefnda 30 silfurpeninga, Rómverjum var skítsama um Jesú.

2. Júdas er sýndur sem hálfgert fífl en ekki eigingjarn tækifærissinni.

3. Jesú er brugðið þó að hann viti allt samk. sögunni, það eru hinir postularnir líka.

4. Í kvöldmáltíðin eru menn sitjandi til borðs en ekki liggjandi eins og þá var alsiða.

5. Þeir eru að neyta sýrðs brauðs eða brauð með geri.

6. Þeir talast við í myndsíma, ég þekki engan sem á slíkt tól.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 5.9.2007 kl. 10:55

12 identicon

Ætlunarverk Jóns tókst með miklum ágætum, ofurheilagir kuflar fóru af órannsakanlegum veg guðs og yfir a veg símans vegna auglýsingar
Símallúja

DoctorE (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 11:36

13 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þetta er líka yndislegt tækifæri fyrir þá sem eru fátækir í anda til að kasta skít í kirkjuna. Sælir eru fátækir í anda því þeirra er tækifærið.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 5.9.2007 kl. 11:53

14 identicon

Af hverju má ekki gera grín að síðustu kvöldmáltíðinni?

Þá má líklega ekki gera grín að spænska rannsóknarréttinum (History of the world part 1 eftir Mel Brooks) eða nornabrennum á miðöldum heldur (The Holy Grail með Monty Python). Má bara gera grín að vissum hlutum sem snúa að kristinni trú? Má sem sagt spauga með það að ganga á vatni en ekki krossfestinguna? Hve margir sáu The Life of Brian með Monty Python? Þar er gert stólpagrín að Jesú Kristi í yfir 90 mín, ætlar biskupsstofa að taka það fyrir? Hvar er línan?? 

Hættum að spá í einhverjum auglýsingum og einbeitum okkur að raunverulegu vandamálum. 

Það eru mannréttindi að láta gera grín að sér. 

Benni (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 01:07

15 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Frábær ábending hjá þér Ólína, í orð biskupsins sjálfs.   Hins vegar virðist ekki mega gera góðlátlegt grín að svo heilögum atburð og sjálfsagt hefur Sr Karl átt við að Guð hefði annars konar húmor.  Það er einmitt þessi heilagleiki sem ég gagnrýni.  Fyrir mér er undirskrift mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna eða dagurinn þegar amma mín fékk kosningaréttindi mjög mikilvægur.  Ef grínistar sæju slíka í einhverju spaugilegu ljósi ætti ég erfitt með að trúa því að það særði mig.  Eitt er svo að spaug er ekki það sama og háð og ég get ekki séð að Jón Gnarr sé að hæðast að Kristinni trú með nokkru móti með þessari auglýsingu. 

Svanur Sigurbjörnsson, 6.9.2007 kl. 15:32

16 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Það er fín grein eftir Gunnar Sandholt í Mogganum um þetta, þar sem hann talar um hvernig auglýsingin hreyfir við manni og vekur til umhugsunar um hinn hversdagslega Júdas. Ég held að kirkjan ætti fagna því að Jóni Gnarr tókst að fá Símann til að kosta litla mynd sem fær okkur til að hugsa um merkingu sögunnar um svik Júdasar og staðfestu Jesú. Þriðja kynslóð farsíma var allavega ekki það sem er mér efst í huga eftir þessa auglýsingu.

Guðrún Helgadóttir, 7.9.2007 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband